Ísafold - 12.01.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.01.1921, Blaðsíða 3
lSAFOLD •setja hámarksverð á vissar teg- undir af skótaui, karlmannsfatnaði og öðru er að því lýtur. Alt þetta starf varð árangurslaust, því að skömmu eftir að samkomulag hafði náðst um hámarksverð á nokkrum tegundum á skófatnaði, auglýstu skósalar, að þeir seldu s'kófatnað með taisvert laígra verði en há- marksverðið var Um hámarksverð á karlmannsfatnaði eða saumalaun- um og öðru efni en yfirborði hefir ekkert heyrst enn, en mér er kunn- ttgt um að hér kostar hið síðar- nefnda 140—150 krónur, en í Höfn kostar það að sögn 110—120 kr., og þó hefir hvorttveggja þetta hiug að til verið talsvert dýrara í Höfn •en hér, Eg skal mi ekki þreyta lesendur .jmeð fleiri dæmum, 'því mér finst , ,augl,j6st,að meðan nefndirnar starfa eins og þœr hafa gert, annars vegar neita um lallan innflutuing á vörum og hins vegar láta haldast það verð, sem varan kostaði hér meðan alt var sem dýrast, 'þá hlýtur dýrtíðin að haluJast í landinu. — Hámarks- verð getur heldur ekki náð nema til fárra vörategunda; allar aðrar vör- ur geta. menn selt með hvaða verði sem vera skal, og þegar einstakir kaupmenn, sem liggja með miklar birgðir af einhverri vörutegund, sem ek'ki er hámarksverð á, fara að taka eftir því, að þeir eru því nær -einir um hituna, þá er ekki nema eðlilegt að þeir noti sér af því. Þá er spurningin: Geta nefndirn- ar unnið saman, þannig að að gagni megi koma fyrir landið? Bg er jþeirrar skoðunar að 'þetta sé mjög örðugt og svari alls ékki kostnaði, því enda þótt hægt sé að búa til reglur fyrir samvinnu þeirra á milli sem gætu litið nógu vel út á papp- ímum, þá er eg hræddur um að þegar í „praxis'' kemur, að þá muni ^alt fara í handaskolum, verða fálm út í loftið. Það eina skynsamlega, sem eg hygg að sé, er að upphefja allat þessar nefndir og leyfa frjálsan innflutning á vörum. — Samkepnin er orðin svo mikil, að við það hlýt- ur að skapast sanngjamt verð á vöranni. Bn er þá ekki hætta á því að herði að þessari peningakreppu, sem landið er komið í? spyrja menn Það er undir bönkunum komið, þeir eru sá eini rétti „Regulator" í þessu efni. Þeir verða að hætta, etf þeir þegar tfkki eru hættir, að lána eignalitlum — eða eignialaus- um .^pekulöntum", til þess að kaupa vörur í vitleysu til þess aÖ spekúlera með. Hitt er búið að sýna sig, að á þeim hvílir engin skylda til þess að yfirfæra iraieign- ir mianna, hvað þá lán, til útlanda. Allir hérlendir kar.pmenii, sem kaupa ' örur erlendis, vita að 'peir fá þær ekki nema annað hvor, með gamningum um borgun á vissum tím i oca íorgun út í hönd, ng er lendir viðskiftamenn þeirra vita nú hver vandkvæði geta verið á því lað fá peninga héðah, ef ekki er greit4 út í hönd- Báðir málsaðilar aunu því fara varlega í sakirnar og því ekki mikil hætta á að úr þessu safn ist óþiarflega mikið af vörum í iandinu eða peningakreppa sú, sem verið hefir, en sem vonandi er að læknast, haldist við, eða skapist á Gamlársdag 1920. Deoar JW sWaii. Fyrir nokkru strandaði þýzka mótorskipið „Martba' frá Hamborg við Meðallandssand, er 'það var á leið frá Þýzkalandi hingað. Skip- verjar eru nýkomnir hingað til bæj arins og höfum vér hitt skipstjóra og stýrimann að máli og beðið þá að segja frá atvikum. — Það var 11. desember, segir skipstjóri, að við vorum komnir upp undir landið.Bftir öllum athug- unum okkar átti skipið að vera miklu vestar, en