Ísafold - 29.03.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.03.1921, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Frankfurt tekinf Frá Berlín er sírnaS aö búst sé viö því, aÖ frakkar taki herskildi borgina Frankfurt a. M. Ríkisstjómia þýzka hefir mótmælt þvingunarráðstöfunum Bandamanna viö alþjóöasambandið. Rússar semja friS. Frá Warshaw er símað að Rússar virðist hraða mjög friðarsamningunum og að þeir mun að öllum líkindum verða undirritaðir í næstu viku. Tuttugu herdeildir vel útbúinna Bolse vika halda nú til landamæra Póllands. Byltingin í Bússlandi. nær nú til flestra borga og héraSa í suS- ur Rússlandi, að því er símaS er frá Helsingfors. Bretar draga úr herskipasmtífi. Frá London er símaS aS 8 af nú- verandi 38 bryndrekum Breta verði rifnir, en aðrir tveir smíðaSir í staSinn. Útgjöldin til flotans lækka um 9 milj. sterlingspunda. Khöfn 16. mars. Nikulás stórfursti látinn. Símað er frá Varsjá, að Nikulás stór- fursti sé látinn, vaidalaus, suður á Ítalíu. Frá uppreisninni í Rússlandi. Daily Mail flytur þá fregn, að há- setar á rússneskum herskipum í Svarta hafi og Kaskiskahafi, hafi gert upp- reisn og varpað ráðstjórunum fyrir borð. Lloyd George og Bonar Law. Times segir að Lloyd George og Bon- ar Law hafi fastráðið að halda saman £ stjórnmálum, þó að núverandi sam- steypuflokkur leggist niður. Ætla þeir þá í sameiningu að stofna til „mið- flokks' ‘. Talot pascha myrtur. Símað er frá Berlín að Talot paseha, fyrrum stórvesír, hafi verið myrtur þar utanvert viö borgina. Banamaður hans var stúdent frá Armeníu. Skaðabótakröfurnar. Þýzka stjórnin hefir nú fengið kröfu frá skaðabótanefndinni um greiðslu herkostnaðar. Er þar farið fram á 180 miijarða gullmarka, samkvæmt 232. gr. friðarsamninganna. Blöðin mótmæla harðlega þessum kröfum. Khöfn 18. mars. Uppreisnin í Rússlandi. Símað er frá Helsingfors, að bols- víkingar hafi ki nverskar hersveitir til að ráðast á Kronstadt. Viðskiftasamningar Breta og Rússa. Símað er frá London að viðslkifta- samningar Rússa og Breta hafi verið undirskrifaðir í gær. Báðir aðiljar lofa aö hætta undirróðri. Leninstjórnin hef- ir ekki viðurkent sktíldir gömlu rúss- nesku stjórnarinnar enn. Ensk blöð finna samningunum margt til foráttu. UppreijSnarmenn flýja Kronstadt. Símað er frá Helsingfors, að for- kólfar uppreisnarinnar í Kronstadt og 500 hermenn hafi flúiö ög gengið á ísi til Finnlands. Segjast þeir hafa verið tiineyddir að gefast upp fyrir hersveit- um. ráðstjórnarinnar, sem hófu stór- skotahríð á þá aöfaranótt miðvikudags- ins. Sjómennimir sprengdu í loft upp herskipin áður en þeir skildu við þau. Flóttamenn streyma í þúsundatali yfir finsku landamærin. Rauði kross Banda- ríkjarina hefir tekist á hendur að ann- ast særða menn. Bonar Law segir af sér. Símað er frá London að Bonar Law, foringi íhaldsmanna og önnur hönd Lloyd George’s, hafi sagt af sér ráð- herradómi vegna vanheilsu. Lloyd Ge- orge hefir sent út áskorun til þjóðar- innar að stofna nýjan þjóðlegan flokk, til að verjast stefnu verkamanna. Skaðabótakröfurnar. Símað er frá París að nefnd sú, sem bandamenn hafa kosið til að rannsaka skaðabótakröfumar, hafi nú ,gert upp‘ við pýzkaland. Reiknast henni svo til að Þjóðverjar hafi greitt 8 miljarða gullmarka, en sjálfir segjast jþeir hafa greitt 21 miljarð. pjóðverjar áttu að hafa greitt 20 miljarða fyrir 1. maí og erh nú banda- menn að minna þá á, að skamt sé orðið til skuldadaganna. Eihöfn 19. mars. Friður saminn með Rússum og Pólverjum. Símað er frá Varsjá, að friðarsamn- ingar milli Pólverja og Rússa hafi verið undirritaðir í Rága í gær. Viðskiftahömlum af létt. Símað er frá Kristjaníu, að útflutn- ingshöftin hafi verið afnumin. Flóttamenn frá Rússlandi. Símfregn frá Helsingfors segir 12500 flóttamenn komna til Finnlands frá Rússlandi. Þeir segja, að Trotzky hafi sjálfur stýrt höfuðsókninni að Kron- stadt og haft einvalalið. Briand fær traustsyfirlýsingu. Parísarfregn