Ísafold - 18.04.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.04.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 3 ri'ynd, að of inikið hefir verið gefið íi! af seðlum. íslandsbanki befir lánað nibtmum seðla sína, og miljónir í seðlum hans hafa verið greiddar inn í bankann til greiðslna erlendis. En bankinn get- ur ekki int þessar greiðslur af hönd- um til réttra hlutaðeigenda, af því að hann getur ekki útvegað neitt fyrir seðla sína til greiðslna erlendis, nema með. því að selja þá með afföllum, er enginn veit hver verða kunna, en bankanum hefir verið forðað frá nú um stund með stjórnarráðstöfunum, reglugerðiuni um peningaviðskiftin við útlönd, frá 26. apríl 1920. Hyggur nú stjórnin að svo geti staðið um aldur og æfi, og að ekki komi að skuldadögum? Og hver verður þá afleiðingin fyrir bankann og verðgildi íslenzkrar krónu, er skuldunum, eins og gert hefir verið, hefir verið safnað fyrir og skyndi- lega þarf að bjóða fram íslenzkar krónur á peningamarkaðinum svo miljómun skiftir? Eins og stjórnin lagði jxmingamál iií fyrir þingið, ætlaðist. hún til að pépingaviðskiftahöftin út á við héld- Hijt, en inn á við væri haldið upp- teknum hæt.ti um seðlaútgáfuua með þeirri einui breytingu, að auk Is- landsbanka feng'i Landsbankinn einn- ig hlutdeild i seðlaútgáfunni. Með öðrnm’ orðum, stjórnin hafði það eitt til málanna að leggja, að halda þeim meinsemdum við, sem ieitt hafa af sér peningamálaástandið, sem nú er. Ráðstafanir stjórnarinnar um pen- ingaviðskiftahöftin við útlönd hafa nú leitt til þess, að stjóruir erlendra ríkja eru að sögn teknar að skerast í málið fvrir hönd þegna sinna, er skuldakröfur eiga hér á bindi. Væri uú ekki nær, í stað þess að styðja bankann þannig, að reyna að vexti af þíimnum og annan kostnað, svo að hjálp ríkisins sé því kostnaðar- lans með öllu; og ríkinu til tryggingar þessurn lánum sínum sat.ur bankinn því að veði skuldabréf, er hann hefir fyrir útlánum sínum, eða aðrar trygg- ingar, er gildar mega teljast. Slík hjálp ætti að vera áhættulaus fyrir ríkið, ef valdir menn eru látnir fara með málið fyrir ríkisins hönd. Spurningin um það hvort þessi leið sé framkvæmanleg eða ekki, veltur vitanlega á því hvort ísland hefir nægt lánstraust erlendis eða búið er að veikja það svo að þessi leið sé lokuð. En um það verður ekkert sagt af eða á að óreyndu. Hitt er aftur á móti víst, að ef nokkur von er um !án, þá er hún því meiri sem tilgang- urinn er ekki aðeins að flytja til j skuldir frá einum til annars, heldur: jafnframt að kippa peningamáluuum' í lag og búa svo um hnútana, að sama | ástandið og nú er á því sviði geti j ekki tekið sig upp aftur. En í því sambandi er það afar- áríðandi að alþihgi gæti hófs í öllurti fjárveitingum og gaugi svo frá fjár- iögunum, að komist. verði hjá tekju- haila, því að það er mjög mikilsvert, er tii lántökunnar kemur, að benda megi á, að fjárveitingarvaldið vilji af al- vöru beina öllum kröftum að því að rétta við hag lands og þjóðar og varð- veita fjárhagslegt sjálfstæði ríkisins. Eggert Briem frá Viðey. Kola-verkfallið. í einkaskeyti hingað hefir borist sú fregn, að járnbrauta- og flutninga- verkamenn í Englandi hafi ákveðið að ieggja niður vinnu. Hefst verkfall styðja hann á þann hátt, er honum má að gagni koma, og ekki fellir ís- lenzka peninga í verði? Eða hvað segja allir sparisjóðsinneigendur í landinu um það, að innieignir þeirra séu feldar í verði, til þess að styðja hankann ? Og hvað segir