Ísafold


Ísafold - 13.12.1916, Qupperneq 1

Ísafold - 13.12.1916, Qupperneq 1
 Kemur út tyiavar i viku. Veiúárg. f> kr., erletidis 7^/j kr. e5a2dollar;borg- Ist fyrir miðjau júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII irp. Reykjavík, miðvikudagim 13. desembér 19:6 Ritstjóri: Úlafur Björnsson. Talsími nr. 455. í >afoldarprentsmiðja. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaöiS. | 96 tölublað Viljirðu eiga *Bilciþállilýddu eðlistilvUan þinni, hún sogir »þú skalt kaupa* FORD TOURING CAR og neitaðu ekki fljálfum þér um þann hag og Anægju sem það getur veitt þór. Timinn er peningar, og Ford Touring Car eykur verðgildi tíma og peninga. Ford bilar -eru ódýrastir allra bila, léttir að stjórna og muðveldastir i viðhaldi. Ford bllar eru beztu fólks- og ílutnings- tæki sem komið hafa til landsins, og fást að oins bjá undirrituðum, sem einnig selur bin heimsfrægu DUNLOP DEKK og SL0NGUR. fyrir allar tegundir bíla. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. Alþýðafól bókAsarn Templaras. S kl. 7—9 bjrgarstjóraskrifst. opin dagl. 10-12 og 1 — 8 Brojarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B Bæj&rgjaldkerinn Laufáav. B kl. 10—12 og 1—B Islandabanki opinn 10—4. ILF.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sitö. Alm. fundir fid. og sd. 8J/s siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum íLi*ndakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og 6—8. ÍTtlán 1—8 Lftndsbúnaöaríólagsskrifstofan opin frá 12—9 £íS,ndsfóbirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—8 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga belga daga 10—12 og 4—7. Xiistasafnið opið sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2 Náttúrugripasafnið opið D/s—2*/a á sunnud. Póatbúsið opið virka d. 9—7, sunnud. ö—1. Bamábyrgð Islands kl. 1- B. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi lleykjavíkur Pósth, 3 opinn 8—12. Vifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 l*jóðmenjasafnið opið sd., þrd. og fid. 12—2 Alþingi sett. Ráðherra boðar þinginu, að hann rauni segja af sér. Sú athöfn fór fram þ. 11. des. og hófst með guðsþjónustugjörð í dómkirkjunni. Dómkirkjuprest- urinn annar, síra Bjami Jónsson steig í stólinn og hafði hann valið sér þenna taxta: Fyrra Tímóteusar II. kap. vers 1.—4. »Fyrst af öllu áminni eg þá um að fram fari ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsam- legu og rólegu lífi í allri guð- hræðslu og siðprýði. Þetta er gott og þóknanlegt frelsara vor- um guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekk- ingar á sannleikanum«. Á undan prédikun var sunginn sálmur nr. 644 í sálmabókinni: »Eilíf miskunn að þér taktu ísa- láð vort fósturland«, og á eftir prédikun nr. 618: »Alþing vér setjum« o. s. frv. Þingmenn söfnuðust þvínæst saman í Neðrideildarsal alþingis. Las ráðherra Einar Arnórsson þar upp konungsboðskapinn um sam- ankvaðning alþingis. Reis þá upp aldursforsetinn Ólafur Briem og bað konung lengi lifa. Tóku þing- menn undir með níföldu húrra- hrópi. Þvínæst tók aldursforseti við fundarstjórninni og lét svo um mælt, að þar sem enn vant- aði til þings */4 hluta þingmanna og eigi þætti hlýða að byrja þing- störf meðan svo stæði, yrði