Ísafold - 30.12.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.12.1916, Blaðsíða 1
 ¦^.^^^^.^¦i^l.Wll" Kemnr út tvisvar 1 viku. Verö arg. '*. kr., erlendis i - kr. eéa.' ', dollar; borg- ítt fyrir miðjan júli erlendÍB fyrirfram. IiMMuala 5 a. eint. ¦ i AFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við immit, er ógild nema kom- 1 in sé til útgefanda } fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi tkold- laaa við Uaðið. Isafoldar pren tsmið j a Kítstjöri: Úlafur BjBrnsson. Talsimi nr. 45; XLIII. 4rg. Reykjavík, miðvikudaginn 30. des. 1916. 104. tölublað. ViljirBu eiga »Bil« þá hlýddu eðlistilvisan $inni, hún segir »þú skalt kaupa. FOHD TOURING CAE og neitaou ekki fjjálfnm þér um þanD hag og ánægju. sem þao ^etur veitt þér. Timinn er peningar, og Ford Touring C»r eykur verogildi tíma og peninga. Ford bílar *ru ódýrastir allra bila, léttir ao stjórna og *uoveld»stir i viðhaldi. Ford bllar eru beztu fólks- og fiutnings- tœki sem komio hafa til landsins, og fást ao •ins hja undirrituoum, sem einnig selur hin heimstrægu DUNLOP DEKK og SL0NGTJR fyrií allar tegundir bíla. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32 j þar eru fötin saumnð flest | I þar ern fateefnin bezt g Þrfr láBhenarnir nýju. ,Upp úr nýárinu eignumst vér íslendingar nýja landsstjórn, svo Iramarlega, sem konungur felst Á tillögur alþingis, og sú breyt- ing verður á kenni, að í stað eins ráðherra hingað til verða þeir nú þrír, en landritarinn verður »tekinn af« um leið. Þessir atburðir eru niðurstaðan af hálfsmánaðar yfiiiegu og erfiði aukaþingsins, sem kvatt var saman þ. 11. desernber. Það þurfti V2 mánaðar meðgöngu- tíma til að geta af sér þessa þriggja ráðherra stjórn. Það er skemst frá að segja, að þeir þingmanna, er næst standa ísafold í skoðunum, hafa engan þátt átt í þessari stjórnarmyndun. Af þeirra hálfu var litið svo á, að á þessum stóralvarlegu tím- um, yrði þess að gæta fyrst og fremst, að samhengi (kontinuitet) yrði milli hinnar gömlu og nýju stjórnar. Það væri rangt að skipa bina nýju stjórn eintómum nýjum mönnum. Það var ekkí haft á móti því af þeirra hálfu, að ráð- herrum væri fjölgað, eins og ástandið er nú, með því að ófrið- arráðstafanirnar eru svo umfangs- miklar og tímafrekar, að mehi mannaráð þeirra, er ábyrgð bera, væru Bjálfsögð, En þeir vildu, að einmitt sá maðurinn, sem staðið hefir í »miðju stríðinu«, þ. e. haft stjórn arframkvæmdir lands vors, er stýra þurfti fram hjá verstu styrj- aldar-8kerjunum, væri ekki látinn fara frá því starfi nú. Og vér hyggjum, að skynbærir menn um land alt líti svo á, að það hafi verið óvarlegt af þinginu að skipa málum svo í horf, að núverandi ráðherra tekur ekki lengur þátt í stjórnarstörfum landsins. Því tilfinhanlegri verður þessi skipun málanna frá þingsins hálfu, sem annar æðsti maður í stjórn lands- ins, landritarinn, verður einnig látinn víkja sæti, og sérþekking- in á stjórnarráðstöfunura þeim, sem hingað til hafa gerðar verið, þar með enn meira rýrð. Traustsleysi á núverandi ráð- herra hefir ekki ráðið hér, því sannanlegt mun vera, að minsta Josti fleiri menn en nú standa að einum hinna »tilvonandi« ráð- herra, vildu halda í núverandi ráðherra. Nei, það eru flokka- væringar á þingi, sem svo hafa æxlast, að úr varð ringulreið og stjórnarsamhengið rofið. Og það er sannarlega ekki gott. Um hina nýju stjórn, sem sezt á laggirnar eftir nokkura daga> skulum vér fáu spá — að svo komnu. Látum þess að eins get- ið, að Isafold mun ekki beita hana þeim brögðum, sem tíðkast hafa upp á síðkastið frá andstöðuflokki þeirrar stjórnar, sem nú er að fara frá völdum. Hún mun ekki fara í neina aðfinninga-lúsaleit gagnvart henni, og sizt af öllu láta sig henda að æsa almenning upp á sviði viðkvæmustu utan- rikismála gegn stjórninni i flokks- hagamuna skyni. En á hinn bóginn mun ísafold telja sér skylt að vera á verði gagnvart hinni nýju stjórn, rækja þá skyldu, að finna hóglega að, ef hún fer rangtI