segir, að neðri deild franska þingsins hafi samþykt trausts yfirlýsingu til Briands, forsætisráð- herra, með 491 atkv. gegn 66. i Khöfn 20. mars. Atkvæðagreiðslan í Efri-Schlesíu. Reuters-fréttastofa segir miklar æs- ingar hafa orðið í Efri-Sehlesíu sam- fara atkvæðagreiðslunni þar. Pólverjar Of, pjóðverjar saka hvorir aðra um inn- flutning skotvopna og morðtilraunir. Morð og árásir hafa verið daglegir viðburðir á atkvæðasvæðinu og sagt er, að herlög hafi þar verið sett. Ber-1 línarbúar óttast, að Pólverjar muni meina fjölda þýzkra borgara að neyta atkvæðisréttar. Khöfn 22. marz. Grikkir vigbúast. Herskyldir menn, frá árunum 1913,1914 og 1915, hafa verið kvadd ir til herþjónustu í Anatolíu og Liltu-Asíu. Týrol og pýzkaland. Símað er frá Innsbruck, að þjóð- aratkvæði eigi fram að fara 24. apríl í Týrol, um sameining landsins við Þýzkalands. Atkvœðagreiðslan % Efri-Schlesíu hefir gengið Þjóðverjum mjög í vil, enn sem komið er, segir Reuterskeyti Bvihii'r-áiiiiéll* Málverícasýningu heldur Ásgrímur Jónsson nú í Goodtemplarahúsinu. — Er nokkuð síðan hann hefir sýnt mál- verk sín, erida er þar margt fallegt að sjá. Sirius heitir Skip, er Bergenska fé- lagið ætlar að hafa í förum hér við land í staðinn fyrir Koru. Er það 150 tonn- um stærra en Flora. Hefir það aldrei komið hér fyr. Leggur það á stað í fyrstu áætlunarferð sína frá Kristjaniu 24. apríl. Ungerskov sem lengi var skipstjóri á björgunarskipinu Geir og flestir hér kannast við er nýlega orðinn umsjónar- maður Switsersfélagsins á Jótlandi. Trúlofuð eru í Kaupmannahöfn ung- frú Ingibjörg Gíslason, kjördóttir Odds Gíslasonar og cand. polyt. S. Strunge. LandbúnaðarrátSunautur Valtýr Stef- ánsson pg frú hans hafa verið síðustu mánuðina á ferð um Ítalíu. Lögðu þau á stað á suðurleið frá Khöfn eftir ný- árið. Fóru þau til Rómaborgar og fleiri borga svo sem Firense. — pau hjónin eru nú komin til Kaupmannahafnar og kom Valtýr Stefánsson með Gullfossi Prestkosning fór nýlega fram um Tjöm á Vatnsnesi. Var umsækjandi aðeins einn og greiddu honum atkvæði 42 sóknarmenn en 46 greiddu atkvæði á móti — kjósa fremur þjónustu ná- grannaprests. Verðlækkun sem um munar. Islenska smjörlíkið hefir nú lækkað um 70 aura hvert kíló í útsölu og er það sú mesta verðlækkun sem enn hefir orðið á nauð- synjavöm. Er vonandi að aðrar mat- vömtegundir fari sömu leiðina og það sem fyrst. Gullfoss fór héðan vestur og norður um land á laugardaginn. Frá Aust- fjörðum fer skipið til Kaupmanna- hafnar. Heiðursgjöf hefir íslenska stjómin sæmt Nilson skipstjóra á enska botn- vörpungnum Mary Johnson. Bjargaði hann í fyrravetur skipshöfninni af seglskipinu „Eos“ frá Hafnarfirði og áður hafði hann bjargað vélbáti frá Vestmannaeyjum úr sjávarháska. Gjöf- in var gullúr og var honum afhent það í Hull. Konungskoman. Fregnir hafa borist um það hingað, að konungur muni koma hingað mánuði fyr en áður hefir verið talið. pó mun það eigi fyllilega afráðið enn. Sindri. Fyrsta hefti annars árgangs er komið út, fjölbreytt að efni og vel úr garði gert. Af efninu má sérstaklega nefna fyrri hluta af ítarlegri ritgerð um steinsteypu eftir Guðmund Hannes- son prófessor. Trúlofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína í Kaupmannahöfn ungfrú Sigur- laug Oddsdóttir og Einar Sigurðsson verslunarmaður. Goðafoss hinn nýji, skip Eimskipafé-! lagsins, hljóp af stokkunum 15. þ. m. í | Svendborg. Viðstaddir vorp.