Ísafold - 11.11.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.11.1916, Blaðsíða 1
 Kemur út tvisvar í viku. VerS árg. 5 kr., erlendis l1^ kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí Lerlendia fyrirfram. Lausasala 5 a. elnt. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- In sé tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og «é kaupandi skuld- laus við blaSið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugaruaginn 11. nóvember 1916. 85. tölublað Aukaþingið Eonnngur heflr i gær undirritað opið bréf um að alþingi sé kvott til aukafundar 11. desbr. næstkomandi, og skuli það eigi eiga setu lengur en 3 vikur, nema þar á verði ný skipun gerð. í öðrum löndum álfu vorrar er reglulegt þing haldið árlega og situr venjulega marga mán- uði í eiítu. Og nú, síðan styrjöldin mikla hófst, þykir víðast full nauðsyn á, að löggjafarþingið sé til taks svo að segja á hverri stundm Þykir mönnum svo sem ávalt megi þess vænta, að þeir at- burðir gerist, að nauðsyn sé á því, að þingið geti hvenær sem er tekið í taumana. Á þetta eigi að eins við í ríkjum þeim, sem eru beinir þátttakendur í styrjöldinni, heldur einnig um hlutlaus ríki, því að verkanir styrjaldarinnar gera líka vart við sig þar á margvíslegan hátt og mörg þau atvik geta að borið í skjótri svipan, sem stjórnina, framkvæmdarvaldið, skortir heimild til að ráða fram úr á sitt eindæmi og vill eigi heldur ráðá til lykta á sína ábyrgð. Hér er, eins og allir vita, svo ástatt, að þingið hefir ekki komið saman siðan sumarið 1915, enda eigi löglega skipað að fullu síðan stjórnarskráin 19. júní 1915 kom til framkvæmda 19. jan. þ. á, Þá féll brott umboð konungkjörnu þingmannanna, en í stað þeirra voru landskjörnu þing- mennimir fyrst kosnir 5. ágúst, og þau kosningaúrslit fyrst kunn 11. september. Nú eru almennar kosningar nýafstaðnar og nýtt þing skipað. Afstaða stjórnarinnar til þess þings er óviss. Því er það fyrst og fremst þingræðislega séð í fylsta máta rétt, að þingið sé nú þegar bvatt saman. Það getur þá þegar tekið ákvörðun um það, hvernig stjórnin skuli skipuð. Og verði breyting á skipun stjórnarinnar, verður hún svo tímanlega, að ný stjórn getur undirbúið málin til reglulega þingsins sumarið 1917. . í annan stað vita það allir, að styrjalclarástandið, sem við ísland kemur að mörgu leyti á svipaðan hátt sem önnur hlutlaus lönd, réttlætir eitt út al fyrir sig samankvaðningu þingsins. Það þarf eigi að lýsa því, að ísland á líka í vök að verjast vegna stríðsins. Stjórnin hefir orðið að gera margskonar ráðstafanir vegna stríðsins. Þar af er samningurinn við Bretland auðvitað stærsta ráðstöfunin. Og vænta má þess, að gera þurfi ýmsar fleiri en þær, sem hann hefir beinlínis í för með sér. Og þenna samning á nú að endurskoða, verðlagsákvæði hans. Nú hafa andstæðingar núverandi stjórnar ráðist gífurlega á hana fyrir þá ráðstöfun. Verður þeim og öðrum þá gefinn kostur á að láta þinglega uppi álit sitt um þær ráðstafanir. Þeim gefst og þá tækifæri til að laga hann, ef þeir eru þess megnugir. Og þeim og öðrum gefst enn fremur færi á að segja nei við honum, við framlengingu hans, ef þeir telja hann óþarfan eða að minsta kosti ónauðsynlegan. Af styrjöldinni stafar það, að strandferðir vorar eru alveg ófullnægjandi. Auk þess er illa varið svo stórum og dýrum skipum sem Gullfoss er og Goðafoss að hafa þá í slíkar strandferðir, sem verið hefir