Ísafold - 03.01.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.01.1921, Blaðsíða 1
 Simar 499 og 500. Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. Isafo!d.-írpreritsi»ið|a. XLVIIL árg. Reykjavík, Mánudagina ^. janúar 1921. r. tölublað. „Eitt á enda ár vors lífs er rttnn- ið". Hvelfingar íslenzkra kirkna mtmu í dag bergmála þessi orð úr nýárs- sálminum. Upp til dala og fram við sjó safnast menn sam»n og láta nýársljóðin lyfta huganum fram til þess, sem ókomið er, og aftur til þess, sem er liðið. Áramótin eru merkileg stund. Þá er eins og „tímans breiða móða" staðnæmist eitt augnablik og menn séu ósjálfrátt knúðir til að staðnæm- ast líka og gera sér ljóst, að eitt tímabil æfínnar er gengið um garð og nýtt byrjað. Áramótin eru tími sjálfsskoðun- arinnar. Þá líta menn yfir liðna ár^ ið, meta líf sitt á því, draga samian í eitt helztu viðburðina, „gera upp ársreikning sinn", en leggjaþó jafn framt'leiðir í huganum inn ánæsta ár, þó „Skuid skyggi fyrir sjón". Þetta ár, sem nú er „liðið í ald- anna skaut", hefir verið þjóð vorri erfitt og andstætt að ýmsu leyti. óáran hefir gert vart við sig í at- vinnuvegum ng veðurfari í sumum landshlutum. Óeirðir og byltingar heimsins hafa haft sín áhrif á okk- ur, þó afskektir séum. Heimurinn er allur í einu sambýli og viðburðir eins landsins hafa áhrif á annað, þó liöf og lönd skilji. Og innbyrðis hjá okkur sjálfum er ios og umbrot á ýmsum sviðum, sem vekja óróa og æsingu. Við er- um að vakna, ný öfl að láta á sér bæra, nýir straumar að fa framrás, sem hafa þó engan farveg fundið enn. Sum efnaleg og andleg svið okkar eru ónumin, en við vitum af þeim og viljum leggja þau tmdir yfixráð okkar. Alt þetta orsakar fálm og fum- hik og stundum hrös- un. En alt gengur þó í áttina. A síðasta ári hefir viðskiftákreppa gert vart við sig hér, meiri og víð- tækari en nokkru sinni fyr. En nú þykir mönnum sem margt bendi til þess, að þeirri kreppu sé skapaður skammur aldur, nú sé hán að líða hjá, og nýtt ár muni rýmka til og opna þau sund, sem bún befir l0k- að. Hvað sem er um það, er það und- ir okkur sjálfum komið bvort okk- ur a næsta ári „munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið''. Við sníðum okkur sjálfir stakkinn, við sáum, og uppskeran verður eftir því. 1 dag ætti því ö 11 íslenzka þjóðin að mætast í þeirri heitstrengingu, að fram skyldi ganga hagur lands vors næsta ár en ekki aftur. Á ný- ársdag ættu ungir og gamlir, ríkir og fátækir, háir og lágir, að minn- ast þess, að hver einstaklingur er með í því að skapa giftu og gengi síns föðurlands, og þess vegna mégi enginn draga sig í hlé, allir gera skyldu sína hver á sínu sérstaka sviði. Hannes Hafstein hefir kveðið skínandi fallegt erindi um hið ó- ráðna land vort. Á nýársdag er gott að minnast þess: Land vort, þú ert sem órættur draumur, óráSin gáta, fyrirheit. Hvernig hann ræðst þian hvirfinga- straumur hverfulla bylja — enginn veit. Hvað verður úr þínum hrynjandi foss- umf Hvað verður af þínnm flöktandi bloss- um? Prottinn, láta strauma af lífssálar ljósi læsast í farveg um hjartnanna þel. Varna iþú straumum frá ólánsins ósi. Unn oss að vitkast og þroskast gef heill, sem sterkari en Hel. Gleðilegt nýár! Það er gamalt máltæki, að sínum augum lítur hver á silfrið. Og ólíkum augum líta ménn á skáldin og rithöfunda. Eru ýms dæmi til þess, iað einum hefir þótt það góð eða jafnvel ágæt bók, sem öðrum þótti einskisvirði. Það eru eigi einasta opinberir ritdómarar, sem líta svona ólíkum augum á sömu bókina, heldur al- þýðan, einstaklingar heimar. Menn dæma rit fremur eftir tilfinningum sínum en skynsemi. En sumUm er líka svo farið, að ef þeim er eitt- hvað í nöp við höfund bókarinnar, eða hann ber fram kenningar sem þeim eigi geðjast að, þá finna