Ísafold - 08.06.1918, Side 1

Ísafold - 08.06.1918, Side 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. é. kr., erlendis k- kr. eða < ’;j| dollar; borg- ist fjrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 6 a. eint. SAFOLD ísafoldarprentsmiðja Ritstjðri: Úisfur Björnssan. Taisimi nr. 45 j r Uppsögn (skiifl.) bundin við ár&mút, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi pkold- laua vio blaSÍI XLV. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. júní 191 8. 27. tölubhð. Forlög. Erindi eftlr Sigurð Þórólfsson, skólaatjóra. Frh. Lúther kennir, eins og kunnugt er, að hver maður geti valið milli hÍDS góða og illa, til þess hafi menn fult frjálsrœði. En só nú maðurinn háður erfðasynd, er eigi auðvelt að skilja hveinig því frjálsræði mannsins er farið. En Lúther hefir einnig sagt, að 8á einn geti taiist frjáls maður, sem velur hið góða, en hafnar hinu illa, því hið góða só ákvörðun manns- ins. En það er auðsætt, að meðau maðurinn er bundinn erfðasyndinni, þá getur hann eigi aðeins viljað hið góða, heldur líka hið illa. sem með- fætt er. — En hver sem því trúir, að breyzklelki mannanna stafi frá erfðasyndinni, sem allir eru háðir, og fylgir mannkyninu, kyu frá kyni, verður að játa, að hið illa, sem af erfðasynd er sprottið, só einnig ákvörð- un mannsins. Það eru forlög allra manna að vera þessari arfgengu synd seldir, frá vöggunni til grafarinnar. Kalvin tók upp forlagakenningu þá, er Ágústín hólt fram. En hann fór talsvert lengra, já, jafnvel svo langt, að margan sannkristinn mann hryllir við henui. Það er kenningin um náðarúrvalið (Prædestination) sem er þungamiðjan < trú Kalvinstrúar- manna, eða endurbættu kirkjunni. Hún er, eins og kunnugt er, innifalin í því, að guð hafi frá ellífu ákvarðað megin þorra manna til syndarinnar og síðau til eilífrar fordæmingar. En að- eins fáa hefir hann af náð sinni úr- valið til þess að mynda helgan söfnuð og til eilífrar sælu. Kalvin lítur svo á, að þar komi róttlæti guðs fram á mönnunum, að hegna þeim eilíflega fyrir erfðasyndina, en kærleikurlnn í því, að velja úr nokkra menn af náð sinni til frelsis og himnaríkissælu. Það er nú eigi mín meinlng að gagn- rýna trúarsetningar eða fella dóm yfir þeim. Aðeins vildi eg með þessum athugasemdum mínum benda á hvernig forlagatrúin væri einn megin þáttur trúarbragðanna. Af þessu stafa marg- ar mótsagnir. Og hvað er römm for- lög ef eigl það, að fæðast í þennan heim með svo spiltu eðli, að það leiði menn til þeirra athafna, sem baka þeim eilífa útskúfun. Það fær enginn maður að velja um það áður en hann fæðist, hvort hann heldur kjósi að verða til að njóta lífslns og kveljast síðan eftir dauðann, eða hitt áð verða ekki tll, fæðast ekki. Nei, eftir þess- ari kennlngu fæðast menn til syndar- innar, og það er alveg sama hvernig sem þeir lifa, þá skulu þeir samt bæta fyrir syndir Adams. — Þó ótrúlegt megi virðast, þá gerðist Pascai, vísindamaðurinn góðkunni, tals- maður þessarar náðarúrvals-forlagakenn- ingar. — Mannskepnan er merkileg fyrir margra hluta sakir og eigi sízt fyrir það, hve hún getur trúað mörgu fáránlegu, sem gagnstætt er lögmáli náttúrunnar og heilbrigðri skynsemi, ef hana annars er nokkurstaðar að finna