Ísafold - 16.12.1916, Side 1

Ísafold - 16.12.1916, Side 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð irg. *, kr., erlendis »y kr. eða * Yx dollar; borg- ist tyrir miðjan júli erlendis fyririram. Lausasala 6 a. eint. XLIII. árg. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramút, er úgild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. 97. tölublað. Sjöprófið iit af Goðafoss-strandinu. (Niðurl.) Sfeýrsla stýrimanns. Hér fer á eftir skýrsla sú, er 1. stýrimaður lagði fram í réttinum og getið er um i siðasta blaði. Fimtudaginn 30. nóvember um kl. 2 f. h. þegar skipið var að fara fram hjá >Ritnum« á stýrðri stefnu N. t. Ö. ®/4 Ö. kemur skipstjóri upp á stjórnpall og segir við 1. stýrimann: »Við erum alt of langt frá Ritnum*, og skipar »Bakborð<, þ. e. að beygja til stb. NÖ. t. N., svo NÖ. */* N., NÖ„ NÖ. t. Ö., NO. t. Ö'/aÖ. og ÖNO. Allarþessar stefnurgaf skipstjóri sjálfur ánþess að spyrja stýrimanninn um fjarlægð, því, sem fyr sagt, sá hann hve langt skipið var frá Ritnum. Þegar síð- asta stefna var gefin, var Riturinn þv. i SS. O. um 2 sjóm., Log 17. Skipstjóri fór síðan af sjórnpalli og inn i Bestikket og bað stýrimann láta sig vita þegar við færum fram hjá »Straumnesi«. Kl. 2 og 20 m. skall á með austnorðanbyl og veður. Fór þá stýiimaður inn i klefa skip- stjóra og ætlaði að láta hann vita, að bylur væri kominn, og er skip- stjóri ekki var þar, sendi stýrimað- ur strax útvörðinn, sem var á stjórn- palli, niður í reykskála að kalla á skipstjóra, þvi þar hugði stýrimaður að skipstjóri væri, en háseti (Eyólf- ur Eðvaldsson) kom bráðan aftur og kvaðst ekki finna skipstjóra. Sendi þá stýrimaður aftur niður annan há- seta (Þorstein Sigmundsson) til þess tð leita að skipstjóra, með þeim ummælum, að hann yrði að finna skipstjórann, — og sagði við hinn fyrnefnda háseta, að gá vel fram undan á meðan stýrimaður hljóp inn í Bestikket og setti út hina stýrðu stefnu í sjókortið og virtist hún bera 1 sjómilu af Straum- nesi, og frá síðustu afstöðu af Rit og þv. af Straumnesi ættí að vera um 5 sjómílur. Stýrimaður var strax úti á stjórnpalli aftur, kl. var þá um 2 og 30 m. f. h. Nokkru seinna kemur háseti, er sendur var að leita að skipstjóra, og segist ekki finna skipstjóra. Stýrimaðar sendi enn þann sama háseta, og segir með áherzlu, að hann verði að finna skipstjóra, hvar sem hann sé. Strax og bylurinn skall á, sagði stýrimaður við( háseta þann, sem stýrði, Aðalstein Guðmundsson, að stýra ekki austar, og leit stýrimaður öðru hvoru á kompásinn og sá að svo var gert. Stýrimaður hugsaði sér að beygja nokkuð frá landi, þegar 4 sjómílur væru útsigldar, ef skipstjóri þá ekki væri kominn. — Þegar kl. var nærri 3 fjórðungar stundar í 3, kemur skipstjóri á stjórnpall, og segir þá stýrimaður við skipstjóra, að hann hvergi hefði fundið skipstjóra, og að stýrimaður hefði ætlað að fara að beygja út á, »já« svarar þá skipstjóri: »stjórborð« «g til að sjá um að því væri hlýtt hljóp stýrimaður yfir að stýrinu og sá að svo var gert, i sama augna- bliki sá skipstjón og stýrimaður rofa í land og brot framundan, heldur um stjórborð, skipstjóri sló þá fullan kraft aftur á bak, en þrátt fyrir það rann skipið á grunn og festist. Að 1. stýrimaður ekki gaf þoku- merki þegar bylurinn skall á, eða minkaði ferð, var af því, að skip- stjóri þrásinnis hefir ávítað stýri- mennina harðleqa fyrir að gera slikt, áður en hann, skipstjórinn, væri kominn á stjórnpall, því það gerði sér og farþegum svo