Ísafold - 02.12.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.12.1916, Blaðsíða 2
2 I S A F OL D munð að vátryggja eigur yðar gegn eldi Iðgjöld hvergi lægri en hjá cTRe %SiritisR TDominions Sieneraí dnsuranca Qo. JBfó., JBonóon. Aðalumboðsmaður Talsími 281. Garðar Gísiason. M !□ rni Eiríksson TTusfurstræíi 6 Q 'ffejnaóar- c&rjona- og Saumavörur \ hvergi ódýrari né betri. D n fovotta- og %3Creinlœtisvorur beztar og ódýrastar. [í Juaifjföng og c^œRifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. a l □ ÍO Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavik, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Launanefndarálitið. Erindi og umræður í Stúdentafélaginu. FjölmennurStúdentafélagsfundur var haldinn í fyrrakvöld í Bárubúð. Hafði öllum þeim, er laun fá úr iandssjóði verið boðið á fundinn, enda varð stóri salurinn sem næst fullur af fólki. Lárus H. Bjarnason ptófessor hóf umræður um tillögur og álit milliþinganefndarinnar í launa- málunum. Talaði prófessorinn af miklum móð i 5 stundarfjórðunga og hlaut að lokum dynjandi lófa- klapp mikils • þorra fundarmanna. Fyrirlesturinn mun birtast á prenti (í Skírni) innan skamms, en hér skal þó drepið á aðalefni hans, og einkum þau atriði, er umræðurnar snerust um. Þegar ræðumaður hafði skýit frá launaástandinu eins og það var, er nefndin settist á rökstólana, sneri hann sér að því, að athuga meðferð nefndarinnar á málinu. Skifti hann aðfinslum sínum aðallega i tvent. 1. Ellitryqqinq 0% cftirlaun. Nefnd- in gengi frá því máli órannsökuðu, hvort rétt væri að afnema eftirlaun eða ekki. Tillögur nefndarinnar í því efni á engum rökum bygðar. Nefndin bæri að vísu fyrir sig þjóð- arviljann og samþyktir þingmála- funda, en ekki vaeri á neinn hátt sýnt að sá þjóðarvilji væri á rökum bygður. Væri varla leyfilegt að byggja jafnmikið á þingmálafundum og nefndin gerði. Tillögurnar um lífeyri og ekkjutryggingu næðu engri átt. Sú trygging, sem þar er gert ráð fyrir, sé með öllu ónóg og miklu verri en sú, sem veitt væri með eftirlaunalögunum frá 1904, en embættismönnum þó ætlað að verja árlega allmiklu fé til að kaupa sér lífeyri og ekkjum sinum tryggingu. 2. Laun embœttismanna. Ræðu- maður vítti það, að nefndin skyldi setja prestana hjá. Nefndin játi, að launin þurfi að vera sæmileg, en rannsaki ekkert hvað þurfi til að lifa sæmilega. Nefndin hefði átt að rann- •saka hve mikið embættismannsheim- ili þyrfti af nauðsynjavörum og verðleggja þær. Slíka rannsókn hefði mátt byggja á búreikningum núver- andi embættismanna og öðrum gögn- um, sem nefndin hefði getað aflað sér, annaðhvort af sjálfsdáðum, eða með aðstoð hagstofunnar. Hefði sú rannsókn verið þarfari en að snapa saman ályktanir þingmáía- funda. — Nefndin setji launin yfir- leitt niður úr því, sem nú er. Gleymi að taka tillit til námskostn- aðar, tryggingarkostnaðar, embættis- vanda o. fl., sem nefndin þó játi að taka þurfi tillit til. Niðurstöður aðfinslanna voru þær, að raðumaður taldi órannsakað enn: 1. hvort aýnema beri ejtirlaun eða ekki, 2. hverni^ launin verði sett í hlutfall við verðmati peninqanna. Nefndarálitið vari með óðrum orðum alqerleqa