þing- fundum frestað þangað til þingið væri fullskipað. Áður en þingmenn gengu af fundi skýrði ráðherrann frá því, að hann mundi bráðlega biðja lcon- ung lausnar frá embœtti sínu og mœltist til þess, að þingmenn fœru að ráða ráðum sinum • um það, hvernig skipa eigi stjórnina. Sj öpr ó fið iit af Goðafoss-strandinu. Rannsóknin hófst kl. 9 i morgun í Bæjarþingstofunni. Sjódóminn skip uðu bæjarfógeti, Páll Halldórsson stýrimannaskólastjóri og J. G. Hal- berg, sem um mörg ár fyr meir var í siglingum. Fyrstur mætti fyrir réttinum Júl- ius skipstjóri Júliníusson. Er hann 39 ára að aldri. Kvaðst hann hafa verið upp á stjórnpalli, unz skipið var komið fram hjá Ritnum, þá var bjart og sá skip- stjóri land þvert af Ritnum og áleit það væri Straumnes. Skipið fór þá með fullri ferð,' um 9 mílur. Skip- stjórinn fór þá fyrst niður í reyk- salinn til að gæta að hvort þar væri alt i lagi, síðan inn i borðsalinn og niður i farþegarýmið í sömu erind- um og loks inn á salerni karla. Þeg-. ar hann kemur þaðan út hittir hann einn hásetann og spyr hvað hann sé að gera. Svarar hásetinn að hann sé með skilaboð frá stýrimanni um að komin sé stórhríð. Skipstjóri hleypur þá upp á stjórnpall og seg r við stýrimann: »Hamingjan hjálpi okkur, við erum komnir inn i lá- deyðu«. Kveðst hann hafa séð land og brot fram undan. Heldur hann að stýrimaður hafi sagt, að hann hafi ætlað að fara að beygja, ef hann (skipstj.) hefði ekki komið upp. Skipstjóri kvaðst þegar hafa reynt að beygja af og gefið manninum við stýrið svo'átandi skipun: »Hart stjórnborða!« Skipið var þá komið svo nálægt, að skip- stjóri sá að það léti ekki að stjórn og gaf þá skipun niður i vélarúmið að fara fulla ferð aftur á bak. En skipiðiakstá áður en það varð stöðvað. Nielsen framkvæmdarstjóri bað þessar spuningar lagðar fyrir skip- stjóra: 1. Hvernig fékk hann vissu um, að skipið væri 2 kvattmílur af Ritn- um? 2. Hver tók þá fjarlægð? 3. Hvar var skipstjórinn, er fjar- lægðin var tekin? Þessum spurningum svaraði skip- stjóri á þessa leið: Mér sýndist fjarlægðin vera á að gizka tvær kvartmílur frá Ritnum, þegar eg athugaði löndin beggja megin og spurði stýrJmanninn að því, og fékk það svar, að fjarlægðin væ i 2 kvartmilur. Seinna hefir stýrimaður sagt mér, að það hafi verið ágizkun. Eg var inni í kort- húsinu og úti á stjórnpalli um þetta leyti. Enn var þessi spurning lögð fyiir skipstjóra. 1. Hafði skipstjóii sjálfur gefið þær stefnur, sem sigldar voru frá ísafirði? Svar: Já, þær sem stauda i dag- bókinni. Af hálfu vátryggjenda voru þess- ar spurningar lagðar fyrir skipstjóra: 1. Hverir voru á stjórnpalli auk stýrimanns, er skipstjórinn fór nið- ur. 2. Er skipstjóra kunnugt um hvort og hve oft var litið á »loggið* eftir að það var látið út og til þess er skipið strandaði. 