Ísafold - 22.11.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.11.1916, Blaðsíða 3
ISA F O L D sæniandi starfsrnanni í almenn- ings þaríir. Þaðan gekk hann og frá óborguðum reikningi. Aug- lýsti sig í einu blaði þar (Fishing Trades Gazette) sem í'ulltrúi ís- lenzkrar verzlunar (offieial Trade Commissioner) og bað alla er við ísland vildu skifta að snúa '&éi til bans. En reikninginn, sem hljóðar upp á 10 pd. sterl. (= kr. 180.00) þóknaðist honum ekki að borga. Hefir M. Þ. verið víða leitað vegna reiknings þessa, en hanít fanst ekki. Svo var reikn- íngurinn hingað sendur. í Khöfn hefir M. Þ. hafst við síðan hann fór frá Bretlandi. Og hefir þar ekki gert sakir sínar að öllu betur. Maðurinn hefir siðan sýnilega í seinni tið ekkert hirt um starfa sinn, bara skoðað 4 þúsund krónurnar sem bitling, er hann þyrfti ekkert fyrir að láta. Skýrslur hefir hann engar sent stjórnarráðinu i alt sumar. Mán- uðina júní, júlí, ágúst og september. í október kemur loks skýrslu- mynd frá honum. Honum láist alveg að geta um t. d. allar ráð- stafanir Norðmanna, Svía og Dana um útflutningsbann og annað. Og voru þær ráðstafanir þó ekki ómerkilegar fyrir oss. Og beint tekið fram í erindisbréfi hans, að hann skyldi gefa stjórnarráðinu svo fljótt sem verða má slíkar skýrslur. Umboðssölu og verzlun má hann ekki hafa^samkvæmt erindisbréfi sínu. Eftir sjálfs hans skýrslu hefir hann i sumar verið að braska í síldarsölu í stórum stíl, og al- kunnugt er, að hann hefir síðan stjórnarráðið veitti honum styrk- inn, braskað þæði í síldarútveg og skipakaupum. Hafa hans því engin not orðið í starfi hans í al- mennings þágu. M. Þ. hefír þvi bœði margvíslega og verulega brotið erindisbréf sitt og á annan hátt hegðað sér ger- samlega ósamboðið stöðu sinni. Ef þingið vill hafa óhæfan mann í þessari^stöðu, þá er lík- legt að það^hlutíst til um, að M. Þ. fái aftur landsjóðsstyrkinn. En þess gerist varla þörf M. Þ. vegna, því að vænta má að B. Kr. hafi einhverja holu handa honum í Landsbankanum, ef M. Þ. vill. Reyndar ergM. Þ. ekki prestvigð- ur, en með skrifum ainum hinum síðustu hefir hann vafalaust í augum B. Kr. gert sig hæfan til starfa í Landsbankanum. Leiðrótting. í Lögréttu 27. þ. á. stendur, að eg hafifnáð kosningu »með stuðn- ingi1) foringja Heimastjórnarm.* hér í Strandasýslu og aíðar i sama blaði er sagt, að eg hafi orðið sjálfkjörinn, vegna þesa að eg hafi verið studdur af Guðjóni Guðlaugssyni. Þó eg reyndar ekki viti, hver er »foringi« Heima- stjórnarmanna hér í sýslu, þá þykir mér sennilegt, að á báðum stöðunum sé átt við Guðjón Guð- laugsson. Skeð getur, að einhver leggi trúnað á þetta, sem lítt er kunn- ugur, og þykír mér því réttara að leiðrétta þessi ummæli; ekki sízt vegna þess að ætla mætti af þeim annað tveggja, að eg væri *)¦ Leturbr. mín. að gerast Heimastjórnarmaður eða Guðjón Guðlaugsson að gerast Sjálfstæðismaður. — En hvort- tveggja mun vera iafnmikil fjar- stæða. Mér vitanlega er það alveg tilhæfulaust, að Guðjón Guðlaugs- son hafi verið stuðningsmaður minn. Enda heflr mér aldrei dottið í hug að fara fram á slíkt við hann. Þykir mér harla ótrú- legt, að hann hefði tekið í mál að styðja Sjálfstæðismann til kosninga. Hann hefir verið álit- inn of traustur flokksmaður til þess. Alt þetta býst eg við, að ritstjóri Lögréttu hafi vitað. Minsta kosti var honum innan handar að fá að vita um stuðningsmenn mina. Eg skil því ekkertí, hvað honura hefir gengið til að reyna að villa á mér flokksheimildir. Eg hélt, að »Landið« væri