Ísafold - 09.02.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.02.1921, Blaðsíða 1
Isaf oldarpren ts m íöta ISAFOLD Slmar 499 og 500. Ritstjóri: Vilhiálmur Finsen. XLVIII. ÍTgJ&i Reykjavik, MiÖvikndaemn 9. febr. 1921. 6. tölublað. Matthías Jochumsson Með þér hneig sháldaöld i Norðurátt, þar aleinn merlcið barstu, lengi og hátt; það lysti um jökla og eyði eins og dagur við einsöng þinn og hinnstu Bragamál. — Þar tekur undir enn vor þjóðarsál, þvi enn d streng vors hjarta hinn forni slagur; — og ung hjelst rödd þín, yfir mannamátt. Um minning þina er bjarmi hár og fagur Þú namst við Hávahirð þin dýru orð; þin himnaritning var af norðurstorð — og þelsins innstu þrœðir af þeim toga. Gegn þjóð 0g öld og sið stóð lund þin frjáls. Þitt hjartarúm i trú var magn þíns mdls; í mannúð klerkur hœrra ei strengdi boga. — Þú mœltir goðans mál við drottins borð, en mildi og kristni dvaldi i hvarmsins loga. Þvi tengdist flug þíns anda hjartans œð, að Island gamla var þín sjónarhœð. 1 fornöld gjörðist sjálf þin frœgðarsaga; þar sástu i draumi rœtast niðjans von. Já, þú varst ríka skjómaskáldsins son, það skein af svip þíns hugar alla daga. Þitt auga varð ei fest við fœð nje smœð; J>ar fórstu snöggur hjá á vœngjum Braga. Og því var Hel þjer efni og hvöt til óðs; við andlát sástu byrjun söguljóðs. Hjá lágum moldum reistu i himinheiðin; það heyrðist eins og blœjum vœri svipt. Þar varðstu skygn og lœs d leynda skrift. Þú lifstrjeð sást, en hinir grafarmeiðinn. Þar varstu ör d auð þins ríka sjóðs. — Þín œðstu iilþrif spruttu fram við leiðin Þeir áttu þig að vin, setn veröld brást — þá varstu mestur, þegar harm þú sást. Þú mintist fastast heimsins völtu vistar, er veg og auð hans dis þin mœrði hátt. Þitt geð sig kvað við guð og menn í sátt, er gengi hvarf og vonir sýndust misstar. — Þú last það fagra l miskunn manns og ást og mýnd þess góða í djúpi allrar listar. ■— Þú orktir þegar kattið kvað þig fram. Með klökkri hugð þú áttir Ijónsins hramm. Hvert Ijóð var drýgt að dómi eigin vildar; hver dáð þíns orðs bar mark þins kjarks og striðs. Um helming aldar höfuð skáldalýðs leit hvergi um öxl til skóla, eða fylgdar. Þú tókst ei neinni tamning á þinn gamm, en tróðst þín eigin spor til hárrar snilldar. Frd heiminum til hólmans slóstu brú og hámennt orðsins reiddir þú í bú. Þu víkingshöndum fórst um dlfuarðinn og 'óðalsmerktir Fróni djdsn og gull. Þín strandhögg voru djörf og framafull; i fólksins minning reis þjer heiðursvarðinn,3 er Ijóðin jarðarfrœgu fluttir þú á feðramáli Norðurheims í garðinn. Vort fjallaland var þjer eitt háreist hof; þú heyrðir auðn þess kveða drottni lof; þú sást þess tinda einsog altarskarir, þar ísar breiddust eins og helgilin. Þú drakkst þess tosra lopt sem lífs þins vin og lagðir bœnarmdl á allar varir. — Mjer finnst með^ stormsins skin og tkýjarof um skuggadali vora enn þú farir. I glimu Þórs þjer harpa úr hönd var felld — en hver á lengri dag og fegra kveld? Hvar mál vort talast dttu sókn og safnað, i söngvakalli þínu er dauði ei til. Þitt orð á hljóm af hreysti, fjöri og yl, þar hjartablómin geta fœðst og dafnað. Þú barst þann kœrleik og þann andans éld, sem enginn brjóstsins kuldi getur hafnað. siöast aldrei.