Ísafold - 08.11.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.11.1916, Blaðsíða 1
 ! Kemur út tvisvar i í viku. VerSarg. 5 kr., erlendis 7V2 kr. eða 2 dollar;borg- lat fyrir miSjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. eri ISAFOLD y Uppsögn (skrifl. buadin við áramót, er ógild nema kom- ' in sé tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laua við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 8. nóvember 1916. 84 tölublað A.lJ)ýönfél.bdkasafn Templaras. 3 kl. 1—8 Borgarstjðraskrifstofan ,'opin virka daga 11-B Bœjarfðg ,ía<ikrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 -í Baíjargjaldkerinn Laufasv. 5 kl. 12—8 og 6—7 t»landsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifBtofa 8árd.—10 olíid. Alm. fundir fid. og sd. 8>/» siðd. tandakotskirkja. Gnösþj. 9 og 6 á heljíiun Iiandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. kandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. tandsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Iiandabúnaöarfélagsskrifstofan opin fra 12—2 Iiandsféhiroir 10—2 og B—6. IiandsskialasafniR hvern virkan dag U. 12—2 Tjandsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Iiistasafnio opio hvern dag kl. 12—2 rlfattúmgripasafnio opiít 1')«—2»/s a sunnnd. Pó«thúsiT) opio virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgo Islands kl. 1-5. Btjórnarraosskrifstofurnar opnar 10—1 dagl. Talsimi Beykjavíkur Pósth. 8 opinn 8—12. VUUsta&ahælio. Heimsóknartlmi 12—1 >jóomen,iasafnio opiö hvern dag 12—2 MafHiíasar-sjóður. Á áttræðisafmæli síra Matthías- ar þ. 11. nóv. í fyrra var stofn- .aður dálítill sjóður, af því, sem .afgangs varð ,af samskotafénu til minnisvarðans. Á sjóðurinn að bera nafn síra Matthíásar og verða á sínum tima varið til að styrkja ung og efnileg skáld. Síðan hefir dálítið safnast í þenna sjóð og stendur til að sam- skotum verði lokið á næsta af- mæli skáldsins, en það er núna á laugardaginn þ. 11. nóv. Minnisvarðanefndin fyrir norð- an hefir beðið ritstjóra Isafoldar að taka við samskotum hér í bæ, en til þess að hægt verði að koma þeim norður á tilteknum tima leyfi eg mér að biðja þá, sem hafa hugsað sér að leggj'a skerf í þenna afmælissjóð síra Matthíasar að snúa sér á sJcrif- stofu isafoldar sem allra fyrst og síðasta lagi fyrir hádegi á föstu- dag. Akureyrarbúar hafa eigi að eins reist skáldinu minnisvarða, heldur einnig lagt um 800 kr. til minningarsjóðsins. Og mundu ekki höfðuðstaðarbúar vilja minn- .ast Matthiasar nú og heiðra hann með því að Styrkja Matthíasar, jsjóðinn. Ol. Bj- Erl. símfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupm.höfn 7. nóv. Stjórnir í»ýzkalands og Austurríkis tilkynna að Pólland og það sem Mið- ríkin liata unuið af Rúss- landi, sé gert að sjálfstæðu konungsríki. Austurríkismenn verja Monthermado og koma í veg iyrir framsókn Itala til Triest. ITrakkar hafa tekið þorp- ið Vaux. Þýzkur kafbátur strand- aði ujá Harbo-eyri og sprakk í loft upp. Verður honum ekkl bjargað. Um álit eftirlauna og launamálanefndarinnar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. desember 