Ísafold - 29.03.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.03.1921, Blaðsíða 2
fSAFOLD verið hefðu á nauðsynjavörum. — Hinsvegar hafði það orðið að sam- komulagi í nefndunum að heimildar lögin frá 8. marz skyldu haldast í gildi fyrst um sinn, en með því skil- orði þó, að orðin „óþarfur varn- ingur" í þeim lögum merki ein- göngu óþarfar vörutegundir, en ekki nauðsynjavörur. Skiftar skoð- anir hefðu orðið um það í nefnd- inni hvað væru óþarfar vöruteg- undir og þá einnig hvort rétt væri eða hagkvæmt fyrir stjórnina að nota lagaheimildina. Hefðu sumir álitið að hér væri um svo litla f jár- upphæð að ræða, aðeins ca. 270,000 krónur, að slík ráðstöfun yrði þýð- ingarlaus, en öðrum hefði aftur á móti reiknast upphæðin um 1 milj. króna, sem hér kæmi til mála. Pétur Ottesen, sem var einn nefnd armanna, var mótfallinn því að iiemá úr gildi allar hömlur nú þegar en vildi láta stjórnina banna innfl. á öllum niðursoðnum vörum, kexi, kökum, brjóstsykri, konfekt, ilm- vötnum, ávöxtum, cigarettum, silki- vefnaði, glysvarningi, lifandi blóm- um, myndabókum, kortum, brjef- spjöldum, marmara, gimsteinum, gull-, silfur- og plettmunum, hljóð- færum, vasaúrum, klukkum, barna- leikföngum o. fl. I slíkar vörur hefði faríð ári'ð 1916 1 milj. 600 þús kr. Og þótt innflutningur á þessum vórum yrði bannaður, þá mundi ríkissjóður ekki tapa svo mjög þótt hann yrði af tollunum. Magnús Kristjánsson hafði skrif- að tradir nefndarálitið með fyrir- vara. Hann var því algerlega mót- fallinn að höftunum yrði létt af og taldi að það væri beinlínis að .stuðla að því að fjárkreppan færi vax- andi í landinu. Þá talaði Jón Baldvinsson sem einnig var í nefndinni. Hann taldi afnám viðskiftahaftanna ekki að- eins nauðsynlegt vergna verðlækk- unar á matvörum erlendis, heldur sjerstaklega vegna þess hversu öll vefnaðarvara, fatnaður og áhöld ýmisleg hefðu lækkað. Hann kvaðst skilja þau orð í nefndarálitinu, sem legðu á vald stjórnarinnar hvort hún notaði heimildarlögin frá 8. marz eða ekki, svo að stjórnin ætti alls ekki að nota heimildina og kvað það vera í samræmi við orð forsæt- isráðherra, þar sem hann hef ði sagt að sú heimild yrði ekki framkvæmd án viðskiftanefndar, en stjórnin hefði ásett sér að afnema þá nefnd. Þorsteinn M. Jónsson kvað við- skiftanefnd koma að litlu haldi, vör- ur flyttust inn eftir sem áður. Vildi láta gefa út reglugerð sem gersam- lega bannaði innflutning á ákveðn- um, ónauðsynlegum vörutegundum. Ólafur Proppé vildi gefa alt laust. Kvað innflutning á óþörfu vöruteg- ununum svo lítinn að engu munaði og að f jöldi manna mundi missa at- vinnu ef innflutningur yrði bannað- ur. Slíku banni mundi alþjóð manna aldrei sinna og afleiðingin yrði sú sama, ólöghlýðni og óheiðarleiki sem orsakast hefði af bannlögunum. Á mánudag svo umræðum haldið áfram. Pyrstur tók til máls Þorl. Guðmundsson. Talaði hann af móði miklum og kvaðst greiða atkvæði á móti frumvarpinu í þeirri von að samin væri og samþykt reglugerð, er bannaði allan innflutning á ó- þörfum varningi. Vildi hann alls ekkert tillit taka til þeirra manna, er mistu atvinnu við þá ráðstöfun, þar sem