Ísafold - 16.12.1916, Síða 2

Ísafold - 16.12.1916, Síða 2
2 IS AFOLD Þá mætti fyrir réttinnm Pétur Björnsson, 2. stýrimaðnr. Hann skýrði frá þvi, að skip- stjóri hefði sagt þeim stýrimönnum að þeir ættu að láta sig vita áður en þeir gæfu hljóðbendingu, annars gæti það álitist svo, ef hann væri niðri, að hann gætti eigi skyldu sinn- ar. Vitnið skýrði frá þvf, að það hafi verið á leiðinni hingað frá New York, seinni hluta dags, er skipið fór fram hjá Cape Race, að bylur skall á. Vitnið hafði þá vörð á stjórn- palli og sendi Guðmund Magnússon háseta (sem fór af skipiuu, er hing- að kom), niður til skipsjómfrúar með boð til skipstjóra um það að koma upp. En er það drógst að skipstjóri kæmi, gaf stýrimaður hljóðbendingu. Rétt á eftir kom skipstjóri upp á stjórnpall og kvaðst eigi hafa fengið skilaboðin, en ávít- aði stýrimann fyrir að hafa gefið merki án sinnar vitundar. Spurði skipstjóri hvernia hann %œti jenqið af sér að %eja merki er honum hajði áður verið bannað pað. Kvað skip- stjóri eigi svo dimt, að þess gerðist þörf að gefa merki, en vitnið segist hafa áiitið þess fulla þörf, því að skipsljós mundu ekki hafa sézt í hæfilegri fjarlægð. Ekki minnist vitnið þess, að skip- stjóri hafi tekið það beinlínis fram, að ekki mætti hreyfa vélsima skips- ins, en segist hafa skilið það svo. Mundi þó hafa breytt á móti þvi, ef hann hefði álitið nauðsyn til þess bera. Ekki kvað hann skipstjóra hafa fundið að því, þótt þeir breyttu stefnu. Ennfremur skýrir hann frá því, að það hafi verið litlu eftir að hann kom á skipið, að hann hefði gefið hljóðbendingu, með gufupípu skipsinS, en skipstjóri hefði þá fund- ið að því við sig, með hægum orð- um þó, og sagt að hann yrði að láta sig vita áður en hann gerði slíkt. Vitnið var spurt að því, hvort veðrið hetði verið svo ilt, þá er það kom á fætur eftir strandið, að það mundi hafa gefið merki upp á sitt eindæmi. Svaraði vitnið þvi, að það mundi hafa gert það til þess að ná í skipstjóra. Ennfremur gat vitnið þess, að i förinni til Ameríku hafi þeir orðið varir við áttavitaskekkju, er kom á lægri gráðu og þá mest á stryki ná- lægt vestri, mest 3 gr., en er skipið kom aftur á 60 gr. lóku þeir eigi eftir neinni misvisun. Þá mætti í réttinum C. G. Sör- ensen 1. vélam., 31 árs að aldri, til heimilis i Reykjavík. Fyrir honum var lesinn upp útdráttur úr vélar dagbók og staðfesti hann þann út- drátt. Hann kvað skipið hafa farið með fullri ferð, alla leið fiá ísafirði, hér um bil 9 mílur á vöku og vélar- hraðinn hafi verið 84 snúningar. Svo sagði hann, að hringt hefði verið niður i vélina um að stöðva hana, þá fulla ferð aftur á bak, þá fulla ferð áfram og síðast fulla ferð aftur á bak. Ollum þessum skipunum hefði verið hlýtt, en það muni hafa tafið um 10 sekúndur. Þá mætti i réttiuum Gunnlaugur fónsson, 2. vélam., 23 ára að aldri, til heimilis í Kaupmannahöfn. Hann hafði ekki vörð i vélarúm- inu þegar skipið strandaði og hafði eigi haft frá því skipið fór frá ísa- firði. Vaknaði hann þá fyrst, er skipið kendi grunns. Fór hann þá að klæða sig, en í þvi kom 3. vélam. og sagði honum, að skipið væri strandað. Þegar hann kom niður í vélaiúm, hafði vélin fulla ferð aftur á bak. Rétt á eftir var gefin skipun um það frá brúnni, að losa sjó úr »tank« nr. 2 og siðan út nr. 1 og nokkru síðar úr nr. 4. Um líkt leyti bilaði pipa fyrir afganginum frá »Cirkula- tions<vatninu rétt fyrir ofan »Kon- densatorinn*. Var þá neyðarventill opnaður, en sjóventli lokað. Rétt á eftir fór að bera á leka á stjórnborðs- katli og gufan streymdi út frá »stopp«- ventilnum. Rétt á eftir sprakk rörið Og urðu þeir þá að fara úr vélarúm- inu eins fljótt og unt var, því að alt fyltist af gufu. Þá