sakir, að blaðs- ins dómi. En vér finnum of mjög tilalvöru tímanna—tilþess aðgera oss leik að, því að andæfa öllu sem stjórnin tekur sér fyrir hend- ur. Þau breiðu spjótin, er of mjög hafa tiðkast upp á síðkastið, viljum vér ékki nota. Um eínstaka menn hinnar nýju stjórnar, sem væntanlega verður staðfest af konungi, skal þess get- ið, að yfirráðherrann nýji, hr. Jón Magnússon, kemst í þá stöðu með óskiftu fylgi Heimastiórnarmarma. Er hann gætinn maður og kunn- ugur þeim málum frá fornu fari (skrifstofu8tjóratið sinni), er nú munu undir hann lögð. Annar nýi ráðherrann, hr. Sig- urður Jónsson, er óskrifað blað á sr/jórnrnálasviðinu, allroskinn mað- ur orðinn. Og eitt laufið i stjórn landsins er hann orðinn, ekki fyrir stórinikið traust, heldur frekar út úr flokksvandræðum. Að ráðherratilnefning þriðja ráð- herrans, hr. Bjöms Kristjánssonar. stendur helmingurinn af þversum (5 þingmenn -f B. Kr. sjálfum), en hinn helmingurinn af þvers- um (Sig. Eggerz + 5 þingmönn- um) vildu hafa Sig. Eggerz. Hvort þessi tvískifting á þversum í Banka-þversum og Eggerz- þversum helzt áfram veit maður ekki, en hvorttveggja brotið var fúst til samvinnu við Heima- stjórnarflokkinn svo sem raun ber vitni, enda þótt skamt sé á að minnast, er þessi flokksbrot töldu það dauðasök af þrímenningun- um að bjarga stjórnarskrá og fána í samvinnu við Heimastjórn- arflokkinn. Samkvæmnin er ekki altaf söm við sig. Annars munum vér geyma oss að minnast frekara á hina nýju ráðherra, unz þeir sjálfir leysa frá skjóðunni að fenginni upþhefð sinni — um fyrirætlanir sínar i stjórnmálum landsins. Eiraskipafélagið. A hinum stutta tíma, siðan Eim- akipafélagið bauð af nýju út hluti, vegna Goðafoss-strandsins, hafa Reyk- víkingar einir skrifað sig fynr um 47000 kr. í nýjum hlutum. Mun þó mikið eftir enn. T. d. má fast- lega gera ráð fyrir þvi, að öll fisk- veiðafélög höfuðstaðarins verji nokkr- um hluta ágóða sins til hlutakaupa í Eimskipafélaginu, svo sem þegar sér vott um. Verður það vafalaust drjúgur skerfur— til þess að eign- ast nýtt skip í stað hins horfna. En vissulega ættu góðar undir- tektir höfuðstaðaibda ?ð verða öðr- um landsmönnum hvatning til að reynast og góðir íslendingar með því að — um leið og þeir verja fé sínu vel — styikja þjóðþrifafyrir- tæki, sem nú þarf meira en áður að halda á réttum og góðum vilja og getu hvers þess, er yetlingi má valda í landinu. Hugsið um það, bændur og búa- lið, er þér viljið gleðja vini yðar á f gnaðardögum þeirra, hvort heldur eru afmæli, brúðkaup, silfurbrúðkaup eða aðrar minn ngarhátíðir, að hluta- bréf í Eimskipafélíginu eru bœði kærkomnasta og stdðgóð minningar- tjöf. Það sem nú þarf að safna til þess að láta Eimsk-p.ifélagið standa jafn- iétt eftir Goðifoss-slysið og áður — /nemur alls ekki þvi, sem landsmenn -erja árlega til glingursamra afmælis- gjafa ella. Að verja fé sínu vel fyrir sjálfan sig og um leið til gagns þjóðfélag- inu — hafið það fyrir augum. Lausnin er, að kaupi hlatabréý i Etmskipajélapnu. Þioski þjóðar vorrar verður, hvað helzt, mældur á seinni tima vog, 4 þvi, hvernig hiin snýst nú við á- skorun — ekki einungis stjórnar Eimskipafélagsins, heldur allraþeina, sem kunna að meta heill landsins — þeirri áskorun: að verja jt sínu ýyrst o(> ýremst til að styrkja Eim- skipaýélagið mei hlutakaupum. Áramðtamessur í dómkirkjuoni: Gamlárskvöld kl. 6 síra J. Þ. N/ársdag kl. 12 Jón Helgason setfc- ur biskup. Kl. 5 síra J. Þ. V. B. H. