Ísafold - 01.11.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.11.1916, Blaðsíða 3
ISA F O L D 3 Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavik, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Yandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. M rni Eiríksson TJusfurstræti 6 | Vgnaóar- tfrjóna- og Saumcvörur g hvergi ódýrari né betri. tá þvotta- 0£ zJCreinlætisvorur beztar og ódýrastar. JSaiRföng og &œfiifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. Tilkynnins. Veikt fólk, sem ætlar að ferðrst ir.eð skipuai H.f. Eiæskipafé- lags íslands, er hérmeð beðið um, að tilfcyr na frað með hæfilegum fyrir- vara á skriLto'u íélagsins hé-, og verður hver sjúklingur að hafa með sér læknisvottorð. Ef þetta er ekki geit, má fólk búast við að það geti ekki fengið far með skipunum. Reykjavík, 31. október -916. H.f. Eimskipafélag Islands. Kaupm.höfn, 27. okt. anna, sem aðfarir kafnökkvanna hafa kveikt. Sannist það að Bandamenn hafi á nokkurn hátt veitt þeim aðstoð, þá má búast við, að Bretar geri annað en ygla sig. Meðal annars hefir sá kvittur borist, að nökkvaforing- inn, er kom til New-Port, hafi fengið þar tilsögn um skip þau öll, er nýlega voru farin frá amerískum höfnum, til þess að hann ætti hægra með að hitta þau í hafi. En sannist engar slikar sakir á Bandamenn, verða mál þessi að útkljást milli hinna hlutlausu ríkja, er skip hafa mist þar og Þjóðverja. Sendiherrann ameríski er verið hefir í Berlín, og fór vestur á dögunum, á líklega að miðla málum við Wilson, ef Þjóðverjar gerast uppivöðslusam- ari en samningarnir leyfa, er Wilson gerði við Þjóðverja í vor. Sá kvittur hefir borist, að flutn- inganökkvinn Bremen liggi úti í Atlanzhafi með birgðir nauðsynja handa hinum minni nökkvunum. Norðmenn, er harðast hafa ver- ið leiknir, hafa tilkynt Þjóðverj- um, að þeir ætli að hefja rann- sókn á aðförum nökkvanna. Telja þeir það ilt verk og ómannúð legt, að skjóta skip í kaf norður í íshafi og skilja við skipshafnir þar á smábátum í hafl á þessum tíma árs. Er talið að Norðmenn hafi mist 171 skip frá því er ófriðurinn hófst, er samtals hafi kostað 84 miljónir króna, og hafi um 130 manns af skipshöfnunum týnst. Fyrst kafnökkvárnir eru orðnir svo víðförulir og umsvifamiklir, þá er ekki ómögulegt að einhver þeirra einn góðan veðurdag leiti í íslenzka höfn. Nl. Kosningin í Reykjavík. Lögrétta er með bollaleggingar um, að réttara hefði verið fyrir Sjálf- stæðismenn (Langsum) að kasta at- kvæðum sínum á þá J. M. og K. Z. — en á frambjóðendur sína þá Sv. B. og M. Bi. Þá hefðu Heima- stjórnarmennirnir sigrað. En hefir blaðið þá ekki heyrt ekki eina, heldur margar raddir úr hinum gætnari hóp Heimastjórnarmanna um, að réttara hefði verið af þeirra hálfu að hafa aðeins eitt þingmannsefni i boði og styðja svo Sv. Björnsson? Svo mikið er víst, að þá væru þeir nú þingmenn Reykvíkinga S. M, og Sv. B. Ætli það hefði ekki verið það