var eldunum skarað út og öryggisventlar opnaðir. Þá voru gerðar tilraunir til þess að loka fyrir gufuna, en það tókst eigi fyr en hún hafði tiær öll streymt út og var þá kominn allmikill sjór í kyndararúmið og óx óðum. Rann- sókn á eftir sýndi ,það, að veníillinn á »Spædedamps«-pipunní var brot- inn við stjórnborð aðal-»stopp«- ventil. — Þá var kallaður fram 3. vélam., Kjartan Tómasson, 24 ára að aldri, til heimilis á ísafirði. Hann var á verði í vélarúminu eftir kl. 12. Sagði hann, að farin hefði verið full ferð, 84 snúningar alla leið, þangað til rétt áður en skipið rakst á, eða um 9 mílur á vöku. Um kl. 2.45 var hringt frá stjórnpalli að stöðva vélina. Svar- aði hann þegar og fylgdi skipaninni. En rétt þegar hann var að stöðva, var bringt »full ferð aftur á bak*. Svaraði hann samstundis og setti vélina aftur á bak, en þá var hringt »full ferð áfram«. Svaraði hann því og lét vélina taka rétta sveiflu, en þá var enn hringt »full ferð aftur á bak«. Enn svaraði hann og lét vél- ina taka öfuga sveiflu. í því bar þar að 1. vélam., opnaði hann gufu- ventilinn og gekk nú vélin fulla ferð aftur á bak. Rétt á eftir rakst skipið á. Vitnið hélt, að töf af þessum hringingnm mundi hafa verið 10— 15 sek. Gat að eigi skilið annað, en að það ætti að fylgja öllum þess- um fyritskipunum frá stjórnpalli, þvi að þótt stundum sé hringt fram og aftur til þess að herða á, þá er slíkt gert í einni lotu, eða án þess nð hlé verði i milli, en hér leið nokkuð í milli skipananna. E. Nielsen: Hvað leið langur timi frá því að hringt var »full ferð áfram« og þangað til aftur var hringt »full ferð aftur á bak« ? Vitnið: Ekki svo gott að ákveða það með vissu; gizka á, að það hafi verið um s sek. Umboðsmaður vátryggingarfél. (Magnús Sigurðsson): Hefir vitnið vélstjórapróf ? Vitnið: Já. Þegar skipið kendi grunns, fékk vitnið skipun um það, að sækja 2. vélam. og gerði það þegar og eftir það var skýrsla þess alveg samhljóða skýrslu 2. vélam. Þá var kallaður fram Þorsteinn Sigmundsson háseti, 36 ára að aldri, til heimilis í Reykjavík. Rétt á eftir að hrlðin skall á kallaði 1. stýrimaður á vitnið og bað það að leita að skipstjóra niðri i káetu. Fór vitnið fyrst inn i borð- salinn. Heyrði þá mannamál niðri og fór þangað að klefa nokkrum. Var þar fyrir Jón Bergsveinsson og annar maður, sem vitnið ekki þekti. Spurði vitnið eftir skipstjóra, en þeir kváðu hann eigi þangað hafa komið. Ueitaði þá vitnið enn nokk- uð en fann eigi skipstjóra og fór við það upp á stjórnpall afur. Stýri- maður sagði vitninu þá að það yrði að finna skipstjóra og fór það þá i aðra leit — fyrst til reyksalsins og borðsals og svo niður í skipið. Síð- an í klefa undir tröppunum, en í því kom skipstjóri aftan að vitninu. Veit það ekki hvaðan hann hefir komið, enda ókunnugt í skipinu. Spurðt skipstjóri um erindi þess og sagðist vitnið hafa ált að skýra hon- um frá því, að það væri kominn bylur. Fór skipstjóri þá upp á stjórn- pall. Alls sagðist vitnið hafa verið um 15—20 mínútur í leitinni. Að gefnu tilefni kvaðst vitnið eigi hafa tekið eftir því að skipið hafi komið lygnan sjó áður en það strandaði. Þá mætti Eyjólfur Edwaldsson íáseti, 20 ára að aldri, til heimilis á Seyðisfirði. Hann var settur á útvörð kl. 2. Gerði það 1. stýrimaður. Var hann á verði þangað til skipið strandaði, fyrst fram á, en er veðrið versnaði lór hann upp A stjórnpall að boði stýrimanns. Rétt á eftir var hann sendur DÍður í reykingasal að leita að skipstjóra og segja honum að bylur væri kominn. Fann ekki skip stjóra þar, en fór aldrei lengra, en skýrði stýrimanni frá því að hann hefði ekki fundið skipstjóra. Hafði síðan vörð, en stýrimaður kvaddi til þess annan, mann, Þorstein