Ísafold - 22.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.11.1916, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD fá eftirlaun, nema maðurinn eða konan hafi verið í landsins þjón- ustu í 10 ár. Þegar laun hækka eftir embættisaldri, ætti hækkun- in ávalt að koma eftir sama árafjöldann, 3 eða 4 ár. En hér þarf enn meira með. Hér þarf á 9 árum að byggja sýslumannssetur yfir hvern sýslumann á öllu landinu. Við hvert sýslumannssetur þarf fangaklefa einn eða tvo, þar sem sakborn- ingi er líft fyrir kulda og illri aðbúð. Hver sýslumaður þarf skrif- stofufé eitthvað í áttina til þess, sem nefndin stingur upp á. Þeim embættum má ekki fækka, eins og nefndin stingur upp á. Alþýða verður að geta náð í lögfróðan og óvilhallan mann til að bera upp fyrir honum vandkvæði sín, eins þótt hún sé í Dölum eða Strönd- um. Vegna afnáms amtmannaembættanna þarf tvo sýslumenn að auki, sem eftir skipun taka við embættum föstu sýslumannanna 4—6 mánuði og stýra þeim. Á meðan hefir fasti sýslumaðurinn frí og full laun. Þetta er haft svona í Þýzkalandi, og er tekið eftir ræðu, sem Hannes Hafstein hélt á þingi fyrir nokkru. Á eng- an hátt verður betra eftirlit haft með sýslumönnum en þetta, enda er hvergi duglegri stjórn til en í Þýzkalandi. Sýslumannsembættin hafa verið álitin vel launuð, en launin hafa ekki verið merkari en það, að þrettán sýslumenn, sem hafa farið frá síðan 1880 og þangað til nýlega, án þess að komast í hærra embætti, hafa verið gjaldþrota, ýmist þegar þeir fóru frá, eða þegar þeir dóu. Að eins þrír af þeim voru skuldugir við landsjóð. Svo þarf landið toll- stjórn; þótt hún kostaði 100,000 kr. á ári, þá er efasamt, að það væru nein útgjöld í rauninni. Tollmennirnir þurfa að kunna dönsku, ensku og þýzku og öll tolllögin; vera helzt lögfræðingar. Svo er prestastéttin. Annaðhvort er að sinna henni almennilega, eða við fáum fríkirkju með ómentuðum kennimönnum, sem fylla alt okkar andlega andrúmsloft með eldi og brennisteini, og gera fólkið hundr- uðum saman að trúarvitfirringum. Við íslendingar höfum á siðari dögum gert mikið til að æfa og menta skynsemina, en í hjarta- kuldanum norður hér, hefir án efa verið hugsað of lítið um að leiða og þýða tilfinningalífið, sem þó er miklu meira úm vert. Tilfinn- ingalífið sigrar ávalt skynsemina, þegar til lengdar lætur. Kirkjan verður að leiða það, bæta það og hefja það hjá okkur. Prestana ættu söfnuðirnir alls ekki að kjósa. Með læknunum, sem hætta að vera til annars staðar en í Reykjavík, og sýslumönnum nefndarinnar, verður algerlega ómögu- legt að hafa sóttvarnir á landinu. Ef prestaleysið fylgir lækna- leysinu og sýslumannaleysinu (eg kalla sýslumenn nefndarinnar öðru nafni), þá verður ekki unt að bólusetja almenning um sinn. Farandsóttir fara aftur yfir land alt, og taka tíundir af mannslíf- unum í þúsundatali. Nefndin er að eyðileggja þjóðmenning vora. Eg hefi heyrt þeirri setningu fleygt, að hér á landi væru svo margir embættismenn. Hvergi eru þeir fámennari en hér. Aðrar þjóðir hafa liðs- og ttotaforingja, og þess vegna hér um bil þrjá embættismenn, þar sem við höfum einn. Gott plöntusafn handa barna- og ung’lingaskólum til sölu. I safninu eru flestar æðri plöntur, íslenzkar, vel pressaðar, upplímdar á góðan plöntupappir og nafngreindar. Stefán skólameistari Stefánsson gefur þeim er þess óska upplýsingar um