Ísafold


Ísafold - 18.11.1916, Qupperneq 1

Ísafold - 18.11.1916, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjau júlí erlendis fyrirfiam. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 18. nóvember 1916. Uppsögn (skrlfl. bundin við áramót, er óglld nema kom- in bó til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. 87. tölublað Viljiröu eiga »Bil« þá hlýddu eðlistilvísan íj)inni. húu segir skalt kaupa* FORD TOURING CAR og( neitaðu ekki sjállum þér um þann hag og ánægju sem það getur v^pitt þér. Tíminn er peningar, og Ford Touring Car eykur verðgildi tíma og peninga. Ford bilar -eru? ódýrastir allra bila, léttir ab stjórna og auðveldastir i viðhaldi. Ford bilar eru beztu fólks- og flutnings- >tæki sem komið haía til Jandsins, og fást að eins hjá undírrituóum, sem einnig selur hin Jkeimsírægu DUNLOP DEKK og SL0NGUR. jfyrir allar tegundir blla. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. '‘Alþýóufél.bókasaín Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 Brejargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—6 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sibd. Álm. fundir fld. og 8d. 8*/s siðd. tLandakotskirkja. Guósþj. 9 og 6 á helgum ííiandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. iLandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8 &i*nd8búnabarfélagS8krif9tofan opin frá 12—8 Landsféhirbir 10—2 og B—6. íLandsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. iListasafnió opió sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2 Náttúrugripasafniö opib D/a—Sfl/a á sunnnd. Pósthúsib opió virka d. 9—7, sunnud. 9—1. 4Samábyrgó Islands kl. 1—5. íStjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Vífilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 ;j»jóT)menjasafnib opib sd., þrd. o?. fid. 12—2. riiTT-imrnrrtmiiJllxi Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. i þar ern fötin sanmnð flest p þar ern fataefnin bezt. i Hið ðfluga og alþekta brunabótafélag W0LGA (Stofnað 1871) tekur að sér allsk. brunatryggingar AÖalnmboÖsm. fyrir ísland Hallclór Eiríksson, bókari Eimskipafélagsins. Umboðsmenn óskast. Erl. símfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 17. nóv. Bretar sækja fram hjá Somme. Hafa tekið Beau- court. Þjóðverjar sækja fram í Jui-dalnum. Bretar hafa unnið stór- an sigur hjá Thiepval og tekið þar 4000 Þjóðverja höndum. Saabye myndhöggvari er látinn. Um álit eftirlauna og launamálanefndarinnar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. desember 1914. Eftir Indriða JEinarsson skrifstofustjóra. HJutafél. ,Vfilundur‘ íslands fullkomnasta trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Reykjavík VIII. Ekkjuframfærslu- og eftirlauna-tillögur (frh.). Lagafrumvarp nefndarinnar um lífeyri embættísmanna, er ýmist rán, sem ekki er skilað aftur.nema til fólks, sem getur lifað upp á vatn og brauð í 70 ár, eða þá brot á móti 7. boðorðinu frá hendi lands- ins. Embættismenn og starfsmenn geta fengið eftirlaun, ef þeir fara frá vegna »elli og vanheilsu«, af fé því sem þeir sjálfir hafa borgað. Eftirlaunin eru 10—100 kr. fyrir hvert þjónustuár sem þeir hafa borgað, 18 kr. 60—186 kr. Lagaránið liggur í því, að árgjöldunum er haldið eftir af launum embættismanna, sem land- inu hefir verið skylt og er skylt að sjá fyrir eftirlaunum. Hver sem fær veitingu fyrir embætti hér á landi hefir lifstíðarrétt til embættisins. Þann rétt getur hann auðvitað