nema í ímyndun manna. Og við, sem nú lifum á þessum orðlögðu menningar- og vísindatímum, þurfum hvorki að lá Kalvin eða Pascal hve langt þeir létu trúgirnina og ímynd- unarafltð leiða sig. Því í þeirrl grein erum vlð eigi sterkir á svellinu. Hver eru þau b/sn og undur, sem menn geta eigi trúað nú á tímum, og eigi hvað sízt sumir þeir, sem mesta ment- un hafa hlotið? Það hefir nú reyndar aldrei komið fram í heiminum svo ó- eðlileg og fáfengileg kenning, að eigi hafi hún fengið áhangendur. Þeir eru alt af nógu margir, sem fúsir eru til þess að breyta um trú sína og skoð- anir og hlaupa eftir hverjum nýjum þyt, oftast af nýungagirni og kviklyndi fremur en sannleiksþrá. Guðspekingarnir nýju, þykjast nú hafa fengið lykilinn að öllum leyndai- dómum lífsins. Það er einkum endur- holdgunarkenning þeirra, sem leiðir þá í allan sannleika. Þessi endur- holdgunarkenning þeirra, með afleið- ingum sínum, er í rauninni sórstök ör- lagatrú. — Þeim hefir eigi tekist frem- ur en öðrum trúarbragðaflokkum, að sneiða hjá forlagahugmyndinni. Eg skal nú benda á örfá atriði úr kenningu guðspekinga, sem sanna for- lagatrú þeirra, þótt beinlínis heyri það eigi til þeirrar örlagatrúarkenningar, er »Fatalisme« nefnist. — Eftir kenningu guðspekinga er t. d. glæpa- maðurinn, ung og óþroskuð sál, holdi klædd, á villimannsstiginu. Glæpaeðli hans er refsing fyirr misgerðir hans á undangengnu æfiskeiði. Hann er að uppskera það, sem hann í fyrra llfi sínu hefir sáð. Kryplingurinn og van skapningurinn, dvergar og aðrir slíkir menn, fæðast þannig í heiminn, af því þeir á undangengnu æfiskelði hafa ver- ið mjög grimmlundaðir við menn og skepnur. Góð og óharaingjusöra hjóna- bönd, barnalán og barnaólán er umbun eða þá refsing hjónanna fyrir ástúð þeirra eða ástleysi í fyrra hjónabandi á undangengnu æfiskeiði, o. s. frv. Þannig er, eftir þessari kennigu, gæfa og ógæfa árangurinn af fortíð manna, þelrri fortíð, sem menn ekkert vita um, muna ekki, af þvl að hún er þurkuð út úr meðvitund þeirra. Sál mannsins man þó þessa fortíð, veit alt, sem hún hefir lifað á undangengn- um æfiskeiðum. En það gagnar mér lítið 1 þessu lífi. Vitundarlíf mitt veit ekkert um það. Með aðstoð þess skynja eg skil hlutina í kringum mig og finn að eg er til. — Það er mór eigi nóg í þessu lífi, þótt sálin mín viti betur, og geti því eftir dauðaun fullkomnast, úr því hún er eigi þess umkomin, að miðla af vizku sinni og þekkingu til meðvitundarlífs líkamans. Sálln, segja guðspekingar er fyrst ófull- komin, en á að þroskast og fullkomn- ast með því að fara úr einu tilveru- ástandi í annað, úr steinaldarríklnu í jurtaríkið, þaðan frá lægstu dýrum til hinna æðri og svo úr dýrunum í villi- manninn og svo hold úr holdi til full- komleikans, til guðdómsins, sem hin. upprunalega er útgengin af. Sálin er tengd holdinu og þjáist með því. Henni er refsað og hún þráir betrun. Lífið eftir dauðann lengist með hverri end- urfæðingu mannsins eða sálarinnar, — En þó guðspekingar segi, sem er mótsögn, að ef maðurinn noti vel þau öfl, sem í honum eru fólgin, geti hanu orðið sinnar gæfu smiður, þá er þó víst, að kryplingurinn verður aldrei annað en kryplingur. Barninu i móð- urkviði er áskapaður vanskapnaður, það