Ísafold - 11.04.1921, Page 1

Ísafold - 11.04.1921, Page 1
ISAFOLD Simar 499 og soo. XLVlll. arg. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Reykjavík, Mánudaginn li. april 1921. I saí oldarprents tm Ö)a 15 tölublað. Utgepðin i hættu! Hvað tekur við? Til loka er nú réttur mánuður og keyrst hefír, að botnvörpuskipum sum «m verði ekki haldið á veiðum lengur. Markaðshorfur fyrir sjávarafurðir eru ekki glæsilegar og margt bendir til, að atvinnuleysi og neyð manna á með- ai sé í nánd. Einn mánuður líður fljótt og enn hefir ekkert heyrst um ráð til að minka komandi vandræði, og ætti það þó að vera hér efst á dagskrá að af- stýra með einhverju móti ógæfu þeirri sem alment atvinnuleysi hlýtur að hafa í för með sér. Hér er svo ástatt fyrir almenningi, að ekkert er að flýja Til þessa hafa sveitirnar verið mann- fáar, en ekki taka þær þó við miklum mannfjölda og þess ekki heldur að vænta. Mótorskip liggja víða aðgerðalaus, þar eð útgerð þeirra er of kostnað- armikil. Mörg þessara skipa eru þann- ig smíðuð og lagið það gott, að þau hljóta að vera bestu seglskip, væru sniðin á þau segl við þeirra hæfi, skrúfan tekin burtu og vélar teknar úr skipunum. Þegar eg var að alast upp í Hafn- arfirði gengu þaðan skip til veiða, sem að öllu leyti stóðu langt að baki þeim skipum, sem hér fljóta nú við strendur landsins. Af vinnu á þeim skipum lifði fjöldi manna þá, og sjald ar. var úr Faxaflóa farið, því þá var komið út úr kortinu. Kunnátta í stýri- mannafræði var lítil, en því betur þektu menn miðin þar sem fiskur var fyrir, en þau eru smám saman að gleymast, og nú munu mér vitandi «kki fleiri en 3—4 menn eftir af eldri kynslóðinni, sem þekkja fiskimiðin gömlu frá Keilisnesi að Akranesinga- leitum. Á því svæði var oft mikið aí fiski, enda hepnuðust fiskveiðar A skútum þessum oft vel og veitti mikla vinnu á landi. Eftir að eg var fulltíða maður var eg á útveg Asgeirssons verslunar á ísafirði; átti hún þá yfir 20 smáskip •g var Asgeirsson sá er mestar sjávar afurðir flutti út héðan af landi. Fá af skipum hans voru eins vel smíðuð og vistleg og hinir stærri mótorbátar eru hér og ekki varð eg var við annað •en að mönnum liði yfirleitt vel á þess. um smáskipum. Ekki varð eg var við aðra eins dráttarmenn vestra og eg hafði kynst og verið með á sjó hér syðra. T. d. vil eg nefna þá Jón kaup- niann Bjarnason nú á Laugaveg 33, Pétur heitian Friðriksson og Brúa- hrtunsbræður úr Hafnarfirði og Bjarnabæjarbræður úr Reykjavík, enda, voru þessir menn þeir garpar að draga þann gula, að furðu sætti. ®Aldfæraveiðar eru nú að leggjast niður 0g með þeim einnig gæði vör- unnar. Skútufiskur var alment álit- inn I ynrtaks vara. pað kom varla fyrir svo stór aðgerð, að hætt væri við skemdum og flatningsmenn valdir vanir menn; voru sumir þeirra snill- ingar og var Ingimundur heitinn Gíslason, bróðir frú Guðrúnar Blön- dahl Lækjargötu 6 sá mesti afkasta- maður til þeirrar vinnu, sem eg hefi séð til, auk þess sem hann í fleiru skaraði fram úr ungum mönnum. Fisltverðið var á reiki og mjög lágt fram eftir öllu og verð á útlendum vörum mun oft hafa mátt heita dýr- tíðarverð. Átti það rót sína að rekja til þess, að hinir útlendu umboðsmenn kaupmanna, eða þeir sem seldu kaup- mönnum vörur, gátu sett sitt verð og hvað sem það var, urðu kaupmenn hér að leggja á sinn hagnað, sem ef- laust hefir verið mikill, er þeir urðu að gera ráð fyrir tapi, sem ávalt varð eitthvað, þar sem mest úr búð var lánað út upp á væntanlegt innlegg. Ef það brást var kaupmaður illa staddur. Kaupmönnum hér var s a g t hvað fiskverð