Ísafold - 31.01.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.01.1921, Blaðsíða 2
tpAF4LD þekkingu á afleiöingum fyrristyrj- alda til að sjá það, að þau raundu hiekka. Sement var þá 32 til 36 kr. tunnan, þakjárn 85 aura kilóið i smásö'u hér á staðnum o. s. frv. Ýmsir menn spurðu mig þá um vorið hvort þeir ættu heldur að byggja um sumarið eða biða næsta árs; eg ráðlagði öll- um hiklaust að byggja heldur strax, enda fór svo, að húsagerð var a. m. k. 40% dýrari 1920 en árið 1919. Ef byrjað hefði verið á verkinu vorið 1919, útboðin þá framkvæmd strax, og alt efni keypt með þeas árs verði, hefði stöðin upp komin ekki kostað yflr 2 milj. kr., en fyrir dráttinn til 1920 kostar hún uppkomin 2.800.000 kr. En var þá ekki vanhugsað að stofna til framkvæmdanna um áramótin 1919—20, eins og loks- ins var gert? Var ekki skyn- samlegra úr því sem komið var að bíða nú enn, og láta að minsta kosti næstu verðhækkunar-ölduna ríða hjá? Oyggjandi svar við þessum spurningum verður ekki gefið fyr en einhverntima í framtíð inni, þegar séð verður hvernig verðlag og peningamarkaður hag- ar sér. En lita má á ástæður þær, sem réðu ákvörðun bæjar stjórnarinnar. Enginn gat í árslok 1919 séð fyrir að verðhækkun ársins 1920 mundi verða svo geypileg, sem raun varð á, og er í því nokkur afsökun, ef afsökunar þyrfti með. Lánsféð hafði þá staðið á sparisjóðsvöxtum i bönkum nær- felt ár. Afföllin, 100,000 kr., voru greidd, og kostnaðurinn við undirbúning og rannsóknir var orðinn býsna mikill, einkum kostuðu rann8óknirnar 1919 mik- ið fé, og sumar þeirra kostnaðar- sömuatu (prófetýflur í árnar) voru þó ónauðsynlegar að áliti okk- ar innlendu verkfræðinganna. Vaxtatap, undirbúningskostnaður og afföll var í árslok 1919 orðið um 200,000 kr, og árlegt vaxta- tap rneðan lánið væri látið ónot- að hefði orðið um 40,000 kr. Afborganir af láninu átti að fara að greiða er það væri þriggja ára; hefði því upphæð sú, sem fyrir hendi var til framkvæmd- anna, rýrnað fljótt, jafnvel þótt bankarnir hefðu viljað lofa lán- inu að standa inni ónotuðu til lengdar, sem engin vissa var fyrir. Hér við bætist nú sú önnur höfuðástæða, að bærinn var að fyllast af smá-mótorstöðvum til rafmagnsframleiðslu. Þessar smá- stöðvar eru mjög dýrar að stofn- kostnaði, og tiltölulega enn þá dýrari í rekstri. Mótorarnir eru flestir benzínmótorar, og stafar talsverð eldsbætta af þeim og eldsneyti þeirra. Bærinn hafði engin tök á því að hafa nægilegt eftirlit með innlagningunum, og var því líka fyrirsjáanleg eld- hætta af rafmagnatækjunum. — Þessir smámótorar endast ekki nema örfá ár, en duglegir kaup- menn höfðu þetta á boðstólum, og fjöldi bæjarbúa hafði nokkur skildingaráð eftir stríðsárin, svo að upphæð sú, sem komin var i þessar smástöðvar í árslok 1919 skifti áreiðanlega mörg hundruð þúsund kr., og ört áframhald var fyrirsjáanlegt ef bæjarstjórnin heyktÍBt á framkvæmdunum. Verð á rafmagni frá þeim af mótor- Torðenskjolð. Efst: Rithönd Thordenskjolds. — Mynd hans. — Aðalsmerki hans. Neðst: Bústaður T. í Strandgade 6 i Khöfn. — Vasabók T. með mynd af unnustu hans Miss Norris. — Likkista T. í Holmens Kirke. Danir hafa minst þess í vetur, að 30. nóv. voru liðin 200 ár frá dauða meatu sjóhetju sem þeir hafa átt, Tordenskjolds Og Norðmenn hafa einnig minst þes8a atburðar, því norskur var Tordenskjold, þó Dönum ynni hann. ^Hann hét réttu nafni Peder Wessel og var fæddur í Þránd heimi 1600. Átti að setja hann til menta, en það vildi hann ekki og var því settur til skraddara- náms. En eigi undi hann þar og strauk til Kaupmannabafnar, réðist í siglingar og fór m. a. til Indlands, en þegar hann kom aftur var stríð skollið á milli Dana (og Norðmanna) og Svía. Fekk hann þá skip og réðist í viking og spilti mjög siglingum Svía. Arið 1711 gekk hann í sjóherinn og fekk brátt forustu á skipi og byrjaði nú frægð hans. Þótti honum mjög