Ísafold - 24.01.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.01.1921, Blaðsíða 1
ISAFOLD Slmar 499 og 500. XLV11Í. irg. Ritstjóri: Vilhiálmor Finsen. Reykjavik, Miniidieinn 24. janúar 1921. Isaíoldarprentsmiðja. 4. töloblað. Eins og kunnugt er, gekk nýja stjórnarskráin, frá 18. maí 1920 í gildi 1. janúar s. 1. En sam- kvæmt 29. gr hennar fá all- margir komingarrétt til Alþingis, sem ekki höfðu þann rétt sam- kvæmt eldri stjórnarskipunar- lögum, þar sem aldurstakmarkið er nú skilyrðislaust fært niður i 25 ár. Nú ber svo við, að það á að fara fram kosning til Alþingis hér i Reykjavík 5. febr. næst- komandi, en alla þá menn, sem öðlast kosningarrett samkvæmt nýju stjórnarskránni, vantaði á kjörskrá. Þeim veittu merm al- ment enga eftirtekt fyr en undir búningur undir þessa kosningu fór að fara að fara fram. Biöð og almenningur tóku þessu, sem vænta mátti mjög illa og skor- uðu á bæjar- og landstjórn, að að koma þessu í lag. Lá mál þetta niðri um stund, eingöngu vegna þess, að menn treystu því fastlega, að þessu yrði kom- ið í lag fyrir kosninguna. Nú fyrir nokkrum dögum, — 18. þ. m. auglýsir borgarstjórinn í dag- blöðum bæjarins, að »skrá« yfir þá kjósendur i Reykjavik, sem öðlast kosningarrétt samkvæmt 29. gr. stjómarskrárinnarj liggi frammi til sýnis 4 daga og gefur mönnum kost á að kæra yflr skránni, en gefur þó engan kæru- frest. »Skráin« liggur frammi til 22. jan. — sennilega er sá dagur talinn með, og kærur mega ekki koma síðar en 22. jan. Af því leiðir, að sá, sem athugar skrána 22. þ. m. og sér þar eitt- hvað athugavert, honum er fyrir- munað að kæra. Þegar eg las þessa auglýsingu borgarstjóra gat eg ekki að því gert að brosa. Mundi þetta vera úrlausnin á því máli, sem blöð og almenningur lagði svo mikla áherzlu á í haust, að komið yrði í lag fyrir í höndfarandi kosn- ingu. Sé svo, þá hættu blöðin of fljótt afskiftum af málinu og fólu það mönnum, sem ekki var treystandi að leiða það til lykta. Það verður ekki annað séð, en »skrá« sú, sem nú er lögð fram hafi verið samin í þeim tilgangi að þeir, eða þær, sem á henni standa, ættu að fá að kjósa við alþingiskosninguna hér í Reykja- vík 5. febr. næstkomandi. Hins- vegar verður það engan veginn séð, samkvæmt hverskonar heim- ild >:»8krá«;, þessi ^er til orðin, nema heimild sú, ”sem auglýsing borgarstjóra ^vitnar til,^29. gr. stjórnarskrár.; • 29. gr. stjórnarskrár segir ein- ungis um hver skilyrði menn verði að uppfylla til þess að hafa kosningarreíf. Hún segir ekkert um það hvort sá sem heflr kosn- ingariétt skuli eða eígi skilyrðis- laust heimting á að kjÓ9a, sem og er mjög eðlilegt. — Það færi langur tímí i kosninguna ef kjör- stjórnin þyrfti í hvert skifti, sem maður kemur að kjörborðinu, að rannsaka hvort hann hefir kosn- ingarétt og þarafleiðandi megi kjósa. Stjórnarskráin lætur hér sem viða annarstaðar önnur lög koma til uppfyllingar, enda vís- ar í niðurlagi greinaiinnar til þeirra þ. e. kosningarlaga. Hún á hér ekki yið nein ákveðin kosningarlög, heldur þau, sem i gildi eru í hvert skifti á hverju falli, eða hér við lög nr. 11, 18. maí 1920 um þingmannakosning i Reykjavík. En 11. gr. þeirra laga láta gilda öll aðalákvæði alþingiskosningalaganna um kjör- dæmakosningar, sem eru nú lög nr. 28, 3. nóvbr. 1915, með breyt- ingu með lögum nr. 12, 18. maí 1920, sem leiða af stjórnarskrár- breytingunni, sem áður er getið. Samkvæmt 17. gr. og 32. gr. kosningarlaganna nr. 28, 1915, er það skilyrði fyrir því, að maður megi kjósa, að hann standi á kjörskrá. Og samkv. 