sú stétt, er verslaði með óþarfan varning væri miklu meiri skattur á landinu er sjálf embættis- majinastéttin. Hins vegar vœri upp' til sveita nóg af óslegnum engjum og óplægðum görðum þar sem slíkir menn gætu fengið atvinnu. Fjár- hagsörðugleikana kvað hann ekki vera hægt að losna við einungis með lántökum og sparnaði heldur með vinnu, sem nú væri að leggjast nið- ur í landinu. I stað þess að vinna kysu menn Onú heldtir að „spásséra' tvo og þrjá tíma á dagog hlaupa með bolta á tánum um allar trís;5ur. Jakob Möller lagði áherslu á það, að samkvæmt heimildarlögunumfrá 8 mars væri aðeins leyfilegt að banna eða takmarka innflutning á hreinum óþarfa en alls ekki á nauð- synjavörum. ForsKtisráðherra tók þá til máls og kvaðst ráðuneytið geta fallist á það, að höftunum yrði létt af nú, en taldi hyggilegra að þau væru þó höfð ennþá á ónauðsynlegum varn- ingi. Kvað hann Finnland fara nú alveg eins að. — Höftin hefðu um tíma verið nauðsynleg en stjórnin vildi ekki ráðast í það að afnema þau, heldur bíða og leggja það á vald þingsins. Atvinnumálaráðherra kvað þann lagalega grundvöll fyrir yiðskifta- nefndina ekki falla með bráðab. lögunum, þótt afleiðingin yrði sú að nefndin yrði Ipgð niður. Magnús Jónsson skoraði á stjórn- ina að nota ekki heimildarlögin frá 8. marz. Upphæðin fyrir óþari'an varning vœri lítil og mundi minka um leið og kaupgetan minkaði. Taldi haun varhugavert og þýðing- arlítið að banna algerlega innflutn- ing á vissum vörum, þar sem þarfar 'vörur gætu hæglega orðið óþarfi, og óþarfavörur gætu oröið nauðsynja- vörur. Svcinn Ólafsson vildi ekki afna.na öll höft. Það væri með þjóðarbiiið eins og cinstaklingabuið, að þegar ' framleiðslan hrykki ekki til þá væri ; aðeins ein leið fær út úr vandræðun- jum, að takmarka sig og spara. En það væri alls ekki nóg eingöngu að jhefta innflutning á glysvarningi, | fleiri vörur gætu komið til greina, | eins og t. d. niðursoðin mjólk, sem [á árinu 1917 hefði verið flutt inn jfyrir 276,000 krónur. Upp úr at- j vinnumissi kvaðst hann ekki legg.ja iraikið. Glysvarningssalar hefðu alls ekki siðferðislegan rétt til að stunda slíka vinnu, og þeir vcrslunarmenn sem við slíka atvinnu fengjust, væru blóðsugur á þjóðfelagslíkamanum. Lagði ríka áherslu á það, að heim- ildarlögin frá 8. marz yrðu notu'5 og hert yrði á eftirlitinu út um land. Vörum mætti skifta í þrjá flokka: 1. fl. nauðsynjavörur óháðar eftir-; liti, 2. fl. vörur háðar eftirliti og 3. fl. bannaðar vörur. Bn til þess að geta komið slíku í framkvæmd yrði stjórnin að hafa viðskiftanefnd scr, til fulltingis. Jón Þorláksson mótmælti því að hægt væri að leggja þann skilning í nefndarálitið að stjórnin ætti ekki að nota heimildarlögin frá 8. marz. Henni væri slíkt alveg í sjálfs vald sett enda slíkar framkvæmdir á hennar ábyrgð. Heimildarlögin kvuo hann vera góð fyrir stjórnina til að vísa til, t. d. við fjármálasamninga erlendis. Að takmarka innflutning á niðursoðinni mjólk væri f jarstæða. j Og orð Sv. Ól. um óþarflegan f jölda verslunarmanna kvað hann að engu hafandi á meðan ekki væri sýnt fram á slíkt með tölum, en hefði ekki við annað að