Ísafold - 09.12.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.12.1916, Blaðsíða 3
I SA F O L D Nú mun enginn þingmanna óska þess, að neinar verulegar ályktanir verði gerðar á aukaþinginu meðan i/4 hluta þess vantar. En þar sem ekki er heldur hægt að fresta sjálf:i þingketningunni, viiðist einasta ráðið til að komast út úr þessum þing- manna-vandræðum, að aldursfor- seti Jresti pinojundum. þegar búið er að skipa þingmönnum í kjördeildir, unz allir pingmenn eru kornnir. Þá daga má svo auðvitað nota til ucd- irbúnings þinghaldsins á ýmsan hátt, þótt eigi sé haldnir beinir þingfundir. ReykjaYíinr-annáll. Kvóldskenitnn. Bjarni Björnsson skopleikari hefir efnt til kvöldskemt- ana í Bárubúð bæði fimtudagskvöld og í gærkvöld —við afarmikla aðsókn. Skipafregn. Gullfoss kom til Kaupmannahafnar þ. 4 des. Botnia fór frá Leith í fyrradag. Getur sennilega ekki komið hingaðfyr en á fimtudag eða föstudag í næstu viku. Ceres kom að vestan í fyrradag með eitthvað um 100 farþega, m. a. bræðurna Kristján og Pál Torfasyni. og Oscar Clausen verzlunarm. Skipið fer héðan í dag. ísland fór frá Eskifirði til útlanda f miðri vikunni. Breiðafjarðarbátnrinn nýi »Svan- ur<( kom hingað fyrsta sinni á mið- vikudaginn með nokkra farþega að vestau. Báturinn er 67 smálestir að stærð, vélin hefir 80 hestöfl, og fer báturinn 8—9 mílur á vöku. Bæjarskráin. Vér viljum vekja athygli á auglýsingunni um Bæjar- skrána hér í blaðinu, og mælast prl- þess, að stjórnir allra félaga nrani eftir að senda útgef. umbeðna sk/rslu fyrir miðjan mánuðinn. Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hád. síra Ól., Ól. og í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðdegis slra Ól. 01. Brunabótafélagið 1 sambandi við greinina um Brunabótafélag íslands hér í blað inu, biður framkvæmdarstjóri Brunabótafélags íslands oss geta þess, að forstjóri eins af dönsku brunabótafélögunum, »Nordisk Brandforsikring«, hafi reynst sér mjög vel um ýraislegt, er hann þurfti til leiðbeiningar við undir- búning félagsins, þótt hann stæði fast með hinum dönsku félögun- um, að vilja eigi endurtryggja fyrir Brunabótafélagið. Maður þessi er af.íslenzku bergi brotinn, eins og nafn hans ber með sér. Hann heitir Magnusen. Af Goðafossi er fréttalaust, annað en það, að Geir og 2 botnvörpungar eiu á strandstaðnum að reyna að dæla skip- ið. Því miður mun enn sem fyr litil sem engin von um að honum verði náð út. Úr bréfi, rituðu 13. nóv. síðastliðinn úr einu af keimastjórnark]ördæmmu landsins: »Eg er að vona og hugga mig við, að Einar ráðherra hafi komist að í Árnessýslu. Garðarshólma geymir örfum gullnum rúnum sögu, letur Einars snild í stjónarstörfum, stærri’ og betri’ en samtíð metur. Sá mun verða sögunnar réttláti dómurt. Fáfækralöggjöfisi. Aðfinslur og tillögur. Eftir Guðm. R. Olafsson úr Grindavík. I. Frh. Þá verður næst fyrir mér II. kafli laganna, ei hefst með 31. greininni. Það er framfærslu- sveitaskiftibálkurinn, sem ræðir um bútun landsins i fátækrahér- uð, sveitfesti og þ. u. 1. Afieiðing hans eru ákveðin i V. kafla, um viðskifti sveitastjórna, þar á með- al hinir alræmdu hreppaflutningar, þar sem menn eru miskunnarlaust reknir á sína sveit, án tillits til þess, hvort þeim er það geðfelt eða hið gagnstæða, (ef fylgt er ákvæði 69. gr.), likt og stroku- þrælar voru reknir heim til sín í fornöld. — Hvar vituð þér al- valdara réttleysi, herrar mínir og frúr?! Þá er að líta á III. kafiann. Fyrst er 45. gr. Hún er ósköp sakleysislega, jafnvel góðlátlega orðuð á pappírnum: »Sveitar- styrk skal veita á þann hátt, að gætt sé svo sem verða má hvort tveggja í einu, hagsmuna fátækra- félagsins og þarfa, og velferðar þurfalingsins.