Ísafold - 20.12.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.12.1916, Blaðsíða 1
Kerrmr út tvisvar ] í vikn. Verðárg. „ 5 kr., erlendis 7x/2 ' kr. eða2dollar;borg- ' ist fyrir miðjan jólí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsögn (skrifl. bvtadin við áramót, er ógild nema kom- in só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupand) skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðia. Rítstjóri: Qlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjsvik, laugardatíirjri 20. desember 1916 99 töublað " í Viljirðu eiga >Btl< þá hlýddu eðlistilvisan þinni. hún segir >þú skalt kaupa* FOHD TOUHING CAB og neitaðu ekki sjállum þér ura þann hag og ánægju sem það jjetur voitt þór, Timinn er peningar, og Ford Touring Car eykur verðgildi tima og peninga. Ford bilar •eru ódýrastir allra bila, léttir ab stjórna og auðveldastir 1 viohaldi. Ford bllar eru beztu f'ólks- og flutnings- tæki sern komið hala til iandsins, og fást að ¦eins hjá undírrituöum, som einnig selur hin heimsfrægu DTJNLOP DEKK og SL0NGUE fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. Alþýðufél,bök«.satn Templaras. « kl. 7—9 Ljrgarstjoraskrifst. opin dagl. 10 —12 og ) —8 Bœiartó^etaskritstofan opin v. d. 10— 12 og 1—5 Bsajargjaldkerinu Laufasv. 5 kl. 10—12 og 1—5 'íglandsbanki opinn 10—4." K.F.U.M. Lestrar-og sknfstofa 8árd.—10 ui&o. Alm. f'undir fid. og sd. S'/a siod. Iiandakotskirkja, Guösþj. 9 og 6 á hel .r,: Jjandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Iiandsbankinn 10—S. Bankastj. 10-12. Iiandsbókasafn 12—3 og 5—8. Ctlan 1—8 TjanuBbúnaðarfélagsskrifstofan opin fré. íi—'i liandsféhirðir 10—2 og 5—6. Imndsskjalasafniö hvern virkan dajt kl. 1É—S Iiandsslminn opinn daglangt (8—9) virka ó.nsít» helga daga 10—12 og 4—7. Xiistasafnío opio sd,, þrd. og fimtud. kl. 12—2 KAttúrugripasafnið opið 1'/«—2'/« é. nmnou Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands kl. 1-5. Btjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Beykjavlkur Posth.B opinn 8—12. Vifilstaðahælið. Hoimsóknartimi 12—1 S'jððnj.enjatafnið opið sd., þrd. og fid. 12—2 Banomálið á Bretlandi. (Þessa skýrslu um horfur bann- málsins á Bretlandi heíir ísafold verið beðin fyrir.) í Times, stærsta, elzta og lang- merkasta blaði Englendinga, birt- ist 27. október eftirfarandi grein, en undir henni standa nöfn 1000 manna. Eru þar á meðal margir æðstu yfirmenn í her og íiota, flestir atkvæðamestu mennirnir í nær öllum iðnaðargreinum, þing- menn, háskólakennarar, skóla- kennarar, embættismenn, rithöf- undar og læknar. Eftirtektarverð áskorun til stjórnarinnar frá ÍOOO ard- legum yfirburðamönnum þjóðarinnar. I aðsigi er að þetta merkilega ávarp, sem hér fer á eftir, verði sent stjórninni, og' þar sem það kemur fram á þessum alvarlegu tímum og að því standa merkustu menn þjóðarinnar, þá mun mönn- um finnast ástæða til að það geym- ist vel og vandlega í anaálum ríkisins. Vér birtum það í heild sinni með fyrstu 1000 undirskrift- unum. Vér, borgarar Stóra Bretlands, skorum á stjórnina að sjá um, að þróttur þjóðarinnar fái að njóta sín til fulls. Tvent er það eink\- um, sem stendur oss alvarlega fyrir þrifum, hindrar skjótan sig- ur á fjandmönnum vorum og varpar skugga yfir friðarhugsjón- ina. Annað er þrekeyðsla áfeng- isins, hitt er barnadauðinn. Af öllu því, er dregur þrótt