Ísafold - 09.02.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.02.1921, Blaðsíða 4
ÍBAFOLD H. C. Ficher Rosagade 86 Köbenhavn Danske og Fremede Tresorter i Planker, Tykkelser og Tiner, Skipatre, saavel krumt som ret. Kaupmaonaráð íslands í Danmörku iefir skrifstofu i Cort Adelersgade 9 i Kaupmannahðfn. Skrifstofan <efur félagsmönnum og öðrum islenzkum kaupmðnnum fúslega ókeypis pplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumil og annað r að verzlun lýtur. I „IXIO?í“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundam sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipum. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXIOV" Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. soguna hafa flest önnur lönd aö segja um þessar mundir. Framleiðslan, sem allir eSa flestir voru sammála um að spá góðæri eftir ófriðinn er í kaldakoli j iska i'.jármáluráðherrans og eni helstu ákvæði frumvarpsins þessi: bkaðahótaupphæðin grei'öist á 42 ár- m 11. í ár og mesta ár 1922 greiöi pjóC- Svíar og Rússar. Frá Stokkhólmi er símað að utan- ríkisráðherra Rússa hafi leyft Svíum að senda verslunarfulltrúa til Rússlands. y Milliríkja-skuldirnar Frá London er símað að það sé nú kunnugt orðið að í ófriðarlokin hafi það verið lagt til af hálfu Breta að I jórnir bandamanna semdu svo um með séi að allar milliríkjaskuldir skyldu V.IIa niður, en Bandaríkjamenn hafi ekki viljað fallast á það. Chamberlain, fjármálaráðherra Breta, heldur því nú fram að afleiðingar ófriðarins hafi leitt það í ljós, að þetta hefði verið heppileg- asta lausnin, en nú geti Bretar ekki sóma síns vegna, endurtekið þessa til- logu, vegna þess að það gæti misskilist, '.vers vegna þeir gerðu slíka tillögu. Sænski stjórnarfulltrúinn. sem ráðgert er að sendur verði hingað mun nú bráðlega verða skipaður, að því er frést hefir frá Svíþjóð. — Varðar það miklu, ekki síst eins og nú er ástatt, að maðurinn verði vel valinn, og víst er að Jslendingar mundu fagna því, að Ragnar Lundborg yrði fyrir því, eins og líka búist hefir verið við, og enginn niaður er líklegri tii þess að treysta vin- áttuböndin milli landanna en hann. Bvikp^^apnáIl, Island kom frá Kaupmannahöfn í fyrri viku eftir 10 daga ferð með við- I komu í Leith og Færeyjum. Farþegar hingað voru 38. Meðal þeirra voru þessir: Bjami Sighvatsson kaupmaður, Eiríkur Einarsson bankastjóri, Magnús Jónsson prófessor, Klitgaard Nielaen hinn nýi bæjarverkfræðingur, verkfræð- ingamir Funk og Broager Christensen, Jacobsen endurskoðandi, A. J. Johnson gjaldkeri, Ólafur ísleifsson læknir frá pjórsártúni, Guðmundur Sigurjónsson skipstjóri, pórður Einarsson framkvstj. porvaldur Pálsson læknir, Choillou kaupmaður, Aaderup danskur kaup- sýslumaður og frú hans, ungfrú Jakob- :ína Sighvatsdóttir, ungfrú puríður Sig- urðardóttir, ungfrú Lára Sigurðardóttir læknis á Patreksfirði, Oddný Gaðmunds dóttir hjúkrunarkona, frú Martha I. Kalman. Til Vestmannaeyja Jóhann Jósefsson kaupmaður. Sighvatur Bjarnason bankastjóri er á góðum batavegi en er þó enn á einka- spítala í Kaupmannahöfn. Er búist við að hann geti farið þaðan mjög bráð- lega. 157póstpoka hafði ísland meðferðis hingað. Jarðarför Stefáns heitins Stefánsson- ar fór fram á Akureyri að við stöddu miklu fjölmenni. Hélt síra Jak- ob Kristinnsson húskveðjuna, en Geir vígslubiskup líkræðu. Bám Oddfellowar kistuna úr heimahusum en nemendur skólans í kirkju og meðlimir bæjar- stjóroar til grafar. Hér í bænum fór fram minningarathöfn í Mentaskólanum og talaði þar Geir T. Zoega rektor. Valdimar Steffensen læknir, sem veik ur var fyrir nokkmm tíma síðan, er nú orðinn heill heilsu aftur og farinn að sinna læknisstörfum sínum. Sjóð hafa Akureyringar ráðgert að stofna til minningar um Stefán Stefáns- son skólameistara. — Verða eflaust margir til að leggja eitthvað af mörk- um í þann sjóð. Dr. Páll E. Ólason er settur prófessor í sögu við