Ísafold - 25.11.1916, Síða 1

Ísafold - 25.11.1916, Síða 1
Kemar út tviavar 1 vikn. Yerð irg. t, kr., erlendia V' kr. eða * dollar; borg- ist fjrrir miðjan júli erlendia fyrirfram. Lansaaala 5 a. eint. 1 »»*.»^.».i,rfi«1.«*^.«.»«lll»» «^' ísafoldarprentsmiðja RitstJÓrl: Ölafur BJÖrnsSDn. Taisimi nr. 455 Uppsögn (skrifl.) bundin við áramút, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi akuld- laus við blaðið. laus XLIII. árg. Reykjavik, laugardaginn 25. nóvember 1916. 90 . tölublað. ry t t tTixnxjrarrTv^rrjjrjj S.1 Klæðaverzlun N H. Andersen & Sön. Aðalsfr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. þar eru fötin saumnð flest þar eru fataefnin bezt. E CXZJ Ófriðar-annáll. 16. okt.—5. nóv. Kaupm.höfn, 5. nóv. Hér á Norðurlöndum hefir mönn- um orðið einna tíðræddast um við- skifti Norðmanna og Þjóðverja. Eins og fyr er um getið, létu Norðmeun það boð út ganga 13. okt., að þeir bönnuðu stranglega kafnökkvum að koma í landhelgi sína, nema ef skips- höfn væri í sjávarháska. Þótt bann þetta næði til allra þeirra ríkja er i ófriði eiga, tóku Þjóðverjar þetta undir eins til sín, þóíti banni þessu beint að sér. Var í blöðum þeirra svo að heyra, sem Noregur gerði bann þetta eftir vís- bendingu frá Bretum — og réttast væri nú að skoða Noreg sem ófull- veðja ríki, undir handarjaðri Bretans. Þeir góðu Norðmenn hlytu þó að vita það, að Þjóðverjar væru menn til þess og fyrir það gefnir, að borga fyrir sig í fullum mæli. Vitanlegt væri það, að Norðmenn hefðu selt skipastól sinn að miklu leyti á leigu, í flutninga fyrir herstjórn Samherja. Jafnframt þessu létu Bretar ánægju sína í ljós yfir gjörðum Norðmanna. Telja það vera hið rétta og sanna hlutleysi, að banna ölium kafuökkv- um í landhelgi sína. — En fari svo að oistopi og ráðr.ki Þjóðverja leiði til ófriðar milli landanna, þá sé þeim ekkert kærara, »v:rndurum smáþjóð- anna«, en styðja þá og styrkja eftir megni. Og í París létu blöðin einna ófrið- legast fyrir mánaðamótin. Þaðan bárust einlægar fréttir daglega, að gagnkröfur Þjóðverja til Norðmanna væru svo harðar, að ekki væri annað fyrir hendi, en friðrof milli land- anna. En það sanna er, að orðaskifti þeirra Norðmanna og Þjóðverja hafa ekki verið fyllilega auglýst almenn- ingi. Svar Þjóðverja upp á boðskapinn 13. okt. kom til Kristjaníu 21. s. m. Utn leið skýrir þýzka sendisveitin í Kristjaníu frá, að sá áburður Norð- manna á Þjóðverja sé eigi sanngjarn, að þeir geri sér það að reglu að óþörfu, að sökkva þeim skipum er þeir komast í tæri við, í stað þess að þeir eigi að fara með þau í höfn. Afstaða Þjóðverja á hafinu sé þannig, að þeir geti ekki rekið skip uorðan úr íshafi suður í þýzka höfn. — Norðmenn verði líka að taka tillit til þess, að Þjóðverjar heyi baráttu upp á líf og dauða, en fyrir Norð- V V. B. 