úr þjóðinni, er oss sérstaklega hætta, er stafar af þessu tvennu, sem vér þo getum haft fult taumhald á, ef vér viljum. Væri veiklunaraíii áfengisins rutt úr vegi, mundi þjóð voiri vaxa máttur til að yfirbuga óvin- ina; og hefði mátturinn verið meiri og framlögin skjótari, myndi manntjón vort í ófriðnum hafa verið mun minna. Nú þegar þjóðin hefir íarið að dæmi bandamanna vorra með því að lögleiða algerða herskyldu, er það áskorun vor, að vér einnig í öðrum efnum verðum ekki látnir standa að baki stærstu banda- mönnum vorum og fáum að neyta allrar orku Bretaveldis. Þrek- eyðsla áfengisins lamar fram- kvæmdarafi þjóðarinnar; áfengið veikir bardagaliðið og hlýtur að lengja ófriðinn. Sérstaklega ábér- andi og óhrekjandi í þessum efn- um er það, sem vér nú skulum drepa á. Afengið bagar landherinn; það veldur alvarlegum töfum við skot- færaframleiðslu; það heldur 1000 manns frá verki á hverjum degi og gerir góða verkamenn lélega. Afengíð gerir sjóhernum mesta ógagn; það tefur fyrir flutningum og ofurselur þá kafbátum, seink- ar aðgerðum og fyllir skipakví- arnar. Afengið ógnar siglingum vorum; það hefir gleypt frá ófriðarbyrjun milli 60 og 70 miljónir kúbikfeta rúmmál, og það tefur fyrir að smíðuð verði skip i stað þeirra, er vér höfum mist. Afengið eyðir matarbirgðum vor- um; á 20 mánuðum ófriðarins eyddi það meira en 2,500,000 tonn- um áf mat og sykri, er enzt hefði þjóðinni í 80 daga. Það eyðir meiri sykri en allur landherinn. Afengið sóar fjármunum vorum; á fyrstu 20 mánuðum hernaðar- ins eyddi þjóð vor 300,000,000 sterlingspunda í áfengi. Afengið dregur úr orku þjóðar- innar; það bindur 500,000 verka- menn, 1,000,000 ekrur lands og eyðir 1,500,000 tonnum af kolum á ári; þáð hefir heft á vegum og brautum fiutningsþunga er nemur 50,000,000 tonna. Afengið spillir siðferðisþreki voru; freisting kvenna til áfengisnautn- ar veldur alvarlegum hættum fyr- ir börn og áhyggjum hjá þúsund- um hermanna. Það hefir verið kunnugt f rá upp- hafi ófriðarins, hve alvarleg áhrif áfengið hefir haft á lið vort; og starfsmenn úr her og flota, sem settir voru til rannsóknar, lögðu fastlega með tafarlausum úrskurði. Þó að starfsemi eftirlitsnefndar- ínnar, er stjórnin svo síðar skip- aði, reyndist að mörgu leyti vel, hefir það þó haft lítil áhrif á iðn aðargreinir þær, sem herir vorir styðjast við. í þessum efnum er það, sem var ógurlegur sannleik- ur fyrir 18 mánuðum, enn þá ógurlega satt; mennirnir i skot- gröfunum eru sviknir af óvini heima fyrir. Eftir alt það sem gert hefir verið, hefir vinnutíma- tapið við Clyde að eins færst niður úr 20% í 19V2%. Menn sem vinna fyrir góðu vikukaupi á hálfri viku, yfirgefa vinnuna til þess að drekka, og þeir menn, sem leggja fram alla krafta sína i þarfir þjóðarinnar, og gera alt sem þeir geta, til þess að bæta fyrir rjónið, sem hinir veikari fé- lagar þeirra valda, fá ekki rönd við reist. Það er samt ekki svo að skilja, að það sé drykkjuskap- urinn einn, sem heftir framleiðslu skotfærabirgða vorra, heldur þessi stöðuga rýring á starfsþreki manna af völdum áfengis. Meira en ár er liðið síðan kon- ungurinn gerði þessa veikleika- uppsprettu útlæga úr húsum sín- um. Síðan hafa verkfræðingar, skotfæraframleiðendur, sjóliðsfor- ingjar og umsjónarmenn með sjó- hersútbúnaði skorað á stjórnina að gera það útlægt úr landinu; síðan hefir