þar Sveinn , Bjömsson sendiherra og Garðar Gísla-1 son stórkaupmaður. Dóttir Sveins Björnssónar sendiherra framkvæmdi, hina venjulegu skírnarathöfn og gaf, hinu nýja skipi nafn. I 1. apríl flytja í sýslur sínar þeir, sýslumennirnir Júlíus Havsteen og, Steingrímur Jónsson. Fer þá Havsteen ^ til Húsavíkur en Steingriímur til Akur-, V«' ! ’ ’ ' * . eyrar. Gísli ísleifsson skrifstofustjóri var j skorinn upp nýlega. Hefir hann verið mjög heilsutæpur um langt skeið og legið rúmfastur síðustu vikurnar. Var það meinsemd í lifrinni sem þjáð hefir hann. Guðmundur Magnússori prófessor gerði holskurðinn. Seku botnvörpungarnir. Við réttar- höldin játuðu allir ensku botnvörpung- arnir sig seka. Togarinn Pavlova hefir verið sektaður hér áður og fékk 11.500 króna sekt, en togararnir Sargov, Carbineer II, Kastoria og Seriema ’ fengu 10.000 króna sekt hver og afli skipanna allra og veiðarfæri gert upp- tækt. Voru tveir þessara togara hlaðnir fiski, en hinir með lítið. Öll skipin voru frá Grímsby. Þýzki togarinn „Ost- preussen fekk 10.000 króna sekt og j upptækt gert afli og veiðarfæri. „IXIOX“ Cabin Biscuits (íkipsbrauð) er búið til af mðrg- nm mismnnandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendÍDga. í Englandi er „IXIO N “ brauð aðalfæðan um borð i fiski- skipnm. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðn. „IXIO V“ Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kafti o« te. Kaupmannaráð íslands í Danmörku hefir skrifstofu í Coit Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsmönnum og öðrum íslenzkum kaupmönnum fúslega ókeypis upplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. Meccano félag mun hafa verið stofn að hér í bænum.Tilgangur félags þessa verður: a. að auka gleði og ánægju drengja; b. að ala hjá drengjum hrein- skilni, sannsögli, löngun og frumkvæði; c. að bvetja drengi til framisóknar í uppáhaldsiðju sinni og námi, og sér- staklega að auka vélfræðis- og iðn- fræðisþekkingu hjá þeim. Ættu dreng- ir að nota tækifærið og ganga í félag þetta. Slík félög eru til víða erlendis og hafa meö sér eitt allsherjar sam- band, sem þetta félag mun ganga í. Góður fengur. Þegar pór var hér í Reykjavík síðast gerðust togarar nokk- uð nærgöngulir við Vestmannaeyjar. Varð einn þeirra illa úti sakir þeirrar ásælni. Mótorbátur einn sem var að veiðum undir Landeyjasandi elti hann til þess að ná á honum merkinu. Var togarinn með vörpuna úti og dró því saman. En þegar hann sá hvað verða vildi hjó hann á vörpustrengina og hélt hið bráðasta til hafs. En botnvarpan flaut upp og hafði vélbáturinn 800 fiska úr henni fyrir óinakið. Pia í fyrra mánuði var Pilsuöski for- sætisráðherra gestur FraJkklands. Var honum fagnað þar mikið og tekið með frámunalegri viðhöfn. Franska þjóðin hefir alt af haft mikla samúð með Pól- verjum og stutt þá í raunum þeirra. Og nú sjá Frakkar í forsætisráðherra Pólverja persónugerfing hreysti og frelsisástar hinnar pólsku þjóðar. Afreksverk Pilsudski standa mönn- um enn í fersku minni. Hann hefir ekki einungis framar öllum öðrum varið isjálfstæði þjóðar sinnar, heldur og bjargað menningn Eyrópu með þvS að stöðva framgang Bolshevikka að austan. Nú er það talið einn af stór- viðburðum mannkynssögunnar, þegar- 'Pilsudski rak „rauða herinn“ af hönd- um sér. Her Bolshevikka sat þá um Moskva. Og það var þegar farið að slá ótta og ugg á mikinn hluta Vestur-Evrópu. í Italíu reyndu kommunistar að brjótast til valda og í Þýzkalandi var alt á tjá og tundri, svo þar var hægt að búast við öllu. Ef Varsjá hefði þá verið tek- in af Bolshevikkum, hefði það senni- lega haft í för með sér almenna bylt- ingu í ýmsum löndum. Þýzkir og rúss- neskir bolshevikkar hefðu rétt hverir öðrum höndina, og afleiðingar þess er auðvelt að sjá. Það þykir því vera Pilsudski að þakka, að Evrópa bjargaðist þá frá byltingu. Enda hafa flestar þjóðir ver- ið honum þakklátar fyrir þann múr, sem hann reisti gegn heimsplágunni að austan. Piisudski er maður á bes'ta aldri. H’ann er fæddur 1866 og er af gömlum pólskum aðalsættum. Byrjaði hann að lesa læknisfræði 18 ára við háskólann í Korkov, og tók þá strax mikinn þátt í stjórnmálum. Varð hann þar svo ópin- skár, að rússnesku yfirvöldunum þótti það ráðlegast að fjarlægja hann frá háskólanum, og fór hann þá til Vilna. Síðustu ár hans eru viðburðarík. En í öllum hans verkum er augljós ætt- jarðarást hans og samúð með þjóðinni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.