Ísafold - 30.03.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.03.1921, Blaðsíða 1
irnar 499 og joo. Ritstjói ilhjálr Isafi XLVIII. írg. Rt-ykjavik, Miðvikudagiim 30 marz 1921. 13 tölublað. Huglaiðinga um sildarveiðarnar o. fl. Fyrirlestur haldinn í Verslunarmanna- félaginu á Akureyri 4. des. 1920. Báttvirtu tilheyrendur! Eins og kunnugt er, verður mönnum nú tíðræddast ura sildarsöluna. Hvern- ig stendur á þVí að síldin selst ekki? er sú spurning, sem við heyrum oftast þessa dagana; en enginn getur svarað henni fullnægjandi. Þegar svo er ástatt fara menn að grípa til ágiskana, og er þá vanalega, að sitt sýnist hverjum. Eg ér ekki nein undantekning í þess- um efnum. Eg veit ekki af hverju það er, að síldin okkar selst ekki, og verð því éins og aðrir, að giska á hverjar ástæðurnar immi vera og á þann hátt mynda mér skoðun á málefninu. Að sjálfsögðu verða þær ályktanir ekki ábyggilegar, þar sem grundvöllinn — þekkinguna — vantar. Eg hugsa þó, að það sé ekki af neinni sérstakri á- stæðu, að illa gengur með síldarsöl- una nú, heldur séu ýmsar ástæður og íitvik sem þar koma til greina, sem við höfum sjálfir skapað að meira eða minna leyti. Ef við lítum í kringran okkur til ótlanda, sjáum við, að þéim þjóðuin sem lengst eru komnar á hinni svo- kölluðu menningarbraut, hefir reynsl- an kent, að heppilegra sé að hafa at- vinnugreinarnar sem niest suhdurliÖ- aðar <>s- kostur er á. Er margt sem bendir á að það sé notadrýgra en að slengja mörgu samari. Vér íslendingar höfum verið alt o£ hirðulausir í því, að aðgreina atvinnu- vegi vora og ber margt til þess, sem hér skal ekki farið út í. Hjá oss þykir það ekkert merkilegt eða athngavert, þótt sami maður sé bóndi, sjómaður, smiður, barnakenn- ari o. fl., heldur er slíkt talinn kostur. Þessir menn eru hjá oss kallaðir fjöl- hæfir og eru eftirsóknarverðari en aðrir. Slíkir menn mundu víða í öðr- um löndum vera kallaðir „Tusind- kunstnere" eða með öðrum orðum, að um þá væri sagt að þeir kynnu alt og ekkert. Við höfum svo mikið af þessum fjölhæfu mönnum, að erfitt er ¦að aðgreina til hvaða atvinnugreinar helst ætti að telja þá. Svipað er með atvinnuvegina. Við blöndum mörgum atvinnugreinum saman, veljum þeim eitt sameiginlegt heiti og finst að þann- ig hljóti það að vera best og engan veginn öðruvísi. Grott dæmi þessa eru síldveiðarnar. Orðið „síldveiðar" er í daglegu tali, sameiginlegt nafn á þremur ólíkum atvinnugreinum, sem só: síldarveiðum, síldarverkun, og síldarkaupum. Þessar þrjár atvinnugreinar eru orðnar svo samtvinnaoar í hugum manna, að þeim finst ógerningur að aðgreina þter. Sá sem á skip sem gengur á síldarveiðar álítur óf ært annað en að hafa söltunar- stöð og láta verka síldina sjálfur og annast sölw hennar líka. Petta fyrirkomulag álit eg að hafi gert síldveiðunum — svo eg noti sam- eiginlega orðið — meira ógagn en marg ui' hyggur, og vil eg benda á ýms at- riði iþVí til sönnunar. Til þess að- reka þessar þrjár at- vinnugreinar svo að nokkur von sé um að þau- gefi sæmilegan arð, þarf miklu meira fjármagn heldur en ef að eins væri hugsað um eina. En flestir ís- lenzkir síldarútvegsmenn eru fátækir menn, seni þurfa lánsfé til þess að geta rekiö eina atvinnugrein af . þessum þremur, hvað þá heldur allar. Vitanlegt er, að meiri gróðavon sýnist vera að reka þser allar í sameiningu, ef vel geiigur með þær allar; og er það auð- vitað vonin uni meiri gróða, sem ýtt hefir iimlir menn lil þess að hafa svo margt í takinu. En við rólega íhugun æ'ttu menn að geta séð, að þær vonir eru bygðar á misskilningi og eru tál- vonir. Fjárhagshliðin er þó í mínum augum ekki eins varhugaverð, eins og skifting