Ísafold - 06.12.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.12.1916, Blaðsíða 3
c I SA F O I. D G j ö 1 d: Skattar og gjöld til hins cpinbera Argjald til Helgafells- prestakalls Stjórn kanpstaðarins Til löggæslu Til hreinsunar reykháfa Eftirlaun og ellistyrkur Umsjón og varsla kaup- staðalandsins Man ntalskostnaSur Til heilbrigSisráðstafana Verkfræðingur og bygg- iugarfulltrúi Til vegagerða Til þrifnaSar Götulýsing Salernahreinsun Til vatnsveitunnar Til slökkvitóla og slökkvi- liSs Til gasstöSvarinnar Til viðhalds og endurbóta á fasteignum Til álialda og aSgerSa á þeim Til fatækraframfæris Til þurfamanna annara sveita Til að veita fátæklingum vinnu Til barnaskólans *) Ýmsir styrkir Ymisleg útgjöld Til undirbún. rafmagns- stöðvar Bjargráðagjald Til mæiinga og skrásetn- inga lóða Vextir og afborgauir Dýrtiðaruppbót kr. 1200.00 — 204.45 — 19100.00 — 14020.00 — 2800.00 — 1570.00 — 900.00 — 600.00 — 4500.00 — 2800.00 — 49400.00 — 8000.00 — 7500.00 — 8000.00 — 38750.00 — 9200,00 — 40000.00 — 9000.00 — 4000.00 — 76300.00 — 18400.00 — 30000.00 — .67200.00 — 5650,00 — 3700,00 — 6000.00 — 3750.00 — 6000.00 — 94000.00 — 6000.00 *) Þar af til baðhússbyggingar 11000 kr. Lannamáiin. Dáiítill misskilningur hefir slæðst inn í t'rásögnina í síðasta biaði af eriudi Larusar H. Bjarnason í Stúdeutafólaginu, og mun nánara gert grein fyrir þv.í i næsta blaði. A sunuudag slofnaði Stúdentaíólag- ið til almenns fundar meðal launamanna landssjoðs, Og var þar koaiu 5 manna uefhd, til að bera óskir þeirra fram fyrir þing og þjóð. iNefndina skipa: Geir Zoega rektor, Agúst H Bjarha- son prófessor, Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, Gisli J. Olafsou sím- Ætjóri og Oii Blöndal pósímáiaritari. Fátækralfiggjöfin. Aðfinslur og tillögur. Eftir Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík. I. Þær eru margar hreinustu gull- korn, gömlu grísku dæmisögurn- ar, þessar dýramyndir manniífs- ins, skuggsjár daglegra viðburða, sem bregða upp fyrir sjónum vorum sannindum, sem eru hin sömu í dag og fyrir öldum. Þar eru þau klædd í smásögubúning, og er á þvilíkt aðalsmerki listar- innar, að víða verður eigi framar komist. Þetta eru nistismyndir andans, örsmáar, sem glitra og geymast lengur en úr bezta marmara væru. Eg vil að þessu sinni aðeins biðja hinn ritsnjalla þýðanda, Steingrím Thorsteinsson- að gjöra svo vel að segja eina þeirra, og lofa mér avo að nota hana sem útidyralykil að efni því, er eg þessu sinni hefi á sam- vizkunni. Einu sinni var hundur, sem hafði verið húsbónda sinum mesti þarfagripur, en var nú loksins * Troíífyaffcm-shurðuritin, Fyrir hér um bil 100 árum var gerður skipgengur skurður frá sjó (Skagerak) inn i stöðu- vatnið Viinern. En sá skurður liefir um mörg ár reynst alls ónógur samgöngunum, of litill. Fyrir 12 árum var ráðist í það af Svium, að stækka þenna skurð að miklum mun. Þvi starfi var lokið síðast í október og var þá hinn nýi skurður, er nefnist Trollháttan-skurðurinn, opnaður með mik- illi viðhöfn. A efstu myndinni sézt konungur Svía og við hlið honum framkvæmdarstjórinn við skurð- gerðina. Aftar á myndinni Ingibjörg prinsessa, mágkona konungs, en systir Kristjáns 10. konungs vor íslendinga. Á miðmyndinni sézt fyrsta skipið, sem fer um hina nýju »slússu«. Og á neðstu myndinni opið á efstu »slússunni«. Þetta mikla mannvirki hefir kostað 30 miljónir króna. orðinn gamall og útslitinn. Ein- hverju sinni er veiða skyldi villi gölt, þreif hundurinn tennum í eyru hans, en varð að sleppa tökum, því að tennurnar voru orðnar ónýtar, og við það komst gölturinn undan. Þegar húsbónd- inn kom til, varð hann reiður og skammaði hundinn blóðugum skömmum. En hundurinn svar- aði: »Vægðu gömlum þjóni þín- um; mig vantar ekki viljann, heldur kraftana. Minstu þess held- ur, hvað eg var áður, en skamm- aðu mig ekki fyrir það, sem eg er núna«.