Ísafold - 25.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.11.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD þegar Verdun-bardaginn hófst í fe- briiar i vetur. Mönnum ógnar hversu árangurs- laust er barist. En að Frakkar unnu svo skjótlega mikið á, kom aðallega til af því, að þeir gátu undirbdið árísina, án þess að Þjóðverjar fengju njósnir af, og komu þeir þeim að óvörum. Franskir fiugmenn gátu hamlað Þjóðverjum að hafa njósnir úr lofti þar um slóðir. Þoka mikil þá dagana gerði Frökk- um auðveldara að búa sig, án þess Þjóðverjar vissu. Við Somme er alt í sama farinu. Vörn Þjóðverja fer heldur vaxandi, ef nokkuð er. í London ætlast menn til þess, að bardagar haldi nokk- urnveginn áfram í vetur, því nú séu Bretar vígbúnir. Hafa komið 6 milj- Anum manna á stað. Af þeim telja þeir 5 miljónir sjálfboðaliða. Og Flindenburg gamli hefir nýlega látið þá skoðun sína i ljós, að Þjóð- verjar gætu svo sem vel staðið í Samherjum þar á vesturvfgslóðinni ein 30 ár — ef þeir nentu að hamra á Þjóðverjum svo lengi. Kafnökkvar. Þjóðverjar halda áfram spellvirkj- um sínum, eins og fyr er sagt, og vænta menn þess jafnvel, að usli sá fari frekar i vöxt. Frá Ameriku hefir komið sú fregn, að allar skipasmiðj- ur Þýzkalands vinni nú að nökkva- gerð, svo þeir eigi á vori komandi fleiri nökkva en í ófriðarbyrjun. Þ. 31. okt. söktu þeir enska skip- inu Marina við strendur írlands, án þess að gefa skipshöfninni visbend- ingu. En á skipinu voru 17 Banda- ríkjamenn og týndust 6 af þeim. En það var loforð Þjóðverja við Wilson, að svo skyldu þeir eigi fara að við þegna hans. Varð nú uppi fótur og fit í Ameríku. Rannsókn var hafin um það hvernig atvikin báru að, og er henni ekki lokið. Sama dag, þ. 31. kom kafnökkv- inn U 53 heim til Þýzkalands fri ströndum Ameríku. 1. nóv. kom kafnökkvinn »Þýzka- Iand« til Ameríku annað sinn með fullfermi af litarefnum og lyfjavörum. Farmurinn var 750 smálestir. — Akveðið var sem fyr þar vestra, að fara skyldi með hann sem kaupfar, þar eð hann hafði enginn vopn með- ferðis. Foringinn, König, er sá sami og i fyrri ferðinni. Ætlar hann að taka gúmmí heim. Hefir hann sagt frá þvi þar, að U 33, sem gerði mestan uslann við Ameríkustrendur á dögunum, hafi átt að fylgja flutn- inganökkvanum Bremen, en ekki fundið hann er vestur kom, og því sökt skipum til þess að gera eitthvað. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanrikisstjórninni í London. London, ódagsett. Vikuskýrsla frá herstöðvum Breta. Frá Vesturvfgstöðvunum. Ákafar rigningar hafa enn hindrað liern- aðarframkvæmdir, en þó hefir oss orðið töluvert ágongt. Vér höfum sótt dálitið fram í áttina til Le Transloy i samráði við Frakka. Hefir sú framsókn mikið bætt aðstöðu vsra. Vinstra megin gerðum vér áhlaup i nánd við Warrencourt og unnum nokkuð á. Mjög þýðingarmikið er það, að vér höfum tekið skotgröf fyrir austan Guendecourt. Hafði fyrirliði nokkur komist að þvi, að fáir voru til varnar i þeírrí skotgröf. Var skyndiáhlaup gert áður bjart var orðið og engin stórskotahríð gerð á undan. Tókum vér skotgröfina og mistum aðeins örfáa menn. Vér náðum þar mörg- um vélbyssum og 30 föngum og hrundum öllum gagnáhlaupum. Óvinirnir mistu margt manna. Frakkar hafa sðtt töluvert fram á her- linunni hjá Somme og hafa handtekið margt manna. Hafa þeir sétt fram hægra megin við herlinu Breta, f áttina Le Transloy f nánd við Saillysailiesel og hafa tekið nær alf þorpið Sailliesel, að mestu umkringt Pierre Vaarl-skóginn og sótt enn lengra fram fyrir sunnan Somme. Þeir hafa ekki aðeins náð öllu Ablaincourt heldur einnig kirkjugarðinum, 500 metra þar fyrir austan. í sama áhlaupinu tóku þeir ennfremur þorpið Prissoir og