brotið af sér. Em- bættisveiting hér á landi er samningur milli stjórnarinnar og manns- ins, sem að eins annar málsaðili undirskrifar. Svo er það líka skilið í þýzka ríkinu eftir »Handwörterbuch der Staatswissenshaften«, og svo er það hér. Að draga frá laununum til þess að borga, eða borga eJcki eftirlaun, er lagarán. í öllum þeim tilfellum þar sem embættismaðurinn deyr áður en ellin og vanheilsan kemur, þar eru tillögur nefndarinnar ósanngjarnari en ellistvrksháðungin frá 1904. Eina ráðið væri að landssjóður greiddi öll iðgjöldin til líf- eyrissjóðsins. Meðalvegur væri að hann legði þau fram að hálfu leyti. Hér á landi eru holdsveikir menn settir á spítala á landsins kostnað. Holdsveikin er þar bæði ellin og vanheilsan, og það fólk hefir alls ekki greitt nokkurn eyri til spítalans fyrirfram. Landssjóði ferst, eftir tillögum nefndarinnar, eins og bónda, sem drægi af heimilisfólki sínu meðan það væri fullvinnandi, til þess að fá því það eða fá því ekki síðar, en greiddi fé frá sjálfum sér til þess að sjá fyrir fólkinu á nágrannabæjunum. — Nefndin er sæl þess, að landssjóður muni aldrei þurfa að leggja fé frá sér til lifeyrissjóðs embættismanna. — Þess meira sem tapast af heiðri og sóma þegnfélagsins okkar, þess glaðari sýnist hún vera. — Þegar búið er að níða alla sanngirnis, og þegnfélagstilfinningu úr þjóðinni, sýnast sumir vera sælastir þess að vera íslendingar. 6. gr. um stofnun lífeyrissjóðsins tekur upp réttarbót frá öðrum þjóðum, en handfjatlar hana svo, að hún verður þeim einkis nýt, sem hennar eiga að njóta. »Nú er embættismaður orðinn 70 ára, að aldri, eða samanlagður aldur hans og þjónustutími er 95 ár, og á hann þá rétt á að fá iausn frá embætti, og lífeyri samkvæmt lögum þessum». — Þá hefir maðurinn lagarétt til þess að talca út árlega sparisjóðsféð, sem hann hefir verið að leggja inn. Héraðs- læknar gefast upp innan sextugs og hafa þá greitt í lifeyrissjóðinn í 30—32 ár — það verða 89—91 ár. Ekki fá þeir réttinn. Sýslu- menn verða sýslumenn nú á tímum 40 ára eða eldri og^gefast upp upp vegna erfiðra ferðalaga o. s. frv. 65 ára, það verða 90 ár. Ekki fá þeir réttinn. Til þess að fá hann, þarf embættismaður- inn að færa sönnur á »elli«, sem enginn maður getur aflað sér 60— 65 ára gamall, eða »vanheilsu«, sem ávalt getur verið álitamál um, hvort hún sé svo mikíl, nð maðurinn geti ekki þjónað embætti hennar vegna Menn sem hafa eftirlaunarétt eftir eftirlaunalögun- um 1904 og orðnir eru 60 ára, verða að enda lif sitt eins og prest- urinn á Hamri. Svona má benda á hér um bil alla embættismenn á landinu, því menn koma alt af eldri og eldri í embætti fyrst um sinn, þangað til að blaðinu hefir verið snúið við og enginn maður leggur á sig fátækt í uppvexti, lestur og vökunætur á beztu árunum, til þess að komast í þjónustu landsins — þvi enginn vill embættin með þeim kjörum, sem með þeim eru boðin. 7. gr. í frumvarpinu, eða 7. boðorðs greinin, er úrval af laga- setningu okkar nú á dögum, svo langt komust ekki okkar pólitisku patríarkar hér áður. — »AJú er embœtti lagt niður, og embættis- maðurinn flyzt eigi jafnframt í annað embætti« (sem auðvitað er ekki hætt við, þegar öll embætti eru skipuð áður), skal hann þá eiga rétt á að fá endurgreitt úr lífeyrissjóðnum, vaxtalaust og afdrátt- arlaust, iðgjöld þau er hann hefir lagt l sjóðinn«} sagt með orðum í daglegu tali: landsjóður á að stela vöxtunum, um leið og maður- inn er sviptur embætti með