Ísafold - 15.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.11.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD B. Kr. skírskotar sjálfur (bls. 9) til greinar í Isafold 22. júlí i sumar þar sem skýrt er frá út- fiutningsbanninu i sörau máls- greininni og hann skírskotar til. Og fleiri vitni standa á B. Kr. ura, að hann hafi um þetta vitað, þar á meðal hann sjálfur. Bls. 8 í bæklingnum skýrir hann frá því, að Landsbankinn hafi þ. I. jan. 1916 átt rúma 3'/a miljón króna innistandandi erlendis. Með þeirri dauðans hræðslu, sem liann er gagntekinn af um hungur- morð á landi og þjóð vegna gull- myntarskorts hefði það verið hans ekýlausasta skylda sem Lands- bankastjóra að heimta alla þessa inneign í gulli hingað til lands, ef hann hefði ekki einmitt vitað, að það var ekki til neins! Vegna hvers? Vegna útflutningsbannsins! En svona er nú »svikalausa ráðvendnin* hans B. Kr. Hann siglir undir því falska flaggi að vilja »fræða« alþýðu hlutdrægnislaust um bankamál, en virðist ekki ganga annað til þessarar »fræðslu«-löngunar, en að svala kala þeim, sem hann ber til þess ráðherra, er situr og til bankans, aem hann ekki stjórnar, en var þó með til að berjast fyr- ir í upphafi, og meira að segja vildi þá leggja niður Landsbank- ann, sem hann ekki heldur stjórn aði þá. Til þess að koma þessum hvöt- um fram þarf hann að beita sinni eérstaklega ,svikalausu ráðvendni' í viðskiftum sínum við sannleik- ann, sem að ofan er drepið á og annars heitir á íslenzku máli að skrifa mót betri vitund. Vægara verður það ekki orðað. Líkt fer og B. Kr., er hann á bls. 25, eftir að vera búinn alla ritgerðina að hamast móti banka- seðlum, segir um tékka: »Hér á landi eru tékkar of lltið notaðir sem gjaldmiðill. Notkun þeirra sparar dýrari gjaldmiðil og fyrir- byggir hættu við flutning meira verðmætis?* Ef bankaseðillinn — að áliti B. Kr. — er ekki öruggur gjald; miðill, þar sem þó bankinn sjálfur ábyrgist hann, hversu miklu, miklu óöruggari og hættulegri er þá tékkinn, sem útgefandi einn ábyrg- ist og getur verið gefin út á logna inneign, sem alls ekki er til. En B. Kr. þarf nú — í þessari andránni— að ráðast á bankaseðla og vílar þáekki fyrir sér,í hvínandi mótsögn við sjálfan sig, með venjulegri ,svikalausri ráðvendni' að hossa tékkunum á kostnað bankaseðlanna. Það er nú einmitt ókosturinn við tékkana, að þá er ekki hægt að nota alment, vegna þess að almenningur getur ekki yfirleitt dæmt um gildiv þeirra, og þeir verða ékki notaðir eins og B. Kr. orðar það um myntina bls. 5 og sýnt er fram á hér að framan, að einnig gildir bankaseðla, — >til framhaldandi viðskifta, án þess að nokkur ábyrgð sé sam- fara«. Ef eg borga B. Kr. 1000 kr. með tékk, og hann öðrum manni aftur með sama tékk o. s. frv., þá kemur alt undir pví, að bank- inn, sem tékkinn er gefinn á, vilji greiða hann. Ef ekki, kemur ábyrgð- in fram og lendir þá áþeilm,sem hann hafa notað og síðast á hinum upphafíega útgefanda. En í pröngum viðskiftaaring og með góðum samgöngum er tékk- inn auðvitað fyrirtaks gjaldmiðill, og gæti t. d. hér í Bvík einn 1000 kr. tékki útkljáð 100.000 kr. við- skifti, án þess eins eyris gullverð- mœti liggi bak við, og er þessi eiginleiki tékksins, þar sem hann nýtur sín, enn einn löðrungurinn á gullkenningar-spilahús B. Kr. Það mundi æra óstóðugan að tína til óll hin einstöku *gullkorn« í hinni dæmalausu ritgerð B. Kr. Það