raun varð á- Vind- ur var talsverður >af suðaustri og skyndilega kastaðist skipið á land, og alla leið upp í brimgarð, sem vér ekki sáum, því hríð og haglskúrir skiftust á. Það var ennfremur svarta myrk- ur er þetta skeði. Skipstjóri tekur síðan upp vasa- bók sína og les upp langan kafla úr skýrslu þeirri, er hann mun ætlia að gefa eigendum og hlutaðeigandi yfirvöldum, þá er hann kemur til Hamborgar. Ber sú skýrsla það með str að skipverjar, sem voru 13 talsins, hafi komist í miklar mann- raunir og að það megi heita hepni, að nokkur þeirra komst lífs af. — Enda þakkar skipstjóri það ein- göngu hinni ágætu framkomu þeirra íslendinga, er komu skip- verjum til hjálpar. Eftir að skipið var strandað gengu boðarnir í sífellu yfir það. Var öllum skipverjum skipað í skjól á af turþilf arinu, en skipið f estist æ meir í siandinum. Til dæmis um það hve ferimið var mikið má nefna áð davið sem bar stærsta skipsbátinn, brotnaði alveg eins og hann væri eldspýta- Að lokum afréðu skipverjar ia£ reyna að komast í land og tókst það að lokum eftir nokkra erfiðleika. Vissu þeir ekkert hvar þeir voru — sáu ékkert nema svartan sandinn, ekkert f jall og enga jökia enda var orðið áliðið dags. Bjuggust þeir nú við að þurfa að dvelja þama ef til vill lengi og voru farnir að búa um sig eftir föngum, er á vettvang komu tveir menn, Islendiugar, frá bænum Strönd. Höfðu þeir orðið skipsins varir. Fór annar þeirra til bæjar eftir hjálp en hinn beið. ög síðar um dginn voru skipverjar all- ir fluttir út að Strönd. Farangri höfðu þeir engum bjarg að úr skipinu.Þeir voru allir blautir mJög og kaldir. Segir skipstjóri að udrun þeirra hafi verið mikil er þeir riðu heim að Strönd og komu þar í stór og hlý húsakynni — og móttök urnar. Skipstjóri stendur upp úr sæti sínu og segir: —- Eg hefi ferðast víða um heim- inn og átt þess kost að kynnast mörgum þjóðum — en eg hefi hvergi komið þar sem gestrisni er á hærra stigi. Vér getum ekki nógsam lega lo£að og þakkað þá miklu um- hyggju er fólkið á Strönd, og al- staðar þar sem við komum,bar fyr- ir vellíðan okkar. Og við Þjóðverj- ar sem höfum verið í 5 ár í stríði og hugðum að því loknu að allar þjóðir væru oss óvinveittar — við finnum margfalt til þess hve vel okkur var tekið hér á Islandi, og því gleymir enginn okkar nokkm sinni. Á Strönd dvöldu skipverjar til 23. des. í bezta yfirlæti. Fólkið gerði alt sem það gat til þess að láta mönnunum líða vel. Þeir f engu þur föt, heitan mat og kaffi og mjólk eftir vild. Fóru þeir með raarga hesta tvisvar út a strand- staðinn til þess að sækja matvæli og bjarga því er hægt var. Var skip_ ið orðið mjög brotið og tekið að grafast í sandinn, og verður tæp- lega meiru úr því bjargað en þegar hefir verið gert- Ur Vík var sóttur túlkur, maður er talaði nokkuð ensku. Bætti það mjög aðstöðu Þjóðverjanna, því enginn gat skilið framandi mál á Strönd. 23. des. héldu þeir áleiðis til Reykjavíkur.. Var fylgdarmaður þeirra vestur að Þjörsárbrú Jó- hannes (iuðmundsson og kvaðst skipstjóri dáðst áð því hvernig liaiin Iiafi komið öllum skipverjum yfir vötnin, sem vora flest nær ófær vegna vaxta og jakahlaupa, án iþess að nokkurt óhapp kæmi fyr_ ir. Það hafi verið þrekvirki, sem cngiini annar en fslendingur hefði getað gert og aðeins á íslenzkum hestum. Frá Þjórsárbrú komu skip- verjar hrngað í bílum, ailir 'heilir heilsu. Skipstjóri og 'siýrimaður á Mar- tha eru báðir ungir menn, framúr- skarandi