styðjast en al- mennar tilf inningar manns er kom- j inn væri ofan úr sveit þar sem eng-, in verslun væri. Auk þess væri stak- asta ranglæti að svifta menn þeirri atvinnu er tekin hefði verið upp samkvæmt lögum þjóðfélagsins. Nanðsynlegar takmarkanir yrðu að koma jafnt niður á öllum.Enn frem- ur gat hann þess, að þótt nefndin legði til að þetta frv. stjórnarinnar yrði felt þá lægi í því ekki nein í- sökun til stjórnarinnar. Bráðabirgðá lögin hefði verið nauðsynleg þótí þau yæru það ekki nú vegna breytta kringumstæðna." Eiríkur Einarsson kvað nál. vera óheilt. Vildi láta afnema hreinlega allar heimildir og semja skýra reglu- gerð um hvað skyldi leyfa að flytja inn og hvað skyldi banna algerlega. Vildi því ekki láta heimildarlögin frá 8 marz standa. I Arnessýslu hefðu nokkrir framtakssamir bænd- ur í huga að fara að sjóða niður rojólk sjálfir og yrði það mikil hvatning fyrir- þá ef bannaður væri innflutningur á þeirri vöru. Fjármálaráðherra (M. G.) Kvað eigi vera hægt að nema úr gildi heimildarlögin frá 8. marz þar eð þau væru ekki á dagskrá. Nál. kvað hann skijja svo að stjórninni væri alveg í sjálfsvald sett, hvort hún notaði þau eða ekki. Magnús Kristjánsson kvað gjald- eyrisskortínn banna að afnema höft- in. Vegna verðlækkunar erlendis og vcgna þcss hve kaupmenn þar hefðu raiklar vörubirgðir fyrirliggjandi væri talsvert framboð á þeim og langur gjaldfrestur. Kaupmenn hjer myndu þessvegna ganga langt í að útvcga sjer^vörur. Svó myndu er- lendir kaupmenn snúa sjer til bank- anna þar ogfela þeim innheimtu og bankarnir þar snúa sér til bankanna hér, sem gætu illa skotist undan. En þegar menn svo vegna gjaldeyris- skorts gætu ekki borgað hér, >á myndu erlendar stjórnir fara að skerast í leikinn og slíkt myndi rýra álit landsins og traust á viðskiftum við það. Jakob Möller kvaðst vilja fyrir- byggja þann skilning, sem komið hcí'ði fram á því hvernig ætti að skilja nál. Bar hann því fram svo hljóðandi rökstudda dagskrá: „Úm leið og deildin lýsir því yfir að hún telur rétt að afnema þegar í stað öll innflutningshöft á nauðsynlegum vörutegundum tekur hún fyrir næsta mál á <kig- skrá Nokkrir menn töluðu enn í mál- inu: J. A. J., O. P., J. B., J. Þ. Dag- skráin féll með jöfnum atkv. (13 : 13) og frv. stjórnarinnar (bráða- birgðalögin) var felt með 22 shlj. atkv. Fundur stóð til kl. 8 um k/eld- ið. Fór hann í alla staði prýðilega fram, enda var ekki sá hiti í umræð- um og menn höfðu í fyrstu búist við, þar sem samkomulag hafði orðið inn an nefndarinnar. sMnan. Ef dæma skal eftir skattafrumvörp- uin þeim, sem nú eru lögð fyrir alþingi, þá virðist voði á ferðum með það að fé tekjur landsins til þess að hrökkva fyrir útgjöldum. Það kveður svo mikitS að þessu, að það verður að grípa til alveg fáheyrðra úrræða til þess a8 fylla hálftóman ríkissjóðinn. Undir þessum kringumstæðum getur það haft eína þýðingu að reyna að gera sér ljóst, hvaða afleiðingar það gæti haí't síðar meir, ef þingið léti nú til leiðast að sinna þeim mótuælum, sem hreyft hefir verið af há!