'JJ J'% S Vartdaðar vörur. Ódtjrar vörur. Léreft bl. og 61*1. Kj6Iatau. Flauel, 8ilki, ull Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Cheviot. Alklæði. Cachemire. og bóm. Gardinutau. Fatatan. Prjónavörnr allsk. Regubápur. — Gólfteppi. Pappíp og Ritföng. Sólaleðup og Skósmíðavöpup. ^Jarzíunin cRjorn < úírisijansson. v mönnum sé ekki annað í húfi en lítil fúlga af ófriðargróðanum. Þótt mikilsháttar blöð Frakka og Breta hafi gert mikið úr ófriðar- hættunni, hafa Norðmeun tekið öllu sliku tali með ntestu stillingu. Þeir hafa haldið þvi fast fram, að gerðir þeirra hafi í engu farið lengra en Svía i júní i sutnar, er þeir bÖDn- uðu kafnökkvunum landhelgi sína. En þeir segjt um leið, að ekki sé gott að vita, hvort hamagangur Þjóð- verja sé sprottinn af því, að bann þetta gen þeim óleik í verunni, eða af því að þeir vilji koma í veg fyrir viðtækari bönn frá hendí Norðmanna, eða þá að þeir hreint og beint vilji ósátt á milli þeirra. Til þessa hafa þýzk blöð svarað, að bannið geri þeim engan óleik. En kala þann er þeir finni i boðskap Norðmanna gagnvart sér, geti þeir ekki samrýmt við algjört hlutleysi. En Norðmenn itreka að bannið sé alment frá þeirra hendi, og komi ekki Þjóðverjum við frekar en öðr- um. Um hin góðu og vinalega boð Breta, um alskonar hjálp ef til ófrið- ar kæmi, geta menn hugsað eftir vild. Þeir hafa nú 7 smáríkin undir vernd sinni, af þeim eitt óskaddað — Portugal, fjögur úr sögunni, og tvö — GrikklaDd, Rúmenía — laugt komin. Meðan á öllu þessu umtali steud- ur, halda Þjóðverjar óspart áfram að sökkva norskum skipum. í október söktu þeir einum 20. Vátryggingar- verð þeirra var um 16 miljónir króna. — Hafa Norðmenn þá mist um 102 miljónir króna í skipum frá ófriðar- byrjun og 149 manns týnt lifi. Fregnir frá Kristjaniu r. nóvbr. herma, að þá sé alment talið þar í landi, að öll ófriðarhætta sé urn garð gengm í þetta sinn, samkomulag muni svo langt komið við Þjóðverja. Slikri fregn er tekið mjög fagnandi um öll Norðurlönd, því svo er álitið alment, að stjórnir Norðurlanda hafi á samfundum sínum bundist þeim fastmælum, að þau tóti öll eitt yfir sig ganga. Rúmenía, Allmikið skurk hefir Mackensen gert þar upp á siðkastið, og þykir Samherjum sárt að sjá hvernig fer fyrir liðsmönnum sínum þar. Þann 17. okt. eru harðar ávitur í etiska blaðinu Daily Chronicle til Sam- heja fyrir það, hve seint þeir hafi fengið skilning á, að Miðveldin ætli sér að gera algerlega út af við Rú- meniu. A þann hátt geti þeir hald- ið öruggir opinni leið til Miklagarðs. í Rúmeniu séu og miklar birgðir at matvöru og olíu, er komi Miðveld- unum í góðar þarfir. Ástæðurnar fyrir framkomu Konstantins Grikkja- konungs liggi í þvi, að hann sjái af- drif Rúmeníu. — Telur blaðið fár- legt, hve aðgerðir Sarrails á Saloniki vigstöðinni séu daufar. Þ. 19. okt. hermir fregn frá Ber- lín, að þá séu Rúmenir hörfaðir al- gjörlega út úi Siebenbúrgen og inn fyrir eigin landamæri sín, og her- deildir Falkenhayns, er þar ræður Miðveldahernum, séu sumstaðar komnar alt að 12 km. inn i Rúmeniu. — í sama mund fréttist og þaðan, að Rússar væru farnir að vantreysta svo dug Rúmena, að þeir væru farn- ir að dytta að vigbúnaði við borgirn ar Kitw og Odessa á Suður-Rúss- landi. Um sama leyti skrifar ráðuneytis- forseti Ástraliu, Hughes, í ensk blöð um Rúmeníu. Heldur hann því fram að ef Samherjar geti frelsað Rúmen- íu nú, þá muni þeir geta geit útaf við Austurríki-Ungverjaland í