Ísafold - 15.12.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.12.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7J/2 kr. eða 2 dollar;borg- Ist fyrlr miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint XLIV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Úlafur Björnsson. Talslmi nr. 45S- Reykjavík, laugardaginn 15. des. 1917 IUppsögn tskrifl. bundln vlð áramút, er óglld nema kom- In sé til útgefanda fyrlr 1. oktbx. og só kaupandl skuld- ( laus við blaðlð. 75. tölnblað »R®ynslan er sannleikur't sagði »Repp« þótti aö vitrari maöur. Reynsla alheims hefir dœmt Fordbila að vera bezta allra bila og alheims dóm verbur ekki hnekt. Af Ford- bilum eru fleiri á ferb í heiminum en af öll- um öbrum biltegundum samanlagt. Hvað sannar það ? Það sannar það. Fordbillinn er beztur allra bila enda hefir hann unnið sór Öndveigis8œti meðal allra Blla, hjá öllum þjóðum. og hlotið heiðursnafnið V eraldarvagn, Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig tselur hinar heimsfræga DUNLOP DEKK og B.L0NÖUR fyrir allar tegundir bila. P, Stefánsson, Um miðja vikuna voru umræður f>ær birtar, sem fóru fram um fána- málið ríkisráði konungs þ. 22. nóv. siðastliðinn. Fara þær hér á eftir íheildsinni: Forseti ráðuneytis íslands flutti fimtudaginn 22. nóv, þ. á. i iíkis- ráðinu eftirgreinda allraþegnsamleg- asta tillögu um löggilding á fána íslands, og færði þau rök að henni sem nú skal greina: Siðasta alþingi samþykti i báðum fieildum svofelda þingsályktun: »Alþingi ályktar að skora á stjórn- ina að sjá um, að íslandi verði þeg- ar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði, og ályktar að veita heimild til þess, að svo sé farið með málið*. Þingsályktun þessa samþykti al- þingi með öllum atkvæðum, og það er engum efa undirorpið, að hún er bygð á samróma og mjög ákveðn- um óskum allrar islenzku þjóðar- innar. Alla stund frá stofnun þjóðveldis á íslandi hefir meðvituudin um, að íslendingar væri sérstök og sjálfstæð þjóð, lifað í tungu og Iöggjöf lands- ins. Framfarir i menning og efna- hag hafa á siðustu mannsöldrum komið í stað langrar afturfarar, og vakið kröfur þess að þjóðerni Is- lands sé sýnt með þeim einkennum, sem eru heildarmerki þjóðanna að skoðun nútímans. Sérstaklega hefir þróun íslenzkra siglinga valdið því, að sú ósk er orðin mjög öflug, að ísland fái sinn eigin fána til sann- inda um sérstakt þjóðerni sitt. Eg verð að leggja það til, að Yðar Hátign verði við þessari ósk, með allrahæstum úrskurði um islenzkan fána. í umræðunum á Alþingi var því lýst, að ísland hefði efalausan rétt til þess að hafa sinn eigin fána og að hin stjórnskipulegu völd íslands hefðu fult vald til að skipa þessu máli. Eg verð að vera þeirrar skoð- unar, að þar sem ekki er deilt um M i n n I s 1 i s t i. Alþýöufél bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 >ocgarstjóraskrifst. opin dagJ. 10 —12 og 1 -8 3æjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 3>»jargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—5 ©landsbanki opinn 10—<L XJT.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 5iðd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/a síöd. • Andakotskirkja. öuösþj. 9 og 6 á helg jsn fendakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. audsbankinn. 10—3. Bankastj. 10—12 andsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 jfindsbAnaöarfólagsskrifstofan opin frá 32—2 ú^ndsfébiröir 10—12 og 4—5. mndBSÍminn opinn dagiangt (8—9) virka dagi helga daga 10—39 og 4—7. Listasafniö opið á sunnudögum kl. 12—2. túrugripasafnib opiö V/a—^/a á sunnud, Pó íthúsiö opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1. ^umábyrgð Islands kl. 1—5. Hjórnarráðsskrifatofarnar opnar 10—4 dagl. falsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. 'ifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 t»jóðmenjasafniö opið sd., iV/a—V/t Þjóðskjalasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtuiaga kl. 12—2. rétt Islands til yfirráða yfir verzlun sinni og siglingum, þá felist þegar þar i heimild til þess eftir tilmælum Alþingis að afnema með konungs- úrskurði takmarkanir þær á notkun íslenzka fánans á islenzkum skipum fyrir utan landhelgi, sem settar eru í konungsúrskurði 22. nóv. 1913. Eg áskil mér að gera síðar tillög- ur til breytinga á löggjöf íslands, þær er leiða kynnu af konungsúr- skurðinum. Samkvæmt framansögðu leyfi eg mér allra þegnsamlegast að leggja til: að Yðar Hátign mætti allra roildi- legast þóknast að fallast á, að fáni sá, sem ákveðinn var með konungsúrsktffði 19. júní 1915 verði löggildur fáni íslands, og að afnema jafnframt konungs- úrskurð 22. nóvbr. 1913 um sér- stakan íslenzkan íána. Út af tillögu þeirri, sem ráðherra íslands hafði borið fram, fórust ýorsatisráðherra Dana þannig orð: í samræmi við það, er eg sagði í ríkisráði 22. nóv. 1913, um mál það, er nú er aftur á ferðinni, og af Dana hálfu ekki hafði verið bú- ist við, að aftur mundi fram borið, án þess að tillit sé tekið til þeirrar niðurstöðu, sem þá varð, verð eg að halda fast við það, að málinu verði ekki skipað á þann hátt, er ráðherra íslands leggur til. Af hálfu Dana er það samt að segja, að þeir eru fúsir til nú sem fyr að semja um þau dei'matriði, sem fram koma um sambandið milli Danmerkur og ís- lands. Ráðherra íslands. Af ásfæðum þeim, sem eg hefi flutt fram, verð eg að halda fast við tillögu þá, er eg hefi borið hér fram, og fari svo að Yðar Há- tign, eftir það sem fram er komið, vilji eigi fallast á tillögu mína, leyfi eg mér til skýringar um, hvernig þá muni vikja við, að láta þess get- ið, að þótt eg og samverkamenn Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Próf. Agúst H. Bjarnason flytur fyrirlestur um Lifið í himingeiminum (skoðanir Arrheniusar o. fl.) sunnudag 16. desbr. 1917 kl. 5 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 20 aurar. roínir í ráðuneyti íslands geri ekk synjunina að fráfararefni, svo sem nú er ástatt, þá má ekki skilja það svo, að vér leggjum eigi hina mestu áherslu á framgang málsins, og vér vitum það með vissu, að Alþingi mun ekki láta málið niður falla, Hans Hdtign konungurinn sagði: Eg get ekki fallist á tillögu þá, sem ráðherra íslands hefir borið fram; en eg vil bæta þvi við, að þegar íslenskar og danskar skoðanir ekki samrýmast, munu almennar samningaumleitanir i einhverju formi heldur en að taka eitt einstakt mál út úr, leiða til þess góða samkomu- lags, sem ætíð verður að vera grund- völlur sambandsins milli beggja land- anna, Enn einu sinni hefir það nú hent Dani, að teýja ýyrir framgangi ský- lauss réttar vors. Tefja fyrir hon- um, segjum vér, sökum þess, að auðvitað kemur ekki annað til mála en að vér íslendingar fylgjum fána- málinu svo fast fram, að til þeirra úrslita dragi, sem vér megum við una. Ekki getum vér betur séð en að ólíkt meiri alvara hefði fylgt málinu, svo framarlega sem ráðuneytið hefði þegar gert fánann að fráfararatriði, en þar sem það hefir nú eigi gert það, virðist oss þvi bera fortakslaus skylda til þess að selja málið undan- dráttarlaust í hendur alþingis — kveðja saman auhaping svo fljótt sem verða má, svo að því gefist tækifæri til að taka i taumana á þann hátt, sem nú er þörf. t Arni Eiríksson kaupmaður andaðist þ. 10. þ. mán. eftir all langa lagu í krabbameini. Æfiminning hans bíður næsta blaðs. ------' — Skipstrand. Seglskipið »Takma«, eign T. Frederiksen kaupmanns, rak i fyrri- nótt á land hjá Sandgerði og mun hafa brotnað svo mikið, að skipinu verði ekki bjargað. Menn allir kom- ust af og eru þeir enn syðra á strandstaðnum. Lækjartorgi 1, Fánamálið, Alþingi verður að taka í taumana! Jarðarför Anna Eirikssonar kaupmanns er ákveðin þriðjudaginn 18. þ. m. frá Démkirkjunni og hefst með húskveðju á heimili hans, Vesturgötu 18, kl. 11Va f. h. w' Aukaþing I fjarveru minni Vér teljum nú svo komið að ekki verði hjá því komist að alþingi sé þegar i stað kvatt saman til auka- fundar. Eigum vér þar ekki ein- göngu við að þtngið sé kvatt sam- an til þess að taka afstöðu til fána- málsins, sem nú er komið í það horf, að sæmd vor liggur við að al- þingi ráði sæmilega fram úr. Það er engu síður ástæða til að þingið komi saman til þess að gera tilraun til að bjarga landinu úr voða þeim, sem landinu, frelsi þess og fjárhag er bú- inn meðan með landsstjórnina er farið svo sem uú er