Ísafold - 29.03.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.03.1921, Blaðsíða 1
ISAFOLD Simar 499 oe joo Ritetjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprei - n iflta. XLVlIf. arg. Reykjavik, þriðjudaginn 29 marz 1921. 12 tölublað. SíSustu 15 til 20 árin hafa verzlanir kaupmanna og útgerðarmanna borið megniö af gjaldabyrðum kaupstaSanna sem af mörgum eSlilegum ástæSum haf a veriS margfalt meiri en útsvör bænda. Samtímis hafa kaupfélög risið upp um land alt, sem flest hafa gengiS í Sam- band íslenzkra samvinunfélaga. par hefir óspart veriS haldið fram þeirri kenningu, að kaupfélög og sláturfé- lög ættu ekkert útsvar aS greiða — »ttu ekkert aS gjalda til almennra þarfa — þetta væru stofnanir, sem ekkert græddu, gróSanum væri skift milli vitS- skiftamanna þeirra. Bændur ættu þessa verzlun, samsetta af hlutafé, vanalega kr. 4.00 frá hverjum félagsmanni, sem vegna þessa inngöngueyris í félagiS nyti svo þess hagnaðar, sem af verzl- uninni fengist og gæti því veriö laus við alt okur kaupmanna og alla milli- liSi utanlands og innan. Kenning þessi er talin þingeysk, að svo miklu leyti sem hún er innlend, og 4 rót sína að rekja til kaupfélagsskap- arins á Húsavík. Á fyrstu árum kaup- félaganna hafði hreppsnefnd Húsavík- ur lagt útsvar á pöntunarfélag þar, 8em var engin verzlun, heldur aS eins í því fólgiS, aS nokkrir bændur fengu vörur í félagi frá útlendum stórkaup- manni, og skiftu þeim svo á milli sín aS viðbættum kostnaSi. Út af þessu pöntunarfélagsútsvari reís svo mál milli félagsins og hreppsins og var dæmt í hæstarétti: „að þur sem pöntunarfélagiS væri engin verzlun, bæri því ekki að borga útsvar". Síðan hafa svo risiS upp kaupfélög þau, seni nú almenfc hafa sölubúðir opnar, eins og kaupmenn, og selja hverj um gem hafa viil og þá allsjaldan meS minni álaguingu en kaupmenn, en vilja samt telja sig rangindum beitt, ef á þau eru lögS útsvör og vitna óspart í hæstaréttardóm pöntunarfélags ping- eyinga. AS kaupfélögin ekki grxZi fé> þarf ekki aS deila um viS kaupfélagsmenn. Verkin sýna merkin, einkum á Akur- eyri og Húsavík. Sannleikurinn er sá, að því er aldrei haldið fram, aS kaup- félögin ekki græði, nema þegar um út- svarsálagningu er aS ræSa. Ávalt endra- nær er, af talsmönnum f élaganna, gort- að af gróða þeirra, eignum og ríkidæmi. Enda efast víst enginn um velmeguu þeirra, sem ber nokurt skyn á hvaSa ágóöa þau hljóta aS hafa af verzlunar- magrá sínu. Kaupfélögin selja líka oft 'lýrnra en kaupmenn. 48 ágóðanum sé skift milli félags- manna halda Tcaupfélögin fram. Væri þaS rétt, eignaSist slík verzlun ekkert, „ef ágóSanum væri skift upp um hver áiamót". Nei, eftir reikningum félag- anna er sá ágóði, þegar best lætur í ári, urn 10%, af honum er helmingur skrifaSur inn í reikninga félagsmanna, hinn helmingurinn er skrif aSur í vara- sjóS og sparisjóð og jafnvel fieiri sjóði félaganna. pannig er útborgunin ekki nema um 5% og ekki útborgaS nema viðskiftamaðurinn sé skuldlaus viS fé- lagiS um áramót. SjóSirnir standa því í félaginu, aS nafninu til, sem eign skilamanna þess, en sú eign borgast ekki út nema viS dauðsföll, eða ef félagi flytur sig í aðra sýslu. petta hvorttveggja kemur ekki oft fyrir á lífsleiSinni, og telst því sjaldgæft. Inngangseyrir félagsmanna telja sum- ir hlutafé, og þótt upphæSin virðist lítil, er auðsær tilgangurinn meS þess- um kr. 4.00, aS þær eiga aS vera áskrift- argjald, eins og t. d. tíSkast í Good- templara og ungmennaf élögum og f leiri félögum. Réttindin sem þetta áskriftar- gjald veitir félagsmanni eru svo í því fólgin, að