Sig- mundsson, að leita skipstjórans. Hélt hann að liðið mundu hafa 15—20 mínútur frá því að hann fór að leita skipstjóra og þangað til hann kom upp. Hann tók eftir því að sjó lægði rétt eftir að hann kom úr leitinni, en skýrði eigi stýrimamú frá því. Sá dálítið út fyrir borðið. Var þetta svo sem 15 mín. áður en skipið strandaði. Sá land rétt eftir að skipstjóri kom upp, en sá ekki land meðan hann hélt vörð fram á. Venjan þegar gott er veður að útvörður sé fram á, en á stjórn- palli þegar vont er veður. — — Þá var tilkvaddur Aðalsteinn Guð- mundsson háseti, 18 ára að aldri, til heimilis í Fáskrúðsfirði. Hann var á verði frá kl. 12, en lók við stýrinu kl. 2. Stefna skips- ins norðaustur til austur, þegar hann tók við stýrinu. Var stefnu breytt tvisvar eftir það, fyrst norðaustur til '/2 austur og svo austur til norðaust- ur. Gerði það skipstjóri og var sein- ustu stefnunni haldið þangað til land sást rétt framundan. Var þá skip stjóri nýkominn upp á stjórnpall og skipaði að snúa skipinu stjórnborða. Sneri hann þá stýrinu og breytti skipið dálítið stefnu. Seinustu stefn- una hjá Rit setti skipstjóri eins og hinar. Dómarinn spurði, hvort vitnið mintist þess, zð stýrimaður hefði sagt því nokkuð fyrir um stjórni”a. Vitnið: Já, »ekki austar*, sagði hann. Tók eftir þvi, að skipið kom lygnan sjó nokkru áður en það strandaði og áður en skipstjóri kom upp, en mintist ekki á það. Tók eftir því, að stýrimaður gerði boð eftir skipstjóra þegar eftir að hríðin skall á, en gat eigi sagt hve langur tími leið frá því og þangað til skipstjóri kom. Heyrði ekki, að stýrimaður talaði um það, að of nærri væri stýrt. Var inni í stýrisbúsinu og sá ekki á sjóinn og tók ekki eftir wí, að land sæist, þá er síðasta stefna var tekin. Eftir þetta voru vitnin látin stað- festa fran burð sinn með eiði — öll nema skipstjóri. Umboðsmaður vá- try- gingarfélaganna (M. Sig.) mælt- ist til þess, að prófinu væri ekki lokið þegar, heldur haldið opnu þangað til vátryggingarfélögin hefðu kynt sér rækilega alt það, er að mál- inu lýtur. Vildi rétturinn ekki fall- ast á það og beiddist Magnús Sig- urðsson þess þá, að beiðni sín yrði bókuð og var það gert. Var þá réttarhaldinu lokið og hafði staðið í rúmar 12 stundir. Yeðurskýrsla. Laugardag 9. des. Vm. n. andvari, frost 2.2. Rv. logn, frost 3.5. íf. na. gol^, frost 3.4. Ak. na. andvari, frost 4.0. Gr. logn, frost 8.5. Sf. na. kul, frost 4.4. Þh. F. n. andvari, hiti 1.5. Mánudaginn 11. des. Vm. n. kaldi, frost 3,5 Rv. n. gola, frost 4,5 íf. n. stormur, frost 5,1 Ak. s. andv., snjór, frost 9,0 Gr. n. st. kaldi, snjór, frost 7,0 Sf. na. stormur, snjór, frost 4,5 Þh- F. nna. kul, frost 0,1 Þriðjudaginn 12. des. Vm. n. hvassv., frost 6.9 Rv. n. st. gola, frost 5.6 íf. a. kul, frost 8.2 Ak. ssv. andv., frost 11,8 Gr. n. kaidi, snjór, frost 11,5 Sf. na. kaldi, frost 5.7 Þh. nna. gola, hiti 1.4 MiSvikudaginn. 13. des. Vm. nna. rokstormur frost 6.9 Rv. nna. gola frost 5.0 íf. n. stormur — 8.3 Ak. nnv. gola — 6.0 Gr. n. snarpur vindur frost 8.0 Sf. na. hvassviðri — 0.7 Þh. F. n. gola hiti 1.0 Fimtudaginn 14 des. Vm. n. stormur frost, 4.3 Rv. n. stinnings kaldi frost, 3.5 íf. logn frost, 6.3 Ak. na. snarpur vindur frost. 6.0 Gr. logn frost, 7.0 Sf. na. hvassviðri frost, 7.4 Þh. F. n. gola hiti, 2.6 Samvizkubit. 