einskisvirði. Því næst Ias prófessorinn upp all- tarlegan útreikning yfir þarfir em- bættismanns í Reykjavik, með 5 manns í heimili. Reiknaði hann meðal annars fæði hvers manns á dag 82 aura, eða 11 aurum hærra en meðalfæði fanganna í tukthúsinu árið sem leið. Útkoman úr reikn- ingsdæminu varð sú, að lágmark heimilisþarfanna væri 3800 kr., mið- að við verðlag það, sem hér var áð- ur en striðið hófst. Námskostnað og atvinnutap á námsárunum áætlaði hann 10,000 kr. Ætti að greiða vexti og afborgun af því fé yrðu launin að hækka um kr. 578,80, og ef eftirlaun væru afnumin, yrði að bæta við tryggingarkostnaði kr. 239,38. Lágmarkslaun embættis- manna ættu því að vera kr. 4618,18. Árin 1915 og 16 hafi peningar fall- ið í verði um 50°/0. Þau árin ættu því lágmarkslaunin að vera 6355 kr. hvort árið, ef embættismaðurínn ætti að geta gefið sig allan við starf- inu og þyrfti hvorki að svelta né safna skuldum. Engin hæztu laun nefndarinnar nái þessari upphæð. Byrjunarlaunin, sem hún leggur til að veitt verði nái ekki nokkurri skynsamlegri átt. Séu heldur ekki samboðin getu landssjóðs og hag almennings. Tekjur landssjóðs hafa sjöfaldast siðan 1875. Embættiskostnaður nú */b ^ gjöld- um landssjóðs, en þá s/4. En fram- farirnar til lands og sjávar beri vott um stórum aukna velmegun hjá öll- um þorra manna í landinu. Em- bættismannastéttin verði þegar á aukaþinginu að fá uppbót þess rang- lætis, sem dýrtíðin bakar þeim. Enn- fremur þurfi hið bráðasta að semja ný launalög, er bygð séu á réttu hlutfalli milli peningaverðs og verð- lags á nauðsynjavörum, þar sem tekið sé tillit til undirbúningskostn- aðar og tryggingarkostnaðar, ef eftir- launin verða afnumin, sem líklega muni réttast. Mentuninni í landinu sé hætta búin, ef tillögur launanefnd- arinnar komist í framkvæmd. Menta- mennirnir verði að taka málið að sér og búa það í hendur stjórnar og þings. Næstur tók til máls Halldór Daní- elsson yfirdómari. Kvað hann nefnd- ina ekki hafa vonast eftir hrósi fyrir starf sitt. Henni hafi verið það ljóst að verkið var vanþakklátt. Enda hafi hún líka fengið harða dóma og ósanngjarna. Málshefjandi gæti lík- lega talist kurteis, en ósanngjarn hefði hann verið í nefndarinaar garð. Ókurteisir dómar hefðu komið íram á prenti í tveim ritgerðum. Annari austan úr flóa, en hinni frá toppin- um á 3. skrifstofu í stjómarráðinu. Flóamenningunni hefði lengi verið viðbrugðið, en stjórnarráðsgreinin tæki þó hinni, sem væri eftir prest, Iangf fram að. ósanngirni og ókurteisi. Yfirdómarinn bjóst við að ræða málshefjanda hefðifallið fundarmönn um vel í geð, en varla mundi hann hafa haldið hana fyrir kjósendum, ef hann hefð.i boðið sig fram til þings. Launaþegar væru ekki nema annar aðili _í þessu máli. Hinn aðilinn væri kjósendur. Úr þeim væri nú lítið gert, en þó séu það þeir sem ráða, þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir tnundu aldrei kjósa mann á þing, er fyigdi málstað málshefjanda. Flest það sem L. H. B. vildi byggja á, kvað ræðumaður standa I nefndarálitinu. Ef sá dómur væri réttur, að nefndarálitið væri til einskis nýtt, þá væri lika grundvöllur L. H. B. dauðadæmdur. Nefndin hefði