starfskraftanna. Einn maður getur haft þekkingu og hagsýni í því að reka síldarútgerð, án iþess að hafa nokkurt vit á verkun sildar; sömuleið- is getur sá er vel er að sér i verkun síldar, verið gersneyddur þeim hæfi- leikum og þekkingu, er nauðsynlegt er þeim, er síld þurfa að selja o. s. frv. Til þess að leysa hvern einstakan starfa vel af heudi, þarf fullkominn meðal- iniiim; én til Iþess að einn og sami maður geti int þá jafnvel af hendi hlutfallslega, þarf hann að vera ofur- menni. Nú eru síldarútvegsmenn yfir- leítt engin ofurmenni, heldur að eins meðalmenn; er þvn' ekki von að vel tari. Þessi samsuða í atvinnugreinunum, hefir að minni hyggju gert síldveiðun- um meiri skaða, en hið kostnaðarsama og ónýta síldarmat, sem „Fram" talar um, og sænski síldarhringurinn í sam- einingTi, — ef hann annars er nokkur til nema í hngum manna hér. Sem dæmi, þótt ófullkomið sé, get- nm við hugsað okkur útgerðarinann sem á 40—50 tonna mótorskútu með veiðarfærum til síldveiða skuldlausa. Með því verði sem var á öllu er að síldarútgerð lýtur á skipi af þessari stærð, þurfti eigandinn að áætla út- gerðarkostnaðinn yfir síldveiðitímann 1919 ca. 2 mánuði kr. 30.000. Ef skip- ið aflar 1200 máltunnur — sem eg iilíl hæfilegt að áætla að svona mótor- skip afli — þarf eigandi skipsins að ±a 25 krónur fyrir máltunnuna til þess að útgerðin beri sig. Ef sami maður ætlar að verka síldina sjálfur og annast sólu hennar, þarf hann að kaupa 2000 tómar tunnur til þess að salta sSldina í. Eftir því verði sem var á tómum tunnuui í fyrra, þurfti kr. 40.000 til 'þess. í 1800 tunnur af fiskpakkaðri síld, sem gerir ca. 1530 fullpakkaðar tunnur, áætlast að þurfi 65 smálestir af salti. Það gerir 13.000 kr. eftir salt- verðinu í fyrra. Vinnulaun við verkun síldarinnar á Siglufirði í fyrra, mundi vera áætlað kr. 10.00 á hverja fullpakk- aSa tunnu, þar með talin bryggjuleiga og útskipun. Sá póstur er kr. 15.300. Fjárhæð sú er þarf til þess að reka svona lagaða atvinnugrein verður þá þessi: Útgerðarkostnaður skipsins kr. 30.000 Tunnur og salt........ - 53.000 Vinnulaun .......... — 15.000 Samtals kr. 98.300 Það er sú upphæð sem viðkomandi maður þarf að fá lánaða til þess að geta rekið atvinnuna. Ef alt gengur | vel með veiðiskapinn og verkun síld- ! arinnar, svo að ofangreind áætlun standist, kostar hver tuiina síldar með 100 kílóa þunga að meðaltali ca. 58 krónur komin um borð í skip á Siglu- Eirði. Hefi eg þá gert ráð fyrir að þær 470 tómar tunnur og ca. 4 smálestir af salti, er afgangs voru eftir söltunina, sé ca. 9000 króna virði. — pað mun nú tæplega vera hægt að kalla það pen- Lngagræðgi, þótt lagt væri á síldarverð ið 20 c/c fyrir állri áhættu, minni hátt- ar óhöppum við veiðiskap og verkun síldariiinar, vöxtum af lánsfé og fyrir- höfn sjálfs atvinnurekandans; en eg verð að álíta það sæmilega, mér liggur við að segja hæfilega álagningu. Eft- ir þessum útreikningi hefði þá síldar- verðið í fyrra átt að vera kr. 0,69,6 per kíló f. o. b. Nú vitum við að engar áætlanir stand ast reynsluna á þessum tímum, allra síst þær, sem lúta að fiskveiðum; þannig er það einnig með þessa, hún er ekki nema ófullkomin skuggamynd af raunveruleikanum. f fyrra mun til dæmis meðal afli á mótorskip, sem stunduðu síldveiðar fyrir Norðurlandi, hafa verið um 600 fullpakkaðar tunn- ur. Frá atvinnureksturskostnaðaráætl- uninni hér að framan ætti því að drag- ast verð á 1400 tómum tunnum og ea. 41 tonn af salti, sem gerir kr. 36.200, er' hvorttveggja er reiknað fullu verði, senj ,þó auðvitað er ekki rétt. Sam- kvæmt þessu hefir því reksturskostn- aðurinn orðið kr. 62.100 og kostar því hver tunna