háskólann. Þjóðverjar búsettir hér í Reykjavík hafa stofnað félagsskap með sér er nefnist „Vereáæder Deutschen in Reykjavik/ ‘ Vilhjálmur Finsen ritstjóri fór til útlanda nýlega með nirði og ætlar að dvelja í Danmörku nokkrar vikur. Með sama skipi fóru til Englands Guido Benhöft og Ólafur Haukur Ólafsson. Slys og hrakningar. pann 30. f. m. kom mótorskipið Svalan til Englands mjög illa útleikið. Hafði fengið aftaka veður í hafi og mist öll segl og eitt mastrið. Annar stýrimaður, Gunnlaug- ur Magnússon að nafni, féll útbyrðis og var engin leið að bjarga honum. — Er þetta í annað skifti sem Svalan missir út mann, á örstuttum tíma. Gunnlaugur heitinn var mesti efnis- maður, dugnaðarmaður hinn mesti og prúðmenni í allri sinni framkomu. Hann var ættaður frá ísafirði. Var á bezta aldri — 28 ára gamall. Aðgerðin á skipinu mun taka 10 daga Gullfoss er fyrir nokkru farinn á stað frá Kaupmannahöfn hingað til lands. Skip strandar. — Fyrra þriðjudag strandaði enskur togari, Croupier, á Blakknesi við Patreksfjörð. Vita menn ekki annað en öll skipshöfnin hafi far- ist. En ekki hafa borist nánari fregnir af slysinu. 0fsarok var hór einn daginn í síðustu viku. Urðu töluverðar skemdir af því, m. a. fuku þök af þremur skúrum, bíl- skúr Steindórs Einarssonar, skúr í Að- alstræti er pórður Jónsson úrsmiður á og bifreiðaskúr Sigursveins Egilssonar inn við Gasstöð. Ennfremur fuku um koll 6 símastaurar innarlega á Lauga- ísland fór héðan á mánud. til Austfj. og útlanda. Farþegar vom til útlanda rn. a. Jensen Bjerg kaupm., Pétur A. Ólafsson konsúll, Pétur Lámsson bauka- ritari, C. Behrents verslunarstjóri og kona hans, Sv. Juel Henningsen kaupm. Björn Skúlason verslm., Kristinn Ein- arsson lieildsali, Lára Sigurðardóttir, Símamær, klæðskeramir Lauth og Sör- ensen og auk þess margir farþegar út um land. Slysfarir. Á föstudagsmorguninn vildi það slys til hér við austurgarð hafnar- innar, að maður að nafni Bergur Bárð- arson féll þar í sjóinn og druknaði. Var hann háseti á botnvörpungnum pórólfi. Hafði hann ætlað um borð í skipið en dimt var og ilt veður og hefir honum sennilega orðið fótaskortur. Hann læt- ur eftir sig konu og tvö böm. Dánarfregn. B .neJikt Ásgrímsson gullsmiður lést ^Jiér í bænum nýlega eftir stutta legu í lungnabólgu. Ekki er ein báran stök fyrir Tímanum um þessar mundir. Svo sem nýlega hefir verið skýrt frá hér í blaðinu var blaðið dæmt í tvö hundruð króna sekt fyrir meiðyrði um Magnús læknir Pétursson. pórarinn alþngismaður Jónsson fekk einnig sinn skerf af hinum alræmda síldarrógi blaðsins og höfðaði því mál. Tapaði Tíminn því einnig og var dæmd- ur í 150 króna sekt í því máli. og atvinnumál flestra þjóða í meiri óreiðu en menn muna til áður. Simf/egnsr. Frá fréttaritara Isafoidar. Khöfn 28. jan. Konur fá kosningarétt í Svíþjóð. Símað er frá Stokkhólmi, að Ríkis- dagurinn hafi í gær staðfest til fulln- aðar grundvallarlagabreytingu. M. a. em þær breytingar nú gerðar, að kon- ur fá kosningarrétt. Skaðabótagreiðslur pýzkálands. Símað er frá London, að Frakkar séu orðnir svo leðir 6 hinum enda- lausu umræðum (á fundi forsætisráð- herranna í París), án þess að nokkrar ályktanir hafi verið gerðar, að þeir krefjast 212 miljarða skaðabóta sér til handa frá pjóðverjum, en vilji að England og Ítalía fái 85 miljarða. Skiftar skoðanir. Símað er frá París, að vonlaust só um samkomulag á fundi forsætisráð- herranna, því að Lloyd George vill að fjárhagur allrar álfunnar verði endur- reistur, en Frakkar vilja koma pýzka- landi f járhagslega á kné. Erlend mynt. 100 krónur sænskar kr. 115.00 100 krónur norskar — 97.00 100 mörk þýzk — 9.40 100 frankar franskir — 37.50 Sterlingspund — 20.00 Dollar — 5.13 Haraldur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi hélt hljómleika í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn og ber Politiken hið mesta lof á hann. Lýkur einng lofsorði á frú Dóru