hann getur orðið embættis- maSur í stjórn félagsins, gefið atkvæSi, þegiS ágóða o. s. frv. Innlendar og útlendar lántökur félag- anna. Til aS afla sér veltufjár hafa kaupfélögin og SambandiS látiS félags- menn sína skrifa undir ábyrgð á öllum skuldum félaganna (In solidum). Út á þessar ábyrgðir hafa Sambandiö og kaupfélögin tekiS lán eftir faörfum, er nema miljónum króna. Hér á landi og annarstaðar hefir ekki veriS sparað aS flagga meS því hvaS ábyrgSin væri traust. „Aðal-höfuSstóll jarðeignir og lausafé landsins". Bins og sjá má af lántökum félaganna í erlendum og inn- lendum lánsstofnunum er ábyrgSin mik- it'j. vírSi, með öðrum orðum, eignir fé- lagsmanna eru mikils metnar. pað mega teljast nokkur hlunnindi fyrir kaupfólagsstjóra, aS geta tekiS og fcngið ótaknjarka'ö !áu, hvar sem hann vill, með því eina skilyrSi að skrifa midir Jántökuskjalið t. d. N. N. kaup- félagsstjóri. Svona góðar og gildar eru ábyrfföif taldar aS vera hvar sem er. Og komi nokkrum til hugar, að efast um gildi þeirra, og geta þess til aS aSferðin sé ekki uggiaus hvernig sem fer, er hann 'talinn kaupmannasinni. pá er öllum ljóst, að kaupmaSur sem stendur einn uppi og berst fyrir lífs- framfæri sínu og fjölskyldu sinnar, hef- u verri aðstöðu í mannfélaginu til þess aS reka verslun. Venjulega byrja líka þeir menn févana og eiga því ekki ann- ars kost en aS smá auka atvinnu sína ir.iS nýtni og sparsemi, sem verður aS vcra undirstaSa undir atvinnu þeirra, því ekki geta þeir eingöngu treyst á á- byrgö' eða hjálp annara. En á þessum grundvelli hefir marg- u< kaupmaður hér á landi meS dugnaði og árei'ðanleik orðið stétt sinni til sóma Og Jandinu til gagns. Margir hafa orSiS að stunda útgerð eSa eitthvaS annað írieð versiuninni sér til hjálpar og til þess aS geta boriS mestan hluta (oft %) af útgjöldum þess bæjar, sem þeir hafa veriS búsettir í. Pegar kaupfélag svo sest aS í slíkum kaupstöðum er kosin stjórn ásamt deild- arstjórum, einum eða tveimur í hreppi, tii þess aS fá alla bændur til aS versla við félagið. Kaupfélagsstjórnin rekur svo verslunina meS kaupfélagsstjóra. Allir fá að líkindum borguS ómök sín. Alt er gert af f orgöngumönnunum til aS rýra álit þáverandi kaupmanna. Fólk- inu talin trú um að þeir séu óþarfir og jafnvel skaSlegir milIiliSir í mannfélag- inu. pegar svo f ram í sækir verSur kaup félagsverslunin dýrari en kaupmanna, svo að kaupmenn, sem einhver dugur er í, geta farið aS selja meS meiri ágóSa, einungis af því aS kaupfélag, sem enga samkepni má heyra nefnda, er þar starfandi. Bókhald kaupfélaga er eins og hjá verslunum, þar sem öllum er selt með sama verSi og sömu reglum. Sum kaupfélög hafa undanfariS haft svokallaSa pöntun, ásamt versluninni, þar sem viSskiftamenn fá aS nafninu ódýrari vörur, en þegar alt kemur til alls, er vinningurinn svo lítill, aS pönt- unaraðferSin er víSast að mestu horfin. Einungis til aS losna við útsvarsgreiCslu svo lengi sem unt er hafa sumir kaup- félagsstjórar brýnt það fyrir félags- mö'nnum, að þeir eigi aS panta allar vörur sem þeir þurfi til ársins; án þess þó að kaupfélagsstjórunum sé skylt að láta þær af hendi, nema þegar þeir haf a þær á boSstólum, sem hverjar aSrar vtrslunarvörur. EySublöð undir slíkar þantanir fé- lagsmanna eru oftast prentaöir lappar, með miklum kynstrum af vörunöfnum. pessa lappa útfylla félagsmenn og kaup félagsstjórarnir nota þá svo til aö á- kveða hve mikiS af vörumagni félag- anna sé pantaðar vörur, og hve mikið verslunarvörur. Vilja þá pöntunarvör- uinar oft verða drjúgar á metunum, einkum þegar um uppgjöf á verslun- armagninu, til hreppsnefnda, er aS ræSa. T. d. við eitt kaupfélag, þar sem verslunarstjórinn telur verslunarmagniS ea. hálfa miljón króna, lætur hann 20 þúsund kr. vera verslun utanfélags- wmna en hitt pantanir félagsmanna. ViS þeíta fc'élag verslur fjöldinn fr.