Ísafold - 20.12.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.12.1916, Blaðsíða 2
2 I S A F OL D VERZLUNIN EDINBORG HAFNARSTRÆTI 14. i ffl ■ Takið eftir! /' qíervömdeilditmi: BollapÓr með gjaíverði, hvergi ódýrara. Margeftirspurðu gyltu katlarnir bæði látúns og kopar. Matarstell Þvottastell Gler og hikkelbollabakkar. Matskeiðar Teskeiðar Hnífapör, mjög ódýr. Lang stærstu birgðir í bænum af alls konar búsáhöldum ísform og fíeiri íeg. af bökunaráfjöldum tií jóíanna. Jóía vindíar, afbragðsgöðir. Hentugar jðlagjafir fyrir eldri sem yngri Jilabazarinn á m m m & T Vefnaðarvörudeiídin Jttikið úrval: Ballkjólaetni Silki í svuntur Silki i Blússur, fl. teg. Morgunkjólatau Káputau Cheviot 3.50—12.50 mtr. Léreft bl. og óbl. Flúnel Tvisttau mikið úrval Vefjargarn Náttkjólar Skyrtur Sokkar úr silki og ull Barnasokkar Gardinutau Rúmteppi 3.85 —13.95 , llmvötn Regnkápur Nýjar vörur með hverju skipi =iipnmr Eimskipafélagið. Stjórn félagsins ákveBur að reyna aB útvega n ú þ e g a r skip i staB >GoBafos8. Nýtt hlutaútboB. Eins og auglýsing hér í blaðinu í í dag ber með sér, hefir stjórn Eim- skipafélagsins ákveðið að reyna að útvega nú þegar annað skip í stað- inn fyiir »Goðafoss«. Fer fram- kvæmdarstjóri félagsins, herra Emil Nielsen, til útlanda eftir nokkra daga i þeim eiindum að reyna að ni kaupum á hentagu skipi í stað- inn fyrir »Goðafoss«. Um annað tæplega að ræða en kaupa skip, sem ekki er alveg nýtt; ný skip varla á boðstólum og engin skip fást smið- uð fyr en eftir mörg ár $ökum anna á öllum skipasmíðastöðvum heimsins. Til þess að félaginu verði kleift að fá sér svo stórt skip sem áform- að mun vera, kringum 1500 smá- lestir, þarf það á meira fé að halda vegna þess háa verðs, sem nú er á öllum skipum í heiminum. Hefir því stjórnin boðið út hluti í félag- inu, þá, er aðalfundurinn síðasti heimilaði að auka við áður ákveðið hlutafé. Samkvæmt hlutaútboðinu eru boðnar út jpo púsund krónur. Vér þorum að fullyrða, að þessar ákvarðanir stjórnar Eimskipaféiags- ins fá góðar undirtektir um land alt. Úr 'þsd að þetta hörmulega slys varð að vilja til, að missa þetta ágæta, nýja skip, þá fullyrðum vér, að þetta er hið eina rétta og sjálfsagða — að reyna nú peqar að útvega annað skip í skarðið. Félagið hefir auðvitað beðið mik- inn fjárhagslegan hnekki við missi »Goðiío-sc. Það getur orðið langt þangað til það bíður þess bætur. En félaginu hafði gengið svo vel það sem af var, þangað til óhapp þetta bar að höndum, að það mun rísa undir því að kaupa skip hinu afar- háa verði, sem nú er, ef landsmeim styðja það nú drengilega með fjár framlögum. Svo verður félagið að reyna að fyrna á sem fæstum árum það, sem skipið, sem nú á að kaupa, er keypt of háu verði —■ þ. e. um- fram venjulegt verð á slíkum skip- um. A meðan á því stendur verður félagið að reyna að afli sér meiri tekna t. d. með einhverri hækkun á flutningsgjöldum eða hluthafar að láta sér nægja minni ársarð af hluta- fénu — eða hvorttveggja. Þannig mun mega lækna sárið, sem orðið hefir, og á þann hátt hlýtur það að læknast. Hinsvegar yrði það óbærilegt að fá ekkert skip i staðinn fyrir »Goða- foss« einmitt nú þegar. Skipastóll- inn okkar var alt of lítill áður en við mistum »Goðafoss«. Nú