Ísafold - 01.11.1916, Page 1

Ísafold - 01.11.1916, Page 1
t Kemnr út tvisvar i viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7'þ kr. eöa 2 dollarjborg- ist fyrir miðjau júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- iu bó til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus vl3 blaðið. XLIII. árg. .AlþýOafél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—0 Öorgarötjóraakrifstofan ,opin virka íaga 11—8 Btojarfóg yíadkrifstofan opin v. d. 10—2 og Bflojargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og B—7 íglandsbanki opinn 10—4. K.í .U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 siöd. Alm. fandir fid. og sd. 8*/» síöd. Landakotskirk.ja. Guösþj. 9 og 8 á heigum Xiandabotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Jjandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landabókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 La.ndsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Land&féhirðir 10—2 og 5—6. L*ndsskjala5afm& hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnið opi& hvein dag kl. 12—2 .^Náttúrugripasafni& opi& lJ/a—2x/a á sunnu-b .Póst-húsih opi& virka d. 9—7. eunnud. 0—1. Samábyrgö Islands kl. 1- 5. ÆHjórnarráÓsskrifatofurnar opnar 10—4 dagl. Taisimi iteykjavikur Pósth. 8 opmn 8—12. Vífilsta&ahælió. Heimsóknartími 12—1 ■>jóðmenjasafni& opið hvern dag 12—2 Um seðlaútgáfu og fyrir- komuiag seðiabanka. Bráðabirgðasvar til B. Kr. II. BankaseBlavizka B. Kr. dæmd af erlendum sérfræðingum. Eg gat þess í fyrsta kafla þess- arar greinar (í Isafold 11. okt.), að mér virtist hr. B. Kr. í skrif- um sínum um bankamál vera lik- ari f remur óhlutvöndum málfærslu- manni en óhlutdrægum fræðara og að hann ennfremur virtist bresta þekking á ýmsum atriðum þessarra mála. Mér dylst það t. d. ekki, að undirstöðu-Tcórvillan í þessum skrif- um hjá, hr. B. Kr. er að hann annaðhvort þelckir eicJci aðalkost bankaseðla í viðskiftalífinu eða, — sem eg síður vil gera ráð fyrir — dylur þá þekking, þ. e. gerir sig sekan um óhlutvendni. Af hinni löngu, en ekki ætíð ljósu ritgerð hr. B. Kr. verður ekki annað dregið en að hann skoði bankaseðilinn vera aðeins fulltrúa myntar, sem til sé, er not- aður sé í myntarinnar stað, af þvl hann sé handhœgri i vöfum, spari flutning á mynt o. s. frv. Hann segir á fyrstu bls. rit- gerðar sinnar, að hann hafi áður bent á, »að eigi væri einhlítt né hættulaust að gefa út banka- seðla eftir því, sem svonefnd gjald- miðilsviðskiftaþörf krefði, heldur yrði mynt i landinu að vaxa að sama skapi, sem bankaseðlum fjölg- ar og gjaldmiðilsþörfin vex«. (Let urbr. mín). Hann segir ennfrem- ur á sömu bls. að öll lönd, sem hann þekki til og gefi út banka- seðla »takmarki útgáfu þeirra að minsta kosti svo, að eins mikið sé af gullmynt í landinu á öll- um timum sem seðlunum nemur, sem í umferð eru«. Hann talar um á bls. 6 þá grundvallarhugs- un allra landa, sem gefa út banka- seðla, »að aldrei sé þó minna af mynt í landinu en sem svarar seðlum þeim, sem í gangi eru á hverjum tima«. Eg get eigi betur skilið hr. B- Kr. en að hann telji myntirnar hinn eina eðlilega gjaldmiðil og að hann því álíti að í landi, þar sem gefnir eru út seðlar eigi að Reykj.ivík, miðvikudagian i. nóvember 1.916. 