Ísafold - 22.11.1916, Qupperneq 1

Ísafold - 22.11.1916, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar ; í vikn. Veið írg. 5 kr.t eriendis 7]/2 ; kr. eða 2 dollarjborg- j !st fy r >• miðjau júlí | erlendis fyrirfram. J Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóvember 1916 Uppsögn (skrifl. buadin vlð áramót, er ógild nema.kom- In só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus vlð blaðiS. 88. tölublað Viíjirðu eiga >Bil« þá hlýddu eölistilvisan þinni. hiin segir >þú skalt kaupa* FORD TOUBINö CAR og neitaðu .ekki sjálfum þér um þann hag og ánægju sem það getur veitt þér. Tíminri er peningar, og Ford Touring Car eykur verðgildi tíma og peninga. Ford bilar eruj ódýrastir allra bila, lóttir ab stjórna og auðveldastir i viðhaldi. Ford bilar eru beztu fólks- og flutnings- tæki sem komib hafa til landsins, og fást að eins hjá undírrituóum, sem einnig selur hin heimsírægu DUNLOP DEKK og SL0NGUR, fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, JLækjartorgi 1. Aipýftufól.bókasatn Templaras. ö kl. 7—0 Borgarstjóraskrifst, opin dagl. 10 »-12 og 1—8 Biejarfófcetuskrifstofan opin v. d.10—12 og 1—6 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—6 Islandsbanki opinn 10—4. ILF.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8érd.—10 síðd. Alm. fundir fld. og sd. 8x/a slbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Iiaudsbókasafn 12—8 og 6—8. ÚtlAn 1—8 Landobúnaöarfólagssbrifstofan opin fré 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnib opib sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2 Kéttúrugripasafnib opið V/a—Wla á sunnud. JPóathúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Bamábyrgh Islands kl. 1—6. Btjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reyk.javlkur Pósth.8 opinn 8—12. Tifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 f^óöxnenjasafnið opið sd., þrd. og fid. 12—2. Erl. símfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 20. nóv. — t»jóöverjar hafa unnið tðluvert á í Rumeníu, eink- um í dölunum. — Ríkiskanzlarinn hefir lýst yfir því, að Þjóðverjar séu íúsir til þess að ganga í alheimsbandalag við aðr- ar þjóðir í þeim tilgaugi að korna á friði. Segjast Þjóðverjar vera fúsir til þess að láta Belgíu af hendi aítur. I»ýzkir tundurbátar hafa gert árás á hafnarborgir við Finskaflóa. Þýzki ríkiserfinginn hef- ir yfirstjórn hersins í El- sass. Bretar sækja mikið fram báðu megin við Ancre. Mðrgum uorskum skip- um hefir verið sðkt síðustu daga. Tekjuhalli af stríðsvá- tryggingu Norðmann, nem» ur 35 miljónum króna. Um álit eftirlauna og launamálanefndarinnar, sein skipuð var með konungsúrskurði 9. desember 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. IX. Launatillögur. Launatillögur nefndarinnar hafa verið dæmdar í »Vísir« 15. og 17. ágúst 1916 af Jónasi Klemenssyni, sem sýnir fram á með- ferðina á póstmönnum, og hve algerlega óviðunandi hún er. Þær hafa verið dæmdar almennara af Þorfinni Kristjánssyni í »Suður- landi« 23. ágúst, 31. ágúst og 24. sept. 1916. Eg hefi líkar skoð- anir á tillögum nefndarinnar eins og þessir höfundar, 0g veit, hve óbætanlegt tjón það væri fyrfr íslenzka þjóðmenningu (Kultur) og fyrir þjóðina í heild sinni, ef tillögur nefndarinnar væru gildandi lög eitthvert tíraaþil. Sú launanefnd, sem ætlar að ákveða þau laun, sem starfsmenn og embættismenn eiga aþ lifa við, og ekki rannsakar með sam- vizkusemi »hvað það kostar að lifa«, hún vanrækir að gera aðal- starfið, sem henni er trúað fyrir. Sú nefnd hliðrar sér hjá að vinna verk sitt, og er hyskið hjú. Þessi nefnd spyr engan um, hvað það kosti að lifa, hún safnar engum upplýsingum frá nokkrum manni, sem undir lögunum á að lifa. Ensk þingnefnd hefði tekið eiðfest- ar skýrslur af mörgum þúsundum manna, þessi nefnd segir, að nauðsynjar fyrir stríðið hafi hækkað um 33% innlendar og útlend- ar vörur jafnt. Alt er' það áreiðanlega rangt, en sagt í þeim til- gangi að sýna, að bændur hafi ekki grætt á verðhækkuninni. Menn vita, að þegar kemur fram á árið 1915, þá er það, sem var 1 kr. 1900 orðið að 50 aurum. Síðan