lögum, og án eigin tilverknaðar. Lítið dregur vesælan. Slíka svívirðing hefir ekkert þing gjört þjóð sinni, nema ef alþingi skyldi verða til þess. Siðaðar þjóðir leysa öðruvísi úr málinu. Venjan er að þær leggi til frá sér, til þess að eitthvað verði úr þessum innborgunum. ísland á að græða á þeim, og hafa í hendi sinni hvort það borg- ar nokkuð eða ekki neitt. Frá sjónarmiði nefndarinnar sýnist mér vera svo litið á, sem ættjörðin sé ærulaus 0g eigi að vera ærulaus framvegis. — En sá munur, hvernig siðaðar þjóðir líta á það mál! hefir venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum og ýmislegutn listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. v. b. n. Vandadar vörur. Ódtjrar vörur. Léreft bl. og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flauei, silki, ull og bóm. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörur allsk. Regnkápur. ------ Gólfteppi. PappÍF og Ritföng. Sólaledur og Skósmíðavörur. ^Jerzíunin dSjorn cffrisfjánsson. <_____________:________________________________J Bifreiðakensla. Að fengnu leyfi stjórnarráðs íslands tek eg undirritaður að mér að kenna að fara með bifreiðar. Þeir sem sinna vilja þessa gefi sig fram fyrir 1. desember næstkomandi. Bg-ill Vilhjálmsson, bifreiðarstjöri, Mjósundi 3, Hafnarfirði. I flngYél yfir Átlanzhaflð. Er Þjóðverjar höfðu sýnt það af- reksverk að fara i kafnökkva til Ame- riku varð uppi fótur og fit meðal flugmanna hver fyrstur kæmist yfir- um i loftinu. Er í ráði að ýmsir spreyti sig á því að sumri. Einn af þeim, sem ætlar sér að leggja út í þá glæfraferð er norskur verkfræðingur að nafni G. A. Kull- bech. Munu íslendingar veita honum athygli fremur öðrum, þvi svo er ráð fyrir gert, að íslendingnr að nafni Thorarin Johnson (nafnið tekið eftir dönskum blöðum) verði með Norð- manninum í loftfarinu. Frekar um ætt hans og uppruna vitum vér eigi, en i dönskum blöðum er sagt að hann sé verkfræðingur og hafi í und- anfarin 10 ár verið við loftfarasmiðju i Ohio i Ameríku. Um hið fyrirhugaða ferðalag segir Kullbech nýlega i »Tidens Tegn* í Kristjaníu: Við ætlum að taka okkur upp ein- hverntíma í næstkomandi ágúst. För- um við frá Kristianiu um hádegi. Komum til Stavanger eftir 2—3 tíma. Þar lítum við eftir vélinni. Þaðan höldum við yfir Norðursjóinn þver- an tii Peterhead á Skotlandi. A þeirri leið verðum við eina 3 tíma. Þar hvílum við okkur aftur og lítum eftir vélinni. Þaðan höldum við til Fal- mouth á Suður-Englandi. Þar búum við okkur til langferðatinnar yfir hafið. Fyrst komum við við á St. johns á New Foundlandsgrunni og bætum á okkur benzini og höldum þaðan til New York. Yfir hafið eru 3600 km. Vél hans hefir 300 hesta afl. Ætlar hann sér 299 km. hraða á klukkutima og að hann geti haldið áfram í lofti heilan sólarhring, ef svo ber undir. Bragi liggur enn í Santander. Þang- að flutti skipið 45 brezka sjómenn af 4 botnvörpungum, sem sökt hafSi verio af þyzkum kafbátum. Skemtanir í góðgerðaskyni verí > haldnar 2 um þessa helgi. Kvenféls Fríkirkjusafnaðarins efnir til skemtun; í Bárubúð í kvöld og Thorvaldsensfi - lagið annað kvöld á sama stað. Guðsþjónnstnr. Messað á morgun ( dómkirkjunni kl. 12, síra Jóh. Þor- kelsson. Kl. 5 síra Bj. Jónsson (alta,- isganga). í fríkirkjunni í Reykjavík kl 2, síra Ól. Ólafsson. Kl. 5, Haraldur prófess' r Nielsson. • --------------------- Sökum þrengsla verða margar greinar að bí' næsta blaðs.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.