safnið. Litlahóli í Eyjafirði 17. okt. 1916. Yilhjálmur Jóhannesson. Eri. simfregnir Ljósframleiðsluvél Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í I.ondon. London ódagsett. (»Air Gas Michine«) er til sölu með tækifærisveiði. Véíin hrfir verið notuð til upplýsingar ii skrifstofu og vörugeymsluhúsi okkar í þrjá vetur. Framleiðslumagn er 50 ljós, 100 kerta. Vikuskýrsla frá vígstöðvum Breta: lllviðri hefir hamlað mjög hernaðarfram- kvæmdum á vigstöðvum Breta og Frakka hjá Somme; ausandi rigning hefir verið nær hvern dag og segir Sir Douglas Haig, að alt landið milli Ancre og Somme sé eitt forarfen. Þrátt fyrir þetta höfum vér sótt dálítið fram á stöku stað, einkum fyrir norðaustan Les Boeufs, i áttina til Transloy. í siðustu orustunni, sem þar var háð, tóku Frakkar tvær skotgrafir óvin- anna, handtóku 125 Þjóðverja, en á með- an sóttu Bretar fram vinstra megin. Frakkar hafa einnig sótt töluvert fram hjá Sailly-Saillesel og þar í grend og hófu sókn eftir að hafa algerlega hindrað til- raun Þjóðverja að reka þá burt úr þorp- inu. Hófu Frakkar þá sókn milli Sailly- Saillesel og Les Beoufs og náðu talsverðum sigri. Á tveim dögum voru handteknir 736 menn á þessum slóðum. Sunnan við Somme gerðu óvinirnir mörg áhlaup og biðu mikið manntjón, en náðu þó fótfestu á stöðvum þeim, er Frakkar höfðu nýlega tekið af þeim hjá La Mais- onette. Annars staðar héldum vér öllum vorum stöðvum. Frá Saloniki-víg- stöðvunum. Það er nú helzt þaðan að frétta, að Bretar sóttu fram yzt i hægra herarmi austan við ána Struma. Þorpið Beiraklii- Djuma, sem var ramlega viggirt, tókum vér með áhlaupi og þorpin Kumli og Prosenik voru einnig tekin. Allri þessari sókn var stýrt snildarlega vel og rúmlega 300 menn voru teknir höndum. Beiraklii-Djuma er sex milum norðvest- ur af Demir-Hissar og Kumli og Prosenik eru nokkrar milur þaðan til suðausturs og hin siðarnefnda hinum megin við járnbraut- ina milli Seres og Demir-Hissar. Bretar hafa þannig náð föstu tangarhaldi á járn- brautinni. Brúkuð innlend G. Gíslason & Hay. Alpha-mötorinn. Alpha-mótorinn er ntbreiddasti mótorinn hér á landi og hefir fengið beztu með- mæli allra þeirra er nota hann. Alpha-mótorinn befir fengið hæsta verðlaun á nær öllum mótorsýningum, er haldnar hafa verið. Alpha-mótorinn er með hinnm nýju endurbótnm talinn ábyggilegastur allrn mótora. Alpha mótorinn brennir ýmsum jarðolíum. Umboðsmaðnr á svæðinu frá Gilsfirði vestra til Portlands, að undanskildnm Vestmannaeyjnm, er undirritaður, sem einnig útvegar öll varastykki til þessa mót- ors, 8vo fljótt sem auðið er, og gefnr að öðru leyti allar nánari upplýsingar. Hannes Hafiiöason Sími 294. (heima kl. 2—5 e. h. á Smiðjustig 6 i Rvik).- Krone Lager Frímerki kaupir hæsta verði Sig. Pálmason, Hvammstanga. Siafseíningarorð-bák Björnn Jónssouar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísL stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og ‘kostar að eins 1 krónu. Samvizkubit. 17 lö Samvizkubit. Samvizkubit. 