3. Hver var stefna skipsins, þeg- ar skipstjóri kom upp. 4. Telur skipstjóri það ekki hafa verið skyidu sína að staðreyna sjálf- ur hvort sú fjarlægð hafi verið rétt, sem hann segir, að stýrimaður hafi gefið sér? Svör: Að r. Maður við stýrið, Aðalsteinn Guðmundsson og annar á verði, annaðhvort á stjórnpalli eða fram á. Að 2. Nei. Það er ekki vant að athuga »loggina«, þegar siglt er áfram, ekki nema þegar tekin er fjarlægð frá landi eða beygt ein hversstaðar fyrir. Annars er »loggin« að eins athnguð, þegar skift er um verði. Að 3. Enginn timi til að athuga það. Að 4. Jú. Kveðst hafa gert það. Fór út á stjórnpallinn og sá landið beggja vegna og gat ekki annað séð en skipið væri 2 kvartmílur undan. Bæjarfógeti spurði skipstjóra hvoit hann hefði verið ölvaður, er hann fór frá Isafirði og svaraði skipstjóri þvi neitandi og um stýrimann sömu- leiðis að hann hafi ekki getað séð vín á honum. Þvi næst var stýrimaður Olafur Siqurðsson yfirheyrður. T.agði hann fram allítarlega skýrslu um sigling Goðafoss frá Ritnum og til þess er hann strandaði. Birtist sú skýrsla i heild sinni i næsta blaði. Stýrimað- ur kveður skipstjóra hafa komið út á stjórnpallinn, er þeir voru þvert af Ritnum og sagt að þeir væru alt of fjarri Ritnum og sett stefnuna. Eftir henni var svo siglt og er dimmviðrið skall á, reyndi stýri- maður að ná í skipstjóra, en tókst ekki strax. Þorði þó ekki að minka ferð skipsins eða gefa hljóðbending- ar vegna þess, að skipstjóri hefði lagt bann við því, nema hann væri sjálfur viðstaddur. Enn fremur bar stýrimaður það, að hann minnist þess ekki, að skip- stjóri hefði spurt sig um fjarlægðina frá Rit, og enn fremur, að hefði hann verið sjálfráður, mundi hann hafa siglt jafn langt af Straumnesi og af Rit. Aðspurður af Nielsen framkvæmda- stjóra hvað hann hefði gert, er dimm- viðrið skall á viðvíkjandi hljóðbend- ing o. s. frv,, svo framarlega, sem eigi hefði legið fyrir bann frá skip- stjóra — kvaðst hann fyrst mundi hafa gefið nljóðbending og ef skip- stjóri hefði þá ekki komið vonbráð- ar — stöð vað skipið og lóðað. (Framhald í næsta blaði). Skýrsla þessi er rituð i flýti og mun leiðrétt i næsta blaði, ef eitt- hvað skyldi ekki alveg nákvæmt. Styrimaður hafði ekki lokið sinum frambutði, er blaðið var prentað. Frá Goðafossstrandinu, Öll von úti um Goðafoss. Hingað komu í gærmorgun björg- unarskipið Geir og botnvörpungur- inn Ápríl með innanstokksmuni úr Goðafoss, en höfðu um helgina gef- ið upp alla von um að bjarga sjálfu skipinu. Úrslitaskeylið um þetta barst til Eimskipafélagsstjórnarinnar frá Níel- sen framkvæmdarstjóra á laugardags- kvöldið og var það svo látandi: »Getum eigi dælt skipið. Höf- um reynt að láta kafara þétta ytri botninn, en hann hefir eigi hald- ist við vegna undiröldu, sem leið- ir hér inn, þótt altaf sé austan- átt. Skipið liggur á bakborðshlið, og þar sem það er mest skemt liggur það á grjóti, svo að kafar- inn getur ekki komist þar að til þess að þétta það. — Naumast nokkur von til þess, að skipinu verði bjargað. Björgum nú innan- stokksmunum, og hjálpar Apri( til þess.----------« Um sjálft slysið hefir Mbl. leitað vitneskju hjá einum farþeganna Zöllner stórkaupmanni, er hingað kom á Nirði fyrir helgina, og farast honum orð á þessa leið: — Þetta er hörmulegt slys, segir hr. Zöllner. Það hefði alveg eins getað farið svo, að allir, sem á skip- inu voru, færust, enda er það hepni, að ekki varð manntjón að. Goðafoss fór frá ísafirði um miðnætti á fimtu- dag, og var þá bezta veður. Tæp- um þremur stundum siðar var komin kafaldshrið, en sjór var mjög litill. Um 10 minútum áður en skipið strandaði hafði skipstjóri gengið af stjórnpalli, en stýrimaður skipsins hafði