hefir verið gripið niður á nokkrum þeirra ogvænti eg,að það sé nægilegt til að sýna »fræðslu- einlæguina«, hinndjúpsetta »þekk- ingarforða* og hina »svikalausn ráðvendni*, er svo mjög einkenn- ir ritsmíð Landsbankastjórans. Eitt er samt eftir að athuga hjá hr. B. Kr. og það eru »ráð« hans »út úr ógöngunum«, er hann svo nefnir og mun það gert í næsta og síðasta kafla í þessu bráða- birgðasvari og þar með látin fylgja nokkur niðurlagsorð um peninga- fyrirkomulag vort. Um skipulag bæja, Háskólabókin er nú komin út með stóru fylgiriti eftir prófessor Guðm. Hannesson, er var rektor háskólans árið sem leið. Heitir ritið »Um skipulag bœja*, og snertir heilbrigðisfræðina, sem höf. er kennari i við háskólann, en kemur og eigi lítið við verk- fræðilegar, hagfræðilegar og fag- urfræðilegar hliðar málsins. Skýrar hefði efni bókarinnar verið lýst í titlinum, ef hann hefði hlióðað: Um skipulag kaup- túna og borga, eða eitthvað á þá leið, því að það er viðfangsefnið. En orðið »bær« er nú einnig al- raent notað í þessari merkingu, þótt almennasta merking þess sé bóndabœr. í tvo aðalkafla er bókinni skift: I. Bæir vorir og siávarþorp (þ. e. vöxtur þeirra, heilbrigðismál, skipulag o. fl.) og — II. Um skipulag bæja (yfirleitt). — Er fyrri kaflinn 30 bls. en hinn síð- ari rúmar 100 bls., enda aðalá- herzlan lögð á að sýna hvernig fyrirkomulag bæja skuli vera, eftir því sem reynslan hefir kent mönnum að þarfir krefja. — Efni þessa kafla er: — 1. Höfn og landareign, 2. Greining bæjarhíuta * 3. Götur og gatnaskipun, 4. Bygg- ingarreitir og húsaskipun, 5. Stærð húsa og gerð, 6. Vellir og torg, 7. Sýnishorn af skipulagi bæjar, 8. Endurbætur á skipulagi bæja. — Hver þessara kafla greinist i margar undirdeildir^ Hér skal ekki farið út í að dæma sjálfa bókina, en vonandi verður hún að nmtalsefni á við- eigandi stöðum. Höfundur hefir hér ráðist í að vekja mál sem ekki mátti lengur í þagnargildi liggja. Sem kunnugt er hefir hann starfað mikið að því, að auka þekkingu sína og annara á hent- ugra byggingarlagi. Sem lækni er honum það ljóst, að húsakynn in eru einn veigamesti liðurinn í heilbrigðismálum hverrar þjóðar, og að endurbætur á þeim auka beinlinis lifsmagn í landinu. Hefir hann áður ritað um þessi efni og gefið ýrasar bendingar, sem menn upp um sveitir hafa víða hagnýtt sér. Út af þessu hefir athyglin beinst að þorpum vorum og kauptúnum, sem vaxa víðast upp í algerðu stjórnleysi og fyrir- hyggjuleysi, eftirkomandi kyn- slóðum til ásteitingar og erfið leika. -— I bæjum og borgum gefur nábýlið kost á margvísleg- um hlunnindum, ef rétt eru notuð, en hins vegar hefir það óteljandi ókosti í för með sér, ef raenn vanrækja að nota hinn nána fé- lagsskap bæjar.ífsins til þess að búa alt vel í haginn. Hér á landi hafa bæirnir bygst á þann hátt, að það lítur svo út, að menn forðist samneyti hver við annan sem mest má verða. Þessvegna er í raun og veru víð ast hvar ekki um reglulega bæi að ræða, heldur óregluleg þorps- hverfi, sem svo enganveginn geta klifið þá kostnaðarhæð sem óhjá- kvæmileg er til að útvega sér venjuleg bæjarhluunindi, þ. e. sameiginlega götugerð, vatnsveitu, fráræslu, rafleiðslu o. fl. sem reyn- ast mundi vel kleift, ef skipulag bæiarius væri betxa. Það er eins og höf. bendir á, oft og tiðum engu dýrara að byggja bæ þar sem alt er fágað og prýtt úti sem inni og vistin öll holl og hlý, heldur en að