dugnaðarlegir. Þeir hafa báðir verið 5 ár í ófriðnum, skip- stjórinn sem fyrirliði á tundur- spil'li öll árin. „Martha" var aðeins 4 mánaða gamalt jámskip 750 smálestir að stærð og hafði 180 hest afla vél. Áður en skipverjar fóru frá Strönd gáfu þeir skipsbjölluna til kiíkju sem í ráði er að reist verði að Langholti þar eystra. Á hún að hringja 'þákklæti skipverja út til sáfnaðarins, þá er fólk gengur til kirkjunnar. Simfregnir. Fri fréttaritara Isafotdar. Khöfn, 30. des. Hwrding vill draga úr herbúnaði Randarikjanna. Frá New York ér símað, að Har- ding, hinn nýkjörni forseti Banda- ríkjanna, sé að hef ja baráttu fyri.v því, að draga úr herbúnaði Banda- ríkjanna. Brezkir stjómmálamenn fagna mjög þessum fregnum, og fullyrt er, að Japanar sjeu einnig Msir til að draga úr herbúnaði hjá sér. D'Annunzio flúinn frá Fiume. Frá Róm er símað, að D'Annun- zio sé flúinn frá Fiume. Fór hann þaðan í flugvél og lét svo um mælt að skilnaði, að Italía væri þess ekki verð að deyja fyrir hana. — Bæjar- stjórin tók við stjórninni af honum. Bolshvíkingar og Rúmenar. Reuters fréttastofa skýrir frá því. að bolshvíkingar hafi dregið saman 12 herdeildir á landamærum Rú- meníu. — Hersveitir Ungverja hafa lagt undir sig hlutlausa beltið á landamærunum í trássi við fulltrúa- nefnd bandamanna. Frá frum. Frá London er símað, að nefnd verkamanna hafi rannsakað ástand- ið í írlandi og gefið mjög einhliða skýrslu um það. Atkvœðagreiðslan í Vilna. Pví er mótmælt í Genf, að fallið st- frá atkvæðagreiðslunni í Vilna. Banka-gjaldþrot. Frá London er símað, að Barce- lona-bankinn hafi stöðvað útborg- anir sínar, en kröfur þær, sem hann á að svara, nema um 1000 miljónir peseta. Undirróður bolsvíkinga. Frá Kristjaníu er sínað, að lög- reglan hafi fundið þar bolshvíltinga- raiðstöð, sem dreifir út ritsmíðum og peningum til undirróðurs á Norð urlöndum og Englandi. „Soeialde- mokraten" norski segir, að norski jafnaðarmannaflokkurinn ætli auð- vitað að halda þessari „fræðslustarf- scmi" áfram, því eitt af aðalætlun- arverkum flokksins sje að breiða út þekkingu á rússneskum högum. Ef emhverjir örðugleikar verði á því, þá verði að yfirstíga þá. „Verdens Gang'' hefir komið upp um ítarlegar fyrirætlanir bolshvík- inga um að ná völdunum í sínar hendur. Khöfn 31. des. Bandamenn og pjóðverjar. Havas-fréttastofa segir frá nýj- vm fyrirskipunum bandamanna um afvopnun pýzkalands. pjóðverjar lýstu því yfir 22. nóv., að þeir mundu ekki afvopna Vestur-Prúss- land og Bayern af otta við bolsh- víkinga, en því máli hefir verið skot- ið til stjórna bandamanna. — Her- málanefnd bandamanna hefir rann- sakað hvernig pjóðverjar hafi full- nægt ákvörðunum þeirra, en'þýzka stjórain þorir ekki að birta orðsend- ingar bandamanna af ótta við óeirð- ir. að því er símað er frá Berlín. Khöfn, 2. jan. Atvinnuleysið í Bretlandi. Frá London er sínað, að stjóm- in hafi ákveðið að stytta vinnutíma alira verksmiðjuverkamanna, til þess »ð fleiri geti fengið vinnu, og á þannig að sjá borgið einni miljón atvinnulausra manna. Khöfn 3. jan. Samningar Rússa og Breta. Frá London er símað, að við- skiftasamningum Breta og Rússa sé senn lokið. Horne, verslunar- málaráðherra, og Krassin, fulltrúi Rússa, hafa samið alveg nýtt upp- kast að samningunum, og vantar uú ekkert annað en undirskriftirn- ar. En málið hefir valdið misklíð milli verslunarráðuneytisins breska og utanrí'kisráðuneytisins (Balfour) sem á allan