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Léreft bl. og ÓM. Tvisttan. Lakaléreft. Rckkjnvoðir. Kjólatan. Cheviot. Alklæði. Cachemire. Flancl, silki, nll og bóm. Gardinutan. Fatatan. Prjónaviirur allsk. Begakápur. ------------ Gólfteppi. Pappíp og Ritföng. Sólaleður og Skósmíðavörur. ^3/erzíunin Jijorn dírisfjansson. l^= • Áramótamessnr í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði: Á gamlárskvöld kl. 6 1 HafnwfirSi og kl. 9 á Bessastöðum. A nýársdag kl. 12 í Hafnarfirði. Áramótaméssnr í Fríkirkjunni: A gamlárskvöld kl. 6 í Reykjavík, síra 01. Ól, íHafnaifirði kl. 9 síra Ól. ÓI. Á nýársdag kl. 12 í Rvík 01. Ól. og kl. 5 próf. Har. Níelsson, og í Hafn- arfirði kl. 6 síra 01. Ól. Hjónaefni: Bjarni Þ. Magnússon veitingamaður og jungfrú Helga And- ersen (sál. klæðskera). Frá alþingú Ráðherrafjölgunin. Hún hefir verið á dagskrá þings- sins síðustu daga og hraðað mjög gegnum deildirnar. Var frum- varpið borið fram í Neðrideild af þeim Matthíasi Ólafssyni, Skúla S. Thoroddsen og Jóni frá Hvanná. Er frumv.rpið á þessa leið: l..gr. Ráðherrar skulu vera þrír Ákveður konungur starfs svið þeirra. 2. gr. Ráðherrar hafa 8000 kr. í árslaun. Auk þess skal a.-t ráð- herrann, sem er forseti ráðuneyt- isins, hafa leigulausan bústað og 2000 kr. i risnufé á ári. Kostnaður af embættisferðum ráðherra til Kaupmannahafnar og dvöl þeirra þar greiðist úr land- sjóði. 3. gr. Landritaraembættið legst niður. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Astæður fyrir frumvarpinu til- greina flu'tningsmenn þessar: Frár því að sérstakt stjórnarráð fyrir ísland var sett á stofn með konungsúrskurði 14. júlí 1874 og þar til nú, hefir að eins einti mað- ur átt að standa fyrir allri æðstu stjórn landsins. Þótt þessi skipun kunni að hafa þótt sæmileg í öndverðu,er hún það trauðla leng- ur. Störf þau, er undir stjórnar- ráðið heyra, eru það margvísleg, að enginn einn maður er til hlítar fær um að leysa þau vel af hendi. I stjórnarráðiiiu sameinast allar greinar framkvæmdarvaldsins, dómsmál, kirkjumál, kenslumál, fjármálefni öll, þar á meðal hin umboðslega endurskoðun, eftirlit með öllum embættis og sýslunar- mönnum" landsins, atvinnumál, svo sem landbúnaðarmálefni, sam- göngur, símamál, póstmál, sigling- ar, verzlun, iðnaður, fiskveiðar, vegamál, sýslu- og sveitarstjórn- armál, eftirlit og umsjón fasteigna landsins o. s. frv. Einn maður getur ekki kynt sér þessi mál eins og æskilegt væri. Hér við bætist það auð- vitað, að þjóð og þing ætlast til, að stjórnin eigi frumkvæði til endurbóta á löggjöf landsins milli þinga og leggi árangur þeirra starfa undir þingið. Er slíkt eigi nema sanngjarnt og sjálfsagt, ef stjórn landsins er svo fyrirkomið, að þess sé kostur. Að þessu hafa menn fundið til þesB, að eigi væri heppilegt að hafa að eins einn ráðherra. Það sýnist einnig fullmikið að leggja alla stjórn landsins í hendur eins einasta manns, enda ábyrgðarmeira fyrir hann að stjórna landinu einn, án þess að hafa nokkurn mann með stjórn- skipulegri ábyrgð til að bera sig saman við, og miklar líkur til, að ýmislegt yrði betpr ráðið, ef þrír menn með fullri ábyrgð starfa að því, heldur en ef það er falið að eins einum manni. Loks má geta þess, að stjórnin er styrkari gagnvart öðrum em- bættismönnum landsins, ef þrír menn skipa hana, heldur en ef að eins einn er ráðherra. Fyrir þingið 1915 varlagt frum- varp, er fór fram á, að ráðherrar yrði tveir. Málinu var vísað frá með rök8tuddri dagskrá, er svo hljóðar: »í því trausti, að stjóru og kjós- endur athugi nánar til næsta þings, hvort ekki sé rétt, að ráðherrar verði þrír, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrác. Þingið virtist fallast á, að þörf væri á fjölgun ráðherra, en félst -igi á, að tveir ráðherrar nægði til frambiiðar. Málið hefir allmikið verið rætt út um land, og er mikil ástæða til að ætlá, að þjóðin felli sig vib þessa breytingu. Að vísu mundi þetta verðanokk- ur kostnaðarauki, en þó ber þess að gæta, að með lögum nr. 3, 19. júní 1915, eru ráðherraeftirlatv: uiður feld, og að landritaraembætt- ið verður lagt niður, ef þessi skip- un kemst á. Útgjaldaauki mundí samt verða um 10.000 kr., en í það virðist ekki horfandi, ef veru- legar bætur fengist með því ráðu- ar á 8tjórnarfari landsins. En slikt þykir mega ætla. Um einstakargreinarfrumvarps- ins athugast: . Við 1. gr. Til þess er ætla^t, að gefinvverði út konungleg til-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.