þeir ekkert nýtilegt í foenni. Af þessum ástæðum hafa sumir höfundar rit- að undir gerfinafni, þótt það væn- legra til sigurs. Minna má á Jón Trausta. Meðan hann hét Guðmund- ur Magnússon átti hann eigi upp- reisnarvon sem rithöfundur. En fyrsta rit hans sem Jón Trausti vakti óvanalega athygli manna um land alt. Eftir það var nafn hans á hvers manns vörum og rit hans lesin, flestum öðrum ritum betur. Eg man þá tíð, að dómarnir um Matthías Joehumsson voru ærið mis jafnir. Nú í seinni tíð hefir enginn þorað að finna neitt að þeim höf- undi. Það hefði verið talin goðgá og ábyggilegasti vottur um Mvísi eða vöntun a skáldlegum smékk. — En menn þorðu að ráðast á skáld- j rit Jóns Trausta síðustu lífsár hans, | og fundu ekkert nýtilegt í þeim. Jónas Hallgrímsson var ekkert átrúnaðargoð íslendinga meðan j hann lifði. Jafnvel annað eins! kvæði og til dæmis ísland f arsældar j frón vakti enga eftirtekt þegar það birtist í „Pöölni". Bestu vinir hans lásu það ekki, að vitni Tómasar. Sæmundssonar. Nú lofa allir Jónas, og engu síður þeir, sem minsta þekkingu hafa á skáldskap hans. En hve lengi varir þeta iakmarka- lausa lof ? En f áir meta Grím Thom- sen að verðleikum. Það er enn eigi orðið móðins! Danska skáldið H. C Andersen var lengi lítilsmetinn fyrir ritstörf sín. Æfintýrin hans þóttu hreinasta bull. 1 þeim fundu menn engin gull- korn eða neitt nýtilegt, engan skáld skap og enga lífsspeki, Sá þótti eigi upplýstur maður, em las þau og mælti þeim liðsyrði. Og sá þótti mestur andans maðurinn, sem flest gat fundið þeim til foráttu. Það g-etur sem sé orðið móðins eða tíska, að lofa einn en lasta annan. En eins og kunnugt er hættu menn að lasta æfintýrin, og höf- undur þeirra varð heimsf rægt skáld — rit hans þýdd á öll Norðurálfu- tungumál. En hverjum var það að þakka að hún Gunna flaut. Það var Grím- ur Thomsen, sem kendi Dönum að meta æfintýrin að verðleikum. — Hann var nafnkunnur bókmenta- fræðingur og í miklu áliti hjá Dön- um. Af mikilli snild og vitsmunum reit Grímur Thomsen ritdóm um H- C. Andersens æfintýri. Hann fann gull og gimsteina í hverri línu hjá Andersen, sem öðrum sýndist hrenn leir. Eftir þetta kom hver á fætur öðrum og rituðu lof um æfin- týrin. Og það varð brátt eins móð- ins að lofa þau eins og áður að lasta. Danskur bókmentamaður sagði eitt sinn við mig, að Rrímur Thom- sen hefði þá verið með mestu bók- fræðingum Dana, og hann einn hefði verið fær um að dæma H. C Andersen réttlátlega. Hann var út- lendingur og því fremur hafinn yfir alla innlenda klíkudóma og rithöf- unda öfund. Hverri þjóð er gagnlegt að eiga góða ritdómara, víðsýna,sanngjarna og óhlutdræga. Margt er hér gert að pólitisku máli- Sumir rithöfundar hafa verið dæmdir eftir því hverja landsmála- skoðun þeir hafa haft. En lakast af öl'lu er það, þegar rithöfundar ganga í einskonar rit- dómasamábyrgð, og lofa hver ann- an á víxl. S.Þ. skólastjóri hefir nú verið 30 ár skólastjóri Barnaskóla Reykjavík- ur. Var honum nú um jólin sýnt það í verkinu, hversu mjög börnin og foreldrar þeirra meta hið ágæta starf hans við skólann.Börnin færðu honum að gjöf sérlega snotran silf- urbikar, og var á hann letrað: „Til okkar kæra skólastjóra, í minningu um 30 ára skólastjóra- starf hans, með hjartanlegustu þökk fyrir alt. Frá nemendum Barnaskóla Reykjavíkur veturinn 1920—21". Ofan á bikarnum lágu 2 erindi, sem Þorsteinn Gíslason hafði ort fyrir börnin: \ Þökk fyrir störf þrjátíu ára, vinur og vegleiðandi! segja börnin og bera frá foreldrum einnig ástar þakkir. Hvað er öldruðum eignin besta? Ast í ungra hugum. Alla þína æfi og öll þín störf blessa barna varir. í tilefni af því, að Hamsun hlaut bókmentaverðlaun Nóbels þetta ár, sendi sænskt blað blaðamann alla leið frá Stokkhólmi til heimilis