* — En hvað er meir talið eftir og víða skorið við neglur ejx.sveitarstyrkur? — Það er svo sem séð fyrir veiferð fá- tæklingsins með því, að gjöra hann ómyndugan, fiytja hann ihreppafiutningi á sína sveit, og setja hann svo niður hjá þeim, sem lægst »býður i hann«! Nei, fyrirgeíið mér, heiðruðu löggjafar. 46. gr. bannar undirboð á fram- færslu þurfalinga. Fyrirgefið mér glópsku þá, ef þér haldið, að í sveitar8tjórnir geti eigi valist menn, sem kunna að leita hóf- anna, og leika bak við tjöldin. En slíkar krókaleiðir rekumst vér á viðar en hjá sveitarstjórn- arvöldunum. Eigi er 47. gr. síður orðuð i »mildum mannúðaranda*: »Þurfa- mönnum skal veita styrk á þann hátt, að styrkurinn sé lagður þeim á heimili þeirra, eða þeim komið fyrir á góðum heimilum, þar sem vel fer um þá, þeír látn- ir fara á sjúkrahús*), ef læknir álítur þess þörf, eða þeim loks komið fyrir á framfærslu- eða vinnustofnun, sem er undir um- sjón lögreglustjóra og stjórnarráð- ið hefir sett reglur fyrir.« En hver er framkvæmdin allvíða? Er hún altaf í fullu samræmi við bókstaf þessarar greinar? Eru það t. d. eingöngu góðu heimilin, sem sveitarstyrkþegar eru settir nið- ur á? Þá væri alt gott og bless- að um framkvæmd þess ákvæðis. En eg er skelfing hræddur um, að þar sé ekki »á visan að róa«. — Get eg sannað það? — Ó, það held eg reyndar. Það eru eigi nema 2—3 ár síð- an, að einn af læknum þessa lands var á ferð í héraði síuu, sem er mjög víðáttumikið. Kom hann þá af tilviljun auga á sveit- arbarn á bæ einum, er varð á leið hans. Barnið var um ársgam- alt að mig minnir, og hafði því verið komið þarna fyrir skömmu *) Algeng m&lTÍlla. fyrlr: i sjúkrahns. Fer illa á slíknm bögnmælum i lögnm þjóðarinnar. Aðalfundur Fiskifélags Islands verðnr hadinn í húf=i K. F. U. M. í Reykjavik þ. 10. febrúar 1917 kl. 6 e. h. A fundinum gerir stjórnin grein fyrir hag félagsins og gerðum á hinu liðna ári, bomar upp fyrir fundinum til samþyktar lagabreytingar þær, er siðasta fiskiþing samþykti. Kosnir 4 fulltrúar til að taka sæti á fiskiþinginu. Rædd ýms önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Díildarféiögum er heimilt að senda fulltrúa á fundinn samkvæmt 18 gr, íélagslaganna. Stjórnin. eftir fæðinguna. Lækni virtist athugavert útlit barnsins og skoð- aði það, án þess að hann væri beðinn, og hafði hans aldrei ver- ið leitað til þess. Það var þá alt orðið skakt og bæklað af bein- kröm, og sýkin komin á það stig, að lækningar var engin kostur, en hefði læknis verið leitað í tíma* var góð von um bata að mestu eða öllu leyti. Hið eina, sem læknir gat og gjörði, var því að reka hrepps- nefndina til að útvega barninu betri og gjörhugulli samastað eftirleiðis. — Saga þessi er áreið- anleg, því að læknir sagði mér hana