Ísafold - 25.11.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.11.1916, Blaðsíða 1
í Kemur út tvisvar { viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7% kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD ísafoldarprcntsmiðja. Ritstjóri: Dlafur BjörnssDn. Talsimi nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. nóvember 1916 Uppsögn (skrifl. bundln við áramót, er ógild nema kom- In só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus vlS blaðið. 91. tölublað Viljirðu eiga »Bll« þá hlýddu eDlistilvisan Jjinni. hún segir »þú skalt kaupa* FORD TOURING CAR og neitaDu ekki sjálfum þór um þann hag og ánægju sem það gétur veitt þór. Timinn er peningar, og Ford Touring Car eykur verðgildi tima og peninga. Ford bilar eru ódýrastir allra bila, lóttir ab stjórna og aubveldastir i viðhaldi. Ford bilar eru beztu fólks- og flutnings- tæki sem homib hafa til landsins, og fást aÓ eins hjá undirritubum, sem einnig selur hin heimstrægu DUNLOP DEK.K. og SL0NGUR» fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. AiþýOufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—0 BorgarstjóraskrifBt. opin dagl. 10-12 og 1—8 Beojarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B Bæjargjaldkerinn Laufásv. B kl. 10—12 og 1—B tglandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 aiðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. tíandakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum ’Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10-3. Bankastj. 10-12. Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnabartólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhir'óir 10—2 og B—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 'Landsslminn opinn dagiangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. « íListasafnib opib sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2 Náttúrugripasafnib opib 1*/«—2l/« á aunnuu. Fósthúsi?) opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands kl. 1—5. iBtjómarrábsskrifatofurnar opnar 10—4 dagl. Talflimi Reyk,iavikur Pósth.8 opinn 8—12. VífilstabahæliB. Heimsóknartimi 12—1 frióbmeniasafniB opih sd., þrd. og fid. 12-2. Laun embættis- og sýslunarmanna nú. Hagstofan hefir gefið út í 6. blaði Hagtíðinda skýrslu um smá sóluverð flestra nauðsynjavara i Rvík, eins og það var í júlí 1914 fyrir styrjöldina og eins og það var í október i haust. Hefir Hag- stofan komist að þeirri niður- stöðu, að verðið hafi hækkað að meðaltali um 70% síðan í júlí 1914. Þó hefir sumt hækkað síð- an Hagstofan gerði útreikning sinn, t. d. miólk. Alkunnugt er, að ýmsar vörur hafa stórum hækk- að, sem Hagstofan telur ekki, svo sem allskonar vefnaðarvörur og skófatnaður. Mun mega gera ráð fyrir þvi, að reikningur Hagstof- unnar muni sanni nærri, þannig að hækkunin nemi 70% að með- altali. Ef nú spurt er um, hvers virði séu laun, sem voruborguð út í júlí 1914 eftir gangverði peninga nú, verður útkoman þessi: í júli 1914 jafngilda i okt. 1916 500 kr. — kr. 294,12 1000 — — — 588,24 1500 — — — 882,36 2000 — — — 1176,47 2500 — — — 1470,59 3000 — — — 1764,72 3500 — — — 2058,81 4000 — — — 2352,94 4500 — — —- 2647,06 5000 — — — 2941,20 5500 — — — 3235,32 6000 — — — 3529,44 6500 — — — 3823,56 Hið öfiuga og alþekta brunabótafélag W0LGA (Stofnað 1871) tekur aO sér allsk. brunatryggingar. Aðalumboðsm. fyrir Island Halldór Eiríbsson, bðbari Eimskipafélagsins. Umboðsmenn óskast. 