þetta ár. Burðarmagn þeirra margfalt betur notað á annan hátt, til millilandaferða, enda skortir mjög tilfinnanlega skip til þessa. Hér við bætist það, að stjórn Eimskipafélagsins telur fólag- inu ókleift að halda strandferðunum áfram, nema greitt sé margfalt meira fyrir þær en gert er þetta ár. Hér eru því góð ráð dýr. Liggur því eigi annað fyrir en annaðhvort 1. Að leggja strandferðir niður, nema að því leyti sem Sameinaða og Eimskipafélagið kem- ur væntanlega eftír sem áður í sumum ferðum á ýmsar hafnir, eins og verið hefir. En stjórnin telur of ábyrgðarmikið og alls eigi rétt fyrir sig að ákveða niðurfall strandferðanna. Þingið hefir ákveðið, ætlast til þess 1915, að ferðir þessar væru farnar með ákveðnum landssjóðsstyrk. Og þingið verður þá sjálft að breyta þeirri ákvörðun sinni. 2. Að sernja við aðra, ef kostur er. En til þess að slíkir samningar mundu geta komið til tals, þyrfti mörgum sinnum meira fé að vera í boði en þær milli 70 og 80 þúsundir, sem þingið 1915 gerði ráð fyrir, sjálfsagt 300—400 þúsund krónur. En stjórnin telur sig ekki heldur hafa heimild til slíkrar samingagerðar, þar sem ræða er um fjárgreiðslu úr landssjóði, er hundruðum þúsunda færu fram úr áætlun þingsins og samþykt. 3. Að Tcaupa skip. Til þess þarf auðvitað eigi síður heimild þingsins en hins að leigja skip eða semja við eitthvert skipafélag á þann hátt, er áður getur. En eigi að gera einhverjar ráðstafanir í þá átt að halda uppi strandferðunum, er bráðnauð- synlegt, að þingið geti ákveðið það sem fyrst, hvað gera skuli, svo að stjórnin hafi timann fyrir sér til að framkvæma, eða reyna að framkvæma þær ráðstafanir. Reglulegt þing gæti alls ekki komið saman fyr en í apríl eða maí. En það er of seint vegna strandferðamálsins. Ef heimild þingsins væri eigi fyrr fengin, gæti tapast fé á því, t. d. af því að aðgengilegu tilboði yrði hafnað vegna heimildarskorts stjórnarinnar til að taka því. Og svo er strandferðanna þorf þegar að vorinu, i byrjun aprílmánaðar. En þeirri þörf væri ómögulegt að sinna, ef eigi væru gerðar ráðstafanir i þessu efni fyr en á reglulegu þingi í vor eða sumar. Einhver kann að horfa í kostnað við aukaþing. En margfalt meira beint tap gæti leitt af því, að þingið kæmi ekki saman en þingkostnaðinum nemur, þótt að eins væri litið til strandferða- málsins. — Og þjóðin er nýbúin að kjósa sér fulltrúa, sem ætla rná að hún treysti til að starfa til gagns landinu í jpingsætunum. Og það verður að gera ráð fyrir þvi, að því fé sé ekki illa varið, sem fer til þess að kosta aukaþingið, sem nii á ef til vill að ráða fram úr ýmsum allravandamestu málunum, eem hér hafa fyrir komið. Svo framarlega, sem menn bera snefil af tiltrú til þingsins, hljóta þeir að telja rétt ráðið, eins og ástandið er umhverfis oss, að kalla það saman nú þegar og taka þann tiltölulega litla kostnað, sem það hefir í för með sér. f~ v. b. n. Vandaðar vörur. Ödýrar vörur. Léreft bl. og ðbl. Tvisttan. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjðlatau. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flauel, Bilki, ull og bóm. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörur allsk. Regnkápur. Gólfteppi. Pappip og Ritföng. Sólaleður og Skosmíðavörur. ^arzíunin %&j®rn cförisfjánsson. lþýftuléUiókasafn Templara«. 