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. IV. Eftirlaunalðgr Englands og nokkurra menningarríkja. Englendingar sem Grímur Thomsen kallar vitrasta og fyrir- hyggjusamasta, í þingræðunni 1883, eiga efalaust þann vitnisburð skilinn. Aftur á möti er það rangt hjá ræðumanni að þeir hafi engin eftirlaunaZö<7. Algerð vöntun á slíkum lögum mundi hvorki lýsa miklu viti né mikilli fyrirhyggju. Allir herforingjar, sjóforingjar og liðsforingjar fá lögákveðin eftirlaun af rikisfé á Bretlandi. Eftir 30 ára þjónustu í hernum fara þeir frá með fullum launum, sem kallað er. — Ofurstar sem hafa 400 pund sterl. i laun fá eftir 3,0 ára þjónustu 365 pund sterl. í eftirlaun. Allir her- og liðsforingjar mega fara frá eftir 25 ár, með hálfum launum, sem þö eru reiknuð 3/5 af launum foringjans, þegar hann sagði af sér. I viðbót við laun og eftirlaun fá liðs- foringjar og sjóforingjar bætur ef þeir verða sárir. Bæturnar nema 70 p. st. fyrir lautenanta og hækka eftir tign foringjaiis. G eneralar og aðmírálar fá 400 p. st. (7200 kr.) í sárabætur árlega. Þær eru greiddar meðan afleiðingarnar af sárinu vara. Ekkjur brezkra liðsforingja hafa einnig rétt til eftirlauna af ríkinu, þótt menn þeirra hafi hvorki særst né fallið. Þeim er þó því að eins veitt eftirlaun að þœr þurfí þeirra með. Ekkjueftirlaun mega aldrei vera meiri en hálf laun manns þeirra voru. Ekkjur óæðri foringjanna fá þess utan 90—180 kr. með hverju barni þeirra hjóna. Ekkjur æðri foringjanna 720—2160 kr. með hverju barni — ef þær þurfa þess við. Sömu lög gilda fyrir flotaforingjana. Til voru lög, sem nú eru numin úr gildi, að menn gátu keypt foringjaembætti í landhernum. Þau embætti voru dýr. Þegar sá foringi fór frá var honum endur- borguð upphæðin, sem embættið hafði kostað, en hann var þá ríkis- maður og fékk engin eftirlaun. Þessi lög voru í gildi þegar eftir- launalög Breta nr. 24, 25. júlí 1834 urðu að lögum. — Þetta hygg eg vera undirstöðuna undir því, að G^rímur Thomsen segir (nefnd- arál, bls. 51): »Þeir (Englendingar) hafa engin eftirlaunalög, en það er lögákveðið að halda eftir nokkrum hluta af launum emb.m.; þetta fé fær hann svo útborgað, þegar hann fer frác Eg hefi hvergi séð nokkurn vott fyrir því, að hvorki í aðal-eftirlaunalögum Englands né í viðbótum við þau, að nokkrum eyri sé haldið eftir af launum embættismanna hvorki til að tryggja þeim ellistyrk né ekkjum þeirra eftirlaun. Eg hefi hvergi getað fundið það, hvorki i Encyclopædia Brittanica eða annarsstaðar að svo væri gert. Við- kvæði Englendinga er þvert á móti alt af hið sama: »EngIand er nógu ríkt« til hverra útgjalda sem er. Eg imynda mér að parla- mentið hefði roðnað af skömm, ef einhver þingmaðurinn hefði stungið upp á ellistyrksfyrirkomulaginu sem nú er hér. Yfirdómurunum á Englandi er launað með 72,000—144,000 kr. á ári. Þeir eru á stöðugu ferðalagi um umdæmi sín. Þeir hafa samt eftirlaun, þegar þeir láta af emhætti, því 1914 voru dómara- eftirlaunin á Bretlandi 1,550,000 kr. Aðal-lögin ura eftirlaun embættismanna (annara en her- og flota- foringja) og enskra konsúla erlendis eru frá 22. ríkisári Victoríu nr. 26, 19. apríl 1859. Lög þessi gilda enn í dag og hafa fengið