9. gr. og 11. gr. sömu laga eru kjörskrárn- ar tvær, aðalkjörskrá og auka- kjörskrá, sem eru samdar eftir fyrirmælum lagagreinanna og gilda frá 1. júlí til 30. júnínæsta á eftir. Þetta eru þær einu skrár sem 17. og 32 gr. eiga við og sem kjÓ9a má eftir og þeim skrám verður ekki breytt nema með dómi, sbr. niðurlag 14. gr. s. 1., en með dómi| er hér aðeins átt við þá, sem ekki hafa sætt sig við úrskurð sveita- eða bæjar- stjórna, og sótt málið fyrirdómi, sbr. 16. gr. s. 1. — Það er því beint skilyrði fyrir þvi að mað- ur mégi kjósa til Alþingis, að nafn hans standi á kjörskrá, á þvi er engin vafi. Lögin nr. 11; 18. maí 1920 gera hér enga breyt ingu, að því er Reykjavík snert- ir. Þá er næst að athuga hvort »8krá« sú, sem borgarstjórinn auglýsir nú að liggi frammi, geti talist .til annarar þeirrar skráar, semjkosningarlögin mæla fyrir um. Það „verður engan vegin séð. Hún er ekki samin, eða til orðin á löglegan hátt, hvorki sem aðalkjörskrá né aukakjörskrá eins og tekið er fram hér að framan. Kosningarlögin mæla svo skýrt fyrir um þessar skrár að hér getur enginn vafi verið. Ekki er hún heldur til orðin samkv. heimild þeirri, sem nefnd var og gefin er í niðurlagi 14 gr. kosningalaganna. Enginn dómur heíir hér fallið, enda hafa engir þeirra, sem settir eru á »skrá« þessa kært yfir því, svo vitanlegc sé, að hafa ekki verið settir á aðalkjörskrá eða auka- kjörskrá, þá sem samin var sam- kvæmt kosningarlögunum síðast- liðið ár. Af því, sem að framan segir, er j það augljóst, að verði kosið 5. febr. næstkomandi samkvæmt þessari nýju »skrá«, sem eftir því, sem séð verður, er með öllu ólögraæt, þá leiðir af því ógild- ing kosningarinnar þegar á þing kemur. Það þótti ástæða á síð- asta þingi, að ógilda kosninguna í Reykjavík vegna þess, að 15 menn fengu að kjósa, sem stóðu á kjörskrá, en vantaði fáa daga til þess að ná fullum aldri. Hvað ruundi þinginu finnast nú, ef 1500 — fimmtán hundruð — manna fær að kjósa, án þess að standa á kjörskrá.;^ Það hafa oft verið brotin lög við alþingis- kosningar hér á láSl'Öi, en aldrei hafa menn tekið eins djúpt í árinni, eins og Reykjavík ætlar nú að gera. Reykvíkingar vilja vera fremstir i flestu. Spurningin er þá loks sú, hvott nokkur leið var til, sem fær var til þ'ss að leysa úr þessu máli Mtn Bkoðun er sú, að einasfa leiðin, sem hægt var að fara var sú, að gefa út bráða- birgðalög. Þau bráðabirgðalög komu al 8 ekki í bága við 23. gr. stjórnarskrárinnar. Eina lausnin á þessu máli er því sú, að kjörstjórn og þing- mannaefni vor skerist í leikinn nú og skoti á landstjórnina að sjá um að gefln verði út bráða- birgðalög, sem heimila »skrá« þessa, og gefa henni síðan fult nafn. 20. janúar 1921. Jón KjaHansen, cand. jur. Það hefir einhverntíma verið sagt um föður íslenzkrar sagna- ritunar, Ara fróða, að það sem einkendi hann og ágætti væri ekki sízt þetta — hve góða grein hann kynni á aðalatriðum og aukaatriðum. Og þetta er eftir- tektarverð athugun — eftirtektar- verð af þvi, að þessi hæfileiki, eð kunna að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum, er hæfileiki, sem allur þorri manna gengur þegjandi fram hjá, án þe8s að skilja það, að hann er að ýmsu leyti undirstöðuatriði í mörgu starfl manna og stefnu og að margir þeir, sem mest hafa afrekað, eru einmitt þeir, sem ljósast sáu þetta, þeir sem ekki létu orð sín og athafnir drukna og dreifast i hringiðu aukaatrið- anna, heldur létu þau lúta fyrir aðalatriðunum. Og þetta er eftirtektavert atriði, einnig i sambandi við íslertzka pólitik, af því að þar skilur á milli 8kiliting8 Ara gamla fróða og tnargra Liáværustu »leiðtoga« lýðsins í stjórnmálum nú, — að þeir kunna engan niun á aðalat- riðum og aukaatriðum. Það er nú oft talað utn riðlunina og rót- ið, sem sé í stefnum og skoðun- um í íslenzkum stjórnmálum Og menn eru að leita að orsökunum og rifast um þær. En þó sumum kunni að þykja þuð langsótt, er þó enginn efi á því, að ein orsök- in að minsta kosti er blátt áfram skilningsleysið á muninn á aðal- atriðum og aukaatriðum í þjóð- félagsmálum. Það þarf ekki að leita langt að sönnunum úr daglegu stjórn- málaþrefi. Það má minna á það t. d hvað mikið af deilunum milli tveggja flokkanna í þessum kosningaundirbúningi hefir snúist um það eitt hvort einn listinn hafi kcmið fram nokkrum klukku- 8tundum of