er refsimynd þess. Það er þá fætt með þessum fyrlrfram ákveðnu örlögum. Og sá sem fæddur er til glæpsamlegra verka, getur eigi valið milli þess, að lifa glæpamannalífl eös þá helgra manna lífi. — Eftir þessu verður eigi annað sóð en að það hafi verið óviðráðanleg forlög Axlar-Bjarn- ar, að drepa 18 menn, og líka hróp- legt rauglæti að lífláta hann fyrir þessi afbrot sín með ógurlegum pynd- ingum. n. Hvað sem nú þeirri forlagatrú líð- ur, sem kemur fram í gömlum og nýj- um trúarbrögðum þjóðanna, má benda á ýms atriði í lífi manna, sem eru þannig, að ætla mætti að þar só um forlög að ræða. Eigi þori eg að kalla slíkt forlög, en mörgu í lífi manna er þó undarlega farið og mönnum elgl sjálfrátt. Einstaklingarnir ráða þar ekkert um. Því ræður enginn maður hvar bann fæðist eða út af hverjum hann er kominn. Það getur þó mikið af lífs- kjörum manna verið undir því komið hverjir voru eða eru foreldrar hans, hvernig þeir voru til lífs eða sálar, og hvernig þau breyttu í lífinu. Það getur jafnvel haft áhrif á líf hvers einstaklings, hvernig allir aðrir menn hafa lifað á undan honum, hvernig breytni þeirra hefir verið. Barnið, sem fæðist af geðveiku foreldri, eða á geðveika í ætt sinni, verður að öllum líkindum geðveikt fyr eðs síðar. Þarf eigi annað en minna á hina mögnuðu geðveiki í »Mókollsættinni« fyrir nokkr- um öldum. En svona er það um ýmsa fleiri ættgenga sjúkdóma, sem eru einskonar kynfylgjur, mann fram af manni. Það er eigl einasta arfgengir gallar og misgerðir feðranna, sem koma fram á börnunum í hvern liðinn eftir ann- an, heldur einnig misgerðir allra ann- ara manna, að ýmsu leyti. Sá maður, sem brýtur t. d. sóttvarnarlög, getur með því leitt sjúkdóma, sorg og dauða inn á mörg heimili, máske leitt ógæfu yfír heila þjóð, eða jafnvel heimsálfur. Hjátrúin og sóðaháttur Kínverja hefir um margar aldir alið sóttkveikjur þær, þar f landl, sem >svartidauðinn« staf- ar frá. Sú pest hefir marg oftdreifst þaðan til Norðurálfunnar, og eitt sinn (á 14. öld) ætla menn að 25 miljónir manna hafi fallið fyrir þeim »morðengli«. — Hver sá, sem þessa sýki fékk, átti enga sök á því. Margir lifðu við sára sorg á eftir. Höfðu þeir verðskuldað hana. Hafi svo verið og líka hitt, að þetta hafi verið þeirra refsing, þá má eigi saka Kíuverja um pestina, eÍDS og gert hefir verið, heldur ber að líta svo á að guðleg forsjón hafi valdið henni. Þessu hafa menn líka trúað fyr á tímum og jafnvel enn fram á þennadag. En þá hefri þessi mikla plága eigi verið af tilviljun komin, nó eðli- leg afleiðing ýmsra orsaka, heldur blátt áfram ákvörðuð forlög. Það er eigi nema að sumu leyti satt, að hver maður sé sinnar gæfu smið- ur. Maður sem fæddur er út af rík- um foreldrum, þarf eigi að berjast við fátækt og alt sem henni fylgir alt sltt líf. Maður sem þegið hefir í vöggu- gjöf hraustan og fallegan líkama, og hefir þess utan flesta þá kosti, sem prýða hvern mann, stendur hamingj- unni nær en hinn, sem ekkert hefir þegið af þessu. Olnbogabarn náttúr- unnar situr eitt úti í horni og grætur, meðan hinn útva’di leiknr við hvern sinn fingur, umkrlngdur vinum og þeim sem dáðst að honum eða því sem honum er elns ósjálfrátt og það er öðrum ósjálfrátt, sem gerir þá að