verka- manna-, verzluuarmanna-, og iðnaðar- manna- og embættismannastéttin um það, að verkalaun og launagreiðslur séu feldar í verði í sama skyni? „Hjælp til Selvhjælp", segja Daair, og er það ekki einmitt spakmæli sem hér á við? Eða er það ekki sæmilegra fyrir bankann að honum væri, ef kostur er, iijálpað til þess að bera sig sjálf- ur og standa á eigin fótum, í stað þess að veita honum bráðabirgðahjálp með nýjum heþmildum til tíðkaðrar seðlaútgáfu með þeim óumflýjanlegu afleiðingum er það hefir fyrir verð- gildi peninganna, verkalaun og launa- borganir og allar sparisjóðsinneignir landsmanna? Mín tillaga er, að þegar í stað sé gerð alvarleg tilraun til þess að fá ríkislán erlendis, eins og svo oft hefir verið minst á í blöðum og viðræðum manna. Ríkislánið á að nota til þess að hreinsa til á peningamálasviðinu, en á þann hátt að það sé áhættulaust fyrir ríkið. Hreinsunin á að vera fólgin í því fyrst og fremst, að lána íslandsbanka fé til þess að draga inn seðlana og tryggja þá takmörkuðu seðlaútgáfu, sem er skynsamleg 0g hagfræðislega forsvaranleg, eins og nauðsyn krefur. í öðru lagi er bankinn studdur með ríkisláni til þess að greiða þær er- lendar skuldir sínar, er mest kalla að, «ða standast nauðsynlegar yfirfærslur. Bankinn greiðir að sjálfsögðu fulla þeirra kl. 12 á þriðjudagskvöld(?). Stjórnin hefir kallað saman varaher- liðið. í öðru skeyti segir svo^ Kolaverk- fallið heldur áfram. Járnbrauta- og flutningaverkamenn hafa lýst yfir þjóðarverkfalli, sem hefjast skal á þriðjudagsmorgun(?). Landherinm sjóherinn og loftherinn hefir verið kvacldur til starfa. Enska uErkJalliB. Blaðaskeyti hafa engin borist hing- að síðan í fyrradag. En einkaskeyti hafa ýmsum borist frá Englandi um horfurnar þar. Og hafa þær stórversn- að. Enskum manni, sem staddur er hér í bænum, barst skeyti um það í fyrra- dag, að samningar héldu áfram, járn- brautarverkamenn hefðu frestað verk- fallinu, en horfurnar væri mjög ó- vissar. En í gær barst Eimskipafélagi ís- lnnds skeyti nm að samningarnir milli kolanema og stjórnarinnar hafi farið ús um þúfnr og járnbrauta- og flutn- ingaverkamenn ætli að hefja verkfall sitt í kveld. Erl. símfregnir frá fréttaritara Isafoldar. Khöfn 9. apri Frakkar og Versala-samning Prá París er símað, að frö og amerískum stjórnmálam komi saman um það, að ýmsi: úar séu á Versala-friðarsamninj — Franski stjórnmálamaðurinn Vivi- ani, fyrrum forsætisráðherra, sem nú er staddur í Washington í þeim er- indum, að semja um skuldir Frakka, hefir lýst því þar vfir, að Frakkar muni segja sig úr pjóðabandalaginu, ef fransk-pólski sáttmálinn verði ekki viðurkendur. Ensku verkföllin. Frá London er símað, að járnbraut- armenn og flutningamenn hafi ákveð- ið að gera verkfall til stuðnings kröf- um námamanna. í einka-símskeyti, meðteknu frá Edinborg í gær er sagt, að breska stjórnin og verkfallsmenn hafi fund með sér, og að horfur séu vænlegri ril samkomulags. í öðru einkaskeyti, sem hingað barst í fyrrakveld frá Englandi, er sagt frá á líka leið. Stendur þar að Lloyd (leorge hafi komið fram með uppá- stungu til samkomulags og þyki eigi vonlaust um að hún muni leiða til friðár. Khöfn 11. apríl. Frá verkfallinu. Foringjar verkamanna hafa samþykt að taka við samningatillögum Lloyd Georges og yfirvega þær. Þýzka keisaradrotningin látin. Agústa Victoria, drotning Vilhjálms keisara, andaðist í morgun í Doorn, hústað keisarans í Hollandi. Hrakfarir Grikkja. Símfregn frá Aþenu segir Grikki