Ísafold - 04.11.1916, Page 1

Ísafold - 04.11.1916, Page 1
Kerrmr út tvisvar i viku. Veiðsrg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausaaala 5 a. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld- laus viö blaðlð. XLIII. árg. A.lþýr>afél.bókasaín Templaras. 8 kl. 7—8 Borgarstjóraskrifstofan fopin virka óaea 11—8 Bœjaríóg ><askrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn LaufAsv. 5 kl. 12—8 og 5—7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Leatrar- og skrifstofa 8 Ard,—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 A helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Ðankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og 5—8. ÚtlAn 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frA 12—2 L&ndsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskialasafni?) hvern virkan dag kl. 12—2 L&ndssiminn opinn daglangt (9—9) virkn daga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnib opib hvein dag kl. 12—2 Náttúrugripasafnih opib la/a—2*/a A sunnud. Fósthúsið opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. SamAbyrgb Islands kl. 1- 5. BtjórnarrAbs8krifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjaviknr Pósth.8 opinn 8—12. Ylfilstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1 J^ióbmenjasafnib opib hvern dag 12—2 Híð öfluga og alþekta brunabótafélag W0LGA (Stofnað 1871) tekur aö sér allsk brunatryggingar. AðalumboBsm. fyrir Island Halldór Eiríksson, bókari Eimsbipafélagsins. Umboðsmenn óskast lIirainxrmiljrTTrrn Klæðaverzlun h H. Andersen & Sön. 3 Aðalstr. 16. jj Stofnsett 1888. Sími 32. 3 þar ern fötin sanmnð flest j þar ern fataefnin bezt. ] trrriii wtv 1'HTrm.amWi Um seðlaútgáfu og fyrir- komulag seðlabanka. Bráðabirgðasvar til B. Kr. III. Seölavizka B. Kr. i Ijósi reynslunnar héT á landi. í öðrum kafla þessarrar rit- gerðar heíi eg sýnt fram á, að staðhæflngar hr. B. Kr. og kenn- ingar um bankaseðla og eðli þeirra eru allar á sandi bygðar og fært því til sönnunar ummæli nokk- urra ágætra þjóðmegunarfræðinga. Eg 'skal, áður en eg sný mér að seðlaútgáfunni hér á landi, bæta við ummælum hins heimsfræga þýzka þjóðmegunar- fræðings Adolfs Wagner. JHann er svo fjarlægur þeirri skoðun, að gullið sé hinn eini sanni grund,- völlur seðla-útgáfu, að hann tel- ur langfullkomnasta grundvöllinn (das Ideal), víxla og verðbréf í fórum banTcans, ekki aðeins frá ódýíleikans sjónarmiði, heldur einnig til þess að halda uppi verðgildi seðlanna. Eg skal svo snúa mér að seðla- útgáfunni hér á landi, frá því að hér fer verulega að verða um seðla að tefla, þ. e. frá því ís- landsbanki var stofnaður. Fer hér á eftir skýrsla um seðlaveltuna, eins og hún heflr Reykjavii, laugardaginn 4. nóvember 1916. 83. tölublað verið mest og minst á hverju ári (seðlarnir króna). taldir í þúsundum Mest i umferð Minst i umferð Ár (um mánaðamót) (um mánaðamót) þús. kr. þús. .kr. 1904 960 280 1905 1168 435 1906 1360 530 1907 1405 677 1908 1367 604 1909 1196 708 1910 1586 569 1911 1701 876 1912 1751 920 1913 2105 890 1914 2206 1202 1915 3869 1246 19161) 5201 1969 Af þessu 1 yfirliti má sjá að seðlaveltan hefir nærri sexfaldast frá því íslandsbanki tók til starfa. Það er vitanlegt að myntin heíir ekki vaxið að sama skapi. En eigi að síður hafa eigi, sem betur fer, óheillaöldur þær í peningamálum, skollið yfir landið, sem hr. B. Kr. er svo hátt prédikandi um. Vegna hvers? Vegna þess, að þær eru, sera betur fer, aðeins til í heila Landsbankastjórans! Það er nú vert að athuga og kynna sér, hvernig á þessarri seðlaaukning stendur, sem verið hefir afarmikil, einkum upp á síð- kastið. Eru auðvitað til þess ýmsar ástæður. Fyrsta og fremsta ástæðan er að framleiðslan í landinu, eink- um á