svipa til víkinganna fornu í öllum háttum, hann kunni ekki að hræðast, og svo mörg frægðarverk vann hann, að enginn hefir verið talinn honum snjallari í sjóhernaði á Norðurlöndum, og viðurkenna Svíar það ekki siður en aðrir, þó flestar gerði hann þeim skráveifurnar. Arift 1716 var hann aMaður og var Tordenskjold aðalsnafn hans, og ári seinna varð hann flotaforingi Dana. Síðasta frægðarverk hans var það, að hann réðist inn í höfnina í Gautaborg til þess að ná þaðan nokkrum dönskum skipum er Svíar höfðu tekið. Hann féll i einvígi suður í Hannover og var sænskur ofursti banamaður hans. stöðvunum, sem selja. það, er nú kr. 2 10 til kr. 3.50 fyrir hverja kílówattstund, en þó eyða kaup- endur þess ekki mun meiri upp- hæð til Ijósa, en þeir mundu gera ef notuð væri steinolía eða gas. Þeir sem hafa minstu mótor- ana, eingöngu til eigin þarfa, eru verst farnir. Það vár fyrirsjáan- legt að með sama áframhaldi yrði rafmagnið dýrt og ekki hættu- laust leikfang i húsum efnuðu borgaranna, en yrði að engum notum fyrir almenning til ljósa eða fyrir iðnað og annan atvinnu- rekstur í bænum. Það sem réði úrslitum til fulls var þó ekki þetta, sem áður var talið, heldur hitt að fyrirsjáan- legt þótti þá og fyrirsjáanlegt er nú að bæjarrafmagnið getur orð- ið svo ódýrt, að bærinn í heild sinni bíður stórtjón hvert ár, sem hann fer á mis við það, einkan- lega meðan dýrtiðin stendur yfir. III. Fjárhagahlidin.. Þess var áður getið, að raf- magn8stöðin mun kosta fullgerð um 2,800,000 kr. Kostnaðar- áætlunin frá vorinu 1918 var, að meðtöldum afföllum af láninu, rentum yfir byggingartímann o. s. frv. 2 milj. kr. Það sem verk- ið fer fram úr áætlun samsvarar hér um bil verðhækkuninui síð- an 1919, en þess verðurað geta, að þar sem áætlunin var miðuð við 1000 hestafla stöð, þá heflr stöðin verið gerð 1500 hestöfl samkvæmt ákvörðun bæjar- stjórnarinnar eftir að byrjað var á verkinu. Þessa stöð má svo seinna meir stækka enn um 1000 hestöfl, og hefir nú þegar verið gert ýmislegt af því, sem til þeirrar stækkunar þarf, þar á meðal eru húsin nógu stór til þess, og allar undirstöður undir þriðju túrbínuna fullgerðar. Árleg útgjöld við þessa stöð munu verða eitthvað um 350 þús. kr., þar af um 100,000 kr. í starfrækslukostnað og viðhald, og um 250 þús. kr. í vexti og afborganir, og er þá miðað við að allur stofnkostnaður verði endurgreiddur á 20 árum. Áætl- unin um reksturskostnaðinn er rífleg, miðuð við núverandi dýr- tíð. Þessi útgjöld eiga að vinn- ast upp með tekjum af rafmagns- framleiðslu stöðvarinnar, og er þá að athuga hver hún muni verða. Til þess að áætla varlega geri eg ráð fyrir að aldrei séu notuð meira en 1000 hestöfl (stærri vélasamstæðan), en 500 hestöfl séu höfð til vara. öll ársfram- leiðsla 1000 hestafla samsvarar rúmum 6 milj. kílówatt stunda, og ef öll framleiðslan seldist, þyrfti verðið því að vera tœpir 6 aurar á kílówattstund, til þess að tekjur stæðust á við útgjöld stöðvarinnar. En nú er reynsl- an í Noregi sú, að rafmagns- notkunin yfir árið samsvarar B/i0 af öllu þvi, sem stöðin gæti fram- leitt ef hún starfaði með fullri orku alt árið. Samkvæmt því yrði notkunin hér 1,800,000 kiió- wattstundir yfir árið, og sölu- verð tæpir 20 aur. á kílówatt- stund til þess að á standist tekjur og gjöld, ef 1000 hestafla stöð er ekki of stór handa bænum, og má telja þetta verð sannvirði bæjarrafmagnsins. Bæjar8tjórnin heflr ekki enn þá ákveðið söluverð rafmagns, en telja má víst a.