sjálfur. Þetta er þó að eins dæmi, að vísu tekið af verri end- ánum. Það er, sem betur fer, svo mikið til af góðum heimilum, þar sem mönnum þykir skömm að að fara illa með niðursetninga, ekki sízt ómálga börn, að hjá því get- ur ekki farið, að margir þeirra lendi í bærilegum höndum, jafn- vel í ágætisstöðum, þar sem þeim er sýnd ástúð og farið með þá eins og sjálfbjarga menn; en það er ekki framkvæmd laganna al- ment að þakka, eða eftirlitinu með þeim. Um atlæti og viðmót við styrkþegana er fátt um skýrsl- ur. Þó kom sú fregn í blöðunum fyrir fáum árum, að umkomu- laus drengur var drepinn af harð- rétti. Það er raunar einsdæmi nú orðið, að likaminn sé deyddur. Sálarkvalirnar er erfiðara að mæla. Og þó að vér sleppum al- veg meðferð fyrri alda og ára tuga á munaðarlausum niðursetn- ingum — hver yðar getur frætt mig á því, hvor fleiri eru, góðu eða löku og afleitu heimilin, sem sveitarbörnin og sveitlægu gamal- mennin gista' i kvöld? Eða má eg spyrja: Hver hefir eftirlit með því? — Athuguli gestur, sem víða hefir augu! Vilt þú ekki »segja mér að sunnan® eða norðan: Hvort sást þú sveitarungling oftar glaðan eða hryggan, oftar brosa eða tár- ast? — Eg vona að svarið geti orðið lögum og landi til sóma. Brosið er einkenni hinnar frjálsu æsku. Þunglyndið er henni ó- eiginlegt og tortímir henni. >Dap- urt geð skrælir beinin.* Auðvitað er læknis vitjað til þurfamanna jafnfljótt og annara, til niðursetningsins engu síður en húsbóndans, og hann svo fluttur í s júkrahús, ef þörf gerist, og reynt að hjúkra honum eftir mætti, bæði heima hjá sér og í* stóra húsinu í Landakoti. Eða hver ef- ast um það? Eg get raunar ekki rent beinkrömssögunni og fleirum kyndugum sögum niður eins og nýmjólk; en það er nú líklega af sérvizku. Að endingu gerir greinin ráð fyrir »framfærslu- eða vinnustofn- un, sem er undir umsjón lögreglu- stjóra og stjórnarráðið hefir sett reglur fyrir«. Þarna er þó drep- ið á dálítið, sem vit er í. Það er óneitanlega réttara að afla mönnum atvinnu, heldur en að »setja þá á sveitina«, ef annars er kostur að hjálpa þeim til að bjarga sér á eigin spýtur, fremur en að gera þá að ómyndugum þurfalingum. Og þó svo sé, að þeir þurfi frekari hjálpar við, ætti fyrst og fremst ávalt að byrja á því, að sjá þeim fyrir atvinnu, sem er við þeirra hæfi, 0g hvetja þá á allar íundir til að bjarga sér sjálfir. En svo er hér eins og víðar, að annað er það, sem er, og hitt, sem á að vera. Stjórnarráðið hefir víst fengið að halda kröftum sínum óskertum af reglugerðarsamningum fyrir vinnustofnanir handa févana at- vinnuleysingjum, og eftirlitsstarf lögreglustjóranna með þeim hefir varla um of eytt afli né tíma þeirra. Það er þó lítið menning- ar eða fjáraflabragð, að svifta at- vinnulausa menn opinberum rétt- indum og sletta svo í þá fé frá öðrum, í stað þess að sjá þeim fyrir nægri vinnu, og lofa þeim að vera óskertum mönnum, eins og hinum. Eg hygg, að eigi megi draga lengur, að koma á fót fjölbreytt- um fyrirtækjum, sem veiti margs- konar atvinnu, er sé við hæfi sem allra flestra að unt er, og veiti þeim atvinnu, er með þurfa. Landssjóður ræki elíkar verkstofn- anir, eða hafi ella svo mjög hönd í bagga með þeim, að iandstjórn- in ráði öllum