Ísafold - 06.12.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.12.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvnr < vikn. Verðárg. 5 kr., jerlendis 7^/j kr. eða 2 dollar;borg- Ist fyrir miðj&n júh' erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD Uppsögn (skrifl. } bundln við áramót, er ógild nema kom- In sé tll útgefanda fyrlr 1. oktbr. og sé kaupandl skuld laus vlð blaölð. I ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykiavik, miðvikudaginn 6. desember 1916 94. tölnblað Viljirðu eiga >Btl« þá. hlýddu eðlistilvisan þirmi, hún segir »þú skalt kaupa. FORD T0UHING CAR og neitaðu ekhi BJálfum þér um þanD hag og ánægjn sem það getur veitt þór. Timinn er peningar, og Ford Touriner Car eykur verðgildi tíma og peninga. Ford bllar eru édýrastir allra bila, léttir ab stjórna og jtuðveldastir i viðhaldi. Ford bilar eru beztu fólks- og flutnings- tseki sem komio hafa til landsins, og fást að eins hjá undírrituðum, sem einnig selur hin heimsfrægu DUNLOP DEKK og SL0NGTJR, fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, .AÍþýðufelbcVkasafn Templaras. 8 kl. 7—B Borgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—B Btejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 Bœjargjaldkerinn Laufasv. 5 kl. 10—12 og 1—5 tilandsbanki opinn 10—4. K.K.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd,—10 siftð. Alm. fundir fld. og sd. 8»/» siftd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 8 a helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12, Iiandsbókasafn 12-8 og 5-8. Útlán 1-8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin fra 12—2 tiandsféhirðir 10—2 og 5—6. 'Xiandsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Júandssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og *—7. iliistasafnið opið sd., þrd. og flmtud. kl. 12—2 Bfattúrugripasafnið opið l»ja—SJ»/« a sunnnd. Pðsthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. BamAbyrgð Islands kl. 1—5. StjórnarraðsskrifBtofnmar opnar 10—4 dagl. Talsimi Heykjavikur Pósth.B opinn 8—12. Vifilstaðahælið. BeimsAknartimi 12—1 l&jóBmenjasafhið opið sd., þrd. og fid. 12—2 Goðafoss-slysið mikla Skipið gerstrandað á Straum- nesi vestra. Hið mikla slys, sem henti ann- •að skip Eimskipafélags íslands, Goðafoss, þ. 30. nóv. mun nú þjóðkunnugt orðið, svo langt sem sími nær. Vér skulum samt í fám orðum rifja upp sögu þessa mikla áfalls, sem eigi verður í tölum talið tjónið af, heldur má heita. þjóðar- ólán. Goðafoss fór frá ísafirði kl. 12 um kvöldið, aðfaranótt fimtudags 30. nóv. Var þá niðdimm nótt og ilt veður. Þrem tímum síðar strandaði Jiann á Straumnesi vestanverðu. öengur Straumnes út norðanvert við Aðalvík og er þar vestasti oddi á Vestfjörðum. Hvernig þetta óvænta hörmungarslys hefir að borið er ókunnugt um enn. Sjó- menn fullyrða, að þarna sé óvenju hrein sigling og aðdjúpt, svo að ekki er nein furða, þótt mönn- um hafi komið strandfregnin harla óvænt. P.Fyrsta skeytið um slysið fékk Eimskipafélagið á laugardag, síð- degis. Var það frá skipstjóran- um, Júliusi Júliníussyni. í skeyt- inu stendur ekkert utn aðdrag- anda slyssins. En um ástand skipsins þá, að það »standi hartc — og sjór korainn í vélrúmið og framlestina. Kvikulaust sé og hjálpar er beðist þegar. Þá (á fimtudag) reyndist ókleift að koma farþegum til Aðalvíkur, en á föstudag tókst að koma þeim að Látrum í Aðalvík. Hið fyrata, sem Eimskipafélags- stjórnin gerði, er símfregnin barst — var að