herflutningastjórinn sent áskorun um að nema úr gildi öll vínsöluleyfi vegna hers og flota og síðan hefir skipasmíðastöðin lýst því yfir »að ef áfengi væri algerlega útrýmt, myndi vinnan ganga eins og í sögu og þá mundi eins vel verða unnið í skipasmíða- stöðvunum og í vinnuatofunum eins ogí skotgröfunum«. En þrátt fyrir það er áfengishamlan enn í vinnustofum vorum. Eins og það er ómögulegt að meta hinar skaðlegu afleiðingar áfengis á þessum skelfingartímum á sjóher, landher, þjóðfélag og efnahag, eins er ómögulegt að ýkja hínn góða árangur af út- rýming þess. I borgum þeim, sem eru undir stjórn eftirlitsnefnd- arinnar, lofsyngja lögreglustjór- arnir friðnum í bæjunum og kyrð- inni á strætunum á næturnar, friðdómarafundirnir í London, sem haldnir voru eftir að fyrirskipun- in gekk í gildi, stóðu skemur en nokkilru sinni áður og þó nokkr- um fangelsum hefir verið lokað síðan nefndin tók til starfa. Og þó að hinn almenni veitingatími hafi skyndilega verið færður nið- ur í tvö stutt tímabil á dag, hefir engin alvarleg umkvörtun komið fram, og vér minnum á þetta sem sönnun fyrir því^ hve reiðubúin þjóðin er til að taka öllum tak- mörkunum, er leiða af hernaðin- um, og taka þátt í hinni almennu siálf8afneitun. Vér erum sannfærðir um að hætturnar sem við oss blasa, stafa fremur af því, að menn hafa skyndilega fengið mikil peninga- ráð, en af skorti á þjóðrækni; vegna þess að þeir eru óvanir að hafa peninga undir höndum eða safna fé, eyðir mikill fjöldi verka- manna vorra því, sem afgangs verður nauðsynjum, í áfengi. Mestu gæði, sem stjórn getur veitt þjóð sinni, er að styrkja rétt- an ásetning hennar, en veikja mátt freistinganna; og nú liggur á oss sú skylda, að vernda þjóð vora frá þeirri freistingu að eyða í drykkjarföng kaupi sínu og vernda ríkið frá þeirri óbærilegu heimsku að láta hátt kaup snúast í hag óvinum vorum. Þegar reynt er á itrasta fjár- þol þjóðarinnar, þá er 500,000 sterlingspunda eyðsla á dag í á- fengi stórkostleg hörmung. Með sínu háa kaupi grefur þjóð vor sorgargrafir, í stað þess að hlaða upp forða afls og sjálfstæðis; barna- dauði fyrir vanhirðu fer í vöxt, og trúboða einum i London hafa borist 40 beiðnir úr skotgröfunum um að líta eftir konum, sem eru á glapstigum vegna drykkjuskapar. Það er sagt, að vér þörfnumst teknanna, sem ríkið hefir af áfengi, en svarið liggur í þvi, sem á und- an er komið. Engin þjóð getur haft hag af slíkri vérzlun. En óttinn út af tekjunum er að engu orðinn við hinar göfugu ráðstaf- anir b^ndamanna vorra og ný- lenda, Rússlands, sem bannað hefir brennivín, Frakklands, sem bann- að hefir absinth og sölu áfengra drykkja til kvenna, hermanna og unglinga, og Canada, þar sem sala áfengis hverfur óðfluga og fang- elsum fækkar. Rússland, sem skorti bæði mátt og fé, hefir öðlast hvorttveggja við bannið. Innlög þjóðarinnarí sparisjóði hafa nálega sjötugfald- ast. Bankarnir, sem tóku við 180,000 pundum í janúar fyrir ófriðinn, tóku við 5,600,000 pund- um í janúar 1915 og 12,000,000 punda í janúar 1916. Iðnaðar- framkvæmdir Rússa hafa aukist um 30%. en 10% aukning á fram- kvæmdum vorum mundi bæta upp áfengistekjurnar. En allar bollaleggingar um f jár- hagslegar fórnir verða að engu, þegar annars vegar vofir yfiross sú hætta, að vér missum forust- una i sjómenBku og siglingum. Ef vér getum ekki bætt upp missi skipa vorra, er