framkvæmdum. Fjölmörg framleiðsla getur kom- ið til greina; en þess sé vandlega gætt, að hver fái það starf, er honum lœtur bezt. Til eru átakanlegar iýsingar úr sögu þrælasölunnar, þar sem segir frá uppboðum, þá er menn voru leiddir frain og seldir. Fað- ir svörtu fjölskyldunnar var seld- ur í suðurátt, móðirin, konan hans, langt norður í land, og börnin þeirra austur og vestur, eitthvað út í buskann. Þau sáust oftast aldrei framar. Oss blöskrar grimd þrælakaupmannanna, er tvístra fjölskyldunum og þerra tár foreldra og barna með svipu- höggum, og lofum guð fyrir, að svörtu þrælasölunni er að mestu útrýmt. Vér myndum og telja þann mann varg í véum, sem verzlaði með mannakjöt. Slík at- vinna myndi fylla öll óspilt hjörtu megnasta viðbjóði. Þó er enn í lögum vorum leyft að sundra fjölskyldum, og það viðgengst enn fram á þenna dag, án þess að þær hafi annað til saka unnið, en að vera fjárhagslega upp á aðra komnar, þurfa að biðja um sveitarstyrk; og enn er víxlun og verzlun með lifandi menn — ekki líkami dáinna manna —, sem eru svo óhepnir, að hafa ekki næga peninga. Farisearnir »síuðu mýfluguna, en sulgu úlf- aldann«, sagði Kristur; og vér látum oss nægja, nærri 1900 ár- umsíðar,að hafaskömm á»prangi« á steindauðum mannabúkum, en lögleyfa flæking á lifandi mönn- um í sparnaðarskyni, smyglibrask undir fölsku nafni. Sér er nú hver samkvæmnin! »Þú talar sem fávísar konur tala,« sagði Job, er honum virtist húsfreyja sín mæla staðleysu stafi. Eg býst gjarna við, að ein- hverjum ykkar verði líkt á munmý er hann les þessi ummæli, þar sem eg eigi þó að vita, að undir- boð sé nú bannað, og lögin raæli svo fyrir, að þurfamönnum sé »komið fyrir á góðum heimilum*. Eg kannast við lagabókstafinn; en hitt legg eg undir dóm kom- andi kynslóða og beztu manna yfirsýn, þeirra, er nú lifa, hver framkvæmdin er víða. Og þar er lögin leyfa sundrun heimila, þótt fjölskyldurnar »lifi saman í ást og eindrægni«, þá er ekki góðs að vænta. Flogið hefir fyrir saga eigi als fyrir löngu, — að sumu leyti mætti líklega kalla hana skrítlu —, er segir frá oddvita, sem reið bæ frá bæ, til að koma fyrir ófæddu barni, fyrir sem minst meðlag, því að foreldrarnir voru á sveitinni, og barnið var rifið frá móðurinni í blóðbönd- unum, að því er mér er sagt. Þess má geta, að foreldrarnir voru hjón. En þótt eg telji hjóna- bönd nauðsynleg, ekki sízt vegna barnanna, þá mun fáum bland- ast hugur um, að jafnranglátt er að börnin gjaldi, hvort sem þau eru skilgetin eða eigi. Það mun þó oft hafa »brunnið við«, að börn hafi goldið faðernis eða móð- ernis. Og erfðalögin styðja það misrétti á hlægilegan hátt, og þó grátlegan sökum þeirra, er mis- réttið líða. Frh. Erl. símfregnir frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 7. des. Orusturnar í Aþenuborg eru nu á enda. Bandamenn hafa lagt uudir sig ýmsa þýðingar- mikla staði í Grikklandi» Asquith hefir sagt af sér. Þjóðverjar hafa unuið sigur hjá Argosul. Þýzkir kafbátar hafa sökt þremur skipum f nánd við Madeira. ------— ■ ia»---- Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. ÁJEgteiðskf opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 ás kvöldin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.