ÍE iamvinnu- raanna, gegn skattaálögum á samvinnu- félögin. pað má gera ráð fyrir að það sé Stlment viðurkent, að nauðsynlegt sé að hafa nokkra öfluga gjaldendur, sem hægt sé að leggja á mikinn hluta af skattabyrðunum, því meðal lítillar þjóð ar, þar sem stjórn og opinber starf- ræksla er hlutfallslega dýr, er það 6- hugsanlegt að óbeinir skattar og per- sónulegar álögur geti numið svo miklu sem þarf. Ef svo færi að það tækist að fá meiri hlúta til að styðja það, að sam- vinnufélögin og skyld fyrirtæki fái ívilnun á sköttum eða að þau verði skattfrjáls, þá mun þess varla langt að bíðá, að fjöldi af verslunar-hluta- félögum, samlagsfélögum, iðnaðarfyrir- tækjum, vátryggingarfélögum, útgerðar og fiskveiðafélögum o. s. frv. breytt- ust í skattfrjáls samvinnufélög til stórskaða fyrir ríkissjóð. Það virðist nokkuð einhliða skoðun, að .skattana eigi að eins að leggja á ágóða við sölu á vÖrum, sem keyptar hafa verið með lægra verði, því að framleiðsla, iðnaðut, hagnýting á hrá- ef'núm og aflsnppáprettum náttúrunnar og ekki síst vinna og sparsemi eru hlut- ir, sem sérhvert þjóðfélag verður að krefjast að fá sína hlutdeild í, og það verður aldrei réttmætt, heldur stór- ha;ttulégt, að veikja þá tmdirstöðu, hí'iti alveg óhjákvæmilega hlýtur að vera grundvöllur fyrir réttlátri niður- jöfnun, þegar um er að ræða að ná tekjum til þess að halda ríkisvélinni starfandi. Ef menn virða hlutdrægnklaust fyrir sér hin ýmsu fyrirtæki og stofn- anir, sem annast viðskiftin hér á landi og án þess að hirða um þau heiti, sem menn geta fundið upp á að prýða Iþau með, þá hygg eg að flestir muni játa, að það er framtakssemin, sem skapar vinninginn. Og er það ekki þessi yinningur, sem verður að halda ríkinu uppi? Eru það ekki hin skap- andi öfl, sem annað hvort einstak- lega eða með samtökum vinna að því að eitthvað verði afgangs — hvort sem það er nú kallaður ágóði eða sparnaðarfé — til Iþess að sjá þjóð- félaginu fyrir þeim fjárhæðum sem nauðsynlegar eru fyrir tilveru þess? Aðalundirstaðan undir öllum starf- rekstri er lánstraustið, og það er komið undir efnahag, hæfileikum, dugnaði og skapgerð einstaklinga, svo að þegar stór eða lítill hópur manna tekur sig saman til þess að skapa möguleika fyrir því aíS geta fengið lán, betri kaup eða sölu, eSa til þess ¦að efla framleiðslu, verksmiðjuiðnafi eða útgerð, þá myndast atvinnurekst- ur, og stendur í rauninni alveg á sama hvort formið er hlutafélag, samvinnu- félag eða einkafyrirtæki. Nöfn þau sem þessum samtökum eru gefin, breyta í engu skyldu þeirra til þess að taka þátt í útgjöldum þjóðar- innar. Það tjáir ekki að líta eingöngu á skiftinguna eða hagnýtinguna á vinningi þeim, sem samtökin fram- leiða, því að starf milliliða þeirra, sem annast viðskiftin, er vissulega at- vinnurekstur, og er þéss vegna sjálf- sagt að á þau séu lagðir skattar. Meðan núverandi þjóðfélagsfyrir- komulagi er haldið, er þaS að mínu áliti ófært að hafa óbeihKnis af al- menningi þá hlutdeild sem hann á heimtingu á í hverjum ávinningi sem fenginn er, og þar sem sum samvinnu- félög skiftast í ýmsan atvinnurekst- ur, þá yrði það ókleift að setja þau mörk, sem ekki mætti án vera, fyrir iþróun og starfssviði þeirra félaga, sem gæti