Ísafold - 25.10.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.10.1916, Blaðsíða 2
IS A F OL D yimi Emksson \ M Tfusfurstræfi 6 Q O ^Sfejnaéar* &rjona~ og Saumavörur \ \£ hyergi ódýrari né betri. E» f\ þvofta~ og Ærsinlc&fisvorur ft WÁ beztar og ódýrastar. Ag J&QiRföng og cŒœŒifesrisgjafir hentugt og fjölbreytt. Þótt gestgjafastaðan út af fyrir stg sé nægilegt starf handa einum manni, hafði hann þó ýms opinber störf á hendi, svo sem gjaldkerastarf fyrir spítalann fjöldamörg ár, hann var og sittamaður á Akureyri. Konu sína misti hann 1907; höfðu þau átt 6 börn, fem komust á fullorðins ár. Tvö eru dáin: Jó- hann kaupm. og konsúll á Akureyri, kvæntur Önnu, dóttur bankagjald- kera H. Schiött, og Ágústa, fyrri kona Olgeirs konsúls Friðgeirsson- ar. En á lífi eru þessi fjögur: Oddný, kona Ingólfs læknis Gísla- sonir á Vopnafirði. Maiía, kona Einars verzlunarstjóra Gunnarssonar á Akureyri, Valgerður og Halldóra, báðar ógiftar. Fyrir 2—3 árunv fór að brydda 4 sjóndepru hjá honum, sem ágerðist svo, að hann gat að síðustu ekki lesið, en þrátt fyrir það hélt hann sama andans fjöri sem fyr, og mundi engan hafa grunað, að dauða hans bæri svo skjótt að, Minning hans mun lengi geymast hjá hans mörgu vinum. Kl. J. Ofriðar-annáll 27. ág. til 15. sept. Þetta ófriðarsumarið þegar á enda og engin úrslit. Fyrirsjá- anlegt, að miljónalið stórþjóðanna verður að hafast við einn vetur- inn enn í skotgröfum og öðrum jarðfylgsnum; líða þar kulda og allar hörmungar. í fyrra var gengið í skrokk á smáríkjunum tveim, Serbíu og Montenegro; nú upp á síðkastið hafa stórþjóðirnar snúið sér að hinum Balkanríkjunum. Ekki ólíklegt, að þar geti einhver úr- slit orðið áður en veturinn geng- ur í garð. FriBrof Rúmena. Undanfarna mánuði hefir verið tíðrætt um væntanlega hluttöku Rúmeníu í ófriðnum. Ýmist heflr það -verið uppi á teningnum, að þeir slægjust í lið með Miðveld- unum eða þá héldu sér hlutlaus- um. Oft hefir það heyrst, að þeir væru í óðaönn að safna að sér skotfærum, þó enginn vissi hverj- um þeir ætluðu skotin. Stjórn- arforsetinn Bratianu hefir verið heiminum lifandi ráðgáta, enginn vitað með vissu, hvo'ru megin hann væri. Þann 27. ág. kl. S3/^ e. m. kom sendiherra Riímena í Vín með þann boðskap frá stjórn sinni, að frá því kl. 9 sama kvöldið — þ. e. eftir 15 mín. — skoðuou Rúmenar sig í ófriði við Austur- ríki. Boðskapur þessi kom heimin- um mjög á óvart og þótti frest- urinn til framkvæmda næsta stuttur fyrir Austurríkismenn. En ekki hefir hann komið alveg flatt upp á þá, því nokkrum tímum síðar var slegið í bardaga i Kar- patafjöllunum. Almenn heift og gremja bloss- aði upp gegn Rúmenum um öll Miðveldin, því Þjóðverjar höfðu alt frá byrjun ófriðarins skoðað þá sem bundna sér með samning- um, er áttu að tengja þá Þjóð- verjum enn nánar en Itali. Samn- ingar þessir eru gerðir árið 1884, og er svo mælt fyrir þar, að Þjóðverjar, Austurríkismenn og Rúmenar skuldbinda sig til að verjast í sameiningu öllum árás- um og halda saman í ófriði, eða að öðrum kosti halda sér í vin- samlegu hlutleysi utan við ófrið. Er ófriðurinn brauzt út, vildi konungur Rúmena, Carol, slást í lið með Miðveldunum strax, en stjórnin var andvíg því og varð ekki úr. Framan af ófriðnum var ekki um annað talað, en annað- hvort yrði Rúmenia hlutiaus eða með Miðveldum. En seinua fór að bóla á tvískinnung nokkrum meðal þjóðarinnar. Mæit er, að sá tvískinnungur hafl Att rót sína að rekja til sendimanna samherja þar í landi, er unnið hafi að þvi öllum árum, að koma Rúmenum á band samherja, Hafa þeir kom- ið á allmörgum æsingafundum í borgunum síðustu mánuðina. All- ar ófriðarfréttir þar i landi hafa borið