7000 — — — 4117,68 7500 — — — 4411,70 8000 — ■ — — 4705,82 8500 — — — 4999,94 9000 — — — 5294,06 9500 — — — 5588,18 10000 — — — 5882,30 o. s. frv. hærra útlendu vöruna, sem hann kaupir, en hann fær það uppborið með hærra verði á vörum þeim, sem hann framleiðir. Og auk þess leggur sveitabóndinn mikið af vöru í bú sitt, er hann fram- leiðir sjálfur, t. d. mjólkurmatinn, og honum verður eigi jafn þung- bært gjald að, eins og mannin- um, sem kaupa þarf þá vöru markað8verði. Mælt er, að embættismenn hér og sýslunar muni ætla að reyna að snúa sér til þingsins með þetta málefni og reyna að fá dýrtíðar- uppbót. Er ólíklegt, að þingið geti með nokkru móti skelt skolla- eyrum við kröfum, sem virðast jafn réttmætar og sjálfsagðar. Baldur. JTlumð að vátryggja eigur yðar gegn eldi Iögjöld hvergi lægri en hjá cKfie cíiriíisR ^Dominions Sanoraí cSnsuranca @o. JSonéon. Aðalumboðsmaður Talsími 281. Garðar Gísfason. Ny bók: Kirkjan og ódauðleika-sannanirnar. Fyrirlestrar og prédikanir eftir Harald Níelsson, prófessor í guðfræði. Með öðrum orðum: Sá, sem hefir t. d. 6000 kr. árslaun, er ekki betur settur með það en kr. 3529.44 í júlí 1914. Sá, sem hefir 3000 kr., er líkt settur nú og ef hann hefði haft kr. 1764.72 aura í júlí 1914 o. s. frv. Ef dæminu er snúið við þann- ig að spurt er, hversu mikið mað- ur ætti n ú að hafa til þess að vera jafn vel settur juú og hann var í júlí 1914 með tekjur sínar, verður útkoman þessi: Sá 8em hafði 1914 þyrfti að hafa 500 kr. 850 kr. 1000 — 1700 — 1500 — 2550 — 2000 — 3400 — 2500 — 4250 — 3000 — 5100 — 3500 — 5950 — 4000 — 6800 — 4500 — 7650 — 5000 — 8500 — 5500 — 9350 — 6000 — 10200 — 6500 — 11050 — 7000 — 11900 - 7500 — 12750 — 8000 — 13600 — V 8500 — 14450 — 9000 — 15300 — 9500 — 16150 — 10000 — 17000 — 0. s. frv. Nú er það alkunnugt og viður- kent af Alþingi 1913, sem að visu feldi launalagafrumvarp stjórnar- innar þá, að launakjör embættis- manna fyrir stríðið hafi verið óviðunandi. Þingið 1913 veitti sem sé ýmsum persónulegar launa- viðbætur, enda þótt það vildi ekki samþykkja frumvörp stjórnarinn- ar, og játaði þar með, að launin væru þá of lág. En hvað er nú? Nú er orðið 70% dýrara að lifa en þá var, og hvernig eiga starfsmenn lands- sjóðs nú að fleyta sér og sínum fram á launum sínum ? Þeir græða þó ekkert á hærra verði á innlendum afurðum eða hærri verkalaunum. Þetta hvorttveggja, og þó sérstaklega verðhækkun ís- lenzkra afurða, einkum kjöts og mjolkur, hlýtur að koma niður á þeim. Sjávar- og sveitabóndi þarf auðvitað líka að borga nú „FÉílaiásvibar Ritdómur og svör. 1 síðasta hefti danska tímarits- ins »Tilskueren« hefir docent Hol- ger Wiehe ritað allítarlega um bók Einars Hjörleifssonar Kvaran »Sálin vaknar« og lokið á hana maklegu lofsorði, og munu tekin upp í ísafold síðar helztu atriðin úr ritdómnum um sjálfa bókina. En í upphafl ritdómsins minnist hr. Holger Wiehe á islenzku skáld- in erlendis á þann hátt, að bæði Gunnar Gunnarsson og Jóhann Sigurjónsson hafa andmælt mjög eindregið í sama timaritinu á eftir ritdómi H. W. Það sem Wiehe segir um ís- lenzku skáldin erlendis er þetta: Ummæli Wiehe. »Nokkrir ungir fslendingar hafa upp á síðkastið vakið á sér at- hygli með skáldsögum og leikrit- um, sem þeir hafa skrifað á dönsku. Og ekki verður fyrir það synjað að bækur eins og »Gestur ein- eygði« og »Fjalla-Eyvindur« eiga sinn hróður skilinn. Frá listar- sjónarmiði er mikið í þær spunnið. Samt sem áður eru skiftar skoð- anir um það meðal manna hér á íslandi, hvort þessi skálda-útflutn- ingur sé ánægjuefui. Sumir líta svo á, að það sé eingöngu sómi íslandi, að íslenzk skáld geti sér orðstír erlendis, aðrir skoða þá föðurlandssvikará (Fædrelands- svigtere), enda þótt þeir oftast þýði bækur sínar á íslenzku eftir á. Lakara er það, sem einkum er þó gefið Gunnari Gunnarssyni að sök, að þau (skáldin) hafi gleymt ástandinu heima fyrir og láti eigi sjaldan frá sér skakkar lýsingar á því. í þessu er nokkuð til. Minsta kosti er sumt skrítið i »Ormari örlygssyni* og »Dönsku frúnni á Hofi«, og furðulegt að danskir ritdómarar skuli eigi hafa rekið augun í það. Einkum á þetta við um lýsinguna á Katli presti. Efnisyfirlit: 1. Um svipi lifandi manna. (Fyrirlestur fluttur í Reykjavík (3. april 1914) og víðar). 