25 26 Samvizkubit. Samvizkubit. ---------28~ Samvizkubit. loftið, eins og skotið hefði verið á dúfur á flugi, en ekki að vegg. Allir voru ekki eins slæmir og eg hélt, hugsaði hann með sjálfum sér, er hann steig ofan úr trénu, og hann virtist nú vera rólegii, er þetta var afstaðið. Og nú hringdu kirkjúklukkurnar sálarró, sálarfrið yfir hina látnu, er höfðu gert skyldu sína, en ekki alla lifandi, sem höfðu gert sína skyldul Sólin var hnigin til viðar, og tunglið, sem hafði verið á lofti, bleikgult, allan síðari hluta dagsins, var farið að roðna og auka ljósmagn sitt, þegar fyrirliðinn hélt af stað með menn sina í áttina til Montcourt, og alt af heyrðist klukknahljómurinn. Þeir komu inn í trjágöngin, sem liggja til Ne- mours; þau voru eins og sérstaklega gerð fyrir hergöngu, með trjáraðirnar eins og h ífðarveggi til beggja handa. Og þeir héldu áfram, áfram, unz myrkrið skall á og tunglið lýsti skærar. I öftustn röðun- um tóku menn að hvíslast á um það, hvort ekki mundi ráðlegt að gera riðilstjóranum skiljanlegt, að hann skyldi vekja athyli fyrir- liðans á því, að héraðið væri ekki vel trygt, og að þeir yrðu að komast sem fyrst á dvalarstaðinn, til þess að geta tekið sig upp í dögun; en áður en nokkurn varði, skip- aði fyrirliðinn mönnum sínum að nema stað- ar. Það var á hæð einni, og þaðan mátti sjá til Marlotte. Herra von Bleichroden stóð eins og steini lostinn; nú var bumb- an barin afturl Og svo sló klukkan níu í Montcourt, og svo sló hún í Gréz, i Bourron, i Nemours, og svo fóru ailar kirkjuklukkurnar að hringja til tiða, hver annari hvellara; en hæst þeirra ailra hljóm- aði þó kirkjuklukkan í Marlotte. Hún kall- aði i sífellu: Hjálp-hjálp, hjálp-hjálp! og herra von Bleichroden gat ekki hjálpaðl Nú þrumdi við duna mikil, eins og hún kæmi úr innýflum jarðar: Það var nátt- málaskotið frá aðalherstöðvunum við Cha- lons. Og gegnum þunnu þokuslæðuna, sem hékk eins og gisið gluggatjald yfir smáfljótinu Loin, brauzt tunglsljóið og lýsti upp ána, sem varð til að sjá eins og gló- andi hraunflóð, er kæmi úr Fontainebleau- skóginum, sem gnæfði við himin í vestrj eins og biksvart eldfjallsbákn. Kvöldloftið var óþægilega heitt og mollulegt, en liðs- mennirnir voru allir náfölir í framan, svo að leðurblökurnar, er sveimuðu í kringum þá, gerðust æði nærförular við andlit þeirra, eins og þeirra er venja, er þær sjá eitthvað hvítt. Allir vissu um hvað flokksfyrirliðinn hugsaði, en þeir höfðu aldrei séð hann svo einkennilegan útlits, og þeir óttuðust, að ekki væri einleikið með þessar tilgangslausu njósnir á aðal-þjóðbrautinni. Loks gerðist riðilstjórinn svo djarfur, að vekja athygli flokksfyrirliðans á þvi, að háttattmamerkið hefði þegar verið gefið. Herra von Bleich- roden tók þessari skýrslu með auðmýkt, eins og menn taka fyrirskipunum yfirboð- ara sinna. Og svo skipaði hann mönnum sínum að halda heimleiðis. Þegar þeir að einni klukkustundu liðinni komu inn á fyrstu götuna í Marlotte, þá veitti riðilstjórinn því eftirtekt, að flokks- fyrirliðinn kiknaði í knéliðnum á hægri fæti, eins og hann hefði alt í einu fengið liðagigt og, að hann gekk útskeifur og hokinn eins og hrossafluga. Á torginu var sveitin leyst upp og henni gefið leyfi til hvíldar án kvöldlesturs. Og foringinn fór sína leið. Hann vildi ekki fara inn til sín strax. Honum fanst hann verða að fara eitthvað, en hvert, það vissi hann ekki. Hann æddi áfram tneð hvestum augum og glentum nösum eins og sporhundur. Hann athug- aði veggina og þefaði eftir lykt nokkurri, sem hann þekti vel. En hann sá ekkert, og hann mætti engum manni. Hann vildi sjá, hvar »það« hafði gerzt. Og þó óttað- ist hann að sjá það. Að lokum varð hann þreyttur og hélt heim til sín. Hann nam staðar í húsagarðinum og rölti í kringum eldhúsið. Þar rakst hann á liðþjálfann, og varð svo felmt við það, að hann varð að gripa í vegginn til að styðja sig. Liðþjálf- anum brá einnig við, en hann náði sér þó skjótt og mælti: — Eg hefi leitað að herra fyrirliðanum, til þess að gefa skýrslu mína.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.