sterkan keim af hlutdrægni með samherjum, og mikið gert að því að opna augu þjóðarinn- ar fyrir þvi, að sigurinn væri samherjum vís. En vegna samninganna við Mið- veldin, þá er svo að skilja, sem vonlegt er, að þau hafi ekki skeytt eins mikið um, að hafa áhrif á Rúmena til liðsinnis sér; hafa ekki hugsað, að þeir gengju svo á orð sin. — Um miðjan ágúst fór Þjóðverja þó að gruna margt. Fór þá að bera á allmiklum skotfærasend- ingum frá Rússlandi og öðrum viðbúnaði. Fram að þeim tíma höfðu Þjóðverjar skift við þá á skotfærum og fengið mat í staC- inn. Sýnir það á hverju mestur er. hörgull þar í landi, að þeir seija skotfæri úr höndum sér fyrir mat. Síðar hafa þýzk blöð full- yrt, að um miðjan mánuðinn hafi Rúmenar gert samninga við sam- herja, að hefja ófrið við Miðveld- in ekki síðar en þ. 28. ág. En þó svo hafi verið, þá ber Bratianu kápuna á báðum öxluro alt til hins' síðasta, gerir t. d. verzlun- arsamning við Þýzkaland þ. 25., enda þótt ófriðarskeytið hafi þá verið komið á stað áleiðis til Vín. Eins og eðlilegt er létu Þjóð- verjar ekki standa á sér að segja Rúmenum stríð á hendur svo og sambandsþjóðir þeirra Búlgarar og Tyrkir. Æsingin og heiftin gegn Rúmenum i Þýzkalandi hjaðnaði þó brátt að nokkru, Þjóðverjar hugguðu sig við, að alt fram til þessa tíma þá hafa Rúmenar aðallega útbúið sig til varnar gegn Rússum en ekki Miðveldum, þar eð þeir hafa í orði kvcðna verið bandamenn Miðvelda, En áform Rútnena með hluttöku síuni er í orði kveðnu að sameina alla Rúmeni í eitt ríki. Sú sam eining kemur mest niður á Aust urriki, þar eð 3 milj. Rúmena efu þar, en 7'/2 milj, í Rúmeníu sjálfri. Herafli sá, er Rúmenar geta sent til víga, er talinn um J/a milj., og er því ólíklegt að þeir búist við að geta áorkað miklu af sjálfsdáðum, enda er liðsauk- inn ekki talinn aðalgagnið, er samherjar fá af hluttöku þeirra. Eins og áður er minst, hafa herkonungar samherja horfið frá því, að nokkur úrslit geti orðið á aðal-vígslóðum álfunnar í sum- ar. En til þess alt verði ekki í sama horfi, er veturinn gengur í garð, reyna þeir nú af fremsta megni að láta til skarar skríða á Balkan. Aðalmarkmið þeirra þar er hvergi nærri að afia sér liðs- auRa né berja á vesalings smá- ríkjunum Bálgörum og Tyrkjum, keppikefli þeirra er að rjúfa samband Miðveldanna við Mikla- garð. Framtíðardraumur Miðveldanna, hugsjón, er bendir þúsundum í opinn dauðann, er að fá örugt járnbrautasamband um Mikla- garð og alla leið austur til Bag- dad. Að geta sent her manns þá leið austur í Asíu og suður í Af- ríku og ná sér þar niðri á ný- lendum samherja. Þá leið ætla þeir sér opna til þess að brjótast ur þeirri úlfakreppu, er þeir nú eru í. Takist samherjum að ná Búlgaríu á sitt vald, er það sund lokað og þá um leið hægara að vinna á Tyrkjanum, er getur þá enga aðstoð fengið frá Miðveld- um. Þá yrði Miklagarður auðimn- inn, og skipagöngur til Svartahafs heftust ekki iengur. Nú í 10 rnánuði hefir Sarrail hershöfðingi safnað liði að sér i Saloniki. Talið er, að hann hafi nú urn 400.000 hermanna. Er það samtínungur frá Englandi, Frakklandi, Serbiu, Rússlandi og ítalíu. — En Búlgarar hafa um 700 000 manns undir vopnum. — Enda hefir Sarrail hikað við að leggja á stað á móti þeim fram til þessa. En á meðan Rámenía var ekki komín til sögunnar, gátu samherjar aðeins ráðist að þeim að sunnan. Nú geta Rússar með öllum sínum mannfjölda náð til þeirra yfir Rúmeníu að norðan og líka komist að Austurríki yflr Rúmeníu. Er viðbúið, að her- varnir Austurrikismanna á þeim svæðum, er að hinni fyrverandi vinarþjóð þeirra vita, séu ekki eins vel úr _ garði gerðar og á takmörkum Rússlands. Þjóðverjar hafa seinna fullyrt, að