ekki hreyft við launa- kjörum presta af þeim ástæðum, að milliþinganefnd hafi nýlega athugað það mál, og auk þess liggi i lofti gagngerðar breytingar á allri kirkju- skipun. Gerð sé grein fyrir þvi í nefndarálitinu, hversvegna eftirlaun skuli afnumin, þótt eigi sé það mál skoðað frá heimspekilegu sjónarmiði. Nefndin hafi miðað tillögur sínar við verðlag það sem hér var 1913. Hafi ekki álitið sér skylt að miða við dýr- tíðarástandið, þar sem ttllögur hennar áttu að vera grundvöllur undir var- anleg launakjör. Hafi tekið upp svo mikið af ályktunum þingmálafunda fyrir þá sök, að henni var falið að athuga rækilega viija þjóðarinnar í þessum efnum. En þjóðarviljann sé frekar hægt að byggja á ummælum þingmálafunda og ræðum þingmanna en á sundurlausum blaðagreinum. Menn greini á um það, hvað talist geti viðunanlegt líf, og þessvegna hafi nefndin ekki ráðist I að reikna út þarfir embættismannanna, þar sem vita mátti að sitt sýndist hverjum í þeim efnum. Tillögu L. H. B. mundi ómögulegt að koma fram á þingi, en nefndin vildi reyna að gera tillögur sínar þannig úr garði, að þfer næðu fram að ganga. — Reikningsdæmi L. H. B. væri öfga- kent. Fangafæðið t. d. reiknað I dýrtiðinni og því ekki hægt að miða við það. Nefndin hefði með vilja farið of skamt, til þess að tillögum hennar yrði ekki stungið undir stól. Þætti þinginu of skamt farið, mundi það bæta úr því. Nefndiq hefði haft mikið fyrir starfi sínu, leitað upp- Iýsinga hjá ýmsum embættismönnum og hjá hagstofunni og látið sérfróða menn stinga upp á launum sumra starfsmanna (t. d. símaþjóna). Jón Magnússon bæjarfógeti kvað nefndina hafa búist við aðfinslum en ekki skömmum. Benti síðan á að L. H. B. hefði verið ráðandi maður í kirkjuroálanefndinni fyrir nokkrum árum. Sú nefnd breytti verðlagslaunum presta í krónulaun. Fyrir fám árum hafi hann einnig verið með að samþykkja 2000 kr. laun. Hvernig geti sami maðurinn nú ætlast til að samþykt verði 4— 5 þús. kr. meðallaun ? Nú mæli það með afnámi eftirlauna, að ýmsir flokkar manna séu komnir á lands- sjóðslaun, sem ekki hafi rétt til eftirlauna. Andróður “L. H. B. sé lítt skiljanlegur, ef þess er gætt, hve öfugur hann snerist við launahækk- un embættirmanna á þingi 1913.— Helzt megi líklega finna nefndinni það til foráttu, að hún skyldi láta nokkurt álit frá sér fara, þar sem mjög erfitt sé að leggja nokkurn grundvöll meðan ástandið sé eins og nú er. — Kjör annara stétta væru ekki eins glæsileg og af væri látið. Nefndin hafi grenslast eftir tekjum manna af ýmsum stéttum; þær væru ekki mjög háar yfirleitt. Ekki mætti miða við laun togara- skipstjóra eða við stundarlaun á Siglu- firði. Margir fjölskyldumenn verði að láta sér nægja 1200 kr. tekjur og þaðan af minna. — Að lokum kvaðst bæjarfógetinn ekki vilja gera eins lítið úr almenlaingsviljanum eins og prófessorinn hefði gert. Agúst Bjarnason prófessor benti á að nú gæfist mentamönnum og embættismönnum færi á að bindast samtökum,' og lagði til að kosin yrði nefnd manna tií að safna skýrsl- um og upplýsingum og búa launa- roálið i hendur stjórnar og þings. L. H. B. kvað presta lægst laun- aða allra embættismanna og laun þeirra