2. Kraftaverkin fyr og nú. (Fyrirlestur fluttur i Frikirkjunni 13. marz 1915). 3. Áhrif sálarrannsóknanna á hinar kristilegu trúarhugmyndir. (Fyrirlestur fluttur í Hólakirkju 11. júli 1915). 4. Kirkjan og ódauðleikasannanirnar. (Fyrirlestur fluttur i Reykjavik 2. og 5. april 1916). 5. AuSgaOir af fátækt hana. (Prédikun flutt í Fríkirkjunni jóladag 1915). 6. Páskagleðin. (Prédikun flutt í Reykjavikurdómkirkju páskadag 1909). 7. Vottar. (Prédikun flutt í Fríkirkjunni hvítasunnudag 1915). Verð kr. 2.40. — Fæst hjá bóksölum um land alt. — Hvernig fer nokkur danskur lesandi að láta sér detta í hug að það sé sönn lýsing á íslenzk- um högum eða íslenzku skapferli ? Ketill mundi talin sálfræðileg fjar- stæða hvar sem væri í veröld- inni. En nóg um þetta. Það er ekki ósk mín að draga úr skáld- hróðri Gunnars Gunnarssonar, heldur vil eg að eins vara landa mina við því að skoða hann áreið- anlegan hlutsœis höfund (realistisJc Skildrer), hann er of rómantiskt skáld til þess.« Svar Gunnars Gunnarssonar. Gálginn? — eða geðveikrahæl- ið? Ur því er það, sem þarf að skera! A hvorum staðnum á eg heima að réttu lagi? Sem land- ráðamaður vafalaust á fyrri staðn- um, en sem sekur um að hafa búið til »sálfræðilegar fjarstæður* sennilega helzt á síðari staðnum. Eg viðhef orðið landráðamaður. I hinni — raunar nokkuð sögu- burðarlegu — frásögn um orð og álit sumra manna á íslandi, sem herra docent Wiehe hefir álitið tímabært að leggja fram fyriral- menning, notar hann hið dálítið linara orðatiltæki: »Fædrelands- svigter«, þ. e. bókstafleg útlegg- ing íslenzka orðsins: föðurlands- svikari, sem þýðir sama ogland- ráðamaður. Sakargiftin sú er hörð. Skyldi nú vera nokkurt sann- gjarnt samhæfl milli sakar og sakargiftar? Eg hefl leyft mér að rita og senda frá mér nokkurrar bækur á danska tungu. Hefði það eigi mátt nægja, að kalla það »mikið gáleysD? Nei! Við höfum orð hr. Wiehe docents fyrir því, að til sé fólk, er telji það iandráð! Það er bezt eg snúi mér dálítið að ástæðunni til þess, að eg hefi gert mig sekan um þenna glæp: Fyrsta rit mitt á dönsku — áður voru komnar út nokkurar smá- sögur á íslenzku — var sent sam- tímis dönsku og íslenzku forlagh Danska forlagið tók þegar bók- ina til útgáfu, en á íslandi gekk hún milli bókaútgefendanna. Hér (í Danm.) kom hún út 1912, heima 1915. Og frá íslenzka utgefand- anum fekk eg 150 kr. ritlaun. Heimanað hefi eg fengið 500 eða í hæsta lagi 600 krónur fyrirrit- störf min. Það verða nálægt 100 krónur á ári — og mun víst mega telja það, einkum á ófriðartímum, naumt til viðurværis. Hingað til hefir mér ekki tekist að lifa af engu — þó skollið hafi nærri. Eg hefði að vísu getað haldið ruddu þjóðbrautina — þ. e. fyrir mitt leyti: gerzt vinnumaður heima hjá föður mínum og siðan með tímanum tekið við jörðinni. Þá hefði eg aldrei orðið skáld. Eg er ekki til þess hæfur að vera skáld — »í hjáverkum*. En skáld vildi eg verða. Þess vegna framdi eg glæpinn: kendi mér sjálfur með margra ára ströngu striti dönsku, svo að eg varð nokkurn veginn fær í málinu. Og fór síð- an að rita og gefa út bækur mín- ar á dönsku. Hefndin hefir ekki látið á sér standa. Við níig er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.