8 bl. 1—9 tlorgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8 5» Íiifóí?eta8krifstofan opin v. d. 10—12 og 1—6 Jæjargjaldfcerinn Laufásv. B hl. 10—12 og 1—5 Uiandsbanbi opinn 10—4. CF.U.M. r,03trar-og sbrifstofa 8 ard,—10 si»d. Alm. fundir fid. og sd. »\t si6d. f.andabotsbirbja. öuospj. 9 og 6 a helgum : »ndabotsspitali f. sjnbravitj. 11—1. r.andsbanbinn 10—S. Bankastj. 10—12. '.andBbókasafn 12—8 og 5—8. fjtlan 1—8 CiandsbúnaDarfélagsskrifstofan opin fra 12—2 uandsféhiroir 10—2 og 5—8. [jandsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 '.anctsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og »—7. Listasafnið opið hvern dag kl. 12—2 ifáttúrugripasafnio opio l>/>—2*/a » ¦unnud. Pósthdsið opift virka d. 9—7, snnnud. 9—1. iamábyrgo Islands kl. 1-5. ítjðrnarráosskrifstofurnar opnar 10—1 dagl. Calsimi Reykjaviku.r Pósth.8 opinn 8—12. Vifilstaoahælin. Heimsöknartimi 12—1 *jóomenjasafni6 opifi hvern dag 12—2 iinrrrTrrraTiiiiTTTrrT Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. þar era fötin sannrnð flest þar ern Maefnin bezt. íuirni 1111 in.il íiTjjanfl Um seðlaútgáfu og fyrir komulag seðlabanka. Bráðabirgðasvar til B. Kr. Hið öfluga og alþekta brunabótafélag W0LGA (Stofnað 1871) tekur aV sér allsk. brunatryggingar. AÖaluniboðstn. fyrir Island Halldór Eiríksson, bókari Bimskipafélagsins. Umboðsmenn óskast. IV. StaBhæfingarnar og þekkingar- skorturinn. Eg vona að mér hafi tekist í framanskráðum köflum að sýna fram á að þungamiðjan í kenn- ingum B. Er. um bankaseðla og seðlabanka — er hreinn og ómeng- aður misskilningur frá upphafi til enda og landi og þjóð stórskað- legt, ef nokKurn byr fengi hugs- andi manna. Skal nú farið fám orðum um einstök atriði er máli skifta i greinum hans, og flestöll faila und- ir þá greining, sem í fyrirsögn- inni felst. Þegar B. Kr. er að tala um mynt verður ekki betur séð en að hann telji alla mynt (líka silfur og kop- ar) fela í sér >fuU verðmœti*. Hann talar um að tilgangurinn með myntinni sé (bls. 5) »að tryggja, að sá, sem selur einhvern hlut, geti fengið hann greiddan með handhægri vöru (myntinni), sem í felst fult verðmæti hlutarins, sem seldur var og ávalt má nota til áframhaldandi viðskifta, án þess að nokkur ábyrgð sé samfara. Myntinni er skift í stærri og smærri mynt, verðmeiri og verðminni, svo að ávalt sé hægt að borga með henni hvaða upphæð sem vera skal«. Veit ekki B. Kr., að þótt viður- kent væri að gullið fæli í sér fult verðmæti — þá er rprnun I hinu myntaða gulli, svo það felurefcki í sér fult verðmæti? Veit ekki B. Kr., að svo fjarri er því, að silfur- og kopar-myntir feli í sér fult verðmæti, að þær eru ekki annað en tdkn myntar, Hver einnar Tcrónu silfurpeningur felur t. d. ekki í sér raeira verð- mæti en 39 aura í gutti. Líkt er um koparpeningana. Þeirhafa ekki í sér fólgið nándanærri það verðmæti, sem þeir hljóða upp á. Myntkenningar B. Kr. eru því eigi annað en bláber vitleysa — vafalaust sprottin af þekkingar- skorti. Enn er ein vitleysan í hinum tilvitnaða stað í grem B. Kr. Hann talar um það sem séreinkenni myntar, að hana megi »ávalt nota aftur til áframhaldandi viðskifta, án þess að nokkur ábyrgð sé sam- fara«. Nákvæmlega sama gildir um bankaseðla, þar sem þeir eru löglegur gjaldeyrir — eins og vera mun undantekningarlaust — eða litið i öllum seðla-löndum. Ef eg borga hr. B. Kr. 10 kr. með íslenzkum bankaseðli og hann síðan þriðj'a manni, sá þeim fjórða o. s. frv. þá höldum við allir áfrani

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.