Ísafold


Ísafold - 08.11.1916, Qupperneq 2

Ísafold - 08.11.1916, Qupperneq 2
2 I S A F OL D þrisvar, í öðrum flokki 500 kr. fimta hvert ár tvisvar og í þriðja flokki 600 kr. eftir fimm ár ehiu sinni. Þess utan fylgja aukatekjur • mbættunum. Æðri embættismenn hafa 9—11000 kr. laun. Eftir- laun embættismanna í fyrsta, öðrum og þriðja flokki eru 3700 kr., 4600 kr. og 5500 kr. árlega. Æðri embættismenn fá 6000 kr. í oftirlaun, og engin eftirlaun mega vera hærri í Svíþjóð en 8000 kr. Þegar embættismaður hefir náð vissum aldri er honum skylt að fara frá með eftirlaunum. Oftast er aldurstakmarkið 67 ár. (Schweden, Stockholm. 1913 I. bls. 247—250). Ráðherralaun eru í Svíþjóð 15,000 kr.—25,000 kr. Uppástunga um að hækka þau upp i 17,000 kr. og aðallega 20,000 kr. —30,000 kr. heflr komið fram. í stjórnarráðinu eru ávalt 3 aukaráðhen ar til þess, að stjórnin hafi ávalt sérfróða menn. í Danmörku gilda eftirlaunalögin frá 1855, sömu sem hér, og eru þau svo kunn, að þeim þarf ekki að lýsa. I Frakklandi hefir hver stjórnarbyltingin orðið á fætur annari frá 1889—1871. Nú er þar lýðveldi. Allir óæðri embættísmenn leggja fram 5% af launum sínum til eftirlaunasjóðsins. Eftirlauna- sjóðurinn er hluti af ríkisskuldum Frakklands. Embættismenn greiða líka */i2 á, ári af hverri síðari launaviðbót. Sá sem er sextugur og hefir þjónað embætti í 30 ár hefir kröfu til eftirlauna, og jafn vel 55 ára gamlir starfsmenn með 35 ára embættisaldri. — Ekkert próf þarf að leysa af hendi til þess að fá embætti — þess vegna má þar heimta háan embættisaldur. Sá sem slasast, þegar hann er að vinna embættisverk hefir rétt til eftirlauna á hverjum aldri sem hann er. Eftirlaunin eftir 25 ára þjónustu eru hálf launin og x/50 fyrir hvert síðara ár. í Frakklandi hefir embættismaðurinn eða starfs- maðurinn engan rétt til embættisins. Forsetinn getur afturkallað veitinguna þegar hann vill. Oæðri embættisveitingar eru þó naum- ast afturkallaðar, í þeim er enginn slægur, en æðri embættin eru iðuglega tekin aftur af mönnum, og þeir eru þá látnir fara frá með fullum launum fyrst um sinn, því þeir hafa þá ekki náð eftirlauna- aldri. Um eftirlaun liðsforingja gilda alt önnur lög, því til þeirra þarf að taka, þó þeir séu komnir á eftirlaun. Að veitingar hærri embætta eru afturkallanlegar, án saka, hefir afariil áhrif á embættis- færsluna, og skapar hópa af mönnura, sem vinna að því af alefli, að halda eða koma þingflokkum sínum í meiri hluta. í byrjun styrjaldar- innar 1914 er sagt að Joffre hafi orðið að víkja frá 72 ónýtum generölum, sem voru komnir í þá stöðu fyrir skoðanir á itjórn- málum. I Bandaríkjunum eru engin eftirlaun til fyrir embættismenn, nema ef það ætti að kallast eftirlaun að börn nokkurra mikilhæfra manna einkum ógiftar dætur, fá minni háttar stöður á stjórnarskrif- stofum rikjanna. Bandaríkin, sem ekki vita aura sinna tal, fá fyrir þessa sök ýmsa misindis embættismenn, sem líklega kosta þjóðina drjúga eftirlaunafúlgu í rauninni. Ríkin hafa samt sem áður ein- hverja þyngstu eftirlaunabyrgðina, sem til er. Eftirlaunin eru veitt afkomendum og ýmsum vandamönnum hermanna, sem hafa særst eða fallið í borgarastyrjöldinni 1861—65. Það er sagt að til séu fjöldi af mönnum, sem enn fái eftirlaunin eftir hermenn sem féllu í frelsissríðinu 1776—80. Einstöku þingmenn eru mjög árvakir — að sagt er — að uppgötva ættingja