skynsamlegasta? Kosningarnar. í Eyiafjarðarsýslu eru kosnir: Stefán Stefáusson í Fagraskógi með 590 atkv. og Einar Árnason á Eyrarlandi með 364 atkv. Páll Bergsson fékk 280 atkv., Jón Stefánsson ritstjóri 245 og Kristján Benjamínsson á Tjörn- um 133. í Norðnr-t»i; geyjarsýslu er Benedikt Sveinsson kos- inn með 234 atkvæðum. Stein- grimur Jónsson sýslumaður fekk 107 atkvæði. t Sigurður Þórðarson útvegsbóndi í Steinhúsinu er ný- litinn í hárri elli, 83 ára. Var hann einn hinna kunnu Borgarabæjar- bræðra, sem með honum eru allir dánir. Sigurður gamli var í tölu merkis- botgara höfuðstaðarins og vildi ísa- fold geta minst hans nánar síðar. Látinn er í gærmorgun á Landa- kotsspítala Símon Bjarnason bókhaldari, bróðir Sighvats banka- stjóra. Banameln hans var krabba- mein. Símon heitinn var allra manna bezt að sór um skrifstofustörf og yfirleitt prýðilega vel gefinn maður. Hann var 51 árs. Skipafregn. Goðafoss kom til New-York þ. 29. okt. um morguninn — eftir 15 daga ferð. B i s p leiguskíp landssjóðs kom frá New-York um helgina hlaðið steinolíu. Knattspyrnukappleikur var háður á íþróttavellinum á sunnudaginn milli Reykjavíkurfólagsins og Vals. Vann hið fyrra með 5 : 4 og hólt fyrlr bragðið gripnum, sem kept var um »Reykja- víkur-horninu«. Listasafn Einars Jónssonar. Eins og áður hefir verið getið hór í blaðinu er fyrir nokkru tekið að reisa það f Skólavörðuholtinu sunnanverðu. Horn- steinninn var lagður á laugardaginn, viðhafnarlaust, að ósk Einars sjálfs. IJm »Marz«, botnvörpungin, sem strandaði í fyrri viku á Gerðahólma hefir það frózt með skipshöfninni sem kom hlngað til bæjarins á sunnudag- inn,' að slysið hafi borlð svo brátt að, að skipverjar björguðust nauðuelga, en mistu nær alt, sem þeir áttu, föt og fó. Sjálft var skipið allmjög brotið og fór »Geir« á vettvang til að freista þess að bjarga því. Geir kom aftur í gærkveldi við svo búið. Treystist ekki til að bjarga Marz, svo að hann er nú alveg úr sögunni í tölu botnvörpunga vorra. »Steini litli«, eign Þorsteins Jóns- sonar á Seyðisfirði, hefir strandað við Hóraðssanda. Mannbjörg varð. Bátur- inn var fermdur vörum. Sjálfur mun hann hafa verið vátrygður í Sam- ábyrgðinni. Mentaskólinn. — í honum eru nú 151 nemandi, 81 í lærdómsdeild (79 piltar og 2 stúlkur), i gagnfræðadeild 70 nemendur (55 piltar og 15 stúlkur). Alls hafa bæzt við í skólann í haust 50 nýir nemendur, 20 í lærdórasdeild- ina og 30 í gagnfræðadeildina. í fyrra voru 160 nemendur í byrjun skólaárs- ins, en nokkrir þeirra fóru úr skóla um veturinn, nokkrir hættu við nám að afloknu gagnfræðaprófi, aðrir að af- loknu prófi upp úr 4. bekk, og nokkrir halda áfram námi utanskóla. Um Reykjavík hefir Holger Wiehe docent ritað allítarlega grein í danska timaritið »Gads Magasin«. Er þar nákvæm lýsing á bænum sjálfum og mikill fróðleikur af ýmsum tagi fyrir ókunnuga. Greininni fylgja 3 myndir. Erl. simfregnir. frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 24. okt. Stóru herflutningaskipi sökt norður í íshafl. Mackensen hefir tekið Oonstanza. Adler ritstjóri hefir skot- ið Stiirghk foi*sætÍ8ráð- herra Austurríkismanna í Wien. Bandamenn krefjast þess að liersveitir Grikkja í Larissa verði fluttar til Peleponnes. Þjóðverjar hafa gert grimmileg áhlaup í Chaul- nes-skógi, en ekkert nnn- ið á. Norðmenn hafa mist alls 171 skip. Tjónið 84 milj. króna. 