byggja kalt, óhreint og óholt þorpshverfi sem þanið er út um holt og móa. Svo góðar heimildir hefir höf. að riti sínu og svo nákvæmlega hefir hann farið út í flest atriði er máli skifta, að jafnvel þótt einhverju mætti við bæta og um sumt deila, þá virðist hann hafa slegið svo rækilega til hljóðs fyrir þessu nauðsynjamáli nútíma menn- ingar, að það verði héðan af ekki látið liggja í þagnargildi. — Land-_ stjórnin þyrfti að láta seraja frum- varp um skipulag bæja hér á landi og leggja fyrir næsta þing. Héðan af raá það ekki þolast að bæir vorir vaxi upp s*o reglu- laust og stjórnlaust eins og tíðk- ast hefir hingað til. Eittvað af þessu þarfa riti mun fást sérprentað, og ættu bæiar- stjórnir og byggingarnefndir lands- ins ekki að láta hjá líða að út- vega sér það. — Hvort sem allar lög verða samin um þetta efni eða ekki, ætti að myndast reglu- leg samkepni á milli allra upp- vaxandi kauptúna og bæja lands- ins um að ná sem fegurstu og hagkvæmustu skipuNgi og gerð. H. Aths. »ísafold« hefir borist allítarleg grein um þetta merka rit G. H. frá Guðjóni Samúelssyni húsagerðarmeistara og birtist hún í »Kronikkunni« í næsta blaði. Kosningarnar. í Norður-Múlasýslu eru kosnir Jón Jónsson á Hvanná með 367 atkv. og Þorst. M. Jónsson kennarl með 342'atkv. Ingólfur Gíslason læknir fekk 260 atkvæði og Guttormur Vigfiísson 237 atkv. Breiðafjarðarbáturinn nýi Vél-þilskipið Svanur kom á mið- vikudag til Stykkishólms, fermdur vörum, eítir allmikla hrakninga, vegna illra veðra. Skipið er 75 smálestir, og vélin hefir 8n hesti afl. Þa? gcínr tekið 10 farþeg". Um álit eftirlauna og launamálanefndarinnar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. desember 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. VII. f»jóðlygi og sannsögli. Fjrir nqkkrum árum skrifaði eg ritgerð ura verðfall á pening- um, og benti á .þá að'ferð, sem eg.hefi lesið um í enskum fjármála- tímaritum, að láta launin fylgja verðlagsskrárverði á nauðsynja- vörum. Ef verðlagið hækkaði um 5% í ár átti að bæta 5% við launin að ári. Nefndinni fer.alt eins úr hendi. Tíl þess að snuða menn um sanngjarna notkun þessarar verðlagsskrár vill hún að eins láta hækkunina ná til þess sem hún kallar »þurftarlaun«. Hér er ekkert til nema »sultarlaun«, og svo á útborgunin að fara fram 3 árum síðar en hækkunin. — Það er um að gera að landssjóður sé argvitugasti húsbóndinn á íslandi, og refjist um svo lengi sem hægt er að greiða þeim sem hann skuldar. — Með tillögunni ætlaði eg að gera Island að forgöngulandi nú á tímum, þegar gullið, sem alt peningaverð er bygt á er að hrapa niður úr öllu valdi. Jafnframt Hagstofunni ætlaðist eg til að verðlagsnefndin væriskipuð ei.ðsvörn- um kaupmönnum. Landssjóðs vegna sýnist ekki þurfa að tala um sparnað nu á tímum, enda er sparnaðurinn ekki æfinlega uppi á teningunum. Þeg- ar sparað er kemur það oft anuars staðar niður. Eftir aldamótin ganga 500,000 kr. til að baða féð fyrir bændur. 1912 þegar tekjur lands- sjóðs voru áætlaðar 1,400,000 kr. gengu liðugar 700,000 kr. ein- göngu til samgöngumála. Á 40 árum hafa tekjur landssjóðs auki8t þannig: 1875 ../... 275 þús. kr. 18.85...... 471 — — 1895...... 