sem hafa gleymst. Oft er það þingmaður eða öldungaráðsmaður, sem kvittar fyrir erfingjanna hönd. Á Kongressinum var þessu eftirlaunamáli hreift fyrir nokkrum árum, því það þótti undarlegt að eftirlaunabyrðin varð þyngri og þyngri. Ráðherrann, sem varð fyrir svörum, svaraði að aldrei hefði nokkur flokkur fundið að þessum útgjaldalið fyrri. Þar má því ætla að eftirlaunabyrðin sé hvers manns hugljúfi. Það var ákveðið að ríkið skyldi gefa út lista yfir eftirlaunin. Bókin var gefin út, upplagið var keypt upp samstundis, og síðan hefir enginn séð nokkurt blað úr henni. Þeir sem ekki vildu að hún kæmi fyrir almenningssjónir keyptu upplagið og voru valdir að hvarfi þess, að sagt er. í Noregi eiga embættismennirnir ekki rétt til eftirlauna, en ríkisþingið veitir fráfarandi embættismönnum eftirlaun að eigin geð- þótta. Jón Ólafsson, sem var vel kunnugur í Noregi, sagði svo á Alþingi, að þessar veitingar ríkisþingsins væru hvorki kostnaðar- minni en eftirlaunaskyldan annarsstaðar, og allra sízt væru þær sanngjarnari. Sumir fengju há eftirlaun, sumir engin. Með lögum 31. maí 1873, lögum 18. maí 1876 og síðari endurbótum, varmynd- aður eftirlaunasjóður fyrir starfsmenn hins norska ríkis, — ekki fyrir embættismennina. Aðalhugsun þeirra laga er að halda eftir af launum starfsmanna frá 1 kr. 20 upp að 12 kr. á mánuði hverj- um, og leggja það í eftirlaunasjóð. í lögunum 1876 var ákveðið að konungur gæti látið leggja fé frá ríkinu í þann sjóð á móti til- lögum starfsmanna. Ur sjóði þessum fá starfsmenn eftirlaun. Ef starfsmaðurinn verður embættismaður hættir hann að leggja í eftir- launasjóð starfsmanna, svo upphæðin sem honum ber, er greidd honum þegar hann lætur af embætti, að því leyti hafa nokkrir embættismenn efUrlaunarétt. 1894 harðnaði deilan milli Norðmanna og Svía. Björnson hafði þá ort hið mikla kvæði sitt: „Har du hört hyad Svensken siger om vort norske Flag?“ Norðmenn vildu slá á sverðið. Herforingjarnir höfðu ekki rétt til eftirlauna, Til ríkisþingsina var ekki til neins að leita, þar áttu þeir »formælendur fá« — og Jaabæk tímdi ekki. — Afleiðingin var svo sú, að þeir voru í embættunum meðan þeir lifðu. Norski her- inn var ekki til taks. Honum stýrðu 8 generalar, en þeir voru allir svo gamlir að enginn þeirra gat setið á hestbaki. Herforustan var örvasa og herinn fyrir þá sök ólíklegur til sigurs. Vegna þess að Norðmenn vantaði herlög og eftirlaunalög fyrir liðsforingja varð Noregur ekki fullvalda ríki fyr en 11 árum síðar. — 1895 settu þeir herlögin, og ákváðu að allir liðsforingjar skyldu heyra undir lögin 31. maí 1873 (og síðari viðbót við þau). Herlög ákveða ald- Sfafsefnittgarorð- bók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. urstakmark fyrir hverja tröppu í foringjatigninni. Sá sem ekki er orðinn eldri lautenant en 32 ára, hersir (kapteinn) 42 ára, ofursti 52 ára og general 62 ára, verður það aldrei segja dönsku herlögin, hann fer frá með eftirlaunum, og fyrir þau er hann skyldur að taka við gömlu stöðunni sinni, eða æðri stöðu í hernum, ef styrjöld ber að höndum með þeim launum, sem henni eru lögð. Aldurs- takmarkið í Noregi er hærra en með Dönum. Eg hefi verið langorður um fyrirkomulagið á eftirlaunum hjá erlendum ríkjum einkum hjá Bretum, vegna ummælanna áAlþingi um það, að þeir hafi engin eftirlaunafó'gr. Enginn á þinginu mót- mælir, nema Jón Ólafsson