á rnorgni til kvölds fyrir peninga, eða fær i reikning sinn ógrynni af vörum, en samt telur kaupfélagsstjóri aðeins 20 þúsund kr. útsvarsskyldar, en upphæð- ina þar umfram (oa. kr. 480,000) skoð- ar hann útsvarsfríar, af því að það »é pöntun. Viðkomandi hreppsnefnd mótmælti slíku mati kaupfélagsstjóra í: viSskifta- veltunni, og sagSi lappana þýöingar- lausa, nema ef vera kynni til aS binda viSskiftamennina til aS taka út meira af vörum en ella. SíSastliSið ár hefir útsvarskæra eins kaupfélags komist svo langt, að vera lógS inn í hæstarétt landsins, á henni hvíla öll augu kaupfélagsmanna, enda þótt trúin sé fremur veik um sigurvæn- legan árangur. Sum kaupfélög hafa gripiS til þeirra ráða, að bera sig saman viS aðra gjald- ei.dur sveitarinnar, og treyst best viS- komandi sýslunefndum aS meta sér út- svarsupphæSina En þannig er sýslu- ncfndum víSast háttaS aS þær eru að mestu leyti skipaSar þeim bændum, sem að meira eða minna leyti eru kaupfél. sinnar og versla viS kaupfélögin, og þó ætla' megi að oddviti hverrar sýslu- nefndar sé óhlutdrægur og réttsýnn, þá er samt auSsætt hvað kaupfélögin vilja íneð því. Enginn óhlutdrægur maður mun vera í minsta vafá um, aS hæsta- rétti landsins væri betur treystandi til réttlátrar úrlausnar á því, og eins og stendur virðist full þörf á að fá slíkan ágreining þannig útkljáðan. VíSsvegar nm land hafa málgö'gn kaupf élaga lagt alla sína krafta fram, tí! þess aS ná yfirráðum í bæjarstjórn- um, hreppsnefndum og sýslunefndum og óspart otaS fram þingmannaefnum sínum, til þess aS ná yfirráSum á al- þingi. Ekki minnist maSur þess, að nokkur annar atvinnurekandi eSa stétt manna hér á landi hafi lagt jafn mikið í söl- urnar til aS knýja fram kröfur sínar, sem aðallega heimta sérréttindi fyrir kaupfélögin, til aS komast hjá sam- keppni. Samkepnina vilja kaupfélögin ekki hafa, alt er gert til aS ná yfirráö- um í viðskiftalífinu og útrýma henni, sbr. hefir stærsta skriffinni kaupfélag- eona talist svo til aS enginn kaupmaö- ui geti orðið við líði áriS 1953. Kenningar kaupfélagaforkólfanna h< fa oft fengiS góSan byr hjá bændum, og ein kenning sem f er ennþá lágt, mun sérstaklega veröa höfð í miklum metum þegar hún kemur £ dagsljósiS. Bændur kvarta sem sé yfir dýru vinnufólki, og mundu gefa vel fyrir óyggjandi ráð til af afstýra flutningi fólks í kaupstaðina, sumum hefir svo skilist að aðstreymi þangaö vœri ekki lítiS í sambandi viö kaupmennina, sem aðallega byggja kaup staSina, og atvinnu þá, sem þeir veita, samfara skemtunum í kaupstöðunum. Ef hægt væri nú meS ráðum aS útrýma þessum agnúa, (kaupmönnunum) þá gætu bændur séð um það aS skemtan- irnar minkuSu, svo aS þeir fengi vinnu- fólkið aftur. pessi hugmynd fer ennþá Iágt, en þar sem hún hefir gægst upp, er hún talin gleSiefni fyrir landbúnaC- inn; ef til vill einhver nýtilegasta vonin. Samkvæmt lögum kaupfél. sem allir féiagsmenn eiga a'ö skrifa undir, ábyrgj- aft þeir, einn fyrir alla og allir Jyrir einn, allar skuldir kaupfél, og enn- fremur lán þau er kaupfélagsstjórar, og í öðru lagi sambandsstjórar, taka til verslunarrekstursins. Kaupfélagsstjóri og sambandsstjóri geta því tekiS lán, er nema miljónum króna. ViSskifta- mennÍMiir, sem skrifa undir lögin, og abyrgðirnar, eru þannig með fasteignum sfn um og lavisafé undirstaða félagsversl- unarinnar. Til