vor. Komist þeir inn í Austurríki á ann- að borð, þá séu þeir komnir Þjóð- verjum i opna skjöldu, þar eð eng inn vígbúnaður sé milli þeirra landa. Víst sé um það, að nú sé Rúmenia orðin Samherjum þung byrði, í stað þess að hún átti að létta undir með þeim. Eflaust hafi verið ætlast til þess, að Rúmenir kæmu uorðan að Búlgaríu, jafnframt sem Sarrail kæmí sunnan að. En Rúmenir skildu ekki hiutverk sitt er til kom. Þeir skeyta lítið um Dobrudscha, en ráðast inn í Siebenburgen. Skilja mætti aðferð þá á þann hátt, að í Siebenbúrgen búa undirokaðir Rúmenir, og átti þnð að vera hugsjónin, sem bæri þá áfram í ófriðnum, að frelsa þessa landa síua undan útlendu oki. I þessum ófriði hafa slíkar bugsjónir mjög mikla þýðingu. Kröfurnar eru svo harðar, svo miskunnarlausar til einstaklinganna, að hver og einn þeirra þarf að eiga einhverja hugsjón, er hann vinnur fyrir, keppir að, ti' þess að hann betur geti gleymt hag sínum og afdrifum, en runnið saman við her- og þjóðarheildina. Nú eru tveir mánuðir síðan Rúm- enía lagði út í ófriðinn og er líklegt að fjórði hluti hersins sé þegar liðinn undir lok. Þ. 19. okt. byrjaði Mackensen stór- mikla árás i Dobrudscha. Þ. 23. vnnn hann bæinn Konstanza, og rétt á eftir bæiun Cernavoda. Er hann við Dónáibiúna miklu, sem er 17 km. á lengd, með öllum görðum og járnbrúm. Var brú sú einna mesta mannvitki, sem gert hefir verið. Stærstu seglskip gátu siglt undir hana. En Mackensen lét sprengja hana, er þangað kom. Er hann var búinn að ná þessum tveim bæjum, var eina járnbrautin frá Búkarest til Svartahafsins á hans valdi. Almennileg brú er heldur engin yfir Dóná norðar en við Cerna- voda. Nokkur hluti Rúmena-hersins fór yfir brúna, er þangað kom, en meiri hlutinn hörfaði norður eftir Dobrudscha. En það liggur í augum uppi, að aðstaða hersins þar er hin versta. Ailir aðflutningar til hans yfir Dóná hinir seinlegustu, og við- búið er, ef framrás Mackensens held- ur áfram, að hann geti þarna króað þá inni sunnanvið ána. Þ. 24. okt. barst sú fregn frá Ber- lín, að stjórnendur Rúmenlu hefðu ákveðið, að láta sér nú nægja vörn- ina eina, gera engar árásir að fyrra- bragði, fyr en Rússar séu komnir svo langt, að þeir séu búnir að vinna Kowel og Lemberg. Ferdinand konungur vill segja af sér stjórn hermála og innanríkismála — eða Samherjar vilja að svo verði. En vesalings drotniugin skrifar keisarafrúnni rússnesku og biður hana gera sitt til þess, að nauðsynleg hjálp komi til landsins. En hún fekk það svar frá keisarafrúnni, að hún gæfi sig ekki við hermálum — en vildi helzt að ófriðurinn tæki enda sem fyrst. Er í þetta óefni er komið fyrir Rúmenum, beinist hugur Samherja að Rússum, þeim standi næst að koma til hjálpar. Franski litstjórinn Hervé heimtar, að þeir sendi hálfa miljón manna stax, og láti Lemberg og Kowel eiga sig i bili. Þótt Asquith fullyrði i parlament- inu að allir séu reiðubúnir til þess að hjálpa þeim, þá gagna þær full- yrðingar lítið, á meðan Mackensen heidur óhindrað átram í Dobrudscha. Þ. 28. okt. er hann kominn á hálfa leið frá járnbrautinni Cernovada— Constanza og norður að Dóná. Eftir mánaðamótin er