væri ytra. Fyrir 1. september ár hvert áttu fiskflutnings- skipin að hafa lagt á stað, að öðrum kosti hækkaði vátrvggingargjald á skipum og farmi. Heiðursmenn, eins og Valdemar Fisher og Aug. Thom- sen, munu þó hafa átt sinn þátt í, að hiuir dönsku umboðsmenn gátu ekki „smurt“ meira á en þeir gerðu. Þeir seldu vörur sínar hér eins sann- gjarnt og þeir gátu og gáfu upp fisk- verð og annað verð íslenzkra afurða, og munu hafa greitt fyrir þær það sem ! þeir sáu sér fært. þannig var ástatt að öllu jöfnu þangað til síminn var lagður til lands- ins. Síðan hann kom er markaðsverð á flestu kunnugt hér og auðið að fá vissu sína, svo að hér veður nú eng- inn reyk framar, enda fylgdu honum stór verslunarfyrirtæki og margt fleira, sem vart hefði þróast hefði sími ekki verið. Á smáskipum voru veiðar stundaðar til ársins 1898, þá komu hinir stóru kútterar, sem allir vildu vera á og á smáskipin fengust varla menn eftir komu þeirra. Þá byrjaði hér það tímabil þegar íslenzkir menn kunnu best til sjómannsstarfa á þilskipum. Skipsmenn kunnu seglasaum og alla hirðing á skipi og það er til heyrði. Formenn keptust um að láta skip sín líta vel út og yfirleitt má segja að þekking á veiðum og meðferð afla hafi verið hin besta. Við þessa sjó- mensku á þilskipum hættu róðrar víða á bátum, og við það töpuðust góðir ræðarar og góðir stjórnarar, sem smám saman eru að hverfa úr sög- unni og sumstaðar ekki til lengur. Er veitt hafði verið á kútterum nokkur ár hér, fóru hásetar að gera hærri kaupkröfur og örðugt varð að halda skipunum skaðlaust úti, en í rauninni voru það hinar dýru aðgerðir á skipunum, sem örðugleika gerðu mesta. Og svo hófleysan, að enginn þóttist maður með mönnum, nema hann ætti kútter og væri reiðari. — Svo komu botnvörpuskipin. pá var ekki farandi á sjó nema á þeim og sumir af kútterunum hættu að ganga og lágu inn í Sundum. Þá vöndust menn hinum nýju veiðarfærum, botn- vörpunum, en siglingum og þeirri vinnu, er þeim fylgir, fór að fara aft- ur, þar sem til allra feröa var að eins notað gufuafl. Svo komum við að árinu 1915. pá fara mótorbátar að koma hingað frá útlöndum og falleg mótorskip voru þegar smíðuð hér 1914, eins og t. d. Hrafn Sveinbjarnarson frá Akranesi, Hera o. fl. Árið 1916 kom mesta skriðið á mótorbátakaup frá útlönd- um. Fór nú svo að það gekk svona rétt í meðallagi að fá menn til þess að vera á botnvörpuskipunum, því að allir vildu vera á mótorbát. Fyrst voru menn þar upp á kaup og þá fiskaðist vel, næsta ár vildu menn vera upp á hlut, þá komu ógæftir svo að sumir bátar lágu hér á höfn eina og tvær vikur, sumir komu inn í enda veðurs með bilaða vél, lágu hér í logni og blíðu meðan gert var við vélina, en er alt var klárt til ferðar var komið rok. í fyrra voru flestir upp á kaup og höfðu mikla peninga fyrir vinnu sína, í ár er fjöldinn upp á hlut, sáralítill fiskur kominn á land og af þessum rýra afl'a eiga hásetar að greiða part af útgerðarkostnaði og ekki annað að sjá, en að fjöldinn gangi slyppur frá öllu um lok. Eitt af því, sem hásetar greiða sinn skerf til er olía. Meðferð á seglum á mótor- bátum er yfirleitt það slæm, að frekar má kalla þau tuskur en segl. Er þetta því ef til vill nauðsynleg ráðstöfun þar, en þar sem fyrsta flokks segl er* lögð til skipa, eins og t. d. á kútter- um sem mótor hafa, og í stað þess að nota þau, er olíu svælt upp á háseta irm, Gamli Svei.d og fleiri góð skip, sem fluttu björgina að landi og höfðu innan borðs káta og fjöruga drengi, auk snillinganna miklu við línuna. Þá heyrðust glaðir sjómenn syngja. Yinna á