er hann helmingi minni en hann var meðan hann var altof lítill. Dæmið er svo einfalt, að hvert barn getur reiknað það. Og sá hluti landsins sem »Goðafoss< aðallega annaðist flutninga fyrir, Norður- og Áustur- landið yrði svo hörmulega sett ef ekki kæmi skip í staðinn einmitt nú, að stórvandiæði gætu af hlotist. Frá fyrstu byrjam sinni hefir Eimskipafélagið veiið óskabarn þjóð- atinnar. Sá íslenflingur mun ekki vera til, sem iðrast þess að hafa stutt það mál. Mikið reið á og mikið var í húfi, þegar farið ?ar fyrst á stað, um það hvort tækist að koma félaginu á fót. — Það tókst fyrir eindæma samhug og samtök þjóðarinnar. Nú ríður engu minna á að styðja félagið. Vér'.hyggjum að hagur mjög margra sé nú það betri en hann var þegar fyrst var safnað hlutum til félagsins, að þeir eigi hægt með að leggja nú drjúgan skerf til félagsins, þótt þeim hafi veitt það örðugt áður. Þeir, sem efnast hafa vel hér í Reykjavík og nnnarsstaðar þessi síðustu árin munu sér að meinfangalausa 30 30 30 310 Jlú náfgasf Jó tin í 7ó íin ! og áður þurfa allir að byrgja sig með gjafir handa vinum og vandamönnnum. Til dæmis; Rakvélar Raksápuskálar með Bursta Rakvélarblöð (Gilette) Handhreinsunaráhöld Háibursta með nikkelhaldi Saumakassa Saumakörfur Pappirskörfur Myndaramma og Póstspjaldaramma Mynda- og Póstspjalda albúm Kertapípur úr messing Ilmvötn Silki Vasaklúta Broderaða Vasaklúta Hanzka af mörgum tegundum Silkisvuntuefni Slifsi og Slifsisefni Langsjöl og Trefla Borðteppi Plaid Burðarólar Borðdúka Serviettur Gólfvaxdúka Gólfteppi (Bryssel) Flögg ísl. stór og Borðflögg. Saumavélar með 5 ára. verksmiðjuábyrgð. Hin nafntoguðu Leikföng og fleira. JÍrni Eiríksson. 30 30 30 ÖIÞ geta styrkt félagið svo um muni með þvi að setja dálítinn hluta af gróða siuum á vöxtu hjá Eimskipa*- félaginu. Stjórn Eimskipafélagsins hefir gert: ákvörðun sína fljótt og rétt, að voru áliti. Vér vonum að landsmenn verðk nú líka skjótráðir og hollráðir,, eR-;g- inn láti standa á sínnm skeifl Frá alþingi. Það er fátt og lítið, sem gersc hefir enn sem komið er á alþingi þ. e. a. s. í dagsbirtiinni, En eigi mundi jafntíðindalaust þaðan, ef hlýða þætti að skygnast baic við tjöldin. En til þess er eigi timi kominn enn. Þó mun mega segja það mik- ið, að þó oft hafi jóðsótt alþingis undir ráðherrafæðing verið bæði löng og ströng — hefir hún aldrei verið þessu lik, ýmist svo hörð á köfl- um að vænta mitti kollhríðar, ea linast á milli, svo fæðingunni mið- ar ekkett áfram. Það er og naumast furða, þótt svona sé nú ástatt þetta sinni, því fróðir menn búast fast- lega við þríburafœðing á endanum. Hinn nýi flokkur, sem getið var hér i blaðinu um daginn, að stofn- aður væri af mönnum úr langsum-r þversum- og heimastjórnar-flokkun- um gömlu, hefir nú látið sTcirast og nefnist Framsóknarflokkur, og er það ekki nýtt nafn. Þvi svo hét um hríð flokkur hér í landinu um og eftir aldamótin. Hversu marg- ir þingmenn eru f þessum nýja flokki eða verða, er ókunnugt enn og stefnu sinni hefir hann enn ekki lýst. Skai því að svo stöddu ósagt látið uni tilverurétt hans og hugsan- legt framtíðargagn, nvort hann muni réttur vísir reynast til heilbrigðrar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.