greidd eftir á. Því væri þörf á að athuga launakjör þeirra. Verð- mæti peninga hefði mikið lækkað á þeim 10 árurn, sem liðin væru sið- an kirkjumálanefndin sat á rökstól- unum. Núverandi launakjör hefðu verið bót frá því sem þá var, enda hefðu prestar verið þeirri nefnd þakk- látir fyrir starf hennar. Síðan rakti ræðumaður ástæður launamálanefnd- ar fyrir afnámi eftirlauna og gerði athugasemdir við þær. Kvað kalann til eftirlaunanna ekki sprottinn af eftirlaunakröfunni, heldur af því, hvernig eftirlaunarétturinn væri mis- brúkaður. Nefndina kvað hann ekki hafa bygt á því, hve dýrt var að lifa árið 1913. Hún hefði einmitt átt að rannsaka »þurftarlaunin«, af þvi að sitt lízt hverjum um sæmileg laun. Hún hafi bundið sig um of við það, hvað hægt væri að fá sam- þykt, hvað almenningur og þingið mundi vilja fallast á. — Þessa við- leitni hefði þó almenningur ekki kunnað að meta við Jósef Björnsson, sem tvisvar hefði fallið á sama sumr- inu. — Skifting umboðsvalds og dómsvalds sé svo frá gengið í nefnd- arálitinu, að sá kaflinn einn heimili það, að telja nefndarálitið einskis nýtt. En það atriði ætlaði ræðumað- ur að athuga síðar. — Bæjarfógeta kvaðst ræðumaður hafa því að svara, að nefndin ætlist ekki til að launin hækki, ekki einu sinni að krónutali. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa opn- að sinn munn í launahækkunarmál- inu 1913. —Nefndin hefði ekki átt að láta sér nægja að hlaupa eftir því, sem einhver og einhver hefði sagt í þessu máli, heldur hefði hún átt að kryfja málið 11 mergjar. Ræðumað- ur kvaðst vita það, að kjör verka- manna væru lakari, en embættismað- urinn hlyti að gera meiri kröfur og undirbúningskostnaðurinn heimilaði honum að krefjast meiri launa. J. M. mundi ekki sætta sig við verk- mannakjör. Enn skiftust þeir á nokkurum orð- um Jón Magnússon bæjarfógeti og: Lárus H. Bjarnason prófessor. Með þvi að liðið var af miðnætti var ekki gengið til atkvæða um tillögu Agr Bjarnasonar prófessors um nefndar- kosningu. Formaður félagsins lýsti þvl þá yfir, að efnt skyldi til fund- ar innan skamms og umræðum þar haldið áfram. 8e ölaban ka-greiuarnar. Með þvi, að Björn Kristjánsson er nú langt kominn með »svar« sittr ef þvi nafni má nefDa »kattarþvott« hans i Landinu — gegn greininni hér í blaðinu, verður niðurlagsgreininr sem fjallar um hvernig hentugast muni að koma fyrir bankamálum vorum látin bíða unz B. Kr. er búina að lúka sér af og þá látin fylgjs stuttu svari, sem ráðgert er við þessu< nýja moldviðri bankastjórans. Kafbátahernaðurinn. Það er nú borið til baka að þýzk- ir kafbátar hafi sökt brezkum botn- vörpungum fyrir Vesturlandi. Brezkur botnvörpungs skipstjóri, sem farið hafði frá Grimsby 23, nóv. og hingað kom núna í vikunni kveðst ekkert hafa heyrt um þetta þar i landi. Til hr. Matthíasar þórðarsonar, Þér vikið að mér nokkrum orð- um i »Landinu« útaf kafla úr grein um brezku samningana. Hvert orð hefði mátt vera óskrifað af þeim, vegna þess að e% hefi ekki skriýað eða átt pátt / pví að skriýa nokkurt orð aý pví, sem þér eignið mér. Rvík. 1. des. 1916. Sveinn Bjórssonr /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.