illí við. Aftur á móti, eins og áður um- getið, hljóp stýrimaður irvn í Be- stikkið og leit efíir stefnunni, sem sýndi að allt horfði fritt, og jafn- framt hugði að skipstjóri á hverri minútu mundi koma. — Aðspurður, kvaðst stýrimaður ekki muna eftir því, að skipstjóri hafi nokkurntíma við þetta tækifæri spurt um fjarlægðina frá Ritnum. Hann áleit að skipið hafi verið svo langt frá Ritnum, að beygja hafi mátt fyrir, en hann kvaðst þó ekkert hafa verið spurður um það þá. Hefði hann verið sjálfráður, mundi hann þó hafa stýrt skipinu ^/a striki norðar, þannig að fjarlægðin hefði orðið hin sama þegar farið væri fram hjá Straumnesi og hún var er silgt var fram hjá Ritnum, eða um 2 sjó- milur. Stýrimaður kvað skipstjóra sjálfan hafa sett stefuuua í stjórnklefanum. Stýrimaður var þá á stjórnpalli og gat ekkert sagt um það hvort sú stefna hafi verið rétt, þar sem hann ekki hafði kortið fyrir sér. Skip- stjóri hafi svo farið niður, en þegar bylurinn skall á, þá fór stýrimaður af stjórnpalli inn í kortaklefann til þess að athuga stefnu skipsins eftir kortinu, og sá hann þá, að stefnan bar um 1 sjómilu út af Straumnesi. Þá kvaðst stýrimaður, er hann var spurður um hvers vegna hann hafi ekki stöðvað skipið eða gefið hljóð- breytingu í gufupípuna þá er byl- urinn skall á, ekki hafa mátt stöðva ferð skipsins eða nota gufupípuna nema tilkynna skipstjóra það áður. Það væri fyrirskipun frá skipstjóra til stýrimanna skipsins, eins og get- ið væri um í hinni skriflegu við- bótarskýrslu hans. Nielsen: Hefir stýrimaður þá aldrei mótmælt þessari ólöglegu fyrirskip- un skipstjóra? Stýrimaður: Jú, og eg hefi áður notað gufupípuna en fengið skarpa ávitun fyrir. Þessu til sönnunar tjáði stýri- maður réttinum, að eittsinn á leið- inni frá New York til Reykjavíkur í síðastliðnum nóvembermánuði hafi annar stýrimaður haft vörð á stjórn- palli, þá er hrið skall á. Sendi hann þá niður í reyksal að sækja skip- stjóra, en þar sem hann ekki kom, gaf hann þokumerki meðgufupipunni. Fyrir þetta ávítaði skipstjóri annan stýrimann mjög harðlega, kvað sér verða mjög ilt við og farþegar órólegir ef skyndilega væri far- ið að nota gufupipuna. í sömu andránni kom fyrsti stýrimaður á stjórnpallinn og reyndi hann þá að vekja athygli skipstjórans á því, að bylur væri á og að það væri betra að nota gufupipuna, en við það var ekki komandi. Bylurinn hélst tvær vökurnar næstu, en eina skiftið sem gufupipan var notuð á þeim tíma, var þá er annar stýri- maður gaf merkið og fékk ávítun fyrir. Aðspurður kvaðst stýritnaður álíta, að sér bæri að hlýða skipun skip stjóra, en þó ekki ef hann hefði hugmynd um það, að skipið væri i yfirvofandi hættu statt. Nielsen: Hvað mundi stýrimaður hafa gert, trl þess að koma i veg fjyrir þetta strand, ef hann hefði ekki haft þessar fyrirskipanir ? Stýrimaður: Þegar bylurinn skall á mundi eg hafa gefið alþjóðlega hljóðbendingu og hefði skipstjórinn þá ekki komið upp á stjórnpallinn, þá hefði eg minkað ferð skipsins eða stöðvað það alveg eftir ástæð- um, og mælt dýpið (lóðað). Aðspurður kvaðst stýrimaður hafa litið eftir því að haldin væri rétt stefna eftir kompás. Utvörður skips- ins hafi fyrst verið fram á skipinu, en þegar veðrið veisnaði hafi hann komið upp á stjórnpallinn. Stýri- maður hafi fyrst orðið var við að skipið rendi í ládauðan sjó um leið og skipstjóri kom upp á stjórnpall- inn — rétt áður en skipið rendi á klettinn. Hafi hann þá mælt þessum orðum við skipstjórann þá er hann kom upp