591 — — 1905......1,212 — — 1915......2,730 — — Eftir skýrslu nefndarinnar voru öll launin sem greidd vora 1915 430,000 kr. Meðan tekjur landssjóðs tvöfaldast, þrefaldast og nífaldast, þá situr alt við sama fyrir þá, sera vinna fyrir landið. Landssjóður notar hnefaréttinn til að greiða ekki laun eftir siðferðis- skyldunni — hann setur í steininn. Hvernig fer? Landssjóður vill ekki greiða mönnum sama kaup við vegavinnu, sem fæst hjá öðrum. Gömlu góðu verkstjórarnir fara flestir frá, allsstaðar fæst betra kaup. 1 vegavinnunni eru tómir unglingar, sem ekki kunna verkið, þeir einir geta unnið fyrir kaupið sem boðið er. Skynsamur maður fór um farinn veg hér nærsveitis í sumar, 16—-20 unglingar voru að aka mold ofan í veginn, því það átti að skila honum í hendur sýslu- félagsins. Hver borgar sparnaðinn? Sýslufélagið. — Þegar vi& spörum við læknastéttina, þá verður hún gagnslaus. Hver borgar þann sparnað? Líf og heilsa landsmanna. Þegar við gerum em- bættismennina okkar að fátækum görmum, þá missa þeir alt álit, menn hætta að hlýða, alt verður að agaleysi og stjórnleysi. Það- er sparnaður! Hver borgar hann? Heiður og sómi íslands. — Þegar sparað er um of fyrir hið opinbera kemur sparnaðurinn æfin- lega á einhvern hátt í koll landsmönnum sjálfum. Árið 1915 er svo komið að krónan er orðin sama sera 50 aurar voru, þegar núgildandi launalög voru samþykt. Landssjóður hefir siðferðislega skyldu til að greiða N. N. 3000 kr. virði í lífsnauð- synjum, en hann anarar í hann 1500 kr. Ef N. N. kvartar undan lagaráni við meðbróður sinn — ja, þá er hann settur í steininn. Það mun láta nærri sanni, að landsmenn hafi haft 10 miljónir í hreinan ágóða árið 1915. Bændur, útgerðarmenn og fjársýslu- menn hafa grætt stórfé. Hver verkamaður yfir alt land hefir hærra kaup en nokkuru sinni áður, og þeir þurftu þess mjög. Lands- sjóðstekjurnar eru lj2 miljón hærri en árið áður. 1916 má buast við að þær hækki um 500,000 kr. þar á ofan. En starfsmenn og embættismenn landsins verða að taka til láns upp á síðari ára laun 73% af árslaunum sínum 1914, og 100% arið 1915. Á þessum vel- megunarárum verða þeir með vöxtunum af lánunum að fá til lán» 2 ára laun fyrirfram. Hvert hugsandi þing mundi bæta upp launin 1914 með 73% og launin 1915 með 100%, það eru alt saman % hlutar af hinum væntanlega verðhækkunartolli 1916, — Okkar þing sér væntanlega ekki um sóma sinn og þjóðarinnar með því að — setja í steininn. Þessi uppbót á launum er það sem sanngjarnt er. Núverandi ástand er niðurdrep jafn vel fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Þjóð- félagið er of samsett vél; hve nær sem ein tönn bilar á hjóli kemst ólag á vélina. Hvenær sem aflfjöður missir kraft eða hrekkur, þá stöðvast vélin. Hver starfsmaður eða embættismaður hefir sitt hlut- verk, sem verður að gerast, annars fer eitthvað aflaga. Embættis- maður, sem alt af þarf að vera að vinna sér inn, eða lána sér pen- inga til að geta lifað, hann vinnur ekki skylduverk sín á meðan. A meðan er ef til vill skertur réttur einhvers umkomuleysingjans, sem hann átti að halda hendi yfir. A meðan læknirinn er að bjarga sér á sama hátt,'deyr ef til vill einhver sjúklingur, sem hefði lifað, ef læknirinn hefði vitjað hans. Nefndin sýnist ekki hafa neina þegnfélags tilfinningu. Hún er bóndi — í útlendri merkingu skulum við segja—lram í fingur og. niður í tær. Um bændurna í menningarlöndunum er alment sagt,. að þeir séu sérdrægastn, heimskasta og afturhaldssaraasta stéttin í hverju landi. Eg trúi því ekki fyr en eg er neyddur til, að það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.