seglskipunum gæti ekki byrjað fyr en um páska eins og áður tíðkaðist, en hún gæti þrátt fyrir það gefið góðan arð og hún vendi menn á sjómannastörf, sem brátt eru úr sögunni, haldi því áfram sem nú fer fram. Olíueyðslan og mótor eru þægindi fyrir fiskimenn, éii hver borg ar þau þægindi ? peir sjálfir. Það er fiádráttur frá því sem þeir með súr- um sveita hafa verið að vinna fyrir. Eins og nú er komið hér, skip og bátar í verði fallnir og útgert •’úr, ættu þeir sem hlut eiga að máli að rannsaka það vel, hvort ekki mundi borga sig að reka bátaveiðav i fé- lagi, t-\ggja sér ábyggilegau fram- kvæmdarstjóra, með þeirri þekkingu, sem slíkum manni ber að hafa, því senniléga getur einn maður gert 20 báta út ódýrar en ef 20 menn væru með sinn bátinn hver að þreifa sig áfram, án reikningshalds að kalla má og fastrar áætlunar. Þegar alt er svart fram undan verður mönnum að detta margt í hug til þess að reyna að bjargast úr vandræðunum. Eg hefi og reiðarans reikning og öll útkoma: minst á þetta við nokkra menn, en þannig rýrð; það er ábyrgðarhluti j þe;r haí'a haldið mig of bjartsýnan, sem ath .ga verður. i að láta mér detta í hug, að menn Hér endar hringrás þessi, sem verið j fari að leggja það á sig að fara á hefir hér síðan um 1870, með þeim afleiðingum, að það sem kallað er sjómenska er að mestu úr sögunni. Glöggskyggnu formennirnir, hinir góða stjórnarar áttæringa og báta eru fáir eftir, góðir ræðarar úr sögunni, að rifa segl er úrelt orðatiltæki, fiski- mið týnd, allir óánægðir með hlut- skifti sitt í lífinu, og það sem verst er, að dráttarmennirnir miklu eru nú orðnir lúnir og farnir að eldast, geta því ekki verið öðrum til fyrirmyndar, er þeir standa vi’- vaðbauju og komið þeirri löngun inn hjá félögum sinura að verða eins og þeir. Haldfæraveiðar hafa blessast hér og meðan þær voru stundaðar mun mest fé hafa verið ' í landinu kyrt. Áður en eymd og hörmungar byrja hér ve& :ia atvinnuleysis^ ættu menn að at huga vel, hvort ekki væri reynandi áð taka hin góðu stóru mótorskip, kippa vélinni úr þeim, til þess ekki að freistast til eyðslu og fá í vélar- rúminu rými fyrir 10—15 tonn af fiski; laga seglin og leggja út á djúp- ið með haldfæri, gera útgerðina eins ódýra og hægt er og muna það, að það er ekki lengra en 15 ár síðan fisk- verð var hér í Reykjavík: þorskur nr. 1 kr. 77.00, smáfiskur nr. 1 65.00, V ýsa 55.00, þorskur nr. 2 kr. 60.00, smá fiskur nr. 2 50.00, ýsa nr. 2 40.00, langa kr. 58—60. Það er ekki víst að Spánverjinn hafi I ráð til þess að borga meira fyrir fiskinn okkar áður langt líður, en það verð leyfir ekki a? útgerðarkostnaður 35 tonna mótor- báts komist upp í 80—90 þúsund kr. frá janúarbyrjun til Jónsmessu. — pess vegna verður að hætta að svæla olíu á þeim skipum, sem jafnt án hennar komast yfir hafið og betur er gamli Túm, Seljabáturinn, Hann- „skak“. Af því mér dettur ekki í hug að þjóðinni og ungum mönnum hafi hrakað það síðan árin 1907—14, þeg- ar eg vann með kátum og duglegum drengjum tilbúnum í alla vinnu, vök- ur og drasl, þá birti eg þessa hug- mynd mína, einkum þó til þess að minna á hinn stutta mánaðartíma, sem eftir kann að vera af útivist botnvörpuskipanna, því einhverja á- ætlun verður að gera til þess að af- stýra voða; tækin liggja ónotuð, björgin bíður fyrir utan landsteinana. Hvernig á að ná í hana með sem minstum kostnaði, svo einhver af- koma verði? Úr þessu verður að leysa og mitt ráð er að byrja eina hring- rásina enn, nota fiskiskipin til hald- færaveiða, og láta vindinn hafa fyrir að hreyfa þau, það aflið kostar ekki fé. — Margur