framleiðandann kr. 103.50, og með sömu álagingu og að framan er gert ráð fyrir hefði verið hæfilegt að fá kr. 1.24 fyrir kílóið af síldinni frítt um borð. Menn taka eflaust eftir því, að eg hefi gert útgerðarkostnaðinn jafnan á skipi, sem veiðir 600 fullpakkaðar tunn ur, eins og því, sem veiðir 1530 tunnnr, og er ástæðan sú, að reynslan hefir sýnt, að útgerðarkostnaður síldveiði- skipa hér fer ekki eftir afla; sama er að segja um verkunarkostnaðinn; eftir að útgerðarmenn þurftu að ábyrgjaet verkafólki tiltekna upphæð, hvort sem mikið eða lítið aflaðist, má gera ráð fyrir að iþar skakki ekki rnjög miklu. Það er nú vitanlegt að í fyrra var fjöldi af skipum, sem veiddu minna, en giskað er á hér að framan, að hafi verið meðalafli. Þannig veit eg um mótorskip, sem fengu að eins 400, 3W, 200 og alt ofan í 17 tunnur af full- pakkaðri síld; er auðvelt að reikna hvað eigendur þeirra hefðu þurft aiB fá fyrir kílóið af síldinni, til þess að sleppa skaðlausir við atvinnurekstur- inn. Eins og menn muna var verð á síW stigandi í fyrra yfir allan síldveiði- tímann og nokkuð lengur þó. Þegar svo stendur á er alt af töluverð freist- ing fyrir menn að bíða með sölu, sé»- staklega fyrir þá, sem lítið fiska. Vom- in um að geta dregið sem mest úr skað- anum, með bið á sölunni og hugsunln um þörfina fyrir sem mest fé til greiðslu lánsfjárins, gerir menn hálf- ruglaða. Niðurstaðan verður því oft sú, 'ef snöggar verðbreytingar verða, eina og átti sér stað í fyrra, að eiumitt þeir mennirnir sem sist hafa ráð á, verða fýrir því að bíða of lengi með söluna. pegar þannig stendur á, eins og að íraman er getið, finst mér vera helst til djúpt tekið í árinni hjá þeim mönn- mn, sem kenna vilja „peningagræðgi síldarspekúlantanna'' um f járkreppuna sem nú er. Öllum er nú kunnugt, hvernig gekk með síldarsöluna í fyrra. Verðfallið kom eins og hret úr heiðskýru lofti, án þess að nokkurn varði; síldin ligg- ur í hrúgum bæði utan lands og innan óseld, þrátt fyrir margvíslegar tilraun- ie eigendanna til að koma henni í eitt- hvert verð. Hverjar ástæður hafa verið fyrir svo snöggum verðbreytingum eins og áttu sér stað í fyrra á síldinni, er ekki gott að fullyTða neitt um; eg hygg þó að þær liafi aðallega verið tvær. 1. Að Hollendingar, sem veitt höfðu síld með besta móti, fóru að bjóða hana í Svíþjóð fyrir tiltölulega lágt verð, og 2. Að samtök, sem hafa verið höfð meðal sænskra síldarkaupenda um sölu í Svíþjóð á íslenzkri síld, fóru út um þúfur um mánaðamótin september og október í fyrra. Maður skyldi halda, að sú reynsla sem menn fengu af síldarsölunni í fyrra hefði verið nægileg til |þess, a.ð gera menn varkárari og að minna hefði ver- ið gert út á síld þetta árið. En hver hefir reynslan verið? Sú, að síldveið- arnar hafa verið reknar með engu minni krafti þetta árið en fyrirfarandi. Eg hugsa að tæplega geti verið skiftar skoðanir um ástæðuna fyrir þessn. — Fjármagn það, sem fest hefir verið S skipum, veiðarfærum, tunnum, salti, o. s. frv. var svo mikið, að útvegurinn gat ekki stansað. Með öðrum orðum, menn voru neyddir til þess að gera út og reyna að fiska í tunnurnar eem hér voru liggjandi. En hugsunarháttur manna hafði breyst við reynsluna frá í fyrra. I vor bjuggust víst fæstir við því, að síldveiðarnar yrðu gróðafyrir- tæki í 'þetta sinn. Aftur á móti von- uðust menn ef tir að geta umsett tunnnr og salt sem þeir áttu, án þess að tapa miklu, ef veiðarnar gengju vel. En þá var um að gera að vera ekki of seirm með að selja síldina, betra að gera það fvrri en seinna í þetta skiftið. i Mönnum reiknast svo til að með sæmilegum afla þyrfti fullpökkuð síld- i ! artunna ekki að kosta yfir 