stjórn. Maður sá ekkert land, þvi bylur var á. — Skyndilega virtist stýrimanni, sem skipið væri komið of nærri landi, því að það rendi inn i ládauðan sjó. — Sendi hann boð til skipstjóra, en í sömu andránni sem skipstjóri kom á stjórn- pallinn, rakst Goðafoss á skerið. Nú var vélin stöðvuð og látin taka öfuga sveiflu, eins hratt og unt var, en skipið stóð sem fastast. Um leið og skipið rakst á, biluðu loftskeytaþræðirnir, svo að þær vélar urðu ekki notaðar. En tilraun var þegar gerð til þess að senda út neyð- armerki, S O S, sem það heitir i loft- skeytamálinu, en auðvitað var það árangurslaust. Og um 10 minútum síðar sloknuðu öll ljós á skipinu og hitaleiðslan um skipið stöðvaðist. Þegar birti um morguninn, var stýrimaður sendur ásamt 5 hásetum í björgunarbáti skipsins áleiðis til Aðalvíkur til þess að sækja hjálp. Um daginn gerði ofsarok og þar eð báturinn ekki kom aftur að kvöldi, hugsuðu menn á Goðafossi, að hann hefði farist og menn allir sem á honum voru. Sem betur fór, var það eigi svo, þvi á þriðja degi kom skipsbáturinn og nokkrir vélbátar frá Aðalvík á strandstaðinn. Hafði stýrimaður orðið að dvelja í Aðal- vík þann tíma, þar eð ófært var veður. Það var og fyrst á laugar- dag að fært var bátum milli Aðal- víkur og ísafjarðar og þessvegna kom fregnin ekki hingað fyr. — I tvo sólarhringa urðu farþegar að dvelja í hinu strandaða skipi. Var það eigi áhættulaust, því sjó- arnir og brimið gat mölbrotið skip- ið á hverri stundu. Enda reyndi skipstjóri að koma kaðli á land, en það var ekki unt vegna brims. Háir hamrar þar sem skipið lá og urðar- grjót alt í kring, en býlalaust með öllu. Er líklegt að skipbrotsmenn mundu hafa týnt tölunni þó þeii hefðu komist á land, og því rétt- ara að láta alla dvelja í skipinu. Farþegar voru allir í rúmum sínum þegar skipið strandaði. Greip þá suma hræðsla fyrst, sem vonlegt var, en annars fór alt fram í beztn reglu. Kalt var mjög og óvistlegt í skipinu, svo farþegar fluttu allir upp í reyksal skipsins og héldu þar til að nokkru leyti. A laugardag komust þeir allir, ásamt öllum skip- verjum til Aðalvikur á vélbátum, sem þaðan komu. — í Aðalvík var flestum skipverjum og farþegum komið fyrir i skóla- húsinu. Skipstjórinn og nokkrir aðr- ir fengu inni á heimili kaupmanns eins. í skólahúsinu fór vel um okk- ur, en það var litið um matvæli á staðnum. Brytinn hafði þó tekið Ný opinberun. Spiritisminn og trúarbrögðin. Eftir Sir Arthur Conan Doyle. Ef nokkur vildi hafa fyrir þvi, að leita að áskrifendaskrám blaðs- ins »Light« fyrir árið 1887, þá held eg, að hann mundi finna nafnið mitt þar. Eg er líka einn af elztu félagsmönnum í Sálar- rannsókna-félaginu (Psychical Re- search Society). Fyrir því verður ^nér ekki borið það á brýn, að eg hafi hrapað að því að draga ályktanir, þó að eg dirfist eftir þrjátíu ára umbugsun að verða við tilmælum ritstjórans um að segja fáein orð um samband við framliðna menn. Þær ályktanir komast fyrir í einni setningu. Þrátt fyrir svik, sem einstöku sinnum hafa komið fyrir, og frá- leitar ímyndanir, er heilbrigður kjarni í allri þessari andlegu hreyfingu, sem er óendanlega nær fullkominni sönnun en komið hefir endranær fram í nokkurum

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.