marga viðauka sem bæta við þau nýjum eftirlaunaskyldum fyrir hið brezka riki. Viðaukarnir eru frá 1876, 1884, 1887, 1892, 1909 og 1914. Lögin frá 1859 koma í stað eldri eftirlauna frá 1834, sem áður var getið um. Eins og sjá má eru eldri eftirlaunalögin gengin í •gildi 49 árum áður en Grímur Thomsen heldur ræðuna á Alþingi, og yngri eftirlaunalögin eru til orðin 24 árum áður. Yngri lögin ákveða eftirlaunin aðallega þannig: Fyrir 1 og upp að 11 þjónustuárum greiðast 10/60 af laununum. — 11—12 ára þjónustuár greiðast n/0o síðan eru greiddir Voo fyrir hvert þjónustuár. Aukatekjur embættisins eru reiknaðar til eftir- launa að fullu, en ekki með 2/3 eins og eftir lögunum 1855. Kostn- aður við rekstur embættisins er ekki dregin frá, svo eg fái séð. Biðlaun af embætti, sem lagt er niður með lögum, eru fyrst og fremst eftirlaunin, og við þau er bætt 10/6;) af laununum. Þau mega þó aldrei fara fram úr 2js af laununum. Embættismaður, sem ekki hefir náð 60 ára aldri verður að leggja fram læknisvottorð til að fá eftirlaun Ef embættismaðurinn verður lifa í óheilnæmu lofts- lagi eru 2 ár reiknuð sem 3 ár heima á Bretlandi til eftirlauna. Ef rnenn sem eru í hættulegri stöðu, eins og fangaverðir o. fl., slas- ast fá þeir skaðabætur. Ef þeir eru drepnir, þegar þeir vinna verk köllunar sinnar, fær kona, börn eða jafn vel raóðir þeirra vígs- bætur frá ríkinu. Stjórnin veitir öll eftirlaun, en eftirlaunareikn- arnir eru sýndir parlamentinu. Embættismennirnir á Indlandi fá sérstaklega ákveðin eftirlaun. Eftir undirbúning, sem Indland kostar að miklu leyti, fá þeir 480 kr. um mánuðinn í byrjunarlaun og hækka upp í 2400 kr. um mánuðinn. Fjögur ár hafa þeir leyfi til að vera burtu frá em- bættum sínum á Indlandi. Að þeim fjórum árum meðtöldum eiga þeir að vera alls 25 ár í þjónustu Indlands, en fá þá eftir það 18000 krónur i eftirlaun á ári. Þingeftirlaun eru líka til a Bretlandi eins og hér. Eftirlaun utan við eftirlaunalög. Þeirra njóta meðal annara erfingjar hertog- ans af Schomberg (hann var frægur hershöfðingi), þeirra eftirlaun eru 15000 kr. á ári, og erflngjar Nelsons lávarðar, sem féll við Trafalgar 1805. Þeirra þingeftirlaun eru 90,000 kr. um árið. Það er 30,000 kr. meira en Island borgar í lögboðin eftirlaun eftir lög- unum frá 1855. England er nógu ríkt til að láta ekki eftukom- endur mikilmenna sinna fara eins hryggilegá og prestinn áHamri. Konungsmatan og greiðslurnar til konungsættarinnar höfðu valdið töluverðum æsingum, meðan' Víctoria sat að völdum. Ýmsir, sem viídu komast í parlamentið, týndu saman alt smátt og stórt, sem drotningunni og ættinni var borgað, og það lét vel í eyrum, líklega af þvi að drotningin var álitin sparsöm í meira lagi fyrir konu í hennar stöðu. England þótti alt í einu ekki »nógu ríkt«. Drotningin hafði sjálf 385,000 pund sterling eða yflr 7 milj. kr. um árið. Victoria andaðist 1901 og nú mun hafa átt að breyta til. Ýmsum kvöðum var létt af konungsmötunni, og stjórnín vildi ákveða hana 385,000 pund sterling fyrir Edward VII. Hann lét stjórnina vita, að hann þyrfti 470,000 pund sterling (8Va milj. kr.). öllum æsingum var gleymt á svipstundu, og