82. tölublað haga öllu peningaveltufyrirkomu- laginu eins og mynt ein væri i gangi, auka myntina um leið og seðlarnir eru auknir, en leyfa að minka hana, þegar dregið er úr seðlaútgáfunni. Þetta er sama villan og haldið var fram af fylgismönnum hinn- ar svonefndu »currency«-kenning- ar á Bretlandi snemma á 19. öld, kenningar, sem nú er löngu kveð- in í kútinn og mun nú eiga fylg- ismenn fá, nema þenna þjóðbanka- speking hér hjá oss, sem er svo íhaldsamur að vera hér um bil 100 ár á eftir tímanum. Um þessa »currency«-kenning, sem hr. B. Kr. virðist fylgja, seg- ir hinn einkar-varfærni banka- fræðingur William Scharling pró- fessor m. a. í bók sinni »Bank politik« bls. 150. »Ef framkvæma á currency- kenninguna nákvæmlega yrði það til þess, að fyrirkomulag seðla- banka yrði líkt og bankanna í Amsterdam og Hamborg á sínum tíma, þannig, að seðlarnir yrðu aðeins ávísanir á fúlgur þær, sem í bankanum liggja i mynt og ómyntað og svöruðu nákvæmlega til þeirrar fúlgu. Allur ávinning- urinn við að nota bankaseðla yrði þá, að þeir væru handhægari gjaldmiðill en sjálf myntin. En öllu tilkalli til að nota seðilinn sem lánspniðll er alveg slept«. (Leturbr. mín). Afleiðingin er sú, að peningaumferðin missir þann sveigjanleika (Elasticitet), sem notkun bankaseðla veitir henni og hún á bágt með að ^era án 0. s. frv.c Eg hefi undirstrikað orðið láns- miðil (Kreditmiddel) af því að það er einmitt sá eiginleiki, sem einkum fyrir þjóð með litlum peningaviðskiftaþroska eins og oss, er ef tiÞvill aðalkostur banka- seðla. Og þann kost þekkir Landsbankastjórinn auðsjáanlega ekki eða þá, að hann vill ekki halda honum á lofti, af því hann »passar ekki í kramið« í hinu einhliða málfærsluskjali, sem rit- gerð hans vitanlega er. Það er bankaseðillinn, sem lánsmiðill, er fleygt hefir áfram viðskiftahögum margra þjóða í upphafi. Eg get ekki stilt mig um að tilfæra hér orð nafnkunns bankafræðings, Skotans Andr. Will. Kerr í bók hans: Scottish banking, London 1898 bls. 85 og 89—90. Hann segir: »Hvað hefðu bankarnir okkar skozku verið án seðlaútgáfu þeirra? Já, hvað hefði Skotland verið, án seðlaútgáfu? Það eru bankaseðlarnir, sem gerðu landið að menningarlandi, sem veiddu fiskinn við strendur landsins, hleyptu vexti í verzlun landsins og iðnað, er aftur á sína hlið urðu til þess að útvega bönkun- um þau innlán (deposita), sem gert hafa bönkunum það kleift að bjóða mönnum þau kosta kjör, sem þeir gera, hver i sínum verkahring. Takið af bönkunum frelsi þeirra til að gefa út seðla, og skozku bankarnir verða að loka mörgum útibúa sinna, auka útgjöld sín og ef til vill setja upp vextina af útlánum sínum«. Hér er sannarlega ekki um neina BjörnsKristjánssonarbanka seðla að gera þ. e. myntfolltrúa heldur einmift seðla, sem eru lánsmiðlar ógulltrygðir. »Ef það væri ekki seðlaútgáfu- rétturinn«, segir Kerr ennfremur, »og fúsleikij fólks til að taka seðla sem góða og gilda borgun, hefðu bankarnir aldrei haftráð á að stofna einu sinni þriðja hlutann af úti- búum þeim, sem þeir hafa gert. Astæðan til þess er einföld. An seðlaútgáfuréttarins verður hver banki á öllum stöðum þar sem hann starfar, að halda sjóðeign sinni í mynt eða seðlum annarra banka, sem