hefir ílt versnað. Eftir styrjöldina falla skipsleigur, og þá lækka kol, salt, timbur og ef til vill se- ment í verði. A aðrar vörur hefir skipsleigan engin áhrif haft, þær eru allar fluttar með skipum, sem sigla eftir föstum áætlunum, sem lítið hafa hækkað flutningsgjöldin. Krónan er orðin að 50 aurum, og getur komi^t langt niður úr því. Gullið, sem til er í heiminum, er svo mikið, að lítil takmörk eru fyrir því, hvað það geti fallið. Einkum þegar það er óvíst, að 360 milj. manna, sem nú heyja heimsstyrjöldina miklu, taki upp gull sem gjaldmiðil þegar styrjöldinni er lokið. Fjármálamenn um allan heim eru að reyna að finna upp annan gjaldmiðil en gullið. Það hefir fallið í gildi áratug eftir áratug frá 1500—1916, og nú þarf 16 kg. til að kaupa það, sem fékst fyrir 1 kg. Það gerir nauðsynlegt, að taka upp verðlagsskrá þá, sem eg hefi áður bent á. — Nefndin gerir það að tillögu sinni, að setja upp nýmóðins sýslú- menn með 240—800 kr. launum. Þessir menn eiga að koma i stað- inn fyrir sýslumennina sem nú eru, en þeir eru aftur orðnir til úr goðunum, sem stjórnuðu hver sínu goðorði, og í sameiningu stjórn- uðu öllu landinu eftir hinum fornhelgu Úlfljótslögum. Eg held eng- in þjóð sleppi óskemd frá því, að brjóta niður sögugrunninn, sem hún stendur á, og gera hann að rústum. Hvernig fóru Norðmenn að, þegar þeir urðu fullvalda ríki'? — Þeir leiddu konungdóminn lög, þótt meiri hluti þeirra hefðu samhug með lýðveldisstjórn. Konungsdæmið var saga Nor'egs, og söguna sína rekur engin þjóð úr hásætinu. Við íslendingar síztir allra manna. Að innleiðaþessa sýslumenn væri hér hið mesta hermdarverk. íslendingar vilja hafa höfðingja yfir sér, eins og þeir höfðu til forna. Þessir nýju menn eiga helzt að hafa hók, segir nefndin. Landinu á að stjórna helzt með bók. Launin, sem í boði eru, eru áður nefnd. Þeir verða einn vetur að undirbúa sig undir að stjórna landinu. Vélameist- arar á gufuskipum eru líka einn vetur að undirbúa sig undir sitt starf, en á þriðja ári fá þeir 260 kr. á mánuði eins og sýslumenn- irnir nýju hafa alt árið. Ætli ungir menn vildu ekki heldur nota veturinn til að verða vélstjórar, en til að líta i bókina? Þessir stjórnendur landsins hefðu Via Part úr mentun sýslumannsins og Vie Part af innheimtu hans, sem nú er. Þeir eru hálaunaðir á embættismannsvísu, þegar launin eru reiknuð eftir starfi og ment- un, ef þeir hafa 200 kr. um árið. Þeir væru ekki sýslumenn nema að nafninu. Þeir yrðu sýsludónar, en ekki sýslumenn. Stjórnin og bændurnir fyrirlitu þessa höfðingja, sem hefðu laun, sem hundur gæti ekki lifað af, auk heldur þá mensk vera. Þessir 100 menn ættu að innheimta 120000—160000 kr. á ári. Hver, sem veit, hvaða fyrirhöfn og áhyggjur landstjórnin hefir haft við og við, af umboðsmönnunum okkar, sem ekki hafa verið nema 10 manns, getur hugsað sér fyrirhöfnina við að líta eftir og svara telefón- og bréfa-fyrirspurnum, endurskoða reikningana frá 100 mönnum, sem ekkert kunna til nokkurs þess verks, sem þeir eiga að gera. En svo veslings mennirnir sjálfir. Þeir fengju aldrei nokkurt þægilegt orð frá nokkurri sál. Frá því þeir fengju veitingarbréfið, fengju þeir aldrei annað en ávítunarbréf frá dómaranum, eða stjórninni, þangað til afsetningin gerði enda á embættisþjáningum þeirra. Al- þýða væri að spyrja þá, hvað væru lög, þeir vissu aldrei, hverju þeir ættu að svara. Þessi héraðastjórn væri fullgóð handa almenn- ingi hér, ef hann yrði svo vitlaus, að taka hana yfir sig með at- kvæði sinu. Sparnaður! sparnaður! mun einhver segja. Heimsku- legur sparnaður frá hálfu hins opinbera kemur ávalt einhversstaðar niður. Þessi sparnaður kæmi niður á löghlýðni, æru og góssi al- mennings. Tillögur nefndarinnar um læknalaunin eru ekki álitlegri. Nefndin viil fækka læknunum og launa þeim helmingi verr eu nú er gert, ef tillit er tekið til verðfallsins á peningum. Svo eru þeir sviftir eftirlaunaréttinum. Það þarf ekki mikinn spámann til að sjá, hvernig það fer. Avísanir nefndarinnar á læknispraxís verða oftast ávísanir á menn, sem ekki geta borgað. Allir nýir læknar frá Háskólanum fara utan, fá