náðu nýju svæði all- stóru, um 4 kilometra á lengd, fyrir norð- an Chaulnes. Hjá Verdun hafa Frakkar tekið þorpin Vaux og Damloup og styrkt mjög stöðvar þær, sem þeir hafa unnið nýlega. Frá I. júli til I. nóv. hafa Frakkar og Bretar handtekið samtals hjá Somme 71532 her- menn, 1449 fyrirliða og hafa tekið að her- fangi 130 stórar fallbyssur, 173 iitlar fall- byssur, 215 sprengjuvarpara og '981 vél- byssu. Frá ðaloniki. Bretar hafa unnið nokkuð á á herlfnu sinni hjá Struma. Á Monastir-línunni hefir gagnáhlaupum Búlgara verið algjör- lega hrundið af Serbum. Frá Austur-Afríku. Leifar óvinahersins halda til í Rufigi- dalnum og »deltu< þeirri, sem áin myndar, Er það ákaflega óheifnæmur og óvistlegur staður og lítur út fyrir að þeir vilji ógjarn- an, eða geti ekki komist þaðan, annaðhvort af ótta fyrir þvi að þeir muni eigi breyta til batnaðar f héraðinu hjá Nahengenlauga, eða þá skortir flutningatæki, þar sem flestir burðarmennirnir hafa strokið. Töiuvert lið, sem hefir aðalstöð i Nahenge reynir að halda höndum saman við her þann, sem Belgar hröktu frá Tabora. Milli þessara herja hefir lið Northley’s hershöfðingja sótt fram. Áköf orusta hefir staðið frá 22. okt. Hjá Iringu höfum vér haldið stöðvum vorum, höfum mist dálítið lið en unnið óvinunum mikið tjón. Þar fyrir suð-austan unnum vér ágætan sigur, tókum stöðvar óvinanna, handtðkum 82 menn og unnum óvinunum mjög mikið tjón. London, ódagsett. Vikuskýrsla frá herstöðvum Breta. Frá vesturvígstöðvunum. Þar gerðu Bretar eina hina sigursælustu árás, sem gerð hefir verið, síðan sóknin hófst hjá Somrne. — Var það að morgni hins 13. nóvember, og var áhlaupið gert bæði fyrir norðan og sunnan Ancre. í dimmviðri og þrátt fyrir illan veg, tók- um ,vér með áhlaupi hinar ramgerðustu stöðvar Þjóðverja á næstum fimm milna löngu svæði. Sunnan við Ancre tókum vér i fyrsta áhlaupi þorpið St. Pierredivon, sem var ramlega víggírt. Sóttum vér og talsvert lengra fram og náðum þýðingar- miklum stöðvum milli Schwaben-vígisins og árinnar. Norðan við Ancre sóttu Bret- ar jafnlangt fram, sumsstaðar alt að því eina milu. Beaumont Hamel, sem Þjóðverjar höfðu álitið óvinnandi, var tekið eftir grimmilega orustu, og rétt á eftir var hið viggirta þorp Beaumont norðan árinnar einnig tekið. Norðar sóttum vér einnig fram, nema gegnt Serre. Þar veittu Þjóðverjar hið örðugasta viðnám. Menn geta gert sér í hugarlund, hvað áhlaupið muni hafa verið grimmilegt á þvi, að vér handtókum nær 6000 menn. Mann- tjón Þjððverja var auðvitað mikíð, en manntjðn vort var ekki mikið, þegar tillit er tekið tii þess, hvað vér unnum mikið á. Stöðvar þær, er vér tókum, voru nokkur hluti af hinum upphaflegu varnarstöðvum Þjóðverja, sem þeir hafa verið að styrkja f tvö ár og hafa gert enn traustari siðan sóknin var hafin hjá Somme. Vér náðum einnig góðum sigri austan við Butte Walien- court. Bæði fyrir norðan og sunnan Ancre hafa Frakkar staðist gagnáhlaup Þjóðverja af mikilli hreysti. Höfðu Þjóðverjar þó mikið lið og sóttu á sem fastast. Þjóðverjum tókst að eins að ná fðtfestu í skotgröfum, sem Frakkar höfðu nýlega tekið í St. Pierre Vaast skógi og hjá Pressoire. Annarsstaðar var hvert áhlaupið á fætur öðru brotið á bak aftur með stórskotahrið og vélbyssu- mótorar. ííversvogna er þessi mótortegnnd viðsvegar nm heim þ. á. m. einnig i Ame- riku, álitin standa öllnm öðrnm framarr Vegna þosS að verksmiðja só er smiðar þessa mótora hefir 20 ára reynslu í mótorsmíði og framleiðir einnngis fyrsta flokks vélar. Hefir eingöngn þaul- vana verkamenn. Verksmiðian býr til allskonar mótora fyrir háta og afl- stöðvar og hverja aðra notknn sem er. Ennfremnr hráolíumótora og flyt- janlega mótora með 3 til 320 hestöflnm. BOLINDEB’S mótorar eru ódýraeta, einfaldasta og ábyggilegasta aflsnppspretta sem til er. Verksmiðjan framleiðir einnig mótorspil og mótordælnr. BOLINDER’S verksmiðjnrnar i Stockholm og Kalibali, ern stærstn verksmiðjnrnar á NorðDriöndum í sinni röð. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er gólffiötnr þeirrar deildar, er eingöngn framleiðir bátamótora 100.000 □ fet. Árleg framleiðsla 60.C00 hestöfl. Yfir 10.000 BOLINDER’S mótorar með samtals 350.000 hestöflnm ern nú notaðir um allan heim, i ýmsnm löndnm, allsstaðar með góðnm árangri. Yfir 3000 fiskiskip nota nú BO- LINDER’S mótora. Stærsti skipsmótor smíðaður af BOLINDER’S verk- smiðjnnni hefir 1.500 hestöfl. 20 hestafla mótor eyðir að eins ca. 260 grömmnm af hráolíu á kl.stund pr. hestafi. Með hverjnm mótor fylgir nokknð af varahlntnœ, og skýringar nm nppsetningn og hirðingn. Fengn G-rand Prix i Wien 1873 og sömn viðnrkenningn í Paris 1900. Ennfremnr hæðstn verðlann, heiðurspening úr gnlli, á Atþjóðamótorsýn- ingnnni í Khöfn 1912. BOLINDER’S mótorar hafa alls fengið 5 Grand Prix, 140 Heiðnrspeninga og 106 Heiðnrsdiplómnr, sem mnnn vera fleiri viðurkenningar en nokkur önnur verksmiðja á Norðnrlöndum i sömu grein nefir hiotið. Dan faghlöð sem um allsn heim eru i mestn áliti mótorfræðinga meðal, hafa öll lokið miklu lofsorði á BOLINDER’S vélar. Til sýnis hér á staðnum eru m. a. nmmæli: The Motor Boat, The Motor World, The Shipping Wurld, Shipping Gazette, The Yachtsman, The Engineer, The Marine Engineer & Naval Architect. Ank þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notað hefir BOLINDER’S vélar í Bkip sín, hrósað þeim mjög. Einn eigandi BOLINDER’S mótors skrifar verksmiðjunni: >Eg er harðinægðnr með vélina. Hefi latið hana ganga 4 þúsnnd milnr i mis- jöfnn veðri, án þess nokkrn sinni að taka hana i snndnr eða hreinsa hana<. Fjöldi annara meðmæla frá vel þektnm útgerðarmönnum og félögnm er nota BOLINDER’S vélar, ern til sýnis. Deir bér á landi sem þekkja BOLINDER’S mótora eru sannfærðir nm að það sé i beztn og hentugustn mótorar sem hingað hafa fluzt. BO- LINDER’S mótora er hægt að afgreiða með mjög stnttnm fyrirvara, og flestar tegundir alveg nm hæl. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmálar. Allar npplýsingar viðvikjandi mótorum þessnm gefnr G. EIRÍKSS, Reykjavík. Einkasali á íslandi fyrir J & C. G. Bolinder’s Mekaniska Verkstads A/B Stockholm. Útibú og skrifstofur I New York, London, Berlin, Wien, St. Petersburg, Kristjanin, Helsingfors, Kanpmannahöfn etc. etc. hrið. Manntjón óvinanna var án efa mjög mikið. Frá Saloniki-vígstöðvunum. Prentnemi Bæði hjá hlykknum, sem verður á Cerna- ánni og sunnan við Monastir hafa Serbar, Frakkar og Rússar háð miklar orustur og U"n- ið talsvert á. Serbar komust á snið við óvini sfna og náðu stað, sem er tæpar tólf milur austan við Monastir. Frakkar og Rússar hafa hrakið óvinina frá aðalvarnar- stöðvunum hjá Kessali og hrakið þá til varnarstöðvanna hjá Bistriza, sem eru 3 eða 4 mílur fyrir sunnan Monastir. Siðan 10. növ. hafa rúmlega 3000 menn verið handteknir. Og geta komist að nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu ísafoldar. c2qzí aé auglýsa Tvö blöð koma út af fsa- fold í dag, nr. 90 og 91. í cJsafoló. Samvizkubit. 21 22 Samvizkubit. Samvizkuhit. 