er honum jafn óhag- stætt eins og mynt væri. Sjóð- urinn — í þessari mynd — myndi baka bönkunum svo mikið vaxtatjón, að heljarmikil viðskifti þarf til að standast það. Senni- lega eru það ekki nema 1—2 hundruð bæir í öllu Skotlandi, sem gætu staðist þetta bankafyr- irkomulag. En þegar banki get- ur 'haldið sjóó sínum í seðlum, sem hann má setja út í veltuna er hann fær um að auka starfs- svið sitt til héraða, sem ella væri honum alveg ókleift að ná til. Það er af þessari ástæðu, hérum bil eingöngu, að skozku bankarn- ir hafa getað fjölgað svo útbúum, að Skotland er frægt orðið, sem það land, er hefir fleiri banka, borið saman við fólksfjölda en nokkurt annað land í heimi*. Svona lítur nú þessi sérfrœðing- ur á málið og er það eins og menn sjá, talsvert öðrum augum en hr. B. Kr., sem í þröngsýni sinni vill draga svo úr notkun bankaseðla, að kyrking mundi hleypa í alt viðskiftalíf vort. Og eg skal loks gleðja B. Kr. með ummælum enn eins sérfrœð- ings í þessum efnum, ei sýna hversu gersamlega rangt haun hefir fyrir sér í skoðunum sínum á eðli bankaseðla og útgáfufyrir komulagi, sjálfsagt af þekkingar- leysi fremur en hinu, sem áðut mintist eg á. Þessi sérfræðingur er hinn nafnkunni sænski þjóð- megunarfræðingur prófessor Knut Wicksell. I bók sinni hinni miklu: »Före- lasningar i Nationalekonomi« segir hann meðal annars (Första Delen: Haft II. Om penningar och kredit) bls. 86 87. »í landi eins og voru (Sviþjóð) stendur svo á, að leyft er að gefa út seðla, hljóðandi á smáfúlgur. Þess vegna sést höfuðmyntin, gullið, sama sem alls ekki í um- ferð og raálmforði bankahiia hefir enga aðra þýðingu en að vera varasjóður fyrir hugsanlegar greiðslur til útlanda. Vi, ðist þvi óhætt að fullyrða, að hann (málm- forðinn) megi, án þess nokkuð geri til, vera svo lítill sem vera vill, að því er.til innanlandsvið- skifta kemur, þarfarinnar á gjald- miðli til hennar. öðru máli er að gegna um England og Frakkland þar sem bannað er með lögum að gefa út smáfalguseðla — og raunar einnig um Þýzkaland, sem eins erástatt um, að undantekinni nokkurri fúlgu pappírspeninga, sem rikið gefur úr, (Reichskassensheine). Þessi lagaákvæði valda því, að mikið þarf af rnynt í umferð og sjálfur málmforði bankanna er oft nauðsynlegu rfyrir innanlands- viðskifti. Ef vöruverð hækkar eða viðskiftaveltan vex, þá þarf meiri mynt til innanlandsviðskifta og hún er fyrst og fremst tekin úr bönkunum af innieign, án þess annað innlán komi í staðinn. . . Ef ley'fðír væru smáfúlguseðlar, væri fyrir innanlandsviðskifti nóg, að bankarnir í stað málmforðans hefðu nóg af seðlum þ. e. ónotuðu lánstrausti bankans. ... I ritum um bankamál frá miðri 18. öld rekur maður sig stundum á, að mikil nauðsyn sé a, ef viðskiftafyrirkomulag lands- ins eigi að vera trygt, að mikið af mynt sé í umferð.1) En það *) Sama heldnr B. Kr. fram í sinni ritgerð. er erfitt að skilja, á hverju sú skoðun byggist; miklu fremur má segia, að eins og ástandið er nú, geti þetta orðið truflunar-upp- spretta fyrir viðskiftin, Peninga- málum hvers lands er mikið bet- ur komið, ef öll mynt liggur í sjálfum bcnkunum, svo að hægt sé að grípa til hennar, ef fram- kvæma þarf greiðslu út úr land- inu.