þar atvinnu og verður tekið tveim höndum, hvar sem er. Eftir styrjöldina verður læknaekla í Norðurálfu. Til að ala upp nýja lækna þarf 15 ár. Okkar lækn- ar eru í áliti nú. Ef læknishérað hér á landí ÍQsnar, sækir eng- inn um það. Gömlu læknarnir fara að búa, vinna vanalega vinnu, og hætta að gegna kvabbi úr sjúklingum, það borgar sig ekki. Eg vil ekki sækja læknir til að skera upp ástvin minn, ef læknir- inn hefir verið að binda votaband allan daginn. Vanaleg vinna fer með læknishöndurnar. Héruðin standa auð. Hvað skyldi Alþingi þá gera? Það veitir hreppunum styrki til að sækja lækna, hrepp- arnir gera styrkinn að hreppstekjum. Skottulæknarnir koma aftur í móð, einn af 20 er að gagni, hinir 19 lítið betri en ekki neitt. En það er sparnaður, háttvirta nefnd! Hver borgar hann? Líf og heilsa landsmanna! Eftir að hafa haft lækna, sóttvarnir 0g yfirsetukonur í 30—40 ár, hefir lífið lengst svo, að nú deyr einn maður af 62 árlega, áður dó hér (1830—1850) einn maður af 33. Á fimtán til tuttugu árum getum við komist þangað niður aftur, ef við viljum ekki borga læknastéttinni starfa sinn. Mikið megum við þá þakka hinni hátt- virtu nefnd. Einn háskólaprófessor hefir sýnt mér fram á, að fyrir utan það, að eftirlaunarétturinn er tekinn af prófessorunum, þá eru þeir jafn- framt snuðaðir um 50 kr. með launahækkuninni. Það er nú eitt hið mikilvæga starf nefndarinnar fyrir vísindin, að enginn háskóla- kennarinn verður nokkurn tíma svo efnum búinn, að geta keypt vísindalega bók. Nefndin skrifar töluvert um það, hvað það sé miklu vandaminna að vera skrifstofustjóri í stjórnarráðinu hérna, en erlendis. Því erlendis komi svo mörg tilfelli fyrir. Hún gleymir, að meðan hér koma fyrir fá tilfelli af sama tagi, þá eru tilfellin á hverri skrifstofunni fyrir sig miklu margbreyttari hér en erlendis. Hér er ein skrifstofa og einn skrifstofustjóri í málum, sem eru lögð undir 10 skrifstofur í stjórnarráðunum erlendis. Skrifstofustjórinn hér verður að vera fjölhæfari en sá útlendi. I athugasemd neðan- máls bls. 188 er þess getið, að laun skrifstofustjóranna í Noregi séu 4000 kr. Þetta er ósatt! Ef nefndin hefði náð í norskt ríkis- almanak, þá gat hún séð, að skrifstofustjórarnir í Noregi fá í byrj- unarlaun 4800 kr. 0g hækka eftir 6 ár upp í 5400 kr. Og ekki nóg með það. Frá 1. júlí 1916 til 30. júní 1917, fá allir norskir embættismenn og starfsmenn, sem eiga fyrir öðrum að sjá, dýrtið- aruppbót, sem eru 240 kr. fyrir manninn, 40 kr. fyrir konu hans og 40 kr: fyrir hvert barn. Fyrir einhleypa menn mega þó ekki launin og uppbótin fara fram úr 2640 kr. Það er kostnaðurinn við að lifa í Noregi fyrir einhleypan mann. Á íslandi er lifið dýrara en í Noregi. Þessa skipsjullu heggur Noregur af sér með fyrirlitningu. Eg get ekki hætt við þennan kafla án þess að koma með launatillögur vegna þess, að tillögur nefndarinnar verða til þess, að eyðileggja alla þjóðmenningu á íslandi. Árin 1914 0g 1915 verð- ur að bæta upp eftir á með 73% og 100% af laununum. Árið 1916 með 100%. 1917 eru öll launin frá lakast launuðu síma- meynni og sveitakennara, og upp til ráðherralaunanna, að þeim meðtöldum, tvöfölduð. Það lítur út fyrir, að þessir stærri hreppar, þingin, sem nefndin talar um, séu heilbrigð hugsun. Þau spara þingaferðir að raiklum mun. Við ættum að taka þau upp, og hafa sinn hreppstjóra í hverju þingi, og tvöfalda hreppstjóralaunin gömlu. Hreppstjórarnir eru nú 200, en verða 100 og hver þeirra fær fer- falda borgun, sem vel vera má að sé of lágt. Þeir eru skipaðir af sýslumanninum, og hafa sömu störf á hendi, sem þeir hafa haft, eða meiri. Síðan er búin til verðlagsskrá og verðlagið 1915 lagt til grundvallar. Húsaleiga t. d. gerð 20%, brauð 0g kornvörur 10% o. s. frv. þangað til komið er upp í 100, og ef meðaltalið stigur með 2% eða meiru upp úr verðlaginu á nauðsynjum, skött- um 0. s. frv., eins og þær voru 1915, þá er því bætt við launin næsta ár. Eftirlaunum eigum við að halda jafnframt, með þeirri einni takmörkun, sem þýzka ríkið hefir, að það sé mjög erfitt að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.