* Frá þessari sögu hvarflar hug- ur minn til annarar, sem er að gerast hér á íslandi nú og í fleir- um en einum stað. Hún endur- tekur sig margsinnis, sagan sú, *) Dæmisögur eftir Esóp (Rvik 1895) 18. eaga á bls. 15. og í henni er inaður kominn í stað hundsins gamla, og maður. inn er einnig kominn til ára sinna. Áður fyrri starfaði hann eftir megni. í þarfir sjálfs sín og hús- bónda sins, þjóðfélagsins íslenzka; en kraftar hans hafa gengið til þurðar með aldrinum, eins og tennur hundsins eyddust með tím- anum, og hann getur ekki lengur aflað sér brauðs og verið veitandi, fremur en tannlaus hundur getur I haldið villigelti; og hann and- varpar til íslenzka þjóðfélagsins, eins og gamli hundurinn til hús- j bóndasíns: »Vægðu gömlum þjóni þínum; mig vantar ekki viljann, heldur kraftana. Minstu þess held- ur, hvað eg var áður, en skamm- aðu mig ekki fyrir það sem eg er núna«. I hundssögunni er eigi getið hverju liúsbóndinn svaraði, en svarið til gamla mannsins er langur - bálkur, víða ofboð sak- íeyéislega stilaður, geymdur í al- jþin.stiðindutn og lagasöfnum, og 1 nefndur fátækralög. Þar er karl. inuin svarað í líkum anda og ef húsbóndinn hefði sagt við gamla hundinn: »Jæja, væluskjóðan þín! j Eg ætla raunar að setja þig á, i þó að þú sért orðinn tannlaus og ónýtur, því að annars fengju ná- grannar minir skömm á mér; en þú verður að láta þér nægja kjallaraskotið, og þar verður þú að híma þangað til þú hrekkur upp af. Þér tjáir ekki að spangóla eða væla. Það verður ekki tekið til greina. Eg sé um, að einhverj- um ruðum verði kastað i þig. Eg gef þér þær af miskunn minni, og máttu vera mér þakklátur, ef þú fær eitthvað í svanginn, því að þú verður hvort eð er að engu liði framar*. Með öðrum orðum: Maðurinn hefir verið nýtur bjargálnamaður i sinni sveit, borgað til allra stétta og opinberra þarfa meðan hann gat; en loks er hann orðinn gam- all og gráhærður og hepnin er ekki með honum, svo að hann stendur uppi févana, og þá á hann ekki annars úrkosta en að biðja um hjálp, ifara á sveitinai, missa opinber réttindi og ef til vili komast á brakning. Hann var ef til vill »gimsteinn, sem forðum var greyptur láns í baug, en gler- brot er« hann »orðinn á mann- félagsins haug«. Flestir kannast við fyrii’litning- una, sem víða — gott ef ekki ekki næstum alment — er höfð j á þessum veslings hjálparþurfum. I skamms tíma og — óhætt mun að segja — emi með sum- um mönnum hefir það jafnvel verið talinn blettur á börnum, ei þau voru »alin upp á sveit«. Það var og löngum hægt að reiða sig á, að fá sveitarbörn fengju gott uppeldi, samanborið við »hin frjálsbornu*. Það er raunar að jafnast nú; en þó er víst að enn eiga hreppstökubörn eigi óvíða litlu ástfóstri að fagna. Það liggur nærri að ætlaýað fátækralögin geri ráð fyrir, að þörfin fyrir sveitarstyrk sé oftast nær slóðaskap að kenna. Þó fnunu þess dæmi og eigi allfá, að menn svelta heldur heilu hungri en leita á náðir sveitarinnar, því að rétt- indamissir og fyrirlitning eru mörgum jafnvel sárara en sótt og dauði. Þó mætti svo virðast, að minsta kosti þeir, er um mörg ár hafa lagt talsverðan skerf til almennings með fé eða viti, ættu inni ellistyrk eða hjálp i viðlög- um. Mörg lög vor eru gölluð mjög og þurfa að endurskoðast og um- bætast frá rótum; en leitun mun á þeim lögum, er fleirum séu ranglátari en fátækralögin. Elli- styrktarlög og nokkrar aðrar end- urbætur hafa átt að bæta dálítið úr skák, en eru flestar mesta kák, eins og óþæfðar bætur á gömlu fati. Sem grundvöllur umræða um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.