Ísafold - 02.12.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.12.1916, Blaðsíða 1
3 Kemnr út tvisvar í viku. Veiðarg. fi kr., erlemlis 7% kr. eða 2 dollarjborg- ist t'yrir miðjnii júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. ire. Reykiavík, laugaidagina 2. desember 1916. Uppsögn (skrifl, bundin við áramót, er óglld nema kom- ln só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus vlð blaSiS. 93. tölublað Viljirðu eiga *Bll« þá hlýddu ehlÍRtilyisan þinni. hún segir »þú skalt kaupa* FORD TOURING CAR og neitacJu ekki sjálfum þér um þann hag og ánœgju sem það getur veitt þér. Timinn er peningar, og Ford Touring Car eykur verðgildi tíma og peninga. Ford bílar -eru^ ódýrastir allra bila, léttir a7) stjórna og auðveldastir i viðhaldi. Ford bilar eru beztu fólks- og flutnings- tæki sem komiD hafa til landsins, og fást aó eins hjá undírrituðum, sem einnig selur hin heimsfrægu DUNDOP DEKK og SL0NGUR. fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, .Alþýðufél bókadaín Templaias. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraakrifst. opin da^l. 10 -12 og 1 - 8 Bæiarfófeetaskrifstofan opin v. d. 10—12og 1—B Bœjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 10—12 og 1—B Jlilandsbanki opinn 10—4. 8L.F.U.M. Lestrar-og akrifstofa 8árd.—lOsíW. Alm. fundir fid. og sd. &*/* siBd. jCj*udakot8kírkja. GuBsþj. 9 og 6 á helgun .Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. iLandsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8 LandsbúnaBaríólagsskrifstofan opin frá 12—2 íLandsfóhirBir 10—2 og B—6. 'LandsskialasafniB hvern virkan dag kl. 12—2 Laadssiminn opinn daglangt (8—0) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. IListasafniB opiT) ed., þrd. og fimtud. kl. 12—2 NittúrugripasafniB opiö l1/*—2*/a á «unnaó, PósthúsiB optf) virka d. 9—7, sunnud. 9—1. íamábyrgó Islands kl. 1- B. StjórnarráBsflkrifatofarnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavlkur Pósth.3 opinn 8—12. Vlfilstaóahælih. Heimsóknartími 12—1 J*;óBmenjasafníB opió sd., þrd. og fid. 12—2. [iiiirnimjunxramrinn Klæðaverzlun \ H. Andersen & Sön.fi Aðalstr. 16. u Stofnsett 1888.. Slmi 32. 2 ---------P þar eru fötin saumuð flest þar eru fataefnin bezt. H Stjórximálahoríur. .Arinan mánudag á aukaþing að koma saman. Áður hefir verið bent á það hér í blaðinu, hver eigi að verða aðal hlutverh þess. Fyrst og fremst verður þingið að ráða fram úr samgönguvand- ræðum þeim, sem nú eru fyrir dyrum. í öðru lagi liggur fyrir auka- þinginu að kynna sér brezka sam- komulagið, \og Uklega fleiri slík mdl er svo mikið og misvit- urt hefir verið um ritað og rætt. En'durnýjun á því hefir verið fyrirhuguð um nýárið, og þarf þá þingið að vera búið að átta sig á, hvernig hyggilegast sé að haga sér í því mikla vanda- máli. Enn má búast við, að aukaþing- ið fái þriðja vandamálið að fjalla um, þar sem eru launakjör em- bœttis og syslunaruanna landssjóðs, sem vitanlega eru með öilu óvið- unandi, einkum í þessari aískap- legu dýrtíð. Umleitanir um bætt kjör munu væntanleg frá flestum, ef ekki öllum starfsmönnum lands- ins, og er óhugsandi, að þingið geti skelt við þeim skolleyrunum. Og loks ber enn að nefna fjórða vandamálið, er kemur til kasta þingsins, að ráðafram úr, hvernig stjórn landsins skuli skipuð í nán- ustu framtíð. Það er vitanlegt, að fiokkaskip- un er nú mjög á reiki. Það sem áður hefir skift þjóðinni í mjög andhverfa flokka, aðstaðan út á við, er óhugsanlegt að geti orðið heilbrigður grundvöllur, eins og nú standa sakir. Allar líkur eru því til að nýir flokkar myndist þann veg, að þeir, sem líkar skoðanir hafa á innan- landsmálum og geta unnið saman að þeim, gangi saman í samvinnu- flokk. Á þeim grundvelli ætti að geta myndast heilbrigður þing meirihluti,8em myndað gæti starfs- hæfa stjórn, hvort sem hún yiði skipuð þremur eða einum ráð- herra. Vér erum eigi í neinum vafa um það, að þjóðinni yrði hollast að fá þriggja