“ — Nú kannast víst flestir viS aS þetta er satt. pað var líka eitt sinn allsherjar trú- arvilla, a'ð alt sem menn lærðu ætti a® lærast í „belg og bySu.“ Menn ættu aii kunna þaS reiprennandi utan aö. Nú vita menn aS lítiC gagn er að sUku náná pó er ennþá heimtaö af flestum, aö börnin læri „kveriö" utanbókar, eöa kunni hverja spumingu í því reiprenn- andi. petta er mesta fásinna. Sálarlífi flestra bama er ofboðð með of löngum námstíma og of mörgum ólík- um námsgreinum. Ekkert barn fram a8 | 12 ára aldri ætti aö sitja lengur aS námi j daglega en samtals 4 tíma, og er það ! líklega of mikiö. Böm á 6. til .9. ald- ursári mega ekki hafa meira en %—3 tíma andlega vinnu daglega. Hér er tal- inn sá tími, sem bamiö er í skóla og undirbúningur undir hann í heima hús- — — Jeg vissi í minni þjóð einn þrumuklerk; jeg þékkti eina raust þar, sem var sterk. Nú breið þú limið, stolti, mikli meiður, um móður vorrar dýra arf og kyn. Aj Gimli og Eden vóx þú, vaeni hlyn og vilji þinn var trúr sem helgur eiður. Þú gafst oss allt þitt lif, og voldugt verk. — Guð verndi list vors mdls og Islands heiður. Einar Benediktsson. gerir þau löt til náms og leiðánámisínu Flest böm hafa litla meöfædda löngun til náms. og það er fyrst um og eftir fermingaraldur að þau ná fullum náms- þroska. Og mörg ungmenni eru bezt til náms um tvítugsaldnrinn. pó minnið sé næmara meðan maðurinn er ungur þá er skilningsgáfan oftast miður þroskuð. BÖmin era oft fljót að læra eitthvað utan að, en það gleymist undra fljótt og erfitt að gera þeim það skiljanlegt það sem þau nema, og því verra sem námið þreytir þau meira. Bömunum er það sízt af öllu nátt- úrlegt að sitja við bóknám 7—8 tíma á dag (4—5 tíma í skólunum og 3—4 tíma til undirbúnings skólatimanna) og námstíminn er svo 6—7 mánuðir af ár- inu samfleytt í sex úr, eða jafnvel leng- ur. — petta er börnum eigi holt. Horfið á leiki bamanna þá munið þið sjá hvað þeim er hollast og náttúrlegast til þess að þroska líkamann og sálrlífið. Að láta böm byrja snemma á bók- námi og halda því fast að þeim, er blátt áfram á móti lögum náttúrunnar, og þar af leiðandi stórskemd á bömunum. Eg veit að þessi skoðim kemur mörg- um undarlega. fyrir en hún er nú samt rétt. pað sannar ekki vitund þótt þessi meðferð á börnum tíðkist í öllum menta- löndum veraldarinnar. Pað er mikið til af tískuheimsku í heiminum, eða alls- herjar villikenningum. pað var einu sinni sú allsherjar- heimska ríkjandi í flestum löndum, að „enginn yrði óbarinn biskup.“ — pað var þá talið guði velþóknanlegt og nauð- synlegt uppeldi, að berja bömin dag- lega fyrir hverja smáyfirsjón og hvert bamabrek. Stöku menn sáu, að þetta var ómannúðleg og heimskuleg upp- eldisaðferð og sögðu: „prábarið bam Margir hafa veitt því eftirtekt, hve mikill mxmur er á námsframföram sveitabama og kaupstaðabama. Alment eru sveitabörnin, sem numið hafa í far- skólum eins vel að sér á fermingar- allri og kaupstaðabömin, sem fengið hafa kenslu í góðum kaupstaðaskólum. pó er námstíminn í farskólunum oftast 3—4 mánuðir á ári en í kaupstöðum 6—7 mánuðir. Sveitabörnin ganga í far- skólana í 4 ar en kaupstaðabömin oft- ast 6 ár. Eða svo hefir þetta verið. Ekki getur þessi munur á