eitt um það að reyna að troðagóðum Sjálfstæðismönnum inn i Heima- stjórnarflokkinn. Eg veit, að Guðjón Guðlaugs- son mun að visu hafa ráðið Heimastjórnarflokknum frá þvi að hafa mann í kjöri hér á móti mér. Þó mun það als ekki hafa verið af því, að hann styddi mig, heldur af hinu, að hann bjóst við, að það myndi verða eintómt erfiðið og ekkert annað, úr því hann sjálfur var genginn frá. Vera má, að ritstjóri Lögréttu hafi þótt þetta miður og misskilið það. Ólíklegt er það ekki, ef einhver hæfa væri í því, sem eg nýlega hefi heyrt fleygt, að hann sjálfur hafi viljað gefa kost á sér hér. Vel má vera, að það só hviksaga, en gaman hefði mér þótt, ef sú hefði raun á orðið. Þá hefði mönnum gefist kostur á að sjá, hvernig Strandabúar tækj'u aðsendu þingmannsefni Heima- stjórnarmanna. Sannleikurinn mun vera sá, að þó gamli Sjálfstæðisflokkurinn sé nú klofinn, þá hygg eg, að þess klofnings gæti minna út um land. Minsta kosti veit eg, að svo er hér í sýslu. Því að þó suma okkar Strandamanna kunni að hafa greint eitthvað á um eftir- varann sáluga, þá munum vér, enn sem komið er, standa sem einn maður gagnvart Heimastjórn- aimönnum í þvi máli eða þeim málum, sem verið hafa stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins, síðan hann myndaðist. Eg vona, að þessar línur nægi til skýringar fyrir þá, sem ein- hvern trúnað hafa lagt á Lög- réttu í þessu efni. Að endingu skal eg taka það fram, af þvi eg muní ekki oftar að eiga í þvi að leiðrétta svona kórvillur, þó þær kynnu að sjást fyr eða síðar í blöðum eða bleðl- um, að þeir, sem framvegis reyna að bendla mig við Heimastjórnar- flokkinn, fara með vísvitandi ósannindi. Hólmavík, 2. nóv. 1916. Magnús Pétursson. ¦•••••. Manntjón. í fyrradag hvolfdi róðrarbáti undir Jökli, við lendingu íKefla- vík. Druknuðu 2 menn, Árni Jóna- tansson, kvæntur fjölskyldumað- ur, og Magnús Þórðarson, ungl- ingspiltur. Póstarnir okkar. Það má víst með sanni segja, að af öllum opinberum starfsmönnum þjóðfélagsins leggja engir, að lækn- um einkum í erfiðum héruðum und- anskildum, á sig meiri þrautir en póstarnir tíkkar rufa geit og gera. A öllum timum árs, víða á vondum og sumstaðar á hættulegum vegum, yfir vondar ár o. s. frv. fara þeir um iandið með dýrari flutning en nokkur aunar ferðamaður. Störf þeirra eru því í fylstum skilningi ttúnaðarstörf. En þau eru lika jafn- ftamt allan tíma ársins þreytustörf og helming hvers árs í viðbót, allan vetuiinn, þrautastötf. Flestir aðrir, er um landið fara, að fráskildum læknum einum, geta beðið byrjar ef vonterveður; póstar eru bundn- ir við áætlanir, og verða að haldi áfram nærri því hvcrnig sem er. Engir menn hafa því eins mikið að segja af harðneskju tslenzkrar veðráttu, af vondum vegum, hættulegum ám og vötnum og ýmsum öðrum tor- færum, eins og þeir. Það gæti sjálf- sagt orðið álitleg bók, ef safnað væri saman þrautasögum islenzku póst- anna á ferðum þeirra um landið, útilegum þeirra í byljum á fjöllum uppi, hrakförum í ám og vötnum o. s. frv. Sjálfsagt hafa ferðalög póstanna verið meiti erfiðleikum bundin á fyrri tímum, vega- og brúaleysistímunum en nti; en aft- ur á móti eru á þessum timum ferð irnar miklu tiðari, enda stundum lítið gagn veganna, að vetrinum, er land alt er huiið snjó. En þrátt fyrir erfiðleika þá og þrautir er staða þeirra hefir í för með sér hefir þó aldrei skort menn til þessa starfa; hafa jafnan fleiri boðið sig fram, falað en fengið hafa. Mætti nú ef til vill af þessu ráða að starf þetta hafi þótt girnilegt