efaðist um að satt væri. En þingmenn og þingmálafundir trúðu víst að það væri satt, að Bretar hefðu engin eftirlaun og líklega að það væri vottur um hina mestu fyrir- hyggju í fjármálum. — Af fyrirkomulaginu, sem hér hefir verið lýst má sjá ýmislegt. Menningarþjóðin sém byggir hið þýzka ríki, leggur svo mikla áherzlu á alþýðukennarana að hún hefir lögleitt eftirlaun fyrir þá. Þjóðverjar sögðu líka eftir 1870—71 að alþýðu- skólakennararnir hefðu unnið styrjöldina við Frakka, því þýzku hermennirnir hefðu verið svo vel upplýstir. Af þessum upplýsing- um má sjá, að menningarþjóðirnar vilja að embættismennirnir séu giftir, þaðan er sprottin fyrirhyggjan fyrir ekkjunum, og ekkju- eftirlaunin. Af þeim má sjá, að þegar þýzka ríkið lætur embættis- mennina greiða 3% af laununum til að bæta hag ekkju og barna sinna, þá skilur einn alþingismaðurinn það svo sem þessi 3% eéu ellistyrkur handa embættismanninum sjálfum, og úr því er svo búinn til ellistyrkurinn 1904, þótt embættismennirnir hér á landi hafi frá því 1855 greitt 6—15°/0 af launum sínum árlega í sama skyni og embættismanna þýzka ríkisins gera. Þetta er pólitiskt mentunarleysi hjá þingmönnum, sem ekki getur aukið virðingu þings- ins. Fjárhagsvísindin kenna, að eftirlaunin séu uppbót á laununum. Þessi nefnd segir, að eftirlaunin séu ekki uppbót á laununum og hlýtur að hafa það eftir fjárhagsvísindum síns innra manns. Af fyrirkomulaginu á eftirlaununum í Bajern og Hollandi er auðráðið, að þau ríki hafa í huga kenningu fjárhagsvísindanna, en ekki kenn- ingar innra manns nefndarinnar. Hann hefir alstaðar rangt fyrir sér og rangt mál að verja í öllu nefndarálitinu eins og það er. Og hvers er von, þegar innri maðurinn er að byggja upp skræl- ingjaríki norður hjá. »Stefna nútimans* um allan hinn mentaða heim er að halda uppi eftirlaunum starfsmanna ríkisins fyrst og fremst. Eg hefi verið að benda á, hvernig »vitrasta og fyrirhyggjusamasta* þjóðin kemur þeim málum fyrir. Erlendis greiðir hver meiri háttar stofnun mönnum sínum eftirlaun. Skoskir bankar veita hverjum manni sínum eftirlaun, þegar hann er 65 ára. Advocates Library, sem átti erfitt með að þyggja þjónustu Þorleifs Repþs, greiddi ékkju hans 30 þund sterling um árið til dauðadags, og er þó einstakra manna eign. »Stefna nútímans* hefir miklu hærra mark og mið, jafnvel hér á landi, og það er að komast svo langt fram í mannúð og menningu að greiða hverjum manni og hverri konu, sem náð heflr vissum aldri eftirlaun, sem ekki eru tekin frá sveitinni og engan missi á mannréttindum hafa í för með sér. »Elskið hver annan* — segir höfundur kristninnar —, því það er upphaf guðs ríkis á jörðinni. »öfundið hver annan, teljið hver eftir öðrum*, — segja blöðin og þjóðmálamennirnir — »þótt réttur annara sé fylsti réttur að lögum, þá er þjóðlegt að telja hann eftir samt*. — Það erupp- haf skrælingjaríkis á íslandi. Tvær gamlar sögur. Jón Trausti hefir í flestum ritum sínum fengist við lýsingar á íslenzkri alþýðu og sveitalífi, og sótt yrkis- efni sín annaðhvort úr nútíðarlífi ís- lenzku eða leitað aítur í tímann og reynt að lýsa tíðarandanum; hefir hann þá annaðhvort kynt sér ræki- lega ýms heimildarrit, eins og í Skaftáreldasögunum og Góðir stofn- ar, eða hann hefir látið sér nægja stuttar lýsingar á einhverjum atburði, og spunnið síðan skáldskaparþráð úr litlum lopa. I þessum tveim