23 24 Samvizkubit. mikli og unaðsfagri, er áður hafði veitt honum ljúfasta hugsvölun, var í kvöld svo óviðfeldinn, svo fráfælandi, svo kaldurl Lífið lá fram undan honum, harðlynt, fullt af mótsögnum og tvöfeldni, og honum virtist náttúran sjálf líta svo aumkunarlega út í hinu meðvitundarlausa og ófrjálsa svefn- lifi sínu. Hér var Hka háð hin grimmasta barátta fyrir tilverunni, reyndar ekki með blóðsúthellingum, en þó jafn viðbjóðsleg og úti í hinu vakandi lífi. Hann sá, hversu smáeikurnar höfðu þanið sig út og teygt hrammana í allar áttir, til þess að kyrkja nýgræðings bækiplönturnar, svo að þær gætu aldrei orðið annað en plöntur, og af þúsuud bækitrjám var að eins eitt, sem gat teygt sig upp i ljósið og fyrir það öðlast risa- vöxt, sem það svo notaði til þess að ræna önnur tré lífinu. Og eikin, sem einskis sveifst, sem teygði út hrammana, kræklótta og skorpna, eins og hún vildi ná í alt sólskinið handa sjálfri sér, hún hafðifundið upp neðanjarðar baráttuna. Hún sendi út hinar feikilöngu rætur sínar í allar áttir, gróf jörðina sundur með þeim, át upp hverja minstu næringarvitund frá hinum, og þegar hún gat ekki skygt andstæðinga sína til bana, þá drap hún þá úr hungri. Greniskóg nn hafði eikin þegar drepið, en bækið kom nú til að hefna hans, hægt en örugt, því að hinir megnu safar þess drepa alt, þar sem það kemst til valda. Það hafði fundið upp eitrunaraðferðina; og það var ómótstæðilegt, því að engin jurtategund gat vaxið í skugga þess, heldur var grund- in í kringum það svört eins og gröfin, og því átti það framtíð fyrir sér. Hann ráfaði og ráfaði, áfram, áfram. Hann hjó með sverðinu í kringum sig, án þess að gefa því nokkurn gaum, hve margra lítt vaxinna eika lífsvonir hann gereyddi, hve marga stýfða örkvisa hann skildi eftir. Hann hugsaði varla nokkurn hlut framar, því að það var eins og öll sálarstarfsemi hans væri komin ofan í mortél og orðin að mauki. Hugsanir reyndu að greina sig frá maukinu og taka ákveðna mynd, en bráðnuðu óðara og sameinuðust því aftur, endurminningar, vonir, sársauki, viðkvæmar tilfinningar og geipilegt hatur til alls rang- lætis, sem fyrir óskiljanleg náttúruöfl hafði orðið stjórnandi heimsins, bráðnaði alt sam- an i heila hans, eins og fyrir eldi innan að, svo heitum, að hann hefði á svipstundu breytt öllum föstum efnum í fljótandi lög. Hann hrökk snögglega við og nam alt í einu staðar, eins og hann hefði rekið sig á kleit, því að frá Marlotte komu hljóðöldur veltandi yfir vellina og margfölduðust í veggjum úlfagjárinnar. Það var trumban. Fyrst löng ru»a trrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrom I Og — svo högg eftir högg, þung, daufhljóða, eitt og tvö, eins og verið væri að negla aftur lík- kistu, varlega mjög, til þess að trufla ekki syrgjandi ástvini. Trrrrom — trrroml — Trom — trroml Hann tók upp úrið. Vantar fimtán minútur í sjöl Að stundar- fjórðungi liðnum átti það að gerast I Hann vildi fara heim og sjá það I Nei, hann sem hafði einmitt flúið 1 Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun sjá það. Og svo kleif hann upp f tré. Nú sá hann borgina, svo bjarta, svo glaða, með litlu trjágarðana sína, og kirkju- turninn, sem gnæfði yfir húsaþökin. Ann- að sá hann ekki. Hann hélt á úrinu í hendinr.i og starði á sekúnduvísinn. Pikk, pikk, pikk, pikkl Vísirinn tifaði í hring á.litlu skífunni, svo ört, svoört! Enlangi mínútuvísirinn, hann mjakaði sér ofurliðið áfram þegar hinn litli hafði farið hringinn, og stundavísirinn virtist honum standa kyrr, en hann færðist nú samt, þótt hægt færi. Nú vantaði klukkuna fimm mínútur í sjö. Hann greip föstu, vel föstu taki um bækigreinina, slétta og svarta; úrið titraði i hendinni, slagæðarnar hömruðu í gagn- augunum, og hann fannn til brennandi hita í hársrótunum. Krass I heyrðist, alveg eins og þegar viðargrein brestur, og upp undan svörtu helluþaki og hvítu eplatré gaus blár reykur yfir borgina, bláhvítur eins og vor- móða, en upp úr móðunni skaut hring, tveim hringum, mörgum hringum upp í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.