ð það verði ákveð- ið hærra en 20 au. að meðaltali. Liggja til þess þær ástæður, að eftir allri reynslu má búast við að nokkur ár liði þangað til árs- notkunin er komin upp í 1,800,000 kwst. (100 kwst. á mann), og að rétt er að slíkt fyrirtæki gefi bænum nokkurn arð, þegar notk- unin er orðin míkil. Ennfremur gæti verið ástæða til að afborga eitthvað af stofnkostnaðinum hraðar en svo, að samsvari al- gerðri fyrningu á 20 árum. An þess að eg viti neitt um hver á- kvörðun bæjarstjórnarinnar verð- ur um þetta, ætla eg hér að gera samanburð á ljósmetiskostnaði steinolíuljósa, gasljósa og raf- magnsljósa, og miða við það að rafmagn til Ijósa verði selt á 50 au. hver kwst. frá bæjarstöðinni. Til mótora og eldunar verður það að sjálfsögðu selt ódýrara. Ljósmagn er, eins og menn vita, miðað við kertaljós, talað um að hver lampi beri svo eða svo margra kerta birtu, en ljós- metiseyðslan fer eftir kertafjölda lampans og logtímanum. Eg ber nú saman ljósmetiseyðslu 1000 »kertastunda«, sem er sama sem eyðsla 50 kerta lampa í 20 klst. eða 25 kerta lampa í 40 klst. Ljósmetiseyðslan verður:] Fyrir steinolíulampa 3 kg. steinolía Fyrir gaslampa 1 tenm. gas. Fyrir rafmagnsl. 1 kílowattst. Með núverandi veröi á steinolíu og gasi, og áætluðu 50 au. verði fyrir kwst. rafmagns, verður ljós- metiskostnaðurinn: Með steinolu, 3 kg. á %, 2,76 Með gasi, 1 tenm. á ‘/40 1,40 Með rafmagni, 1 kwst. á */50 0,50 Hér er miðað við núverandi smásöluverð á eteinoliu, 77 aura litirirm. Sé miðað við heildeölu- verðið, sem er 82’/, aur. pr. kg., verður „ateinolíukostnaðurinn kr. 2,47 */*. Við samanburð þennan verður tvenns að gæta. Fyrst þess, að ekki er gert ráð fyrir sparneytnuatu tegund rafmagns- larapa, sem nú er að ryöja eór til rúms, og eyðir einungia helm- ingi rafmagns til framleiðslu á tilteknu ljóemagni, móts við þá lampa, sem hafa verið mest not- aðir til þessa. Og í öðru lagi er rafmagnsverðið sétt 50 aur, fyrir kwst., eða 2% sinnum hærra en það kostar bæjarsjóðinn þegar stöðin er komin i nokkurnveg- inn fulla notkun. Samanburður við verð smá- stöðvanna, sem selja nú rafmagn á kr. 2,10 til 3,50 fyrir kílówatt- stund, er óþarfur, en eftirtekta- vert er það, að með þessu háa verði smástöðvanna verður ljós- meti8kostnaður ekki meiri en með 8teinoliu. Gasið er langódýrasta ljósmetið, sem nú sem stendur er fáanlegt í bænum, þó dýrt sé. Sjálfsagt er að taka það til at- hugunar, að von er til að kol (og þar með gas) og steinolía lækki í verði, og rannsaka hvort ekki muni svo geta farið, að bæjar- rafmagnið verði of dýrt í sam- anburði við annað ljósmeti þegar verðlækkunin er komin fram. Um steinolíuna verður þá niður- staðan sú, aö verö hennar þyrftí að falla niður í 6% eyris á kg. eða rúma 8 au. á litrann, til þess að steinolíuljós verði ódýrara en rafmagnsljós eftir sannvirði bæj- arrafmagnsins, 20 au. á kwst. Engar likur eru fyrir slíku verð- falli. Gasverð þyrfti að komast niður í 20 au. á teningsmetrann, og eru engar líkur fyrir slíku þegar þess er gætt, að gasgerð- arkostnaður, annar en kolakaup, er nú meiri en 20 au. á teningsm., þannig að gasstöðin gæti ekki selt gasið fyrir það verð, þótt kol kostuðu ekki neitt. Þar við bæt- ist að gasstöðin er alt of lítil til að geta fullnægt bæjarbúum ef gasið yrði notað alment til ljósa; hún er nú orðin hæfílega stór fyr- ir suðugasframleiðslu eina saman. Rúmið leyfir ekki að fara út i slíkan samanburð að því ersnert- ir notkun rafmagns til vélarekst- urs, en niðurstaðan verður sú, að þar er að sinu leyti eins mikil eða meiri hagnaðarvon, að raf- magninu móts við olíu eða gas. Þetta ætti að nægja til að sýna það, að bærinn í heild sinni hefir tapað og tapar enn stórfé hvert það ár, sem hann fer á mis við rafmagnið úr vatnorku Elliða- ánna. En þá kemur að síðustu spurningunni. Hún er þessi. Hefði samt ekki verið betra að halda áfram í nokkur ár enn þá að bera þetta árlega tap, og bíða eftir virkjun Sogsins, í þeirri von að rafmagnið úr Soginu yrði svo miklu ódýrara en rafmagnið úr Elliðaánum, að sá verðmunur gæti í framtíðinni unnið upp — og meira en það — hallann í nútíðinni af því að vera án ódýrs rafmagns í nokkur ár. Eg skal leitast við að svara þessari spurningu í næsta (síð- asta) kafla.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.