hafa mist yfir 4000 manna í Litlu- Asíu. Tollur á norskum fiski. Vinstrimenn á þingi Norðmanna leggja til, að ríkissjóður greiði toll þann, sem Spánarstjórn leggur á norsk an saltfisk. Sjálfsmorð. Max Ballin, framkvæmdarstjóri réð sér bana með skammbyssuskoti í gær. (Hans verður nánar getið hér í blað- inu). Khöfn 12. apríl. Frá verkfallinu. Símað er frá London: Sjálfboða- liðar hafa tekist á hendur að dæla vatni úr kolanámunum. Stjórnin hefir lofað að styrkja námumenn, þar sem þeir eiga erfiðast uppdráttar, en að eins um stundarsakir. Ný tilboð frá pjóðverjum. Símað er frá París, að Simons hafi skýrt fréttaritara blaðsins Matin svo frá, að Þjóðverjar mundu bráð- um leggja fram nýjar tillögur um skuldagreiðslur sínar. Stjórnarskifti í Prússlandi. Símað er frá Berlín, að Stegerwald, miðflokksmaður, sé orðinn stjórnar- formaður í Prússlandi. Fylgja hon- um 326 þingmenn af 388. Jarðarför keisaradrotningarinnar Keisaradrotningin verður jarðsett í Potsdam á sunnudaginn. i Póstmálaþing Norðurlanda hefst hér (Kaupmannahöfn) í dag. Jón Krabbe er þar af íslands hálfu. segja að hann hafi verið einkenni- iega fjölbreytt persóna, með skarpar og víðtækar gáfur. Er svo sagt, að I norska blaðinu „Aftenposteu'‘ eru höfð ýms ummæli uiu Island og Is- lendinga eftir konu einni að nafni Elisa Ulvig, sem ferðast hefir hér á landi. Bera þau með sér mikinn vin- arhug hennar til lands og þjóðar, en ekki er frásögn hennar alskostar rétt, þó þær missagnir skifti ekki mjög miklu máli. E. Ulvig er ákaflega lirifin af land- inu og undrast mest þrótt landsmanna, að hafa haldið tungu sinni þjóðerni og gamalli menningu þrátt fyrir allar þær eldraunir, sem gengið hafi yfir landið. A einuni afskektum stað hér segir hún að íbúarnir séu eins í siðum og háttum, hugsunarhætti og lyndisein- kunnum, máli og mcnningu allri eins og í Noregi fyrir 5—690 árnm!! Og þessi staður sé Múlasýsla. A einum stað hehlur hún því fram | að af nútið Islands sé hægt að byggja | upp horfua siði og menningu Nórð- | manna. En það verði að snúa sér að I slíku strax að safna öllum sögum .ug i æfmtýrum, þvi nú eigi að fara að i virkja fossana i.ér og þá hverfi öll ! gamla menningin og landið verði I ,internaáonaliseret“ ! Ilún telur skógleysið hér hafa mót- að menninguna skýrast. Af því hafi komið eldsneytlslevsið og jafnframt ofnisleysi til bygginga. Húsin hafi því orðið að vera úr torfi og aldrei hituð, því til þess hafi ekki verið eldsneyti. Og þannig sé það enn þann dag í dag. Eldhúsið sé eini staðurinn í öllum bænum þar sem nokkur hiti sé. Og í hörðum vetrum sveríi kuld- im svo að, að úeimilisfólkið verði að leita skjóls í rú,-'iunum. pví aðdáunarverðari sé sá andlegi þroski og líf sem landsmenn hafi. Yngri bókmentirnar beri ljósastan vott um þetta. Nöfn þeirra Jóh. Sig- urjónssonar, Gunnars Gunnaissonar og Guðm. Kambans séu nú kunn um öli Norðurlönd og víðar. En þó segir hún að sumir hinir íslensku rithöfundarnir muni gefa sannari og ljósari mynd af landi og fólki, einmitt vegna þess, að þtíii’ 'iafi eki' orðið fvrir áhr'.fum af erlendri menningu. Og það séu einkaiJega þeir Guðm. Friðjónxs.m, Einar Kvaran, Jón Trausti og Jónas Jónasson. peir séu allir bændasynir, sem liafi verið í Reykjavík en lifi nú í sveit! Vitanlega sé ekki um mikla viðburði að ræða í sögum þeirra. Og ekki geti þarna verið að ræða um langar sögur með mörgum persónum. En undir niðri vaki þungar ástríður, sem brjótist fram öðru hvoru. Og hugarflugið