Ísafold - 25.04.1921, Síða 1

Ísafold - 25.04.1921, Síða 1
Á alþingi 1919 var samþykt þings- ílyktunartill. um að skora á núverándi stjórn, að hlutast til um að komið ▼erði á fót sérstakri lánsstofnun fyxir landbúnaðinn, sem g®ti veitt bændum hagkvæmari lán til búnaðarbóta en nú væri kostur á. Stjórnin réði þá carnl. jur. Böðvar Bjarkan til þess að fara utaji, kynna sér málið og undir- Ma það. í erindisbréfi hans fól stjórn- in honum að kynna sér fyrirkomulag fasteignalánsstofnana og var því verk- efni hans þar nokkuð víðtækara, en þingsál.till. frá 1919 ætlaðist til. Bn stjórnin áleit, að slík lán væri hag- feldari fyrir landbúnaðinn. Ennfrem- ur vék stjórnin frá þingsál.till. að því leyti, að hún vildi ekki að órannsök- nðu máli rígbinda lánin við landbún- aðinn einan. Böðvar Bjarkan hefir svo lagt fyrir þetta þing frv. til laga um stofnun Ríkisveðbanka íslands. Samkvæmt þessu frv. er tilgangur bankans í fáum orðum þessi: 1) að veita lán, trygð með veði í fasteign- um á íslandi. 2) að veita lán, trygð með ábyrgð bæja-, sýslu-, eða sveitar- félaga. 3) að veita lán til löggiltra félaga fasteignaeigenda. 4) að veita lán eða kaupa skuldabréf, trygð með veði í fasteign, og auk þess með fullri ábyrgð ríkisins. 5) að gefa út og eelja bankavaxtabréf fyrir þeim fjárhæð- um, er bankinn ver til útlána. — Bankinn tekur við allri stjórn veð- deildar Landsbanka íslands óg ríkis- sjóður leggur honum til stofnfé, að upphæð 3 milj. króna, þannig: úr ræktunarsjóði íslands 1 miljón, úr kirkjujarðasjóði 1 miljón og úr við- lagasjóði 1 miljón. Bankinn er undan- þeginn öllum sköttum. Nánar skal svo ekki farið út í frum varpið hér. Stjórninni vanst ekki tími til að flytja frumvarpið og fór hún fram á það við peningamálanefnd að hún tæki málið að sér. Þegar við 1. umr. kom það í Ijós, að nefndin væri ekki með öllu sammála um frv. og nú við 2. umr. hefir komið fram sérstakt nefndarálit frá minni hluta nefndar- innar (J. A. J. og P. p.) þar sem deildinni er ráðið frá því að samþ. frumv. Ástæður þær, er minni hlutinn færir fyrir þessari tillögu sinni eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er sú, að frv. víki meira en góðu hófi gegn- ir frá þingsályktunartill. frá 1919, þar sem ætlast var til, að stofnunin ætti að vera eingöngu til þess að styrkja jg,ndbúnaðinn, en síðari ástfflð- aa er sú, að til bankans er stofnað á mjög óhentugum tíma, þar sem lítið útlit sé fyrir því að nokkur markaður verði fyrir verðbréf bankans. Einnig hafa við þessa umr. komið fram hreytingatillögur, þar á meðal 11 frá J. Þorl. Aðalbreytingartill. hans er sú, að við bankann skuli stofna sérstaka deiia, er nefnist Jarð- ræktardeild Ríkisveðbanka íslands, og er tilgangur þeirrar deildar að veita sérstök lán til jarðræktar. Frá Eiríki Einarssyni og porst. Jónssyni kom fram breyttill. um að jarðræktarlán skyldu sitja fyrir, ef fé'bankans væri svo takmarkað, að hann gæti ekki sint öllum fjárbeiðnum. Við þessa brtill. kom fram önnur brtill. fr. St. St. og G.. Sig., sem er líks efnis og hin fyrri, að eins nokkuð víðtækari, þar sem ákveðið er að landbúnaðarlán séu lát- in sitja fyrir öðrum lánum. Þetta mál var svo til umræðu í deildinni 15. og 16. þessa mán. og var allmikið um það deilt. Aðalmótstaðan gegn frv. virtist vera sú, að það væri bygt á nokkuð öðrum grundveffl en þingsályktunartillagan frá 1919 gerði ráð fyrir, þar sem lán mætti fá í bankanum til fyrirtækja, sem ekki snertu landbúnaðinn að neinu leyti. En úr þw virðist bætt með breytingar- tillögum þeirra St. St. og G. Sig. Til máls tóku auk framsögumanna meiri og minni hlutans (Jak. M. og J. A. J.), J. Þorl., Eir. Ein., fjármálaráðh., G. Sig., atvinnumálaráðh., P. p., St. St. Aðalbreyttill. Jóns