komið til mála að ívilna. Samvinnumenn játa sjálfir að það sé rétt og sanngjarnt að leggja skatta á viðskiftin við utanfélagsmenn, en þar við bætist líka ýms atvinnurekst- ur, sem er skyldur slíkri verzlun, svo sem útgerð, slátrunarfélög, sinjör- bú, mjólkurframleiðsla o. s. frv., o'g samkvæmt anda stefnuskrárinnar ligg úr þá nærri að taka með fiskveiðarn- ar, iðnað og aðra framleiðslu. pað er þess vegna auðvelt að færa til tak- mörkin, eins og altof oft hefir sannast í mannkynssögunni. Og komum við þá ekki aftur að hinni skapandi framtakssemi, sem verður að gjalda þjóðfélaginu skatt sinn? Gleymið því ekki að nafnið — það heiti, sem menn geta fundið handa hvaða fyrir- tæki sem er, má ekki glepja okkur sýn, þegar um er að ræða tilgang og árangur. Eg á bágt með að hugsa mér, að til séu í raun og veru gáfaðir menn, sem hafa kynt sér skattamál og halda því fram í alvöru, að þegar ágóði hinna stóru gjaldenda hverfi til sam- vinnufélaganna og komi einstakling- unum aS notum, þá verði þeir færir um að borga jafnmikla skatta og hafi samt grætt á breytingunni. Það eru þeir sem eru frjálsir og geta staðið á eigin fótum, sem með hyggindum, JVnnilakssemi, starfsemi og sparnaði komast fram úr öllum fjöldanum, og meðan heimurinn stendur verður það mismunurinn á einstaklingunum sem mestu ræður þegar jafna skal niður byrðunum. Það er ef til vill sparnaður að forræði annara, en til langframa get- ur það ekki borið slíkan árangur sem ólíkir hæfileikar og starfshvatir hinna mörgu einsiaklinga. Jafnvel margir hinna æstustu jafnaðarmanna játa þetta nú, og þarna er ásteitingarsteinn jafnaðarmenskunnar í öllum löndum og hvernig sem á stendur. Þeim steini er ekki auðvelt að ryðja úr vegi. Hvað mikið sem menn kunna að andmæia því — starfið fyrir sjálfan sig — sjálfsbjargarhvöt- in — er eðlishvöt, sem ekki verður umsvifalaust tekin í þjónustu félags- skaparins, að minsta kosti ekki á, því þroskastigi, sem mennirnir standa nú á. Meðan mennirnir eru svo ólíkir sem þeir eru nú, ekki að eins að gáfna- fari, hæfileikum, dugnaði og iðju- semi, heldur einnig að hugsunar- hætti, skapgerð og þjóðerni, eru ekki minstu Hkur fyrir því, að það þús- undáraríki komi, sem jafnaðarmenn hafa svo hátt um. Það er þvert á móti óglæsileg niðurstaða sem orðið hefir sumstaðar. Einstöku menn hafa haldið því fram, að óánægjan með hið núver- andi ástand sé þegar orðin svo rík, að ekki geti veriS um jþað að ræða að ráða bót á henni, og sé þá betra a halda stefnunni áfram og reyna félagsbúskap þjóðarinnar. pví vit- lausara, því betra! Hvað verðum við þá allir saman? prælar, eða öllu heldur fangar í stóru fangelsi, og sá sem hlýtur efsta sætið mun svo sem vafalaust sjá um að allir vinni að „almenningsheill!'' Allir jafnt — dugnaðarmenn og let- ingjar, gáfumenn og heimskingjar, góðir og vondir, hraustir og las- burða o. s. frv. Það er ekki óglæei- legt að tarna! Og þegar þrældómsokið fer svo að þrýsta að betur, þá kemur bylting aftur — það er svo víst sem hi* órjúfanlega lögmál hringrásarinnar — og knésetur að nýju hina persónulegu r

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.