er sá, sem ekkert vill ann- að en stunda sjó; en þá verður að læra vinnuna. pess er varla kostur hér nú, þar sem útgerðin er rekin á skipum, sem þekking virðist óþörf, og ekki bætir það úr, þegar það sem lærst hefir, gleymist. Það rekur að því, að föstum regl- um verður að fylgja hér við fiskveið- ar og gera. áætlanir um hvemig hag- kvæmast væri að haga öllu, svo út- koma yrði góð. Alþingi gæti gert margt óviturlegra en að veita, segj- um 2000 krónur árlega sem verClaun til þeirra, er bestum afla skipuðu á land og þess fiskverkunarmanns, sem skilaði best verkuðum fiski, því nú er svo komið, að fiskverðið er að fara niður á við og ætti þó að halda því tré byggingarinnar ófúnu eins lengi og unt væri. Reykjavík 6. apríl 1921. Sveinbjörn Egilson. Þingið hefir staðið yfir hálfan ann- an mánuð. Og menn eru að spyrja, hvað það hafi gert á þessum tíma, tta hvað »é merkast af því seni það hafi gert. Svarið er þetta: pingiS hefir ekki fjallað um stórmálin enn þá — þau eru ekki komin úr nefnd. En þau koma bráðum. Þingið hefir afgreitt nokkur lög, sem eiga það sammerkt, að efni þeinra er nauðaómerkilegt. Það hefir löggiR verslunarstað, fært út verslunarlóðir, friðað rjúpur, sem dauðar eru fyrir mörgum árum og þar fram eftir göt- unum. Neðri deild hefir rætt fyrir- spurn um landhelgisvarnirnar í þrjá daga og var alveg jafnnær að lok- um, barist um vantraust eða traust á stjórninni í tvo daga og eina nótt, án þess að annað hafi komið fram nm afstöðuna til stjórnarinnar en það, sem allir vissu áður. pingmenn þeirrar deildar eru svo sárþjáðir af skraf- sýki, að þeir verja mörgum klukku- tímum við fyrstu umræðu máls til þess að deila um það, hvort hleypa skuli því til annarar umræðu. Og það verður eigi minna en þriggja daga verk að komast með ein fjáraukalög gegn um eina umræðu. Svo mikil er andagift- in, og svo margt er að athuga. Við þessu væri auðvitað ekkert að segja, ef ræðuhöldin yrðu til þess að skýra málin og draga fram nýjar hlið- ar. En þessu er því miður ekki að heilsa. Mikill meiri hluti af umræð- unum er nauðaómerkilegt hjal, endur- tekningar og stagl. Sama meiningin er margendurtekin með breyttu orðalagi; framsetningin óskýr og óáheyrileg. — Sumir þingmenn hefðu eflaust gott af að heyra eigin ræður sínar í grammó- fóni; þá kæmi fram alt það, sem þing- skrifararnir sleppa úr og útgáfan yrði óendurskoðuð af höfundinum. Mundi sá spegill málsnildarinnar máske verða til þess, að þingmenn sætu fremur á sér og hlífðu áheyrendum framvegis við þeim tíðu ræðum manna, sem ekk- ert hafa að segja en tala samt. Það virðist næstum svo, að þing- menn álíti það skyldu sína að tala sem oftast og sem lengst. En það er mesti misskilningur að svo sé, og væri. ástæða til að leiðrétta hann með því að heita þingmönnum verðlaunum fyr- ir að tala sjaldan. Ef það er tilgang- ur ræðuhaldanna að hafa áhrif á’ at- kvæði manna, þá má benda á, að hon- um mundi miklu betur náð með því að tala við þá „óráðnu“ utan funda, enda mun tungugáfa margra þing- manna njóta sín betur í samtali en ræðum. Og sá siður, sem mjög er tíkaður hér á þingi, að menn standa upp hver á fætur öðrum til þess að „gera grein fyrir atkvæði sínu“ er óþarfur siður, sem tíðkast víst hvergi nema hér. Enda er auðsætt hvernig fara mundi ef slíkt væri tíðkað þar sem þingmenn skifta hundruðum. Geta alþingismennimir hæglega geymt sér þá „greinargerð“ þangað til á leiðar- þingunum heima í héraði hjá hátt- virtum kjósendum. Og Alþingistíðind- in verða engu ólæsilegri fyrir.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.