England varð þegar »nógu ríktc til að launa konungi sínum sómasamlega. Eg hefi lýst hér svo ítarlega eftirlaunalögum og eftirlaunum Breta vegna ræðu Gríms Thomsens 1883, því hún virðist hafa orðið grundvöllur Alþingis undir eftirlaunakáki þess og ellistyrksómynd- ina. Enginn maður á þinginu getur leiðrétt missagnir G. Th., og sumir þingforinojarnir telja sig hneygjast til að fara að dæmi »vitr- ustu og fyrirhyggjusömustu* þjóðarinnar, undir eins og dæmið var orðið þeim svo gagnkunnugt, sem það var nú. Þýzka ríkið veitir embættismönnum sínum ekki eftirlaun, fyr en þeir hafa verið 10 ár í embætti. (Ríkislög 31. marz 1873). Ef embættismaðurínn getur ekki gegnt embætti vegna veiklunar á sál eða likama (34 gr.), eða ef hann verður fyrir áfalli, og það er ekki sjálfum honum að kenna, fær hann eftirlaun fyr. Eftir full 10 ár eru eftirlaunin í0/80 (V4), Þ^u hækka um Vso fy™ hvert þjónustuár þar á eftir og geta náð 60/80 (s/4) af laununum (41. gr.). Embættis- mannaekkjur fá eftir lögum 20. apríl 1881 Vs af eftirlaunum manns sins úr ríkissjóði, þó má það aldrei vera minna en 160 mörk og ekki meira en 1600 mörk. Þess utan fá þær fjárupphæð með hverju barni. Rikislögin 31. marz 1873 heimta enga gréiðslu af embættismanninum til þess að hann fái eftirlaun, en þeir greiða 3% af launum sínum, sem varið er til að hækka eftirlaun ekkna þeirra og til uppeldnisstyrks handa börnum þeirra. í Preussen gilda eftirlaunarlögin 31. marz 1882, þau eru lík rikislögunum, þó fær þar enginn hærri eftirlaun en 45/60 af launun- um, og 65 ára gamlir embættismenn geta fárið frá með eftirlaunum án þess að leggja fram læknisvottorð. í Þýzkalandi fá herfyrir- liðar, prestar og skólakennarar í alþýðuskóium eftirlaun eftir lög- unum. í Bajern fær embættismaðurinn 7/io a* launum sínum í eftirlaun eftir 10 ára þjónustu. Hann fær 8/io eftir önnur 10 árin og 9/io eftir þriðju 10 árin eða lengri tíma. Launin í Bajern eru lág. Allir dómarar fara frá með fullum launum. í Hollandi og Belgíu er þess krafist, að embættismaðurinn sé 65 ára til þess, að hann geti farið frá með eftirlaunum. í Belgiu á hann þar að auki að hafa verið 30 ár, í Hollandi 40 ár í þjón- ustu ríkisins til að geta fengið eftirlaun. Þess má geta, að í Hol- landi, þar sem aðgangurinn er að eftirlaunum er svo þröngur, eru embættislaunin 3 til 4 sinnum .hærri en í Danmörku, og þar sýnist þess vegna vera lítil þörf fyrir eftirlaun. Eftirlaunin i Austurríki eru ákveðinn með Tilskipum 9 de?. 1866. Þau eru eftir 10—15 ár. Vs af laununum, eftir 15—20 ár 8/8, siðan hækka þau um '/s að auki á hverjum 5 árum. Eftir 35—40 ára þjónustu verða eftirlaunin 7/s af lauuunum. Eftir 40 ára þjónustu fær embættisraaðurinn full laun i eftirlaun. Svo sýnis% sem þá sé hann keyptur til að láta af embætti. í ítalíu eru hæstu eftirlaun 4/5 af laununum. . Eftirlaun i Svíþjóð. . Þar eru aðallega þrír launaflokkar 4000 kr., 5800 kr. og 8100 kr. í fyrsta flokki eru talin stofnlaun 2 kr., i öðrum 3600 kr. og í þriðja flokki 5000 kr. Auk byrjuna- launauna eru aldursviðbætur í fyrsta flokki 500 kr. fimta hvert ár

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.