og glæsilegt, en hitt tel eg sönnu nær að það hafi verið greiðslan fyrir verkið í penin/rum, sem flestir hafa verið að gangast fyrir. Neí, eg held að hvað sem segja má um laun annara starfsmanna þjóðfélagsins, þá hafi laun póstanna aldrei haft hæð- ina sér til giidis; eg hef heldur aldrei heyrt nokkurn mann telja launin eftir þeim starfsmönnum; fólk veit lika og sér að þessir menn hafa störf á höndum, störf sem margir þekkja af eigin reynslu að eru lýjandi flestum öðrum störfum fremur. — Eg hygg, að því er mér er kunnugt, að laun pósta, kannske ekki allra, en ýmsra hafi verið svo lág, að til minkunnar hafi verið fyrir verk- veitandann, þjóðfélagið. Eg kalla það til minkunnar, er opinberir starfsmenn, er þýðingarmikil verk hafa að vinna, verða á ferðum sínum að liggja uppá öðram vegna þess hve laun þeirra eru numin við nögl. En það veit ~eg að póstar hafa þurft að gera. Eg þekki pósta, sem ár eftir ár hafa farið langar og erfiðar ferðir fyrir svo lág laun, að hefðu þeir ekki notið góðvildar og gestrisni á leið- inni, þá hefðu þeir eftir io—12 daga ferð ekki komið heim með eina krónu, öll launin farið i ferða- kostnað. Og eg veit ýms dæmi fleiri þessu lik, er eg hirði eigi að telja. Þjóðfélagið eða þeir, er næstir standa til sliks verða hér að gera bragar- bót; það þjóðarminkun að póstar landsins neyðist til, þótt óbeinlínis sé, að vera hálfgerðir beiningamenn. Og aldrei hefir verið fyllri né brýnni ástæða tilaðbæta kjör þeirra en ein- mitt nti. Það má áreiðanlega eiga það víst, að hætt verður framvegis viðast að taka á móti póstum, eins og þeir oft koma til reika í illviðrum, vaka um nætur yfir að þurka föt þeirra og fæða þá og fylgdarmenn þeirra í sólar- hring fyrir r — einakrónu; og það verður lika hætt við »ð róta í hun^r- aða hesía þe;rr.i frá 25 -30 pd. af töðu yfir sólarhringinn fyrir 50 au. - þessar upphæðir sj^lfsagt tvöfald- ast og kannske méira, og mun eng- inn þykjast of sæll af. En auk þessa hækka nú hestar mjög í verði, og alluf tilkostnaður víð e!di þeirra milli póstferða, og veiður það þá ein yiðbótarástæðan til að hækka launin. Þá bækknr og til mikilla muna verð á öllu er að reiðskap lítur, en til sliks eyða póstar tfls- verðu fé? Og loks þyiftu laun þei'ra að vera svo rííleg, að þeir gætu btiið sig vel til að mæta öll- um veðmm, fengið sér væn hlífðar- föt o. s. frv., og þyrftu aðalpóstar, er hafa 1—2 fyJgdarmenn, að hafa leyfi til að hafa sérstakan hest, er full borgun kæmi fyrir, til að flytja á fatnað sinn 0. fl. feiðalaginu við- komandi. Lengi var það siður, er pósistaða losnaði, að veita þeim hana, er lægst laun fór fram á; má um þá reglu eða ráðstöfun fleira en eitt segja. Núverandi póstmeistari, er hér ræð- ur mestu, mun hafa gert sér að reglo, að halda scm lengst i sömu menn, er þeir haft verið starfinu vaxr.ir, og heldur bæta lltilræði við þá en láta þá fara, og virðist það vel og rétt ráðið; endi hefir hiít komið iðulega í ljós, að þeir menn er buðu lægst og hreptu, fóru óð- ara fram á launa viðbót; undir- boðið að eins gert til að ná i stöð- una. Eg ætla svo að ljúka þessum iin- um með þessum tillögum: 1. Að póstum þeim, sera vel hafa reynst, sé haldið meðan þeir viJja vera og ern færir um það. 2. Að laun pósta verði höfð svo rífleg: a. að þeir geti haft sómasamleg vet kala; a afgangs öllum kostn- aði; b. að þeir geti borgað allan greiða á ferðum sinum soma- samlega, og svo að skaðlaust verði þeim, er hýsa þá; c. að þeir geti aflað sér og haft með sér á ferðum hæfilegan fatnað eftir þörfum og veðri. 