oln- bogabörnum og þvf lítiisvirta. Það »dregst margur með djúpa und« fyrir þ&ð sem honum er ósjálf- rátt, eða honum er meðfætt. Eru þetta forlög þeirra ? spyrja menn. Guðmundur Bergþórsson skáll var fæddur í fátæst, með bæklaðan líkama. Bæði fátækt hans og línamslýti fylgdu honum alla eið til grafarinnar. Hefði hann notið mentunar og lífskjör hans verið mýkri, má ætla að líf hans hefði orðið honum ánægjulegra en það var. Jóni biskupi Yídalín þótti svo mikið til vitsmuna han-t og þekkingar koma sjálfsfræðslu, að hann sagðist ekkert hafa fram yfir Guðmund nema hemp- una. Eu það virtist svo sem að sumu leyti, væri vitsmunir hans honum hefndargjöf. Hann var fæddur með »konungslund« og »spekingsins viti«, þess vegna fsnn hann sárar til beizkju lífsins, ku da þess og umkomuleysis síns en annars mundi hafa orðið. — »Sá grét eigi fyrir gull, sem a ! d r e i á 11 i þ a ð«. — Einn mann hefi eg þekt, sem eg hygg að hafi verið svo hamingjusamur, sem dauð- legir menn annars geta verið. Honum leið vel, ef hann fékk nóg að eta og drekka. Hann fann víst lítið til hvort heldur var á sál eða iíkama. Hann var spaklyndur að náttúrufari, með »flegma- tiskri« lund, fáfróður og vitlítill. Eða hvað á maður að segja um þá mörgu, sem fæðast vanskapaðir, blind- ir, daufir og mállauslr. Hversu mikið gefa eigi þessi örlaganna börn farið á mis við fyrlr þessa sök, sem öðrum veitir lífsunað. Að vísu má hór taka það til greina, að flestir þeir, Bem hafa svo þungan kross að bera, virðast eins ánægðir með iífið eins og hinir, sem við önnur betri kjör eiga að búa. En í sálarlífi þeirra óma máske við- kvæmir strengir og dularfull þrá eftir því, sem aðrir hafa fram yfir þá, eftir tilkomumeira og viðburðaíkara lífi. En það eru líka til margir andlegir vanskapningar, þótt eigi þjáist þeir af líkamlegum sársauka eða bilun sxyn- færanna. Fyrir þessi vansmíði náttúr- unnar, sem á þeim eru, hafa þeir orð- ið undir í lífsbaráttunni. Þeir sem mest hafa þegið frá náttúrunni af góðu, nota þær náðargáfur til þess, að þrælka og kúga þessi stjúpmóðurbörn náttúrunnar. Þau verða annara þurfa- lingar og bitbein, og margir nota sér þau til ávinnings, jafnframt og þeir troða þau niður í skarnið og fyrirlíta. Þegar nú þetta og margt annað er athugað, verður eigi annað sóð en að náttúrunnar náðarsól skíni eigi alt af jafnt »yfir róttláta og rangláta«. Vondir menn hafa oft mikið heimslán, þeir baða í rósum, jafnvel þeim, sem sjáifir hafa þeir búið til úr blóðdrop- um smælingjanna. Alla æfi njóta margir þess háttar menn auðs, valda og virðingar samtíðarmanna sinna. Jafn áberandi er hitt, hve margir góðir menn og guðhræddir á öllum öldum hafa lítið haft af helmsgæðunum að segja. Sum þeirra hafa að visu með fúsum vilja afneitað öllu sliku, en tek- ið krossinn á herðar sór og lifað mein- lætu lífi sem helgir menn. Hinir hafa þó verið miklu fleiri, sem þráð hafa hamingju og vellíðan. En í stað þess að fá að eins örlítið af óskum sínum og vonum uppfylt, hafa þeir orðið að sætta sig við basl og bágiudi alt sitt líf. Þeir hafa verið settir þar, sem hamingjusólin aldrei getur skinið, sú hamingjusól, sem nálega allir þrá, og flestir menn eru alt af að lelta að, sem hana elgl hafa fundið. Hversu