á pallinn : Eg er einmitt að láta beygja við, og hafi skipstjóri þá fallist á það. Aðspurður segir stýrimaður að skipstjóri og hann hafi ekkert talað um straum. Aðspurðurkvaðhann hafaliðiðum 5 minútur frá þvi að skipstjóri hvaif honum og þangað til bylurinn kom. í dagbókarkladda skipsins hafði stýri- maður ritað að skýringu vantaði, á eflir orðunum: »Beygðum fyrir Rit» en það kvaðst hann hafa sett inn eftir að skipið strandaði, því að sér hefði virst það þurfa skýringar við. Kvaðst hann hafa bent skipstjóra á, að ástæða væri til þess að gefa þessa skýrslu, en hann sagt að það mætti gera á eftir [fyrir rétti) Ekki kvaðst hann vita hvers vegna skipstjóri hefði eigi viljað hafa írekari skýrslu í dag- bókinni. Var siðan spurður hvort hann hefði samið skýrslu sina sjálfur og kvað hann svo vera. Hann sagði að skipstjóri hefði þegar tekið við sjjórn þá er hann kom upp á stjórnpall, en engar ráð- stafanir aðrar gert en þær, sem um getur í sjóferðaskýrslunni (sér vitan- lega). Um 20 mínútur hefði gengið í það að leita að skipstjóra og ekkert liðið á milli þess að mennirnir voru sendir. Ekki kvaðst hann vita hvar skipstjóri hefði fundist. Um það hvort hann áliti að nægi- lega varlega hefði verið farið, sagði hann það, að ef hann hefði ráðið, mundi hann hafa stýrt fyrir Straum- nes með sömu fjarlægð og fyrir Rit, eða hálfu sriki utar. Hann bar það, að hann hefði eigi verið undir áhrifum víns og skip- stjóri eigi heldur, að því er hann hefði séð. Þá var skipstjóri kallaður fyrir aftur, og var fyrir honum upp les- inn fratnburður stýrimannsins. Kvaðs ’mætti hafa það við þann framburð að athuga, að hann hafi aldrei b.innað stýrimönnum að hreyfa vélasimann eða breyta frá stefnu. Hitt hafi hann sagt þeim, að Játa sig vita, áður en þeir gæfu hljóð- bendingu eða blésu i gufopipuna. En hann kvaðst álíta, að sú skipun hljóti að falla burtu ef stýrimaður, sem vörð hefði á stjórnpallinum, næði ekki i skipstjórann, þegar stýri- maður sendi boð eftir honum. Og hvað þvi viðvikur að breyta frá stefnu, hafi stýrimaður þráfaldlega gert það án þess að spyrja sig að. Hvað snerti dæmi það, sem minst var á, að hann hafi ávitað annan stýrimann fyrir það, að hann hafi blásið i gufupipuna, lætur hann þess getið, að skipið hafi þá verið úti á miðju hafi og hann álitið að þeir sæn ljós DÓgu langt frá til þess að forðast skip, en engin hætta af öðru en skipum. A hinn bóginn „kveðst mætti ekki hafa viljað gera meira vart við sig en þyrfti, ef herskip skyldi vera i nánd. Mættur fór þá inn i stjórn- klefann og sagði»við stýrimanninn, sem var á verði, og mættur heldur að hafi verið fyrsti stýrimaður, að láta sig vita ef dimdi og gefa öðrum stýrimanni sínum bendingu um þetta, þá er hann kæmi á vörð kl. 12. Mættur neitar þvi, að fyrsti stýri- maður hafi haldið því fram við sig, að nauðsyn væri að blása í gufu- flautuna. Það var svo langt frá því, að 1. stýrimaður héldi því fram, að nauðsynlegt væri að gefa hljóðbend- ingu, að hann félst á það, að skipa- Ijós mundi sjást í hæfilegii fjatlægð. Ennfremur athugaði mættur það, að eftir að hann hafði'sett seinustu stefnu frá Rit, þá hefði hann fartð inn i herbergi sitt við hliðina á Bestik- rúminu, þá hefði 1. stýrimaður kom- ið þar inn ög farið að rita í dag- bókarkladdann. Kveðst mættur þá hafa farið inn i Bestikrúmið og spurt stýrimanninn að því, hvað skipið væri langt frá Rit. Hefði stýri- maður sagt, að það væri 2 kvart- mílur, og sama sá mættur að stóð í dagbókarkladdanum, án