ráðherra stjórn. Svo umfangsmikil eru landsstjórnarstörfin orðin ogmarg- breytileg, að það er eigi heimt- andi af neinum einum manni, hversu mikillgáfnagarpurogstars- jötunn sem hann væri, að geta fylgst svo með og kynt sér öll þau mál, er til stjórnarráðsins kasta koma, sem þyrfti að vera. Ekki hvað sízt á þetta við á þess um afarviðsjárverðu styrjaldar- timum. Sá litilfjörlegi kostnaðar- auki, sem af ráðherrafjölguninni mundi leiða, yrði ekki lengi að margborga sig. í einu blaði hér, Lögréttu, hafa nýlega birzt allmiklar bollalegg- ingar um stjórnmál vor. En með því að þetta blað hefir verið og er sennilega að ýmsu leyti hjá- róma við þingflokk heimastjórnar- manna, mun eigi mikið leggjandi upp úr ummælum þess sem stefnu- lýsingu heimastjórnaifiokksins, heldur mun mega lita á þau sem að eins sprottin frá ritstjóra og sett fram sem næst »út i loftið«. Að svo stöddu þykir oss þvi óþarft að fara að ræða þessar bollaleggingar itarlega hér í blað- inu. Að eins vildum vér benda á, að þar sem blaðið telur það »brot á öllu stjórnmálavelsæmi«, ef núverandi ráðherra segði ekki af sér fyrir þing eða í þingbyrjun eða vildi fá vantraustsyfirlýsing til þessað víkja úrsætþþá heggurblað ið bý8na nærrí flokknum, sem það telur sig styðja og foringjahans. Eft- ir kosningarnar 1908 sat Hannes Hafstein fram á þing og krafðist einmitt vantraustsyfirlýsingar til að víkja sæti. Var þó ólíku sam- an að jafna þá og nú, þar sem að eins voru þá tveir flokkar mjög andsnúnir og mótstöðumenn H. H. í mjög ákveðnum meiri hluta. Bendum vér á þetta til þess að sýna hversu ósamkvæm ummæli Lögréttu eru nú við það, sem þá gerðist. V. B. K. Vartdaðar vörur. Ódýrar vörur. Léreft bl. og ðbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjélatau. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flauel, silki, ull og bóm. Gardinutau. Fatatau. Prjðnavörur allsk. Regrtkápur. ------- Gólfteppi. Pappír og Ritföng. Sólaleður og Skósmiðavörur. ^/arzíunin cSforn c7lrisffdnsson. s.-------------------------------------------------J Vér þykjumst mega fullyrða, að eigi standi á núverandi ráð- herra að víkja sæti undir eins og þess væri óskað á þinglegan hátt eins og til dæmis átti sér stað um ráðherraskiftin á alþingi 1912 og þingmeirihlutinn reiðu- búinn til þess að mynda nýja stjórn. En hitt finst oss lýsa nokkuð hvatvísri aftökulöngun Lögréttu gagnvart ráðherra, að hann segi af sér fyrir þing, eins og sakir standa: Enginn flokkur í meiri hluta og ekkeít hægt að ráða af um það, hvernig skipast muni um myndun þingmeirihluta. Sú vitneskja fæst ekki ábyggi- leg fyr en þingmenn eru komnir saman og geta ráðið ráðum sín- um. Fyr koma því eigi stjórnar- skifti til mála. Strandferðirnar. Á landið að kaupa strandferðabát? Eins og getið er um i fyrstu greininni hér i blaðinu er það eitt vandamálið, sem kemur til kasta aukaþingsins að ráða fram úr samgönguvandræðum þeim, er liggja við borð á næsta ári, ef ekkert er að gert. ísafold hafði frétt, að Eim- skipafélagið sæi sér ekki fært að taka að sér strandferðirnar, nema með ærnum styrk af lands- ins hálfu. Til þess að fá hið rétta að vita í þessu efni, sneri ritstjórinn sér til framkvæmda- stjóra Eimskipafélagsins hr. Emils Nielsen. Hann kvað það rétt vera, að Eimskipafélagið gæti ekki tekið að sér strandferðirnar, nema með styrk, sem mönnum eðlilega blæddi í augum þ. e. 300—400.000 kr. tillag. Svo ónógar sem strand- ferðirnar með Gullfossi og Goða- fossi hefðu verið þetta ár, mundu þær samt kosta Eimskipafélagið næsta ár 300—400.000 kr. þ. e. vegna þeirra yrði félagið að sleppa 2 Ameríkuferðum og 2 ferðum til Kaupmannahafnar og Leitb. Til að sýna, að rétt er hermt um tjón Eimskipafélagsins benti framkvæmdastjórinn t. d. á, að meðan Gullfoss var í síðustu strandferð sinni, sem lítið eða ekkert græddist á, sigldi Goða- foss inn í Ameríkuferð sinni nál. 170.000 kr. Þar sem . nú Eimskipafélagið annars siglir fyrir hina lágu taxta, er