140 menn hafa far- ist. Knud Pontoppidan lát- inn. Kaupmannahöfn, 27. okt. Frakkar hafa náð aftur Thiaumont og Douaumont. Þjóðverjar bafa tekið borgirnar Predeal, Ra- sova og Cernavoda. Georg Brandes átti 50 ára rithöfundarafmaeli í fyrradag. Dönsku gufuskipunum Guldborg, Hebe og Helga hefir verið sökt. Fimtíu norskum skipum sökt tvo síðustu mánuð- ina. Rnmenar hafa sprengt í loft upp Dónábrúna hjá Cernavoda. ' — Kafbátahernaðurinn liarðnar stöðugt. Kaupmannaböfn, 29. okt. Þjóðverjar hafa gert æð- isgengið gagnáhlaup hjá Verdun, en það heflr alger- lega mishepnast. —■ Þýzkir tuudurbátar hafa ráðist á varðskip bandamanna i sundinu milli Calais og Dover. — Viðsjár töluverðar milli Þjóðverja og Norð- mauna. — 14 gufuskipum hefi»’ verið sökt við strendur Finnlands. — Ofsastormur hefir gert skemdir miklar á Vestur- heimseyjum Breta. Mörg skip hafa farist og hús fokið. Áætlað er að um 2000 menn hafi orðið hús- næðislausir. — Kristjánsborgarslotið í Kaupmannahöfn, sem verið er að endurreisa, ór nú komið undir þak. Stór veizla lialdin í því tilefni. — Frumvarp liggur fyrir bæjarstjórninni í Kaup- mannahöfn um að bærinn láti reisa stórhýsi sem rúmi200 fj ölskyldur. Áætl- aður kostnaður er 1 milj. króna. Húsnæðisleysið er mjög tilfinnanlegt. Lítið tveggjamannafar hefir tekið út frá Landakoti á Vatns- leysuströnd. Sá sem kyuni að verða var við það er vinsamlega beðinn að gera viðvart Hjálmari Þorsteinssyni, Laugavegi 1, Rvík, eða Guðm. Guð- mundssyni, Landakoti. — Uppástunga heflr kom- ið fratn tim að koma á nýrri nýlendu í Austur- Grænlandi. Veðurskýrsla. Mánudagin 23. okt. Ym. a. snarpur vindur, regn, hiti 3.9 Rv. a. stinnings gola, regn, hiti 1.5 ísafj. logn, frost 3.2 Ak. s.s.v. kul, hiti 1.2 Gr. Sf. logn, frost 0.9 Þórsh., F. logn, hiti 0.6 Þriðjudaginn 24. okt. Ym. a. stormur sk/jað 6.4 Rv. a. kaldi regn 4.5 íf. sa. kaldi alskýjaö 4.2 Ak s.aa gola hálfhðiðskýrt 3.0 Gr s. gola skýjað 1.0 Sf. logn regn 3.1 Þh. F. a. andvari skýjað 7.1 Miðvikudaglnn 25. okt. Vm. a. st. gola, regn, hiti 7.5 Rv. asa. st. kaldl, regn, hiti 8.5 Íf. sa. stormur, hiti 9.5 Ak. ssa. andvari, hiti 8.0 Gr. sa. kaldi, regn, hiti 5.0 Sf. sa. kaldi, hiti 8.1 Þh. F. sa. gola, hiti 8.1 Fimtudaginn, 26, okt. Vm. a. hva sviðri, regn, hiti 7.7 Rv. a. kaldi, hiti 8.4 íf. sa. stormur, hiti 8.8 Ak. ssa. gola, hiti 8.0 Gr. sa. gola, hiti 4.0 Sf. na. hvassviðri, regn, hiti 5.1 Þh. F. sa. st. gola, hibi 9.1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.