sé merkilegt og náttúru- lýsingar ágætar En það sé mein, að engin af sögum þessara höfunda séu þýddar á erlendar tungur! Eins og sést á sumu þessu, er E. Ulvig ekki gagnkunnug öllu hér, því að ýmsar missagnir slæðast með, sem henni hefði verið í lófa lagið að vita. enginn af samtíðarþjóðhöfðingjum hans, að undanteknum Abdul Hamid, hafi verið annar eins gáfumaður. — Hann var skáld og stjórnmálamaður, hermaður og fursti, og þar að auki slyngasti verslunarmaður. Og segja þeir, sem leiddu hesta sína móti hon- um, að hann hafi verið hinn uppá- fyndingasamasti og reyndasti í alls- konar brellum. t daglegri umgegni var hann hrein- skilinn og svo blátt áfram, sem frek- ust varð á kosið. En þó hafði hann sérstakt lag á því að leyna hugsun- um sínum og áformum, þegar honum hentaði það. En sem þjóðhöfðutgi var iiann ráðríkur og strangari en nokkur einvaldsherra. Starfsmaður þo'.ti haim rneð afbrigðum. Hann setti lög, orti Ijóð, dæmdi mál — alt á sama degi. Merkilega géfu hafði hann til þoss að laga sig eftir umhverfinu. Með Svartfjallalands bændunum var hann sannkallaður bóndi, með erlendum þjóðhöfðingjum furstalegur og prúð- ur. Ovinir hans kvörtuðu oft undan óbilgirni hans og stefnufestu. Og hann var harður í horn að taka. Enginn dirfðist að inögla, þegar hann ákvað eitthvað. Eitt sinn komst hann að því, að fjórir ráðherrar hans vildu steypa honum frá völdum. pá lét hann hik- laust setja þá í fangelsi Podgoritzt, og urðu þeir að bera hlekki á höndum og fótum. En þó var stjórnmálamönnum hans ottast vel við hann. Hann var þannig í framgöngu, að hann vann menn fljótt. Hann var risavaxinn, herða- breiður, raddmikill og hló hátt, og þegar hann tók þétt og fast í hönd manna, var hann þegar búinn að vinna þá. Sagt er að mörgum kon- um í Vestur-Evrópu hafi hitnað um hjartarætur í návist hans. Einmitt af þessum ástæðum, af hinu ákveðna og stórbrotna í eðli hans, var hann virtur af þjóð sinnL Hún leit á hann sem hinn djarfa fyrir liða sinna. Ástsæld hans var líka mikið að þakka skáldskap hans. Dásamaði hann oft í skáldskap sínum ættjarð- arást Svartfellinga, þó einkum í eiun leikriti sínu, sem grundvallaði skáld- frægð hans. Nikita konungur var í tengdum við ýmsa fursta þýzka og rússneska. Var sonur hans kvongaður þýzkri prins- essu og tvær dætur hans giftar rúss- neskum furstum, og sii þriðja giftist i 1896 Viktor Emanúel, þáverandi krón- prins Ítalíu. Sagði Nikita konungur 1 eitt sinn í spaugi, að dætur sínar væru eina útflutningsvara Svartfjalla- lands. i III u F.vrir skömmu fluttu erlend skeyti þá fregn, að Nikita konungur í Svart- fjallalandi væri látinn. Er þar dauður mjög merkilegur maður og þjóðhöfðingi, sem dró að sór athygli allrar Evrópu, meðan hann var á besta aldri og barðist með her sínum fyrir frelsi og sjálfstæði Svart- fjallalands. Þeir sem kyntust Nikita konungi, Maður að nafni Gerhard Schelderup hefir ritað merkilega grein með þess- ; ari fyrirsögn í norska blaðið „Aften- posten“. Og af því að nú er ekki um ; annað meira rætt víðsvegar um heim- ! inn, en hin „dularfullu fyrirbrigði“, þá er greinin þýdd hér lauslega fyrir lesendur blaðsins. Gerhard Scheldertlp skrifar: Áður en eg segi frá nokkru þrí, sem hent hefir mig persónulega, og eg get ekki skýrt — minsta kosti ekki á núverandi stigi vísindanna — ! verð eg að taka það skýrt fram, að eg hefi aldrei haft neina trú á spirit- ismanum og lífskoðun hans. Eg heff

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.