Ísafold - 30.03.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.03.1921, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Skipstjórar á hvalveiðaskipum hafa ákveðið kaup sitt 500 kr. um mánuð- inn og 20 krónur fyrir hvern skotinn hval. Yörur þær sem hér eru farnar að falla í verði eru t. d. kol, og eru þó erin óþarflega dýr, kostar tonnið 120 krónur. Þetta verð er á skotskum kol- um, en færeysku kolin eru langtum dýrari, þegar tekið er tillit til gæða. Bendir það til að hinar úreltu aðferðir sem nú eru nataðar við kolanám ríkis- ins á Kvalbö, verði að leggjast niður og aðrar tímabærari að koma í stað- inn, ef nokkur árangur á að verða af kolanámi hér á Færeyjum. Sjúkrahúsin hér á Færeyjum eru í mikilli niðurníðslu, og er það þá sér- staklega í pórshöfn, sem um er að ræða Þar er nú Amts-sjúkrahúsið að breyt- ast í híbýli fyrir rottur. Sjúklingarnir hafa margoft kvartað undan þessu á- standi, en framfarirnar eru smástígar hér á Færeyjum, einkum þegar r'kið á af hafa forustuna. Manntal hefir farið fram í Þórshöfn. eru nú 2478 íbúar þar. Bærinn vex, =n hægt. 1812 bjuggu 518 manneskjur í höfnðstað Færeyja. Lucas Jónsson trésmíðameistari, Eggert Lax- dal kauptnaður, Bernh. Valdimarssson , muni þcir jafnfærir um að fullnægja ! skuldbindingum sínuin fyrir því. Frá London er símað að atkvæðá-j kaupm., Röguv. Bnorrason kaupm., og rgreiðslan hafi fallið Þjóðverjum í vil, og nú megi búast við nýjum og sautigjörnum tillögum um skaðabóta greiðslu af þeirra hálfu. Þýzka stjórnin telur skiftingu Efri -Schlesíu fullk.mið cíb .dis verk og mótmælir henni fastlcga. Kltöfu 24. tnarz. ■S'MtHing Schlesm. Frá Farís er símað, að Lloyd George muni vera mótfallinn skift- ingu Efri-Sehlcsíu og ítalska stjórn- iu tnuni fallast á sömu sveif. Óeir&ir í pýzkalanái. Frá Berlín er símað, að komtnun- istar hafi varpað sprengikúlum á opinberar hyggingar í Mansfeld, Dresden, Freiburg, Halle og Leipzig. Blaðið Kothe Fahne hyetur til alls- ht r.jarverkfalls. Yíða hafa orðið blóðugar óéyrðir. Simfregnir. Frá fréttaritara Isafoldar. Khöfn 22. marz. Atkvœðayreiú’slan í Efri-Schlesíu. Símað er frá Berlín: 99 af hundr- aði atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni í Efri-Schle- .sín, þar af voru 61% með Þýzka- landi. Úrslitunum var fagnað eins og stórsigri í Þýzkalandi, en þó kvíða rnenn því mjög, hvernig yfir- ráð bandamanna muni snúast í mál- inu. Pólskur meirililuti var að eins í austurrísku landshlutunum. Blaðið Vorwiirts. skýrir frá, að Leninstjórnin hafi lagt fyrir kommunista í Þýzkalandi að hefja þar blóðuga uppreisn hið bráðasta. Foringjarskifti. Austen Chamberlain hefir verið kjörinn flokksforingi íhaldsmanna í stað Bonar Laws. Finskir kommunistaforingjar hafa fengið ofanígjöf fyrir að hvetja til landráða. Khöfn 24. marz. Bayern vill ekki leggja niður vopn. Frá Berlín er símað, að stjórnin í Bayern hafi ákveðið að lúysa ekki upp borgaravarðsveitirnar, þrátt fyrir skipun ríkisstjórnarinnar. Bandaríkjaþingið. Frá Washington er símað, að Harding hafi kvatt saman þingið 11. apríl. Deilan um