fljótt eða seint, og hvað mikið hefir verið rætt um ýms hverfandi dægurtnál, sem menn halda að i augnablikinu »gangi bezt í háttvitta kjósendur*. En á meðan þessu moldryki aukaatriðanna er þyrlað upp, hverfa menningarmál framtíðar- innar bak við mökkiun — þau málin, sem kosningarnar og um- hugsunin um þær ættu fyrst og frernst að snúast ura. Það er þó í rauninni tiltölulega fámennur flokkur sem kemur þessu mold- viðri á stað, einkum undir ko n- ingar. En fyrir utan þetta alt saman stendur ætíð miklu fjöl- menuari flokkur, gætinna og hugs- andi manna, sem fyrirlíta þennan pólitiska bæxlagang og kjósenda- dekur, og þessa trú á »moldviðr- ið«, sem einn góður maður hefir kallað svo í þessum flokki er fjöldi yfirlætislausra og hægra manna af öllum stéttum, menta- menn og verzlunarmenn, sjómenn og verkamenn — menn sem grand- skoða hvert mál frá öllum hlið- um i ró og stillingu og taka síð- an sjálfstæða. rökfasta afstöðu og fylgja henni með þegjandi festu en berja ekki bumbur fyrir henni á götum og gatnamótum heimsk- unnar og æsinganna. Og það eru þessir menn, þess- ir hægu og hugsandi menn, af öllum stéttum, bæði innan ílokk- anna og utan, sem ekki trana sér fram að óþörfu, sem er kjarni kjósendanna — kjarni þeirra af þvi, að þeir eru hafnir yfir dutl- unga dægurþrasins og kunna skil á aðalatriðum og aukaatriðum í stjórnmálunum, þessir kjósendur einir, sem ættu það skilið að heita »háttvirtir«, þessir kjósendur sem geta og eiga að bæta úr þeim brest- um sem áður hefir verið lýst að væru á alþingi og ísl, stjórn- málum. Og það var einmitt fjöldi slíkra kjósenda, sem i öndverðu stóð að A-listanum og tókst að fá þá Jón Þorláksson, Einar H. Kvaran og Olaf Thors til að gefa kost á sér til þingmensku. Það var fjðldi kjósenda úr öllum stéttum og öll- um gömlu flokksbrotunum — menn, sem voru orðnir þreyttir á 8tjórnmálamoldviðrinu'og jag- inu urn aukaatriðin og vildu fá inn í þingíð fulltrúa, sem hefðu mentun til að sjá og starfsþrek til að framfylgja aðalatriðunum í ísl. þjóðþrifamálum. Þess vegna er það líka, að þessir kjósendur skilja, að þeir þurfa ekki að vera nákvæmt eftirrit hver af öðrum eða sálar- laust bergraál hver af annars skoðunum í öllum aukaatriðum, ef þeir eru sammála í ölium aðal- atriðum, sem máli skifta. Þess vegna skilja þeir lika, að þó einn felli sig kanske ekki við eitt aukaatriði í skoðunum eins fram- bjóðandans, og annar i öðru — þá styðja þeir alla frambjóðend- ur A-listans jafnt, ef þeir eru sammála þeim í öllum aðalatrið- unum, sem til kastanna koma. Það veit enginn enn þá hvað mikill fjöldi kjósenda er þannig sammála aðalatriðum A-listans. Það veit það m. a. enginn af því, einmitt hve margir fylgja hon- um af þeim hægu, hugsandi kjós- endum í alþýðuflokki og annars- staðar, sem lítið láta á sér bera opinberlega — og kanske vilja ekki telja sig til neins núverandi flokk8. — En flokksrígurinn er aukaatriði — aðalatriðið er það, hve margir vilja styðja hugsandi og starfandi kjósendur til að skapa hugsandi og starfandi þing. Því það er aðalatriði A-listans. G. Itislitnligii. Húsnæðisvandræðin bér í bæn- um hafa meðal margs annars ills leitt af sér húsabrask í stærri stíl en áður. Braskararnir hafa feng- ið byr undir báða vængi og færst mjög í aukana, svo nú eru þeir orðnir að hreinni plágu fyrir bæjarfélagið. Og þeir verða eink- um fyrir þeirri plágu, sem sist mega við því. Það er orðinn mjög algengur siður, að þessir kaupsýslumenn fá fólk, sem á hús, tíl þess að selja sér í hendur umboð til þess að selja húsin, »fá þau hend- inat sem kallað er. Enkum leita braskararnir til þeirra húseigenda, sem litla þekkingu hafa á kaup- um og sölum og þvi er það, að konur t. d. sem eiga hús hafa einkum orðið fyrir barðinu á þess- um mönnum. Fjárhagsástandið hjá almenningi er víða svo, að fólk neyðist til að selja hús sín vegna peningaleysis og þessvegna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.