« Eins og menn sjá, þeir er les- ið hafa greinar B. Kr. eru þessi ummæli prófessors Wicksell full- komnir löðrungar á seðlafyrir- komulags-spilahúsið, sem hr. B. Kr. hefirtildraðupp, sennilega af þekk- ingarleysi eða þá að hann hefir rekist á löngu úreltar og yfir- gefnar kenningar um þetta efni og hirt þær ómeltar af því þær »pössuðu í kramið«, er hann þurfti að fara að »fræða« íslenzku þjóð- ina um bankamál. . [Framh.] Um álit eftirlauna og launamálanefndariuuar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. deseraber 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. Nefndarálitið er 380 bls. i fjögra blaða broti, og því fylgir landabréf af íslandi yfir lögdæmi, þing og tollhéruð, eins og þau eiga að verða eftir tillögum meiri hluta nefndarinnar. I. Ettirlaunin á þingmálafundunum. Nefndin les sig í gegnum alla þingmálafundi á landinu, sem finnast í skjalasafni Alþingis. Einkennilegast af öllum þeim hlutum finst mér að nefndinn þyki: »Bænarávarp til alþingis* úr Skafta- fellssýslu, sem sækir um þá náð hjá alþingi að það lögleiði sem allra fyrst, að enginn embættismaður fái eftirlaun sem sætt hefir kæru fyrir embættisgerðir »án þess hann með dómsvottorði sanni að ákæran hafi verið röng, og ekki heldur sá, sem ekki hefir kom- ist hjá útlátum fyrir galla á embættisfærslunni, og nái þetta til allra eins, bæði þeirra, sem kynnu að fá eftirlaun og hinna, sem búnir eru að fá þau«. Ekki get eg sagt, að mér þyki þetta skjal merkilegt við fyrstu sjón. En sá sem les það með athygli getur séð að það er stýlfært af vitgrönnum manni, að hann hefir verið hreppstjóri 1878—79, því að hann segir i skjalinu að hreppstjórar hafi tapað sínum litlu launum 1878; að hann hefir kært sýslumann- inn sinn fyrir amtmanni eða landshöfðingja; að hann hefir ekki fengið það svárið upp á kæruna, sem hann vildi, og hefir haft betri trú á dómstólunum en Hilmari Finsen. Enn fremur má sjá af bænarávarpinu, að hreppstjórinn muni hafa verið þingmaður og ætlað að sigra þar yfir sýslumanninum, en það fór á sömu leið, eg gizka þess vegna á, að hann hafi kannske verið annarhvor hinna háttvirtu þingmanna, sem í þá daga var kallaður »þingsins uxi eða þess asni«. Sýslumaðurinn taldi fram 150 hundruð lausafjár, hann var stórbóndi hversdagslega, en sýslumaður í hjáverkum. I stjórn- artíðindunum litlu fyrir 1881 er vítabréf til sýslumannsins í Skafta- fellssýslu Árna Gíslasonar út af kæru fyrir meðferð á strandupp- boði, þar sem þessi setning er þrítekin: »Landshöfðinginn getur ekki látið sér það vel líka« að sýslumaður hafi farið svo eða svo að. 1881 er sýslumaðurinn farinn frá með eftirlaunum, fluttur burtu úrsýslunni, þess vegna er orðatiltækið í »Bænarávarpinu« og »nái þetta .til allra eins, bæði þeirra, sem kynnu að fá eftirlaun og hinna, sem búnir eru að fd þau«. Sýslumaðurinn var búinn að fá eftir- launin. Eg sé engan þjóðarvilja i þessu skjali, eg held ekki að hann finnist þótt það sé sett undir pólitiska smásjá. En hefnigirn- ina má sjá með berum augum, ef það eru önnur augu en nefnd- arinnar, sem líta á málið. Svo koma 2—3 arkir, sem eru skýrslur um eftirlaunamálið á þingmálafundunum. Þingmálafundirnir eru goðasvör þjóðarviljans, i

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.