tryggja sér, að björg- unarskipið Geir fœri þegar á vett- vang — og í öðru lagi að sjáfyr- ir, að farþegarnir lcœmust áfram leiðar sinnar. Flóra var þá stödd á ísafirði og urðu skjótt samn- ingar um að hún tæki farþegana, er tíún færi norður um á sunnu- dag. Var þar með greitt úr vand- ræðum þeirra, svo sem tök voru á. Og laugardagskvöld vatt björg- unarskipið við og hélt norður. Með því fór framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins Emil Nielsen. Biðu svo allir með óþreyju frek- ari frétta. Á sunnudag um miðjan dag barst fyrsta skeytið frá fram- kvæmdarstjóranum til stjórnar Eimskipafélagsins, er lyfti brún- um, þótt eigi hermdi meira en að ekki væri vonlaust um skipið. Skeyti þetta hljóðaði svo: Ef gott veður helst, er ekki von- laust um að skipinu verði bjargað. Allar lestir eru fullar af sjó og skip- ið er á mjög hættulegum stað, yzt á Straumnesi. Dælum hefir verið kom- ið um borð. Vélbátar hafa getað lagst síbyrt við skipið og hafa þeir bjarg- að mestum hluta vöruflutningsins. Eigi er enn unt að segja, hvað botn- inn í skipinu er mikið skemdur. Aðalrörið er ekki sprungið.-------- Samtímis fréttist, að margir vélbátar af ísafirði væruaðstörf- urn við skipið til þess að bjarga úr því vörum og tækist það von- um framar. Fiskiveiðafélagið >ísland« hafði boðist til þess að senda botnvörp- unginn Apríl til hjálpar, ef á þyrfti að halda, en að vestan símuðu þeirNíelsenframkvæmdar- stjóri og Ungerskov skipstjóri »Geirs«, að Apríl skyldi vera ferðbúinn mánudagskvöld kl. 11 og fara þá á stað, ef ekki kæmu boð í veginn. Trúðu menn á það af þessum skeytum, að enn mundi unt, að Geir fengi náð Goðafossi á flot með rlóðinu á mánudag kl. 2-3. En allar þessar vonir urðu að engu mánudagskvöldið. Þá um kl. 9 barst formanni eimskipa- félagsins, Sveini Björnssyni svo- látandi skeyti frá Níelsen: Útlitið hefir versnað. Nær vonlaust um að skip- inu verði bjargað. Vax- andi vestansjór hér. Brim- ið heflr kastað Goðafossi nær landi. Apríi getur ekkert hjálpað. Og kl. 10 barst annað skeyti á þessa leið: Bíðum betra veðurs á Htrandstaðnum, til þess að bjarga sem mestu ai inn- anstokksmunum úr skip- inu. Skipverjar allir hafa verið flut tir yflr • á Geir. Mestum hluta vðruflutn- ingsins befir verið bjargað, nema steinolíu, sem var neðst í framlestinni. Hetði haldist gott veður einum degi lengur, mundi skipinu haía veriðbjargað. Brima- samt mjðg á strandstaðn- um. Ungerskov Geir-skipstjóri sendi loks forráðamönnum Apríls þetta skey ti: Farið ekki. Öll von er úti. Skipið er fult ai sjó og er komið upp í fjðru. Þetta hörmulega áfall að missa svo. ágætt skip hér um bil nýtt, kemur eigi einungis við Eimskípa- félagið, það kemur hart niður á öllum landsmönnum beint og ó- beint og er því eigi ofmælt, að hér sé um þjóðar-ólán að tefla. En þegar slíkt ber að höndum dugir ekki að missa kjarkinn, heldur að standa sem einn maður til að bæta tj&nið. Þjóðin íslenzka hefir reynst Eimskipafélaginu trygg og trauBt stoð það sem aí er, með óvænt miklum fjárfram- lögum og stuðningi í byrjun og sívaxandi samúð. Núreynirsamt fyrst verulega á þolrif þjóðarinn- ar, er félaginu ungu ber að höndum svo ófyrirsjáanlegt og afdrifamik- ið mótlæti — að standa nú vel og drengilega með félaginu. Ef þjóðin gerir það mun þetta stórtjón eigi saka, nema um stund. Eimskipafélagsstjórnin hefir enn eigi tekið neina ákvörðun um hvernig snúast beri við þessu áfalli, en biður framkvæmdastjór- ans, sem kemur að