65 kr. komin í skip á íslenskri höfn. Eg álít (það heldur lágt reiknað, hugsa ' að 68 kr. hefði verið sannvirði. Hvað ' sem því líður þá var alment álitið, , að ef hægt væri að fá kr. 0,65 fyrir kílóið af sildinni f. o. b. hér, þá gætu menn verið ánægðir með verðið. Svona mun hugsunarhátturinn hjá öllum fjöldanum hafa verið í vor fyrir síld- veiðitímann. peir sem einna forsjálastir þóttu, voru — eftir því sem mér hefir verið sagt — farnir að bjóða sfldina til sölu, eða jafnvel selja hana,' áður en veiðarnar byrjuðu. Kaupendurnir, sem eingöngu eru nú Svíar, jþekkja vel til hér um f járhagsástæður síldar- útvegsmanna og vissu að menn mundu bjóða síldina fyrir það sem hún kost- aði framleiðendurna hér eða ef til vill minna, ef mikið aflaðist. Þeir voru því ófúsir að kaupa mikið fyrirfram og settu ýms skilyrði, sem seljendur voru neyddir til þess að fallast á; þar á meoal það, aS seljandi skyldi flytja síldina til Svíþjóðar og að hún skyldi vera fyrsta flokks vara, samkvæmt skoðun er fram færi á mót- lölcustaðnum. Sem ástæðu fyrir þess- um skilyrðum, var af kaupandane hálfu færð þau rök, að tunnurnar væru gamlar, sem til væru á íslandi og mundu tæplega þola flutninginn ef látnar væru í mörg lög í skip- unum, sem síldina flyttu, og yrði því seljandinn að bera áhættuna sem því fylgdi. Ennfremur væri íslenska síldarmatið svo ófullkomið að því væri ekki treystandi. Með því að ganga að þessum skilyrðum var síld- armatið íslenska gert þýðingarlaust fyrir söluna. Eftir að síljdveiðarnar byrjuðu, varð framboðið altaf meira og meira. Ef Pétur vissi um að Páll hefði von um sölu fyrir 75 aura kílóið komið til Gautaborgar t. d., þá bauð Pétur síld- ina fyrir 74 aura o. s. frv. Menn buðu síldina niður hver fyrir öðrum. Þegar fór að líða á vertíðina, eðá í kring um rniðjan ágúst, fór að minka um tunnur sem voru í not- liæfu standi, fólkseklan var að gera tilfinnanlega vart við sig, svo að veiðiskipin fengu altaf verri og verri afgreiðslu; nýja síldin féll í verði og komst ofan í 12 kr. málið á Siglu- firði, eftir því sem sagt var. J?egar ófært virtist að komast yfir að verka síldina, fóru menn að selja hana nýja. En hverjir voru jþá kaupendurnir? Að mestu leyti sænskir síldarkaup- menn; einmitt þeir mennirnir, sem íslendingar vonuðust eftir að keyptu af sér söltuðu síldina, þegar þeir (íslendingar) væru búnir að færa þeim hana til Svíþjóðar; og svo heil legió af eignalitlum og eigna- lausum mönnum, sem aldrei höfðu áð- ur fengist við síldarverslun. Þessir amærri spekúlantar fengu síldina „upp á krít", tmnnurnar upp á „krít", saltið upp á „krít", vinnulaunin upp á „krít" og söltunarstaðinn lánaðan — ja, upp á „krít". Þessir „krítargrósserar" fengu síld- ina nýja fyrir hálfvirði, eða tæplega það, og tunnurnar ekki dýrari en þaw kostuðu aðra alment. Saltaða síldin var þessum mönnum því að mun ódýrari en öllum f jöldanum og þeir stóðu sig við að selja hana ódýrt; enda var víst ekkert ránsverð sem þeir settu upp á hana. pegar nýja síldin féll í verði fór saltaða síldin að falla líka, kaup- endurnir fóru að verða kröfuharðari um verkunina en þeir höfðu verið áður, svo að næstum ómögulegt vax aS gera þeim til hæfis. pessu til sönnunar skal eg leyfa mér að tD- færa eitt dæmi frá Eyjafirði. Sænskur síldarkaupmaður sem mtl- aði að kaupa saltaða síld, hafði gert samninga við ýmsa um kaup á „smá- partíum" og skyldi síldin flytjast til hans á ákveíSinn stað og fylgja mats- vottorð, en kaupandi átti þó sjálfnr að viðurkenna hana sem góða vöra, annars voru kaupin ekki bindandi fyr- ir móttakanda. Þegar svo seljendurnir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.