sjávarafurðum hefir stórum aukist, einkum 2—3 síðustu árin. Verðið á allflestum vörutegundum heflr tvöfaldast — á ýmsum marg- faldast — síðan stríðið byrjaði. Þessi vöxtur í allri framleiðslu og verðhækkun á þvinær öllum vörutegundum, innlendum og út- lendum, hefir vitanlega krafist miklu meiri gjaldmiðils en áður þurfti. Verzlunin er og að verða meira og meira innlend með ári hverju, erlendir umboðssalar þvinær með öllu úr sögunni, eins og vera ber. Þetta eykur sömuleiðis pen- ingaveltuna innan lands. Eg geri ráð fyrir því, að flest- ir muni á einu máli með mér um það, að þetta, sem hér er talið hafa valdið þörfinni á seðlaaukn- ing — sé landinu stórholt, marki ágæt framsóknarspor í þjóðlífi voru. En hitt er jafnvíst, að ef B. Kr. hefði mátt ráða seðla- útgáfu-fyrirkomulaginu og í al- vöru ætlað að framkvæma kenn- ingar sínar — þá væru framfara- sporin þessi bæði færri og smærri. Einkutn á þetta þó við það tíma- bil, sem hann fjargviðrast mest út af 0: — síðau stríðið byrjaði. Frá þeim tima hefir verið ill- kleift og afarkostnaðarsamt að flytja gjaldmiðil frá útlöndum til íslands. Utflutningur á gulli alls- staðar bannaður og erlendir Beðl- ar ekki löglegur gjaldmiðill hér, nema danskir seðlar, og orkar þó tvímælis hvort svo sé um þá. *) Að þvi sem enn er knnnugt. Þar að auki mjög mikill kostn- aður að flytja þá hingað nú, eins og á stendur. Og ef annars er kostur er það líka — vægast sagt — mesta ómynd að hafa þá í umferð eða aðra erlenda seðla. Með því ástandi, sem hér er lýst hafa þeir sem keypt hafa vörur hér á landi, síðan stríðið byrjaði ekki átt annars kost en að nota bankana hér sem milliliði á þann hátt að borga peninga inn í reikn- ing bankanna erlendis, og láta þá svo borga aftur út fúlguna hér á landi í íslenzkum seðlum, og þá auðvitað Islandsbankaseðlum. Ef þessi aðferð hefði ekki verið notuð hefði blátt áfram verið ókleift að reka verzlun landsins, siðan stríðið byrjaði, jafn tálmalaust og í jafn 8tórum stíl og gert heflr verið. Viðskiftateppa hefði ella orðið óhjákvœmileg til ómetanlegs stór- tjóns landi og lýð. Það er því ekki að eins eðlÍT legasta lausnin, heldur blátt áfram óumflyjanlega nauðsynlegt að leyfa íslandsbanka að auka seðlaútgáf- una eins og gert heflr verið. Vert er og að geta þess, að seðlaaukningin hefir ekki síður komið Landsbankanum að liði en íslandsbanka. I lögum nr. 11 frá 9. sept. f. á. 0g bráðabirgða- lögum síðan er það m. a. gert að skilyrði fyrir bráðabirgða-aukn- ingu á seðlaútgáfurétti bankans, að hann »greiði ókeypis og eftir þörfum, í Reykjavík, samkvæmt bréfi eða símskeyti, fjárhæðir þær, sem Landsbankinn boygar inn í reikning Islandsbanka við viðskiftabanka hans í Kaup- mannahöfn«, og það er á allra vitorði, að síðan Lands- bankinn fekk þessi hlunnindi hefir hann, eins og sjálfsagt var, flutt hingað stórfé, jafnvel svo miljónum skiftir á þenna hátt og fengið það útborgað hér í Islands- bankaseðlum. Báðir bankarnir hafa því not- ið góðs af seðlaaukningunni. Og allir landsmenn — og það er fyrir mestu — hafa haft af henni ómetanlegan hag. Hún var eina úrlausnin til þess að halda við frjálsum verzlunarviðskiftum hér á landi og teppa þau ekki meira en stríðið gerði á ýmsan annan hátt. Þessi sannsögulega reynsla, sem hér hefir verið bent á, frá upp- hafi verulegrar seðlaútgáfu hér á landi, og einkum þó á því tíma- bilinu, sem B. Kr. notar megt til að mála fjandann á vegginn, er enn einn löðrungurinn á hinar skaðlegu og staðlausu kenningar hr. B. Kr. um bankasella. (Framhald). Kosningarnar. Nú er aðeins ófrétt úr þrem kjördæmum — um fjóra þing- menn — í Norður-ísafjarðarsýslu (talið 5. eða 6. nóv.), Barðastrand- arsýslu (talið 11. nóv.) og Norð- ur-Múlasýslu (talið 13. nóv.). ———— V. B. Ji. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Léreft bl. og óhl. Tvisttan. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flanel, silki, nll og bóm. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörnr allsk. Regnkápur. ----- Gólfteppi. Pappír og Ritföng. Sólaleður og Skósmíðavörur. ^jQrzíunin dijorn cTurisíjánsson. Um álit eftirlauna og launamálanefndarinnar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. desember 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. II. Ettirlaun o. fl. á Alþingi. Nefndin heldur áfram rannsóknum sínum á meðferð Alþingis á eftirlaunamálum þeim, sem komið hafa fyrir á þingi 1875—1914, og kemst snemma að þeirri niðurstöðu, að »ýmsir þingmenn hafi ekki viljað auka eftirlaunabyrði landssjóðs*. Frá eftirlaunamáli Hólmfríðar Þorvaldsdóttur er skýrt svo, að það hafi fallið við um- ræðu í Ed. Þeir konungkjörnu í Ed. voru ekki miklir vinir Jóns Guðmundssonar ritstjóra, manns hennar. Það var rangt af þeim, sem báru upp málið, að kalla það eftirlaun, því Jón Guðmunds- son hafði yfir höfuð að tala ekki þjónað embætti með eftirlauna- rétti. Féð, sem henni átti að veitast, var viðurkenning frá þjóð- inni fyrir starf Jóns Guðmundssonar í þjóðþágu. Að lokum verð- ur ekki sagt, að málið félli á þinginu, því í fjárlögunum voru henni veittar 1000 kr. einu sinni fyrir alt, og þar sem hún dó haustið 1876 féll það niður af sjálfu sér, að veita henni 1000 kr. á næsta þingi. 1879 var eftirlaunaskyldan aukin um eftirlaun pr'esta, sem þá voru lögð á landssjóðinn, áður hvíldu þau á brauð- unum. Eftirlaun landlæknis Dr. Jóns Hjaltalíns voru feld við 1. um- ræðu í Nd. eftir ræðu Benidikts Sveinssonar, sem mælti af lög- fræðislegum ástæðum á móti þvi að manni, sem ekki hefði fengið lausn frá embætti, væru veitt full laun í eftirlaun fyrirfram. Beni- dikt Sveinsson var enginn sparnaðarmaður, talaði sjaldan eða aldrei þegar fjárlögin voru“ til umræðu; hann mælti aldrei með sparnaði, hans helzta áhugamál, lagaskólinn, kostaði fé. Hann segir, að þingið ætti að sýna Dr. Hjaltalin sóma. En samt klýfur lögfræðingúrinn hárið. Dr. 4Hjaltalin reiddist þinginu mjög. Hann mætti mér á götunni, og talaði um það við mig: »Það væri rétt- ast góðurinn minn! að eg kæmi með revolverinn minn upp á þing. Við skulum sjá hvort eg gæti ekki haft einn eða tvo menn fyrir mérc. Hann var herlæknir og hermaður alla æfi! Þingið veitti Dr. Hjaltalín viðbót við eftirlaunin; 1000 kr. eitt skifti fyrir öll. Hilmar Finsen lét skifta þeim niður á 2 ár, líklega af þvi, að hann hafi ætlað að fá samskonar viðbót samþykta á næsta þingi, en nokkrum mánuðum eftir andaðist landlæknirinn. Það kom aldrei til þess. Nefndin getur ekki um þessa hækkun á eftirlaunum land- læknisins í textanum. Það” er líklegt að þar helgi tílgangurinn — þögnina. Barátta dr. Hjaltalíns hefir lengt mannsæfina á íslandi um 30 ár. Þótt honum væru borguð full laun enn í dag væri það lítið upp í skuld landsmanna við hann. Svo koma margar siður — margar arkir um eftirlaunaþvargið á alþingi, og útdráttur úr ræðum þeirra, sem um þau mál hafa talað. Flestar ræðurnar, sem vitnað er í, eru hvorki alþingi né ræðumönnunum til sóma. Sparnaðarhræsnin hefir jafnhátt fyrir því, þótt landssjóður leggi upp 200,000 kr. á fjárhagstímabilinu. Nei, að heimta peningana inn og leggja þá í viðlögusjóðinn var hið æðsta og fyrsta boðorð; þessu næst gekk hitt, að svipta þá, sem alla æfi höfðu unnið fyrir landið þeim rétti til eftirlauna, sem hugsanlegt væri að þeir gætu lifað af á gamalsaldri. Þingið tekur sér einkarétt til að veita eftirlaun, eða samskonar fé, utan giid- andi laga bak við þingmálafundina sína, því þeir lesa ekki fjár-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.