giltu fyrir stríðið, að undanteknu 10% afsláttar-afnám- inu, og með því flytur landsbú- um afarmikinn óbeinan hag, stendur félagið sig með engu móti við að sleppa Ameríku- ferðunum, sem það nú lifir d fjárhagslega. En þeim verður það að sleppa, ef haga ætti strand- ferðunum, eins og þetta ár. Það er því útilokað að Eim- skipafélagið taki að sér strand- ferðirnar, nema fyrir afarverð Herra Emil Nielsen litur svo á, að bezt verði að komast út úr þessum ógöngum með strand- ferðirnar á þann hátt, að landið kaupi sjálft strandferðábát svo baganlegan, sem hægt er að fá nú fyrir þarfir landsins, þ. e. flutningaskip, sem síðan verði komið fyrir í hinu bráðnauðsyn- legasta farþegarúmi. Gerir hann ráð fyrir að slíkt skip muni nú kosta 5—600,000 kr., þótt sann- virði þess í venjulegu ári sé ei meira en 200,000 kr. Hugmynd hans er sú, að þessu skipi verði veitt 100,000 kr. til- lag á ári, en Eimskipafélagið sjái um rekstur þess fyrir landsins hönd í sambandi við sín eigin skip. Til þessa er Eimskipafélag- ið fúst, án þess að reikna sér nokkurn ágóða. Með því að setja síðan upp dálítið farmgjöldin og láta skip þetta fara millilandaferðir mán- uðina nóv.—marz, gerir Nielsen ráð fyrir, að fyrirtækið geti bor- ið sig með 100,000 kr. tillagi, án þess þó að vilja fullyrða það. Þegar svo venjulegt ástand kemst á a ftur, gerir Nielsen ráð fyr- ir, að Eimskipafélagið ef vill kaupi þenna strandferðabát fyrir mats- verð þá. í þessu felst, eins og menn væntanlega skilja, að Niel- sen framkvæmdarstjóri litur svo á, að landið sjálft verði að taka á sig það tap, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að fylgja strandferð- unum, eins og sakir standa — landið verði að gera það vegna þess, að án strandferða getur þjóðin ekki verið. Hr. Nielsen getur þess, í þessu sambandi, að stjórnin^ i Ástralíu hafi nýlega keypt 8 stór strand- ferðaskip, til þess eingöngu að sjá um siglingar með ströndum fram, og jafnframt bannað milli- landaskipum að koma við nema á einni höfn. Ef líkri skipan væri komið á hjá oss, ættu millilandaskipin að eins að koma við á stærri höfn- unum, skipa þar á land vör- unum frá útlöndum, og strand- ferðabátur landsins síðan að taka við þeim og flytja þær á smá- hafnirnar. Væri þessu haganlega fyrir komið og afgreiðsla nokkuð greið, mætti t. d. hugsa sér að strand- báturinn yrði hlaðinn vörum i Reykjavík á hafnir norður að Isafirði, á Isafirði af vörum norð- ur að Akureyri o. s. frv. Sennilega yrði það í naumaata lagi að notast við eitt skip, en sníða verður stakk eftir vexti og reyna að komast af með það. Saltkjðtið o. tl. Vér höfum fengið frá Stjórnarráð- inu þessar fregnir um útflutning saltkjötsins: Það, sem nú er óselt af saltkjöti — áður hefir verið leyft að flytja til Noregs 12000 tunnur ogtilFær- eyja 600 tunnur — má fara til Noregs, en sölusamningar verða að vera gerðir fyrir 20. þ. m. Útskip- un á að fara fram eftir nýár. Til- kynna verður stjórnarráðinu, hvað selt hefir verið fyrir 20. des. Sá, er selja vill brezku stjórninni salt- kjöt, tilkynni umboðsmanni hennar það í síðasta lagi 20. des. Það, sem eftir er óselt 20; des., verður ekki flutt út. Kjötið á að stílast til norsku Livsmedelskommissionen eða Livsmedels Grosserer Societeten, og á að taka fram um hverja kjötsend- ingu á skipsskjölunum, að hún sé hlnti af því kjöti, sem samkvæmt samningi megi flytja til Noregs. Um niðurjöfnun útflutningskjöts á einstakar hafnir verður því ekki að ræða, með því að vænta má, að kjötið seljist til Noregs. Samkvæmt skeyti frá Birni Sig- urðssyni mun konsúll Zöllner í Newcastle hafa átt allmikinn þátt i þvi ásamt Birni, að leyfi þetta hefir fengist og mun hann hafa undirbúið söluna, og því heppilegt fyrir menn að snúa sér til hans, þótt eigi sé að sjá að það sé skilyrði fyrir þvi að koma kjötinu út. Gærur fá allar, sem til eru, að fara til Danmerkur, og 140 smálestir af ull. \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.