forusta vor dauða- dæmd; og þó vér berum sigurúr býtum á orustuvöllunum, gæti svo farið, að vér yrðum sviftir aðal- stoð þjóðarvelmegunar vorrar. Flutningurinn fyrir áfengisverzl- unina á skipum vorum nú í ófriðn- um hefir numið um 2 miljónum tonna, og sama orsökin, sem dreg- ur úr flutningum vorum, gerir oss mun erfiðara að bæta upp vorn mista skipastól. íhugun þessara hluta og þess, að hlutlausar þjóð- ir eru að byggja heila skipaflota hlýtur að vekja alvarlegan kviða. Enn alvarlegri er hættan, sem lífi barna er búin í ríkinu. Barna- dauðinn er meiri nú en á friðar- tímum. Vor hrausta bandaþjóð Frakkar, hafa unnið sér það til ævarandi ágætis, þó að fjand- mennirnir væru svo að segja við hlið Parísar, að hafa lægri dauðra- tölu barna en dæmi eru til nokkru sinni fyr í höfuðborg þeirra. Það sem París getur gert, gætum vér lika gert í bæjum vorum, ef þjóð vor sýndi af sér sömu þjóðrækn- ina og rutt yrði úr vegi öllu, sem börnum vorum stafar hætta af og hægt er að losna við. Helzta hættan er áfengið. Engin i^ppspretta veikleika, sem vér fáum ráðið við, er eins víðtæk; engin skiftir meiru máli fyrir öryggi ríkisins í ófriði og velferð þess á friðartímum. En áfengishættan er tíföld nú. Út- breiðsla samræðissjúkdóma, sem nær til 10. hlutans af bæjalýð vorum, hættan, sem barnslífum stafar af þeim, og kvíðinn, sem ástand þetta hlýtur að baka oss jafnvel á friðartímum, leggur á oss vaxandi ábyrgð. Árið 1912" fóru meira en 270.000 dagsverk til ónýtis í sjóliðinu af þessari orsök og 216.000 dagsverk hjá landhernum ; og hin konunglega nefnd lagði sérstaklega áherzlu á, að minni áfengisnautn myndi stuðla mikið að þvi, að draga úr þessari viðtæku orsök afturfarar meðal þjóðarinnar. Það er ekkert vafamál, að af öllum þessum meinum er áfengið stærsta atriðið, sem við getum ráðið við; það er ekkert efamál, að þjóðin hefir fúslega fallist á þetta spor í bannáttina, sem þeg- ar hefir verið stigið. Það er ein« læg sannfæring vor, að næsta sporið verði að stíga áður en tefit verði fram á vígvöllinn öllum krafti brezku þjóðarinnar, en undir því er frelsi vort komið. Engin þjóð getur notið sín til fulls með slíkan ófögnuð í eftir- dragi. Vér erum engir bindindispost- ular í sjálfu sér. En vér óskum þess innilega, að allir góðir menn á Bretlandi geri alt sitt ítrasta til að styðja og efla frelsishug- sjónina. Vér styðjum kröfu þá um bann, sem gerð var til stjórnar- innaraf rannsóknarmönnum henn- ar og af nefnd skipasmiða í marz 1915, sem ekki einn einasti alger bindindismaður var í. Þar sem vér trúum orðum forsætisráðherr- ans um að engin sjálfsafneitun sé of stór, þegar frelsi og sæmd sé i veði, og að bæði ríkir og fá- tækir eigi jafnt að bera hana, biðjum vér stjórnina að taka af öll vínsöluleyfi í Stóra Bretlandi meðan á ófriðnum stendur. Vér trúum þvi að hamingju- stundin sé runnin upp yfir þjóð vora; að þjóðin, undirbúin ^undir sjálfsafneitun af fordæmi konungs og Kitcheners lávarðar, sé reiðu- búin að stíga þetta eðlilega og sjálfsagða spor, sem Frakkland og Rússland þegar hafa stigið. Verði verzlun og veitingar áfeng- is bannaðar meðan á ófriðnum stendur, þá mun það hleypa nýju fjöri í her og heimafólk, kveikja nýjan áhugaeld hjá þjóð vorri og veita miljónum manna fyrstatæki- færið til þess að bregða gamalli

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.