Sig- urðsson. íslendingar taka próf. pessir íslenzkir stúdentar hafa tekið háskólapróf í Kaupmannahöfn: Trausti Ólafsson cand. polit. með ágætseiuk. Valgeir Björnsson og Jón. Bjömsson, fullnaðarpróf í læknisfræði með 1. einkunn, Gunnar Viðar, fyrrihlutapróf í stjómfræði með 1. einkunn, Kristinn Armannsson hefir tekið próf í auka- námsgreimun sínum, grísku (1. emk.) og ensku (2. eink.). Khöfn 29. jan. Bandamenn osammála um skaðabæt- urnar. Frá París er símað, að Briand hafi hótað að segja af sér stjómarformensku ef' skoðanir þær sem Bretar halda fram í skaðabótamálum pjóðverja verði ofan á Lloyd George hefir lagt til að ráð- stefnunni verði slitið. Síðan hafa Belgar komið fram með málamiðlunartllögur. Laun Konstantins. Konungsmata Konstantóns Grkkja- konungs hefir verið tvöfölduð frá því sem áður var og er nú 800.000 sterl- ingspund. par að auki fær hann 10.000 sterlingspund fyrir hvert ár sem hann var í útlegðinni. / Khöfn 30. jan. SkaBabætur ÞjófluErja. Afarkostir. Frá París er símað, að ráðstefnan hafi samþykt miðlunarfrumvarp belg- verjar 2 miljónir gullmarka hvort árið, árin 1923—25 3 mil.jónir á ári, árin 1926—28 4 miljónir, árin 1929—31 5 miljónir á ári og eftir það 6 miljónir gullmarka á ári í 31 ár. Verður skaða- bótaupphæðin þannig 226 miljónir gull- marka. — Viðurlög eru þau meðal ann- ars, að veðsetja tolltekjur, hækka álög- ur o. s. frv. — Frá Berlín er símað, að þessum fregnum sé þar tekið með undmn og skelfingu því samkvæmt þessu beri hverjum íbúa pýzkalands að greiða bandamönnum 1000 mörk á ári. Oll blöðin telja kröfur þessar fjarri öllu viti; pýzkaland geti ekki einu sinni te’rð þótt í umræðum um slíka fjar- stæðu, hvað þá fullnægt slíkum kröf- um. Ef bandamenn haldi þessu fram til streytu, segja blöð allra flokka, Tageblatt, Allgemeine, Vorwaerts og Freihet, að þeir verði sjálfir að sækja peningana. Afvopnun pýzkalands. Frá París er símað, að ráðstefnan hafi leyft pjóðverjum að fresta afvopn- un borgaravarðsveitanna þangað til 1. júlí. Khöfn 31. jan. Friðarsamningarnir — enn. Frá París er símað að sainningarnir um almenna afvopnun pýzkalands og skilmálar fyrir fjárhagslegri hjálp Aust urríki til handa, hafi verið undirskrif- aðir á ráðstefnu bandamanna, og ráð- steftiunni slitið í besta samkomulagi. Briand skýrði sendiherra pjóðverja í París frá ákvörðunum ráðstefnunnar, en þýzku stjórninni vom þær tilkyntar bréflega. Fulltrúum pjóðverja er boðið á ráðstefnu í London 28, febr. og taka Grikkir einnig þátt í þeirri ráðstefnu. Khöfn 1. febr. Skaðabótakröfur bandamanna. ó hendur pjóðverjum mælist msjafnlega fyrir. Frjálslynda enska blaðið „Man- chester Guardian“ telur Parísarákvarð- anir bandamanna glæpsamlegar, og seg- ir að þær gangi næst ófriðarglæpnum. Parísarblöðin og önnur ensk blöð láta vel yfir. „Daily Telegraph" segir að Bretar eigi að fá 22% af skaðabótun- um og geti þannig greitt Ameríkuaf- borganir......... (Skeytið óskiljanlegt að öðra leyti). Kolaverðið stór-fallið! Frá London er símað, að útflutnings- verð á Suður-Waleskolum hafi lækkað niður í 50 shillings fyrir kolatonnið komið um borð og smákolum niður í 20 shillings tonnið. Pjóðverjar og skaðabæturnar. Utanríkisráðherrann þýzki hefir flutt svarræðu við skaðabótakröfum banda- manna. telur hann kröfumar alsendis óhæfan samningsgrundvöll og sagði að gagntillögur mundu koma fram af hendi pjóðverja. Allir flokkar nema ,,komm- unistar" hafa tjáð sig samþykka svari ráðherrans. í Frankfurt( 1) er viðbúnaður hafinn til þess að kúga pjóðverja með hervaldi. Jámbrautarlestir standa reiðubúnar á stöðvunum í Belgíu og herteknum land- svæðum þar í grend, til þess að flytja her og hergögn inn í pýzkaland. Khöfn 5. febr. Stjórnarskifti t Qrikklandi. Frá Aþenu er símað, að Rhallisráðu- neytið, sem tók við af Veniselos eftir kosningamar í haust, hafi beðið um lausn. vegmum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.