nánari þekkingar væri fróSIegt fyrir hreppsnefndir framvegis, þar sem kaupfélög hafa búsetu, að kyuna sér hvaS margir félagsmenn eru í því hér- aSi, og fá sér um leiS yfirlit yfir eignir þeirra, sem óhætt er að telja að kaup- félagið hafi rétt til að nota við lán- tökur, aS svo miklu leyti sem þær eru ekki í viSjum annarstaðar. Tökum dæmi: Ef verslunarmagn (um setning) kaupfél. í einni sýslu væri um eina miljón króna, og tala félagsmanna, bændra og búlausra, um fimm hundruS, mætti géra ráS fyrir, eftir núverandi verðlagi, að þessir menn ættu eignir til samans fastar og lausar, er næmu 3—5 niiljónum króna, því nú telja margir bændur sig eiga eignir, sem nema hundr- að þúsund krónum, og sumir meira, og meS því að taka lægri töiuna, þrjár miljónir króna, sem kaupfél. hefir sem undirstöðufé viS verslunarreksturinn, virðist ekki ranglátt aS telja slíka versl- un miljónafélag, og sambandiS meS öll- um kaupfélögum aS baki sér „Miljóna- félagið samband íslenskra samvinnufé- laga'r pað virðist ómótmælanlegt, að kaup- félög, eins og þau eru samsett, standa i svo vel aS vígi, hafa svo góSa f járhags- mögulegleika, aS hver hreppsnefnd sem athugar þá vel, getur með góSri sam- visku lagt meira á slíkar verslanir fyrir betri kringumstæSur en nokkra inn- lenda kaupmenn, og ekki minna en á útlendar auSmannaversIanir. PaS er ekki einungis að kaupfélög hafi hald á fasteignum og lausafé við- skiftamanna, heldur má telja að þau eigi þá sjálfa, og meira aS segja erf- ingja þeirra uppalda viS kenninguna um nytsemi og sérréttindi kaupfélag- anna. paS ætti ekki aS valda ágreiningi, sanngjarnra manna, að útsvarskærumál kaupfélaganna, eiga ekkert erindi til sýslunefndar meS núverandi fyrirkomu- lagi heldur mundi heppilegra að þau væru úrskurðuS af nefnd, sem báðir málsaðilar, kærandi og samanburöar- menn, útnefna, meS sýslumann sem oddamann. pannig mætti vænta óvilhalls úrskurSar, sem báSir mættu við una, og fengist ekki samkomulag á þessum grundvelli ætti máliS aö ganga dóm- stólaleiðina til hæstaréttar. Kanpf élög og kaupmenn eiga að haf a sömu skyldur og réttindi í landinu. Frjáls og heiðarleg samkeppni á aS lifa I og glæSast. paS mun réynast öruggasta ráðiS til framfara og framkvæmda, og i til aS útrýma ónytjungum úr verslunar- ¦ stétt landsins. i I Kaupmaður iiiil. Síðastliðinn laugardag' kornu við- skiftahöftirm til umræðu í neðri dcilcl alþingis. MeS lögum frá 8. marz 1920 hafði alþingi veitt landsstjórninni heim- ild til aS takmarka eða banna inn- flutning á óþörfum varningi. 15. apríl sama ár var gefinn út við- auki við þau l'ág, >ar sem stjórninni var gefin heimild til að setja ákvæði um peningaviðskifti hérl. banka, félaga og einstakra manna við út- lönd og gera ákvarðanir um vöru- flutninga frá útlöndum. Fól lands- stjórnin viðskiftanefndinni svo- nefndu framkvæmd þessa. Þessi bráðabirgðalög frá 15. apríl voru svo lögð fyrir alþingi nú til staðfestingar. Frv. var í báðum deildum vísað til sjerstakra nefnda og sömdu báðar nefndir nefndarálit er lagt var til grundvallar fyrir umræðunum í neðrn deild. Jón porláksson hafði framsögu og skýrði frá niðurstöðu nefndarinnar. Nefndarmenn höfðu allir orðið á eitt sáttir um niðurstöðuna, nema Magnús Kristjánsson sem ritað hafði undir með fyrirvara. Niður-. staðan sem nefndir beggja deild- anna hefðu komist að væri sú, að sökum verðlækkunar þeirrar, sem orðin væri á erlendum markaði, og sem nauðsynlegt væri að landsmenn fengju að njóta sem fyrst, bá yrði að ljetta öllum höftum af, þeim er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.