margir af allra beztu mönnum mann- kynsins hafa eigl verið hafðir útundan af samtíðarmönnum sínum, sakfeldir, misskildir, hrjáðir og lítilsvirtir, þótt uppreisn hafi þeir fengið, þegar búið var að kvelja úr þeim lífið. — Þessi voru uú þeirra örlög, í lífinu, hvaðan svo sem þau áttu upptök sín. — Það er oft svo, að: »Sitthvað er gæfa eða gjörvileikur«. III. Þó eigi geti eg talist sérlegur drauma- trúarmaður, ætla eg samt að segja hór frá stuttum draum, sem skynsam- an bónda dreymdi fyrir nokkrum ár- um. Hann býr f nágrenni við mig. Bóndi þessi þóttist vera, í draumnum, með byssu sína kippkorn frá bæ sín- um. Þá sá hann hvar álftahópur kom fljúgandi og var ein álftin gráleit 'ung álft). Hann þóttist skjóta á hópinn og fóll þá sú unga álftin dauð niður. Þar sem hún féll niður var moldarflag. Við það vaknaði hann. Drauminn mundi hann um morguninn en hugsaði eigi frekar um hann þann dag. Þegai á daginn leið datt honum í hug, án þess að muna eftlr draumn- um, að ganga út í haga með byssu, eins og hann var oft vanur. Þegar hann svo kom á sömu stöðvar og hann var á í draumnum, kom álfta- hópur og var ein þeirra ung álft. Hann skaut hana og féll hún dauð niður, nákvæmlega á sama stað, f moldarflagið, og hann um nóttina sá í draumsjóninni. Eg fuilyrði að þessi draumur er sannur, og eins hitt, að ait gekk eins til i vökunni, með álftardauðann, eins og í draumnum. En hitt vil eg eigi fullyrða, að draumur þessi hafi verið fyrirboði þess, sem gerðist næsta dag. Það finst mór þó líklegast og eg býst við, að það þyki fleirum. En ef þessi draumur hefir verið »spásagnardraum- ur« eða boðað óskeðan atburð, þá fæ eg eigi betur skilið en að hór só, eða hafi verið, um einskonar forlög að ræða. Gat þessi bóndi annað gert þennan dag eða síðar en það að fara þessa leið og skjóta þessa ungu álft? — »F r e s t a m á ö r l ö g u m, e n fyrir þau eigi koma«. Yar vilji hans frjáls þegar hann tók þá ákvörðum, að fara mað byssu sína á veiðar! Efa má það. Það er engu líkara en að um nóttina, þegar draum- sýnin fór fram, hafi af einhverju vits- munaafli manninum verið sýnt hvað fyrir honum lægi að gera næsta dag. A þeirri stundu var sú ákvörðun til eða sú vissa, að bóndlnn sæi þessar um- ræddu álftir og dræpi þá yngstu þeirra úr hópnum. Þetta vlssi einhver vera og undlrvitund mannsins skynjað þessa ákvörðun eða vitneskju á einhvern hátt i draumleiðslunni. Það má ef til vill líta á þetta á annan veg. Það kann einhver að nelta því, að bóndinn hafi verið ófrjáls í vali sinu, þegar hann ákvað að skjóta álftina, og vilja heldur fallast á að einhver vitsmunavera hafi vitað hvað hann mundi áf frjálsu vali viljans gera næsta dag á þelm og þeim tíma, á einum eða öðrum stað. Þessi vera ætti þá að hafa sýnt undirmeðvitund mannsins það í draumsýninni. Máske líka að eitthvað i djúpl sálarlifslns vitl fyrlr fram um alt sem fram við hann kemur, eða eins og skynji fram- tiðlna og umheiminn. — En hvað svo sem um þetta má segja, þá verður þó elgl betur skilið, en að um uótt- ina, þegar bóndann dreymdl draum- inn, hafl sá verkdagur verið ákvarðað- ur honum sem einskonar örlög. Það hlaut að koma fram, fyr eða síðar,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.