ný- komnu sögum, er nefnast Sýður á keipum (saga frá byrjun 17. aldar), og Krossinn hclqi í Kaldaðarnesi (saga frá siðaskiftnnum), hefir hann stuðst við stutta frásögn um Kaldaðarnes- krossinn í riti dr. Jóns Þorkelssonar »Om Digtningen paa Island«, og frásagnir um Axlar-Björn, er vikið er að í fyrri sögunni. I. Fyrri sagan er lýsing á sjómanna- lífi undir Jökli, og lýsir taumlausum ástriðum haturs og hefnigirni tveggja formanna, er báðir vilja vera hinum meiri í sjósókn og aflasæld. Verður þessi ástríða þeim báðum að bana, og er frásögnin lipur og skemtileg og minnir á smásögur Jóns Trausta eins og »Þegar eg var á fregátunni*. Náttúrulýsingar hans eru víða góðar, þótt nokkuð langar séu stundum. Er því t. d. vel fyrir komið í sögu þessari að lýsa hrikanáttúru íslenzkri, kolsvörtum, gróðurlausum hraunum, úfnum sjó, og dimmum drungaskýj- um. Persónulýsingarnar skýrast miklu betur af umgerð þessari, enda mun óvíða vera gleggra samræmi milli jarðarholds og sálar, náttúru og per- sóna en á íslandi. Trausta er venju- lega mikið niðri fyrir, er hann byrj- ar á sögum sínum, hljómmagn hans er því sterkara í byrjun sögu hjá honum en er á sækir og kemur þetta víða í ljós; þarf í þessu sam- bandi ekki annað en að minna á Erl. simfregnir. frá fréttaritara ísafoidar og Morgunbl. K.höfn 2. nóv. Rumenar hafa gert ákaft gagnáhlaup eftir að hafa fengið hjálparlið frá Rúss- um. — — Zeppelinsloftfar hefir flogið yfir Holiand. Hol- lendingar mótmæla. — Gufuskipinu »Marina« hefir verið sðkt. Nokkrir Baudaríkjamenn fórust. t»ýzkir varðmenn hafa skotið russneskau flótta- mann, 40 álnum innan við landamæri Dana. í Stokkhólmi hefir verið smjörlaust og smjörlíkis- laust í nokkra daga. Kaupmannahöfn, 3. nóv. Djóðverjar hafa hörfað burt úr Vaux. Frakkar hafa sótt tölu- vert fram hjá Sallisel. Kafkaupfarið „Deutsch- Iand“ er komíð aftur til Ameríku. í Stokkhólmi hafa nú verið gefin út sykurkort. Stjórnin hefir lagt hald á allar sykurbirgðir í sölu- búðum, því ekla er orðin mikil á þeirri vöru. Sörensen, prestur við Garnisons-kirkjuna er lát- inn. Kaupm.höfn, 6. nóv. ítalir hafa tekið San Marco og Monte Pacinka. Áköf stórskotahríð á öll- um vígsföðvunum þar syðra. Sækja ítalir fram meðfram sjónum. Fiugmenn hafa skotið á víggirðingar Austurríkis- tnanna. Schiöler prestur i Aal- borg hefir verið veitt bisk- upsembættið í Aarhus. innganginn í Heiðarbýlinu. Glegst sést þetta á þvi, að óbundið málið verður kliðrlkara hjá honum, og úir og grúir því af stuðlum hjá honum: »Yfir hraun og hrjóstur«, yfir bert og blásið landið gnæfir Snæfellsjök- ull, hið mikla og útbrunna eldfjall, með gíginn í miðju fjallinu, fnllan nf jökli. Þar stendur þessi mikli og fagri fjallajöfur sem risavaxið mikil- menni löngu — löngu liðanna stór- viðburða í ríki hljóðrar og þung- lyndislegrar náttúrunnar. Hið efra er eilífur jökull og ber mjallhvítar hyrnurnar hátt — — —« Persónulýsingarnar eru eðlilegar flestar og minnir Öxnakeldu-Tobbi, er yrkir níðkvæðið um Sigurð for- mann í hefndarskyni, á Ólaf ísleifs- son í Skaftáreldasögunum. Þó munu ekki margir geta brugðist við eins og Sigurður, er hann heyrir níð- kvæðið um sig flutt í viðurvist óvina sinna, að hann hlær hærra en hinir, og slær þannig vopnið úr höndum óvina sinna um hríð. Til þess þarf meira en lítið þrek, enda er heift

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.