þess að þess væri getið, að það væri ágizkun, sem vera átti ef fjárlægðin var ekki tekin nema eftir ágizkun. Þá kveðst mættur ekki hafa séð brot á stjórnborða heldur framundan og á bakborða, þó geti verið, að það hafi lika sézt á stjórnborða. Um stefnur þær, er stýrimaður segir að breytt hafi verið, þegar beygt var fyrir Ritinn, kveðst hann hafa talað um það við stýrimanninn áður og hann þá ékki sagzt muna þær nákvæmlega. Að þvi er snerti viðbótsskýrslu stýrimanns, þá segir mættur að þeir hafi talað um það áður, hann og stýrimaður, að láta það standa óbreytt sem skrifað hafi verið í dagbókina, en skýra svo frá hinu munnlega fyrir rétti. Annars höfðu þeir báð- ir saman gert uppkast að skýrslu í líka átt, eins og stýrimaður nú hefir komið fram með, og hafi sú skýrsla verið í skipsdagbókinni er stýrimað- ur tók við henni i fyrradag að því er mættan minnrr. Um þessa skýrslu stýrimannsins kveðst mættur ekki vita fyr en nú. Að gefnu tilefni skýrði mættur frá því að siðasta stefuan hafi verið tekin, áður en hann spurði stýri- mann um fjarlægðina. Að ætlun skipstjóra sjálfs var svo bjart þegar stefnan var tekin, að ef ekki dimdi, þá var altaf hægt að laga stefnuna ef á þyrfti að halda. Að gefnu tilefni segist skipstj. eigi hafa skýrt stýrimanni né öðrum frá því hvar sfn væri að leyta þegar hann fór niður af stjórnpalli, því að meðan svo bjart var, taldi hann þess ekki þörf. Þá mætti aftur fyrir réttinum 1. stýrimaður, og voru þeir skipstjóri látnir bera sig saman. Heldur stýri- raaður því fram, að þeir hafi skilið það svo yfirmennirnir, að þeir mættu ekki gefa hljóðbendingu eða minka ferð án þess að láta skipstjóra vita, en stýrimaður skildi ekki þessa fyr- irskipun svo, að hún ætti að gilda ef fyrirsjáanleg hætta gæti verið fyr- ir skipið. Um tilfelli það er kom fyrir i Ameríkuferðinni og áður er skvrt frá, segir stýrimaður að hann hafi fyrst ætlað með hægð að sann- færa skipstjóra um að það væri svo dimt að það þyrfti að gefa þoku- bendingu, en skipstjóri hefði haldið því fast fram að það væri ekki þörf á því. Segir stýrimaður að vera meigi að hann hafi gefið það eftir, að minsta kosti með þögninni, að þessa væri máske ekki þörf, enda hefði rofað til annað slagið. En þó var altaf bylur. Hann skýrir frá því, að skipstjóri hafi sagt við sig þá er hann fór þá af stjórnpallÍDum, að gera sér aðvart ef dimdi meira, og það megi vel vera að hann hafi beðið sig að segja öðrum stýrimanni það sama. Stýrimaður segir að það geti skeð að skipstjóri hafi spurt sig um fjar- lægðina eftir að stefnan var sett hjá Rit, þó að hann muni það ekki, en hann kveðst muna að þetta hefði komið til orða eftir að skipið strand- aði. Um stefnurnar er stýrimaður hefir gefið upp, er hann beygði fyr- ir Rit, þá skrifaði hann þær ekki hjá sér þá, en hetír síðan sett þær eftir minni; tjáist muna fyrir víst þrjár til fjórar siðustu stefnurnar. Þá skýrir hann frá því að þeir skipstjóri og hann hafi skrifað i félagi viðbótarskýrslu við dagbókina í lika átt og skýrsla stýrimanns, en ekki eins langa. En svo hefði það orðið úr að skrifa nýja skýrslu, eins og hún er sett í dagbókina. Að gefnu tilefni skýrir stýrimaður frá því að skipstjóri hafi aldrei bannað þeim að breyta stefnu. Stýri- menn hafi mátt víkja frá stefnu ef fyrirsjáanleg þörf var á því. Skip- stjórinn setti stefnuna i þetta sinn með þeim ummælum, að láta sig vita er skipið færi fram hjá Straum- nesi.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.