hátt reýnir að spilla fyrir því, að samningar takist. Valera. er að sögn kominn til Dublin til þess að taka að sér forustu bráða- birgðastjórnarinnar írsku Fiume-samningarnir. Frá Róm er símað, að samning- arnir um Fiume séu nú undirskrif- aðir, eh ákvæðunum haldið leynd- um. « Khöfn 4. jan. Atkvæðagreiðslan í Efr? Schlesiu. Frá Berlín er símað að atkvæða- greiðslan í Efri-Schlesiu, um það, hvort hún skuli lúta Póllandi eða Þýzkalandi eigi að fara fram um miðjan marzmánuð. Bandamenn og Þjóðverjar. Frá Berlín er símað að þýzka stjómin hafi nú birt orðsendingu bandamanna frá 31. desember á- samt svari sínu.Er þar sagt að van* efndir Þjóðverja, 'á skuldbinding- um sínum, sem aðeins sé um að ræða í örfáum atriðum, stafi af því, að gersamlega ókleift hafi verið áo fullnægja (þeim. Reuter skýrir frá því, að heí- stjómir Frakka og Breta séu al- gerlegia sammála um alt, er lúti a8 afvopnun Þýzkalands, nema um frestinn. Herstjórn Breta unir vel þeirft skilagrein, sem Þjóðverjar hafa gert á öllu því , er 'þeim bar aS láta af höndum og segja, að þeiff hafi ónýtt hergögn heima fyrjft samkvæmt skilmálunum. Telja þeir þess vegna að sýna verði Þjóðverj- um nokkra tiltrú, úr Iþví að þeir hafi staðið svo vel við samningan* i Spa. Khöfn 5. jan. Kanada og Bretland. Frá London er símað, að Kanadfc- stjórnin leggist fast á móti því, iÞ samningurinn milli Breta og Japar* verði endurnýjaður. Ef Bretar far^ ekki að vilja Kanada í þessu máli, þfc ætlar Kandastjórn að skipa sérstakan sendihérra fyir Kanada í Washingtoji. Blöðin í Kanada ræða nm meira frjáj»- ræði í utanríkismálum. i Afvopnun pýzkalands. Frá Königsberg er símað, að bor_þ- aravarðsveitirnar í Austur-PrússlandÍ muni með öllu aftaka að láta vopn sín af hendi, jafnvel þótt það kostaði blóða úthellingar. í Óeirðir í Flensborg. f Flensborg haf a orðið óeirðir nokkr 0 ar nýverið, og þar að kom, að he» menn hófu skothríð á múginn, sem gert hafði aðsúg að hermannaskálanum. «9 Margir menn voru drepnir og særðir> en síðan dreifðist mannfjöldinn. —«• (Skeytið ógreinilegt, en þetta uppþofc virðist hafa orðið út af því, að einy hver foringi Kommunista þar í borg- inni hafi verið drepinn áður). /Jjóðverjar borga Belgíu 7 miljarða í skaðabætur. Frá Rotterdam er símað, að Þj6ð\ verjar muni þegar í þesum mánuðí greiða Belgíu 7 miljarða marka J skaðabætur. Stjórnarskiftin í Frakklandi Frá París er símað að búist sé vi^í því að Leygues forsætisráðherr^ segi af sér. Þingið á að koma samar* á þriðjudaginn. Khöfn 8. jan. Baráttan gegn berklaveikinni. Aðstoðarformaður Pasteur-stoför unarinnar, Calmette, sá sem fann upp slöngueitur-serúmið, hefir látið Havas-fréttastofu tilkynna það, að tilraunir, sem hann hafi gert síðustu 34 mánuðina, virðist hafa boriB þann árangur,að takast megi að gera uautgripi ónæma fyrir berklum, me8 því að sprauta í hálsæð þeirra 20 milligr. af kúaberklum ræktuðum J samsuðu af glucerini og galli. Bretar og írar. Frá London er símað, aðLloyd George hafi boðið de Valera íra- forseta að koma á fund sinn til samninga. — Sinn-Feinar gruna &tj6rnina um græsku, og hyggja a8 þetta sé gildra, sem hún ætli að eins að nota til þess að ná de Valera a sitt vald. Fjárhagur Austurríkis. Frá Wien er símað, að búist sje við algerðu fjárhagshruni ríkisins, því að útgjöldin fari vaxandi. Fundist hafa um 100 hellar fnllir af dýrustum fosforsúrum áburði,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.