skáldsins við Grímstad, til þess aS hafa tal af Hamsun. Blaðamaður- inn segir svo frá förinni: — Eg drep á dyr og spyr stúlk- una, sem opnar, hvort eg geti feng- ið að tala við Hamsun. Stúlkan kvaðst ætla að spyrja frúna og hvarf eins og snæljós. — Nei, það gat ekki látið sig gera, sagði frúin. Hamsun talar ekki við blaðamenn. Þá bað eg um að fá að tala við frúna. Þegar hún kom, bar eg enn fram sama erindið, og talaði svo faguriega um bók- mentaverðlaunin, að eg varð sjálfur hrærður. En frúin skýrir mér frá, að Hamsun hafi svarið að veita blaðamönnum aldrei viðtal, því einn hafi einu sinni logið hinu og öðru um hann eftir samtal við hann. Svo byrja eg að semja við Ham- sun með frúna sem milligöngu- mann. Hún lofar að reyna til að „umvenda'' honum.En það ber eng- an árangur. Hamsun vildi ekki sjá mig, því þá gæti verið að hann giæptist á að segja eitthvað. Svo var mér borið Rinskvín og kökur, hvorttveggja búið til á heim- ilinu. Og svo byrjar frúin að tala um bókmentaverðlaunin, og segir að Hamsun hafi orðið mjög glaður að fá þau. Og sennilega verði féð notað til að bæta jörð þeirra. Það þurfi að stækka fjósið, þar sé svo þröngt, að ungviðin gangi laus. Og svo þurfi að bæta við hestum. Einn- ig eigi að stækka garðinn og leiða lækinn, sem renni í gegnum hann, í annan farveg. — Það versta við það, segir frú- in, er, að Hamsun er svo hræddur um, að hann verði að fara til Stokk- hólms og halda ræðu. Að lokum var blaðamanninum boðið að borða miðdegisverð. En ekki kom Hamsun. Hann ætlaði a8 borða einn seinna. Hann hafði látið það boð út ganga, sagði frúin, a5 þannig skyldi það vera. Iid! Skýrsla Löwen's baróns. Fyrír nokkru hefir Löwen barón^ sendimaður sænsku stjórnarinnar er dvaldi hér í sumar, afhent stjórn- inni skýrslu um förina og tillögur um hvað gera þurfi til þess að koma á meiri og hagkvæmari við1-- "'-m milli Svía og islendinga, >^-i<m þjóðum til hagnaðar. Er • ^--:aa alllangt mál, og eni í henni j-na atriði sem hér er óþarft upp að telja En aðaldrættirnir eru þeir, að hann ræður sænsku stjórninni eindregið til þess að senda hingað hið fyrsta sérstakan fulltrua, diplómat, er hafi fullkomið sendiherraumboð (over- ordentlig Gesandt og befuldmægtig- et Minister). Enn fremur leggur hann ríka á- herslu á, að komið sé á beinum skipaferðum milli Svíþjóðar og fs- lands. Kveður hann möguleika ágæta fyrir sænska framleiðendur að fá markað fyrir sænskar vörnr á fslandi. Einkum muni Svíar geta með beinum ferðum náð undir sig allri trjáviðarverzlun á tslandi og sænskar járnvörur séu í miklu áliti hér. LöVen barón stingur upp á því, að skipin sigli úr sænskri höfn á vesturströndinni og komi við í Dan- mörku á hingað leið til þess að taka meiri vörur þar. Loks getur hann um að nú hafi menn í Svíþjóð hug á að auka mjög f iskveiðar yið Island. Mun hér aðal- lega átt við hina fyrirhuguðu síld- arútgerð Svía fyrir Norðurlandi. — En til Siglufjarðar aetla þeir, svo sem áður hefir verið getið í Morg- unblaðinu, að senda rannsóknar- nefnd, sem sjá á út leiðina til þess að Svíar geti verið einir um sfldar- útveginn þar. Pyrri hluta skýrslunnar um sendj herraútnefningu og beinar sam- göngur milli landanna og aukin verzIunarviðsRu. m vér verið fyllilega siamdóma. Þar er gengið út frá því, að „báðar þjóðir hafi hag af viðskiftunum''. En þar sem um aukinn síldarútveg þeirra hér við land er að ræða, sem máske er til þess gerður aðallega að ná undir sig allri síldarverzlun fra íslandi, eða gera síldarútveg landsmanna ómögulegan, þá álitum vér að gæta þurfi allrar varúðar. Síldarútvegur íslendinga hefir eigi verið glæsileg- ur undanfarin ár. En það mun þó ekki eingöngu vera þeim sjálf- um að kenna, heldur líka BÍldai^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.