vestan, inn- an fárra daga. Rannsókn um hvernig slysið hefir atvikast bíður og sennilega komu skipshafnarinnar hingað. Skipið er vátrygt fyrir alls 900.000 kr., en það er ekkert verð fyrir það á þessum tímum, enda þótt hið upphaflega verð þess fyrir l1/^ ári hafl eigi verið, nema 540.000 kr. Bátstapi og manntjón. í Höskuldsey á Breiðafirði vildi það hörmulega slys til á laugardag- inn var, að bátur fórst þar í lend- ingu og druknuðu 4 menn, ýaðir og prír synir. Hét faðirinn Bjarni Bjarnason, og var tómthúsmaður í Höskuldsey, en synir hans hétu Guðmundur, Bjarni og Kristján. Ekkja Bjarna, sem þarna á á bak að sjá manni og þrem sonum, heit- ir Sigríður Guðmundsdóttir. Eina dóttur á hún á lífi. Bæjarskrá Reykjavfikur 1917. Ný útgáfa af Bæjarskrá Reykjavíkur kemur út eftir nýárið. Hún hefir ekki komið út síðan 1913 og er því um að kenna, að fyrri útgáfur hennar hafa eigi svarað kostnaði. En með því að mér hafa borist mesti fjöldi af áskorunum um að gefa Bæjarskrána út af nýju og bæjarstjórn Rvikur hefir sýnt skilning sinn á n.iuðsyn Bæjarskrárinnar með því að veita nokkurn styrk til iit- gáfunnar, hefi eg ráðist í að gefa hana út af nýju í þeirri von, að al- menningi fari að skiljast hve ágæt og óhjákvæmileg handbók hún er og kaupsýslumenn fari að skilja, að með því að nota hana rækilega til aug- lýsinga styðja þeir ekki síður sjálfa sig en útgáfuna. Brotið á Bæjarskránni verður að þessu sinni sama og fjórði partur af ísafoldarsiðu, þ. e. talsvert stærri en áður, og verður reynt að gera hana svo fróðlega og ítarlega, sem tök eru á. Innihald hennar verður: 1. Gatnaskrá, þar sem talin eru upp öll hús borgarinnar og hverir búa í þeim. 2. Nafnaskrá, þar sem taldir verða í stafrófsröð allir Reykjavíkurbúar 18 ára eða eldri. 3. Félagaskrá og stofnana, þar sem taldar verða allar merkustu stofnanir á íshndi, opinberir sjóðir og félög í Reykjavík (sjá síðar). 4. . Atvinnuskrá, þar sem kaupmönnnm og atvinnurekendum höfuðstaðar- ins gefst færi á að láta skrá sig sérstaklega — eftir flokkum. 5. Talsímaskrá Reykjavikur. 6. Ýmislegur fróðleikur um virðingarverð húsa, lengd gatna o. s. frv. 7. Auglýsingar. Ennfremur er fyrirhugað, að i Bæjarskránni birtist hagfræðisleg rit- gerð um vöxt og viðgang Reykjavíkur. Síðar mun væntanlegum auglýsendum send pöntunar-eyðublöð fyrir auglýsingar. En að þessu sinni leyfi eg mér að beina þeim vinsamlegum tilmael- um til stjórna allra félaga hér í bænum, að þær sendi mér fyrir 15. þessa mán. skýrslu um félögin, er feli í sér: 1. Nafn félagsins og stofndag (ef hægt er). 2. Tilgang félagsins. 3. Eignir félagsins (sjóð o. s. frv.). 4. Tölu félagsmanna. 5. Stjórn félagsins (hverir skipa hana og hvernig verkum er skift). Vænti eg þess, að félagsstjórnirnar taki vel i þessa málaleitun, þar sem mjög erfitt er ella að gera félagaskrána svo ítarlega, sem vera þyrftí. Reykjavík 4. desember 1916. Virðingarfylst. Ölafur Bjðrnsson. Saumavélarnar ágætn og margeftirsparðu ern komnar aftur í verzlun Halldórs SigurössonaF Ingólfshvoli bœði handsnúnar og stignar, sem sauma bæði áfrant og aitur á bak. Stjórnarskrá og þingskðp. Hin nýja stjórnarskrá og hin nýju þingsköp, sem vér eigum nú við að búa, hafa nýlega verið gefin út af skrifstofustjóra Alþingis hx. Einari Þorkelssyni, í mjög handhægum bæklingi. ' Nýr landsverkfræðingur. Geir G. Zoe%a cand. polyt. er skip- aður landsverkfræðingur frá 1. febr. n. á. að telja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.