3. Að þeim, sem lengi og vel hafa haft slík störf, verði á elliárum greidd nokkur eftirlaun. Eftir að línur þessar vorn ritaðar, hefi eg sannfrétt að póstar, sem hafa búskap og littð annað við að styðjast en póstlaunin, og þvi sótt um dyrtfðaruppbót, hafi fengið það svar, að slik uppbót næði ekki til þeirra. Um þetta er nú ekkert að segja, sé þeim ætluð viðbótarlaun tir annari átt; en eigi þeir hvorki von dýrtiðaruppbótar né viðbótar- launa úr annari átt, þá verða þessir menn harðara úti en aðrir starfs- menn þjóðfélagsins, og kemur þó dýrtíðin við fáa opinbera starfsmenn jafn óþyrmlega, eins og eg hefi lauslega drepið á. Hjarðarholti, i sept. 1916. Ól. Ólajsson. SfkjaYÍIar-annáll. Skipafregn. B o 111 i a muu haf* koraið til Kaupmannakafnar mánudags. kvöld. Til Leitfr kom skipið á mið- vikudaginn var og fór þaðan á laugar- ardag. G u 1 1 f 0 s s er nú loks farinn frá landiu. Fór frá Djiípavogi á mánu- dag. Goðafoss kom hingað í gærkvöldi um kl. 6. Flóra fór frá Færeyjurn í fyrra- dag, hingað á leið. Mjölnir, skip Kvöldúlfsfélagsins, kom á sunnudag frá Svíþjóð hlaðið sementi og trjáviði. I s 1 a n d fór í gær ^iestur og norður um land. B r a g i fer frá Santander í dag. Með honum koma nokkurar smálestir af sykri. Frakkneski ræðismaðurinn, sem hér var, hr. Alfred Blanche, hefir ekki farið suður til Höfðan/lendu, eins og til stóð, heldur er orðinn vara- konsúll Frakka í Esbjerg á Jótlandi." Skipsala. Fólagið Kveldúlfur hefir nýlegá selt flutningaskip sitt Mjölnir til Danmerkur. CroDafoss kom hingað frá Ameríku í gær um kl. 6. Meðal farþega voru: Carl Olsen, Hallgr. Benediktsson, Sigfús Blöndahl, Jóh. Olafsson, Arent Claessen, Jón Bergsveinsson, Jónatan Þorsteinsson, frú Guðrúa Jónasson, Sigurjón Póturs- son, Thor Jensen, Árni Benediksson, Einar Hjaltested, Símon Þórðarson, SlgríSur Markússon, Þorvarður Þor- varðsson, Pétur Þórðarson skipstjóri og nokkrir Vestur-íslendingar. Styrkveiting. Af vöxtunT af styfktarsjóði Frið- riks konungs VIII. fyrir árið 1915, hefir ráðherrann veitt Lystigaiðs- félagi Akureyrar 250 kr. styrk til trjáræktar og Kvenfélagi Svalbarðs- strandar 200 kt styrk til skógræktar. Veitt prestakall. Hinn 13. þ. m. skipaði ráðherr- ann settan prest i Helgafellspresta- kalli i Snæfellsnesprófastsdæmi, síra Ásmund Guðmundsson til þess að vera sóknarprest í téðu prestakalli frá næstkomandi fardögum að telja. Heiðursgjaíir. Af vöxtum af styrktarsjóði Kristjáns konuugs IX. fyrir árið 19I5, hefir ráðherrann veitt þeim Guðmundi Ólafssyni bónda á Lundum 1 Mýra- sýslu og Guðmundi Þorvarðssyni bónda i Litlu-Sandvík í Átnessýslu heiðurgjafir, 140 kr. hvorum, fyrir framtirskarandi dugnað í jarðabótum, Dyggingu °g öðru, er að biinaði lýtur. Hæstir gjaldendur á Akureyri eru þessir: Ásgeir Pétursson af 100,000 kr. Ragnar Ólafsson - 100,000 — Jóh. Þorsteinsson - 35,000 — Kaupf. Eyfirðinga - 35,000 — Ottö Tulinius - 28,000 — Clm Etavsteen - 25,000 — C. Hoepner - 25,000 — Snorri Jónsson - 25,000 — Björn Líndal - 15,000 — Sam. ísl. verzl. - 15,000 — Páll Einarsson - 11,000 — Sig. Sigurðsaon - 10,000 — Mannalát. Þ. 19. þ. mán. lézt í Norður- Vík í Mýrdal Þorsteinn hreppstjóri Jónsson, faðir Gunnlaugs læknia á Þingeyri, merkur maður, sem verður nánara minst síðar. Ennfremur eru nýlátnir eystra Klemenz bóndi Klememson aldrað- ur maður og Friðrik bóndi Vig- fússon í Rauðholti í Mýrdal — tuttugu barna faðir. »1— --------------

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.