fatlð. Vér höfum heyrt því fleygt úr herbúðum þeirra, sem telja sér hag í þvi að láta núverandi ráðherra halda svo fast um ráðherrastólana að blóð springur fram undan nöglnm þeirra, að óþarft sé að kalla saman aukaþing, þar sem ekki séu nema þrír mánuðir nú síðan þingi var slitið. Vér viljum þar til fyrst svara þvi, að það var óverjandi af þinginu að skiljast svo, að stjórnin væri hönd- um núverandi ráðherra. Þetta marg- bentum vér á fyrir þingslit; en orð- um vorum var þá enginn gaumur gefinn. Þá var full ástæða til þess annaðhvort að skifta um stjórn, sem sjálfsagt var að dómi flestra skyn- bærra manna, eða að þingið sæti áfram til að passa upp á stjórnina, En auk þess hefir á þessum stutta tíma síðan þingi sleit, á þessum þrem mánuðum, komið svo mikið á daginn um afglöp stjórnarinnar, að löngu eru orðnar nægar ástæður fyrir þingið að taka í taumana, enn miklu ríkari ástæður en þegar þingi sleit, ástæður sem gera óumflýjanleqt að þingið sé þegar kvatt saman til nýrra ráðstafana. Vér viljum að eins minna á það, að í sykurhneykslinu einu gerðu ráðherrarnir, sem þá voru hér, sig seka um: 1. Tilraun til þess að ástæðu- lausu, að leggja hálfrar miljón króna skatt á þjóðina, án lagaheimildar og gerðu þannig beina tilraun til stjórnar- skrárbrots. Alvðruleysið hjá sumum rnönnum virðist nú orðið svo mik- ið, að þeir sýna svo litla alvöru um þetta atriði, sannaOa tilraun til stjórnarskrárbrots, atriðis sem í hverju siðuðu landi öðru en Islandi mundi talin sjálfsögð fráfararsök fyrir stjórn- ina og landsdómssök að stuðnings- menn ráðherranna gera sér von um að geta pagað pað i hel. 2. Sömu ráðherrar voru staðnir að pví, að hafa sagt opinberleqa ósatt um mál sem varðaði almennings- heill. Slikt mundi með öðrum þjóð- um hafa verið talin sjálfsögð frá- fararsök. geta menn snúið sér til herra yfir- kennara Pálma Pálssonar viðvikjandi Þjóðmenjasafninu og herra kennara Guðmundar Jónssonar (; Miðstr. 4) viðvíkjandi Bókmentafélaginu. Reykjavik ro. des. 1917. Matthias Pórðarson, fornmenjavörður. í landsverzluninni og landssjóðs- útgerðinni hefir stjórnin auk þess orðið uppvís að svo miklum mis- tökum og svo mikilli sóhq ú al- menningsfé, að sjálft stjórnarblaðið »i'íminn« I>efir orðið viðurkenna að þar hafi alt verið öðruvisi en átti að vera, og orðið að lofa fyrir stjórnarinnar hönd bót og betrun — loforð, sem enginn sem til þekkir, treystir að neinu. Auk pess sem um hefir verið rœtt i blöðum, hefir stjórninn drýgt mjög alvarlegar syndir á óðrum sverð- um, sem eru pess eðlis að vír sjáum oss eigi ýœrt að gera að openberu umtals- eýni vegna velýerðar landsins. En þar eru þau gögn fyrir hendi, sem að voru áliti, hlyti að sannfæra þing- nefnd, sem þau mál fengi til rann- sóknar, um voða þann, er landinu stafar af hafa stjórn þessa við völd. Vér förum hér ekki með neitt fleyp- ur. Vér erum viðbúnir að fœra sönn- un á mál vort á réttum stað. Þeir, sem rólyndir eru, hugðu að forsætisráðherrann sem hefir verið fjarverandi meðan hinir tveir ráð- herrarnir voru að drýgja sykurhneyksl- ið m.m., mundi hafa þá dómgreind og þann kjark, er hann kæmi heim og sæi hvernig i pottinn væri búið að gera annaðhvort, að sækja þegar um lausn fyrir stjórnina eða kalla þegar saman þingið. A þvi hefir eigi bólað enn. Má það ekki drag- ast mikið, ef hann vill eigi gera sig samsekan hinum einnig um þau af- brot sem ráðherrarnir hafa framið f fjarvern hans. Þeirri grýlu er oft beitt gegn aukaþingi, að það hafi kostnað i för með sér. Hún á ekki hér við. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða frá fjármunalegu sjónarmiði, að það er sannfæring vor, að svo framarlega sem aukaþinginu takist að koma lagi á landsstjórnina, þi mundi kostnaður- inn við þinghaldið marg borga sig. Svo mikið fé fer forgörðum, án þess að neitt komi i staðinn, í hönd- um þessara stjórnar, að nemur marg- falt merru en aukaþingskostnaðurinn Eitt einasta „skakkafall" (axarskaft) stjórnarinnar getur valdið miklu meira tjóni fyrir landsjóð en allur kostnaður við aukaþingshald. Stjórninn getur nú þegar kvatt saman aukaþing. Henni ber að gera það tafarlaust.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.