Rússar hafi gert Rúmenum þá ko3ti, að annaðhvort yrðu þeir að Krone L ö © forenede Bryggerier, slást í lið rr,eð sér, eða þeir yrðu að gera sér að góðu álíka með- ferð og Beigía fekk um árið. — Hvað hæft er í þessu, cr ekki gott að vita. Önnur staðhæfing Þjóðverja er eftirtektaverðari. Að stjórnvitr- ingar samhefja hafi litið svo á, að Búlgörum myndi falla allur ketill í eld, ef þeir ættu von á árásum að norðan líka. Hafi þeir gert sér i hugarlund samherjar að hægt yrði nú að fá Búlgara til þess að ganga að sérfriðar- skilmálum, er samherjar settu þeim. Til þess að ógna Búlgörum enn meir, létu þeir sem svo, að Grikkir myndu næstu daga slást i lið með þeim lika. Árásir Búlrjara. En Búlgörum fóllust ekki hend- ur. Þreyttir og þjakaðir af bar- áttu og hungri snerust þeir af alefli gegn Rúmeiium. Svo hagar til, að Dóná rennur á landamærum Rúmeníu og Búl- gariu, unz hún, hérumbil 170 km. frá Svartahafi, beygir í norður inn í Rúmeníu og rennur alt norður á landarnæri Rússlands og Rúmeníu og þar til Svarta- hafs. — Er hún mjög breið, og liggja mýrar að henni víðast hvar, svo nrjög er örðugt að iáta her sækja yfir.hana. Búlgarar sneru því snarlega að landspildu þeirri af Rúmeníu, sem er sunn- anvert við ána, er heitir Dobrud- scha. Með aðsto^ nokkurri frá Þjóðverjum brutust þeir þaráfram strax fyrstu dagana í sept. Þann 6. sept. unnu þeir kastalann Tu- trakan á syðri bakka Dónár. — Manntjón Rúmena þar talið ein 30>000. Nokkrum dögum seinna unnu Búlgarar kastalann Silistra, sem er nokkru norðar, og um miðjan sept. voru þeir komnir eina 80 km. inn í Rúmeníu milli Dónár og Svartahafs. Þótt Búlgarar séu taldir fyrir þessari árás, þá hafa þeir fengið hjalp, eins og áður er á minst. Sýnir það, að Þjóðverjum þykir mikils um vert, >að samherjar vinni ekki bug á Búlgurum, að þeir hafa sent liðsauka alla leið5 frá Verdun og Belgíu þeim til léttís í Dobi'udscha í byrjun leit út fyrir, að Rúm- enar byggjust við aðalorustunum í Siebenbiirgen, og náðu þeir þar á sitt vald nokkrum ba^jum fyrstu dagana. En síðan hafa þeir haft nóg að gera í Dobrudscha. En að kastalarnir tveir, Tutra- kan og Silistra, yrðu Búlgurum auðunnir, sýnir það enn sem fyr í þessum ófriði, að kastalar eru næsta úreltur herbúnaður. Fyrst og fremst hafa þeir ekki verið" bygðir svo, að. fallbyssurnar stóra vinni ekki á þeim, og svo verða þeir umkringdir, ef engar skot- gryfjur eru til varnar í kringum þá, Þegar svo er komið, að að- flutningar að þeim teppast, þá verða þeir fljótlega uppiskroppa með skotfæri og aðra nauðsynja- vöru, roeð þeim kúlnaaustri, er nú tíðka8t í orustum. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir kastalinn Verdun ekki enn komið Frökkum að not-- um. Þeir fengu ráðrúm til þess að láta afdrif kastalanna í Belgíu sér að kenningu verða og grafa sér nýtízku skotgrafir. Rúmenar voru þetta á eftir tímanum, að' þeir treystu á kastalana enn. Grikkland. Mikið hefir verið um viðburðí á Grikklandi þessar síðustu vik- ur. Þó hefir ekki orðið úr því, að Grikkir legðu út í ófriðinn, Sundrungin, flokkadrættirnir og. Ó8tjórnin í landinu, keyra svo- fram úr hófi, að engum getum verður leitt að þvi, hvar lendir, Eftir að samherjar höfðu neytt Grikki til þess að senda heim mikinn hluta af hernum í sumarr leit út fyrir, að friður og spekt myndi komast á þar í landi. En er Búlgarar fóru að bæra á sér og til bardaga kom milli þeirra og Saloniki-hersins, eins og áður er frá skýrt, þá var úti friður- inn meðal Grikkja. Búlgarar óðu inn i Makedóníu og landsfólkið flýði víða. Eftir fyrirmælum saroherja í sumar, áttu kosniogar fram ar>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.