Efri-Schlesíu. Pólverjar una vel úrslitum at- Ifevæðagreiðslunnar í Efri-Schlesíu, ogmeð því að meiri hluti atkvæða á aðaliðnaðarsvæðinu varð með sam- einingunni við Pólland, kref jast þeir þess að þau hjeruð verði lögð undir Pólland og auk þeirra landræma til Oder-fljóts. Franskir stjórnmálamenn halda því fram, að Þjóðverjar verði að láta kolahéruðin af hendi, enda Rv U Tl i • ísafold kom ekki út fyrra mánudag eins og til stóð. Til þess aí5 bæta kaupendum það upp. koma nú tvö biöð þcssji viku, annað í gær og hitt í dag. Kjell heitir skip er nýlega kom frá Spáni með saltfarm til Duusverslunar. Er það búið að vera lengi á leiðinni, fckk einhver áföll og síaðnæmdist þess vegna um hríð í Færevjuin. Laust prestakall. Tjörn á Vatnsnesi í Húnavatnsprófastsdæmi er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur íil 15. nvaí þ. á. Island kom til Kaupmannahafnar, j 27. ] . m. og fer aftur áleiðis liingað |8. apr'I. Norðanlands hefir vórið einmunagóð j tíð síðustu vikurnar, einlrog sunnanátt | með sólskini og blíðu. Er talið að ef i vorið verði gott, verði ágæt afkoma ■ þar í flestum sv.eitum, því óvenju i lítið hefir eyðst af heyjum. Skólahlaðið virðist lifa betra lífi nú í dýrtíðinni en önnur tímarit. Hefir það sfækkað mjög um nýárið og kem- ur nú út í sama broti og „Verslunar- tíðindi“. Ilelgi Hjörvar var einn út- gefandi þess áður en nú hafa bæst við kennararnir Asgeir Asgeirsson og Steingrímur Arason. Frágangur blaðsins í hinu nýja formi er hinn vandaðasti og efnið fjölbreytt og upp- byggilegt. Er það vel að kennara- stéttin geti átt málgagn sem lífs- þróttur er i, því þá er líklegt, að skilningur almennings vakni fremur á mesta nauðsvnjamáli hverrar þjóðar: góðum skólum og góðri alþýðumentun. Skíðamót var haldið á Akureyri fyrra sunnudag. Skiftu þátttakendur tugum. Var bæði revnt skiðastökk og 10 kílómetra kappganga á skíðum og fór sigurvegarinn í kappgöngunni vega lengdina á einni klukkustund og 11 sekundum. Ville d’Is heitir franskt herskip, sem kom hér á höfnina síðasta fimtu- dag. Hefir það komið hér áður. Senda Frakkar oft slík skip til þess að gæta fiskiskipa sinna, sem eru að veiðum hér við land. Togarnir ensku sem sektaðir voru, eru farnir út á veiðar flestir. Fengu þeir veiðarfæri hér. Frönsku og þýski togararnir eru hér enn. G-ullfoss fór héðan kl. 10 árdegis á páskadag norður um land til útlanda Meðal fanþega voru út um land :Anton frú, Pétur Pétursson kaupm., Jón Bergsveinsson .-íldarmatRmaður, Jón Pálmason, Aðalsteinn Kristjánsson, kuuj>m. og frú. Til útl.: Einar />ocga, Carl Olsen og frú hans og barn, Jón Björnsson kaupm. úr Borgarnesi, Frið- geir Skúlason heilds., frúrnar Guðr. Jónasson og Kristín Símonarson og Bertha Sandholt, Ingibjörg Thorodd- sen, Ií. Grave, Jóh. Norðfjörð. Brúðuheimilið verður næsta við- fangsefni leikfélagsins hér, þegar liælt verður við Fjalla-Eyvind. Mun frú Guðrún leika aðalhlutverkið, Noru. Taugaveiki allsvæsin hefir gengið á Húsavík undanfarið, en er nú í rén- un. Hafa 3 inanneskjur dáið úr henni. Lík Jóels Jónssonar skipstjóra kom hingað í