námsfram- föram sveitabarna og kaupstaðarbama stafað af því, að kaupstaðakennarar séu lakari kennarar en sveitakennarar, heldur jafnvel það gagnstæða yfirleitt. Pað hlýtur því að vera eitthvað annað sem hér kemur til greina. Um nokkur ár hefi eg haft kjmni af beztu námsbömum úr Reykjavíkur bamaskóla — sem teljast má góður barnaskóíi — og hinsvegar beztu náms- bömum frá tveimur farskólum í sveit. Og mér fanst sveitaböm þessi miklu þroskaðri í námi sínu og vita meira í sumum námsgreinum en Reykjavíkur- bömin. En það eru fleiri en eg sem veitt hafa þessu athygli. pað er enginn vafi á því, að sveita- lifið þroskar ungmennið betur en kaup- staðalífið. En sérstaklega er það þrent sem dregur úr námsframföram kaup- staðarbama, að mínu áliti. Pað er of- langur námstími, oflítill svefntími og of margt sem traflar bömin. Mér hefir gefist tækifæri til þess að veita því eftirtekt hve oflangur náms- tími bama er skaðlegur í ýmsum grein- nm Oflangur námstími sljófgar bömin, um. ■ Flestum mun nú orðið ljóst, að öll andleg störf era meira lýjandi eða þrejda meira en líkamleg vinna. Full- orðnum mönnum er til dæmis eins heilsn samlegt að vinna í 10 tíma líkamlega vinnu en 6 tíma andlega vinnu á dag, t. d. við kenslustörf eða skriftir. En bömunum era öll andleg störf enn þá erfiðari, óhollari og ónáttúrlegri en full- þroska mönnum. Þau þurfa dag- lega næga hvíldartíma og til leika. pá má líka láta þau vinna líkamlega vinnu (auk leika), sem er við þeirra hæfi og skapferli. En þar má sannarlega fara gætilega. Böm á 6.—9. aldursári mega ekki vinna lengur á dag en samtals 2 til 3 tíma — með hvíldum, sem eins konar áframhald af leikum þeirra. — pað hefir margur faðirinn skemt böm- in sín með of mikilli vinnu. Pau hafa enga æsku átt, en orðið snemma þreytu- leg, ellileg og taugaveikluð. En folana sína, sem þeir ala vandlega upp, vilja þeir ekki brúka fyr en þeir hafa náð fullum líkamsþroska. peir þykjast hafa reynslu fyrir því að það sé skemd á hestinum, ef hann er tekinn til vinnn þótt lítið sé, fyr en hann er fullharðn- aður og fullþroska. peir fá annars eigi fulla burði eða fult vinnuþol. Eg hygg að sama gildi um ungmennin, sem látin era þræla of ung, einkum sé þeim ofboðið með andlegri vinnu. pá kem eg að svefntímanum. Hann er yfirleitt styttri hjá kaupstaðaböm- íim en sveitabömum. Kaupstaðaskolar byrja kenslu kl. 8—9 daglega. Yerða bömin því að vakna of snemma. En þeim er eðlilegt að sofa til kl. 9 að vetr- inum. Einkum er þess að gæta, að böm hafa fæst næði í kaupstöðum til þess að sofna nógu snemma á kvöldin. Par traflar svo margt. pað er líka sá slæmi siður í kaupstöðum hjá mörgum, eða jafnvel flestum, að hátta seint á kvöld- in og vakna seint á morgnana. Kensla í bamaskólum ætti ekki að byrja fyr en kl. 10 og þau böm, sem eru yngri en 10 ára ættu að koma heim úr skólanum kl. 12. En þau sem eldri era kl. 1—2. — í Reykjavík sofa skóla- böm alt of stuttan tíma og sitja á skóla bekkjunum alt of langan tíma. pess vegna era þau flest orðin þreytt og leið á námi þegar þau eru fermd. pá kem eg að síðasta atriðinu, þvi sem eg álít að tef ji fyrir námi og and- legum þroska kaupstaðabamanna. Um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.