þó að sjá sem Rúmenía bafi fengið talsverða hjálp í Siebenburgen. Einkum eru það stórskotatæki og flngmenn, er þi vanhag.r um. En örðugra að koma liðinu i Dobrudscha til hjálpar, og er viðbúið að Mackeusen hafi rutt Dobruscha áður en langt um líður. Salonikiherinn altaf jafn linur. Serbar, sem þó hafa verið taldir skárstir af liðsmönnum Sarrails, hafa heldur látið undan siga nú upp á síðkastið. Fregnirnar þaðan tala mest um óhagstætt veður, og er slíkt aldrei góðs viti, ef vænst er eftir aðgerðum, svo um muni. Grikkland. Frá Grikklandi er ýmislegt frétt- næmt eins og fyrri daginn. Fyrst eftir að Venizelos kom til Saloniki, buldi heilmikið í honum. 1 ræðu er hann hélt fyrir lýðnum, hélt hann þvi fram, að konungurinn hefði að réttu lagi ekki vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á þjóðinni. Eftir ófrið yrði að kalla saman þjóðfund, til þess að koma i veg fyrir, að kon- ungsvaldið léki þjóðina oftar svo grátt. Póstsamband milli Aþenu og Sa- loniki hætti, og búist var við því að Venizelos myndi þá og þegar koma til Aþenu með her manns og taka algjörlega stjórnartaumana. Flokkur Grikkja i Ameríku sendi Venizelosi boðskap um hollustu sína °g fylgi gegn konungi. Þanö flokk skipa ein 300 þúsund manns. -— En þeir geta nú galað hátt í Ameríku, eins og kunnugt er. En eftir 20. okt. fer að hallast á aðra sveif. Konstantin er ákveðinn sem fyr, en Lombroe forsætisráðherra er hinn stimamjúkasti við Samherja, svo sendisveitir þeirra í Aþenu taka að semja við hann, og snúa um leið baki við Venizelosi: — Og kosning- arnarl Svo var ákveðið að þær ættu að fara fram 7. október, en þar er ókosið enn. Hér í sumar ætluðust Samherjar til, að við þær kosning- ar ætti þjóðiu að gera út um hvom megin hún væri. En nú skeyta þeir ekkert um þær. Ekkert er líklegra, en að þeii óttist, að fylgismaður þeirra bíði ósigur, þ. e. að meiri hluti þjóð- arinnar sé með konungi — þrátt fyrir allar sögurnar um fylgi Venizelosar, og um stjórnarbyltinguna, sem sagt var að gripi um sig um alt landið. Vist er, að Samherjar hafa ekki enn viðurkent stjórn Venizelosar, og því líklegt að þeir treysti hernum eins og áður. Þora ekki að gera hann að forsætisráðherra, þvi þá lík- Iegt að komi upp sú bylting og róst- ur, sem gætu orðið Sarrail erfiðar. Líklegast er því að Samherjar hugsi sér nú að basla með Lombroe, halda bara vel í tauminn með honum. Ekki er annað sjáanlegt af siðustu fregnum, en að sögurnar um fylgi. Venezelosar hafi verið mikið orðum auknar. En Samherjar hafa eftirlit með öllum fregnum, er úr landinu berast. Og enn heyrist frá Verdun. Þann 24. okt. geja Frakkar rögg á sig og hefja þar stórfelda árás á 7 km. löngu svæði. Komust þeir á skömmum tíma alt að 3 km. áfram og vinna þá í skorpunni Haudromont, Thiaumont, Donaumont; fjóraskóg- ana Chapitie, Fumin, Caillette, og Chenois og vigið Damloup. — Að því búnu hægja þeir á sér. StóSu þá eins að vígi eins og fyrir 5 mán- uðum. — En 1. nóv. vinna þeir Vaux-vígið, og eru þá búnir að ná aftur varnarkerfinu kringum Verdun, standa nú þar á sömu stöðvum og,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.