gærmorgun frá Englandi á Gylfa. Molar. i. Gildi sönglistarinnar er óútreikuanlegt 6g takmarkalaust. Jaí’nvel í löndum þar sem alt er af göflunum gengið eftir ó- friö og uppreistir, virðist sönglistin besti sáttasemjarinn. Meðan á mestu ó- sköpunum stóð í Pétursborg, fyrst eftir stjóruarbyltinguna síðustu í Rússlandi, var það dís söngsins er helst gat lægt ófriðaröldumar í sál borgarbúa. pótt flest einkenni tortímingar gerðu þar vart við sig á dagin voru samt sem áð- ur fjörutíu söngleikahallir opnar á hverju kvöldi, þétt skipaðar fólki, er leitaði hvíldar við brjóst hinnar helgu dísar. Breski rithöfundurinn nafnfrægi, H. G. Wells, er ferðast hefir lengi um Rúss Iand og líklega kjmst ástandinU þar bet- ur en nokkur annar, reit grein í blaðið New York Ti»ies hinn 14. nóvember síðastliðinn, um andlega ástandið í Rúss landi og bendir á, hvert gildi sönglfstin hafi í Pétursborg uin það leyti, bótt fiest sýnist vera á ringulreið. Ham: kemst ineðal annars svo að orði: ,ve- dor Shaliapine, einn af allra fremstu leikurum og óperusöngvurum heimsins, dregur að sér ógrynni fólks á hverju kvöldi, þegar hann leikur uppáhalds hlutverk sín í The Barber of Seville, Faust o. s. frv. Fyrir hvert óperukvöld fær hann tvö hundruð þúsund rúblur að launum og gæti vafalaust fengið hvaða fjárupphæð er hann færi fram á. pað mundi koma undarlegur þunglynd- isbragjir á Pétursborg, ef Shaliapine hætti að syngja! Söngleikahallirnar njóta styrks af almannafé.“ Mr. Wells kveðst hafa hitt að máli sönglagahöíundinn nafnkunna Glazunov er verið hafi glæsimenni hið rnesta og hófsmaður lítill í klæðaburði. Segir hann snilliug þenna vera skínandi hor- aðan og tötrum klæddan. Samt semji hann lög á hverjum degi, en hafi sagt sér að nóttnapappírinn væri á þrotum og þá auðvitað sönglagasmíðinni sjálf- hætt úr því. Engu einu verður kent um eymd þessa merkismanns. Hann átti ekkj jafn hægt með að hrífa þúsundirnar í einu eins og Shaliapine, það gerði allan muninn. Ilvernig sem fram úr rússnesku málunum kann að ráðast þá er hitt víst, að þjóðin hefir reynt að l jarga sér frá druknun með því að halda dauðahaldi í sönglistina, og hafa margar þjóðir, því miður, oft gripið til veikara björg- unaibeltis. i II. Ein sú frægasta, eða kannske allra „IXION“ Cabin Bhcuits (skipsbrauð) er búið til af mðrg- um tr’smunandi tegurdum (érstaklega hentugt fyrir ídendinga. í Englandi er „IXION" brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipum. Fæst í öllum he’ztu verzlunum. Aðtjæiið að Dafrið „IXION“ sé á hverri köku. Vöiumerkið „IXION" i kex; er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er A7ið|afnanleet með kaffi og te. KaupmaiinaFáð íslands í Danmörku hefir skrifstofu í Co t Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsvr.önnum og öðrum islenzkum kaupmönnum fúslega ókeypis uppýsing- r um almenn venlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. frægnst óperusöngkona síðari helming 19. aldarinnar, var Adelina Patti. — Hún var fædd 10. febrúar árið 1848 í borginni Madrid á Spáni, en foreldrar hennar voru ítölsk. Móðir hennar, Caterina Chiesa Barili Patti söng Norma á óperuhöllinni, kveldinu áður en Adelina fæddist. Faðirinn, Salva- tore Patti, var ágætur tenorsöngvari. Sænska söngkonan heimsfræga, Jenny Lind, var tuttugu og þrigg.ia ára þegar Adelina fæddiat, en af samtíðarkonum hennar kvað mest að þeim Pauline | Lueea (1841—1908) og Christina Nils- son, fædd 1843, þótt báðar væru að vísu þagnaðar löngu á undan henni. Adelina Patti lést 27. september 1919, og hafði varðveitt æsku sína og rödd fram undir það síðasta. Hún hafði sungið í óperum í full 62 ár miklu lengur en nokkur önnur söngkona, er sögur fara af. AUir dáðu hve vel hún hélt sér og var hún 0ft spurð, hvort þess væri enginn kostur að fá að vita um lífselixír þann, sem hún verndaði uie@ æsku sína; hún kveðst engar slíkar ódáinsvegar þekkja.í samtali við fransk an blaðamann lýsti hún þó einhverju sinni lifnaðarháttum sínum með þess- um orðum: ,,Fram að fertugu neitaði eg mér sjaldan um tiokkuð það, er hugurinn gimtist, En upp frá því fór eg að verða strangari við sjálfa mig. pá hætti eg mikið til að heyta kjöts og drekk ekki nema léttustu vín og sódavatn. pegar eg kendi þreytu, tók eg mer glas af knmpavíni, en forðaðist að láta brendan vínanda koma inn fyr>r mínar varir. Eg neyti léttrar fæðu, mestmegnis á- ; vaxta, eða þá við og við dálítils af alveg nýju, vel soðnu kjöti. Eg sef við gal- opinn glugga á snmrum, og hefi hann opinn að einhverju leyti að vetrinum líka, en haga rúminu þannig, að kulið að utan leggi ekki beint á andlit mér. Venjulega tek eg seint á mig náðir — þetta um kl. 12 og hálf eitt. — Konnr sem ekki vil.ia safna offitu, þurfa að fylgja ströngum heilbrigðisreglum og viðhafa allan þrifnað, óður en þær gnnga til hvíldar á kveldin. Nú hefi eg skýrt fyrir yður orsakirnar, er til þess liggja, að eg hefi haldið heilsu minni, kannske öflu betur en algengt er“, bætti Adelina við um leið og hún kvaddi blaðamanninn.. E. P. J- (Lögberg) lliFII. Verzlunarsamningur íslendinga og Dana við Spánvprja, sem sagt var l upp í vetur af Spánverja hálfu og étti a ð ganga úr gildi 20. marz hefir nú verið framlengdur um þriggja mánaða tíma, til 20. júní að afstöðu- um samningum milli danska sendi- herrans í Madrid og spanska utaii'l ríkisráðherrans. Hefir sendiherral Dana hér birist tilkynnig um þettal og ennfremur hefir íslenzki sendi'l herrann í Kaupmannahöfn tilky)it| stjórnarráðinu það. Mur uíéí i Hrrl. pær fregnir berast nú frá Austur'l ríki, og eru eins og ofurlítill ljósblettutl í fjárhagsmyrkri þess lands, að fundistl hafi í hinum ótel.jandi gjám og sprung'l um fjallahéraðanna geisimikið af fos-l forsýru og áburði sem hefir myndast a/| leyfum fornaldardýra. Það fylgir þessari fregn að stjórniíl hafi strax tekið málið í sínar hendrfl og lýst yfir því, að allar þessar glufiJ| og sprungur væru ríkiseign. Vinsla áburðinum er þegar byrjuð og fullyí* 1 * * * * *! er, að í einni þessari „holu“ sé um 22 milj. kr. virði af hreinni fosforsýrtíl Heimsmarkaðurinn stendur þarna AuS| Uíriki opinn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.