19 20 Samvizkubit. vera mennf Hvers vegna verðum vér að vera tvífarar? O, farið þér, herra prestur, og talið þér við þá 1 Eru það giftir menn ? Eiga þeir konur og börn? Eða foreldra? — Þeir eru allir ókvongaðir — svaraði prestur. — En nóttina, sem í hönd fer, gætuð þér þó að minsta kosti gefið þeim 1 — Engin leiðl Skipunin segir: fyrir kvöldlestur, og með morgninum eigum við að taka okkur upp. Farið þér inn til þeirra, herra prestur! Farið þér til þeirra 1 — Eg skal fara! En minnist þess, herra flokksfyrirliði, að vera ekki snöggklæddur, er þér farið út; þér munuð þá sæta sömu afdrifum og þeir, því að, eftir því sem þér segið, er það búningurinn sem skapar her- manninn. Og presturinn fór. Herra von Bleichroden lauk við bréf sitt í snatri, þótt geðsmunir hans væru æstir. Hann lakkaði það svo og hringdi eftir boð- liðanum. — Sjáið um að bréf þetta komist á póstinn — sagði hann við þann er inn kom — og látið liðþjálfann koma inn. Liðþjálfinn kom. — Þrisvar sinnum þrír eru luttugu og níu, nei, þrisvar sinnum sjö eru . . . þér takið þrenna . . . farið við 27. mann og takið fangana af lifi áður en ein stund er liðin. Hér er skipunin. — Skjóta þá? — spurði liðþjálfinn og dró það við sig. — Skjótið þál Veljið til þess lökustu mennina, þá sem voru i skothríðinni áður. Þér skiljið! T. d. nr. 86 BeseJ, nr. 19 Gewehr og eitthvað í þá áttina! Sendið mér einnig 16 menn til aðstoðar, nú sam- stundis. Beztu drengina! Við förum njósnarför til Fontainebleau, og þegar við komum aftur skal þessu vera lokið. Hafið þér skilið? — Sextán menn til aðstoðar hr. fyrirliðan- um, tuttugu og sjö handa föngunum. Guð varðveiti herra fyrirliðann I Og svo fór hann. Flokksfyrirliðinn hnepti kjólnum vandlega að sér aftur, girti sig sverðinu, og stakk marghleypu í vasann. Að þvi búnu kveikti hann i vindli, en hann gat ekki reykt, því að hann vantaði loft í lungun. Hann þurkaði rykið af skrifborðinu. Hann tók upp vasaklút sinn og núði með honum pappírsskærin, lakkstöngina og reglustikuna. Hann lagði pennastöngina og mæiikvarðann samhliða og lét þau mynda rétt horn við þerriblaðið. Því næst fór hanu að setja húsgögnin í lag. Að því búnu tók hann greiðu og bursta og lagaði hár sitt fyrir framan spegilinn. Hann tók ofan litaspjald- ið og athugaði litaklessurnar, hann mátaði á sér allar rauðu húfurnar og reyndi að láta pentgrindina standa á tveim fótum. Þegar hann heyrði glamrið í vopnumaðstoðarflokks- ins, var enginn sá hlutur í herberginu, er hann hafði eigi hreyft við. Og svo gekk hann út til manna sinna, skipaði: »ti! vinstri, fram 1« og hélt svo með flokkinn áfram út úr borginni. Það var því likast sem hann væri að flýja fjandmanna ofurefli, og sveit- in átti fult í fangi með að fylgja honum. 2* Þegar hann kom út á vellina, lét hann* flokkinn ganga í halarófu, hvern mann aftur af öðrum, til þess að þeir træðu ekki grasið niður að óþörfu. Hann leit ekki við, en sá, sem næst honum gekk, gat séð1 vöðvakipring undir nærskornu fötunum & bakinu, eins og þegar maður skelfur eða býst við að verða barinn á bakið. Við skógarjaðarinn var numið staðar. Hann skipaði mönnum sínum að vera hljóðum og hvíla sig, en sjálfur gekk hann inn í skóginn. Þegar hann var orðinn einsamall, og hafði gætt rækilega að því, að enginn sæi til hans, varp hann öndinni mæðilega og sneri sér að þétta myrkviðinum, þar sem þröngu götuslóðarnir til Gorge-aux-Loups lágu. Lágviði og runnar voru þegar komn- ir í skugga, en uppi í hávöxnu eikunum og bækitrjánum skein sólin enn þá glatt. Honum fanst eins og hann lægi niðri á rayrknm *Sjávarbotni og sæi gegnum græn- leitt vatnið dagsljósið fyrir ofan sig, en því ætti hann aldrei framar að ná. Skógurinn 2

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.