Þorlákssonar var feld með 17 : 6 atkv. Brtill. G. Sig. og St. St. var samþykt með 20 :3 atkv. Frumvarpið með nokkrum smá- breytingum var samþykt og því vísað til 3. umr. með 20 :3 atkv. -------0--------- Bagnsemi kanungdáms L Mjög illa er mér við, er eg sé nokk- uð ritað eins og íslendingar væru ekki konunghollir, eða gokkuð af eftirtölu- tagi, þó að svo setn tvö hundruð þús- und krónum væri varið til að fagna konungi. Það má fagna konungi með kurteisi og prýði, alveg án skriðsemi. Og að miklu gagni getur það orðið oss, að konungur vor er höfðingi einnig yfir Danmörku. Hið íslenska ríki er févana mjög, og horfur hörmulegar. Er nú ekki urn annað meira rætt, en spara þurfi, og er slíkt ilt að vita, þar sem flest er hér ógert, sem gera þarf og gera má, með styrk fjár. Er það fyrirsjáanlegt, að landbúnaði verður ekki haldið uppi hér, án niðurníðslu fyrir þá sem :ið honum starfa, nema stórvirki séu unnin honum til stuðnings. Og er þó fleira sem gera þarf. pað mun skifta miljónum króna, eigi allfáum, sem vér þurfum að geta varið á nokkrum næstu árum fram yfir væntanlegar tekjur landssjóðs til samgöngubóta og annara bjargráða, ef duga skal. Og er vér gætum þess, með hve miklu meiri framgangi en áður hefir verið starfað að fiskiveiðum, síðan sjávar- útvegurinn tók jyunndrögu, gufuvél og mótor í sína þjónustu, þá virðist öll ástæða til að ætla, að líkt mundi fara um fleira, þegar aðstaða væri bætt. Og í Danmörku getum vér fengið fé, það sem til þess þarf. Þar getur það orðið oss að því liði sem duga mundi, að konungur fslands er einnig konungur yfir slíku auðlandi og hagsældar sem Danmörk er. Fram- för væri það fyrir ísland eigi alllítil, ef samgöngur hér innanlands væru ekki nema svo sem tíu sinnum verri en er í Danmörku. Svo mikill er mun- urinn á aðstöðu Dana og fslendinga í þessu efni. Og eftir þessu er margt annað. v H. Dönum væri það leikur einn, og þó að ekki væri nema nokkrir þeirra sem auðugastir eru, að lána íslendingum fé það er þeir þurfa til að koma undir sig fótunum, og lána þeim það vaxta- lau.J, fyrst um sinn. Og það er eigi einungis íslendinga vegna sem eg vildi að þessu yrði framgengt, heldur einn- ig Dana sjálfra. Lítið á sögu Dan- merkur og þið munuð fljótt skilja, hvers yegna mér virðast nokkrar líkur til að það mundi verða dönsku þjóð- inni giftusamlegt, að reynast íslend- ingum vel. Og það mundi duga ef kon- ungur hefði ábuga á þessu máli. Er konungur svo mikils metinn þar í Danmörku, af öllum þeim sem fjáð- astir eru og fésælastir, að honum væri það innan handar að fá þessu framgengt. Mundi ekki annars þurfa, en konungur lýsti það vilja sinn að svo væri gert sem hér er til lagt. Munu þeir menn vera, sem fésterkir eru, og ekki væri á móti skapi sá vegsauki, sem Líklegt er að leiða mundi af því að taka vel undir mái konungs. Ber eg gott traust til kon- ungs um íslandsmál. Hygg eg að Kristján konungur sé göfugmenni mikið, eins og hann á ætt til, og fleira gefið sem konung prýðir, en hæð um- fram aðra menn. Hygg eg að honum muni verða mikill hugur á að sagan geti hans sem hins besta konungs er yfir ísiendingum hafi verið, þeirri þjóð, er konunglegast er ættuð, og svo lengi hefir við ómakiegar ástæður lifað, en látið þó mikið gott af sér leiða fyrir öll Norðttrlönd. Mun hér einskis þurfa annars en þess, að þeir Islendingar, sem konungs eyra hafa, noti með góðri greind og hollum huga til sinnar þjóðar, áheyrn þá sem þeim er veitt. Helgi Pjeturss ---------e------- Engin stétt getur þrifist í iandinu án samúðar og samvinnu við aðrar stéttir. pví má heldur eigi vænta þess að sú stétt sem er vanvirt og misskilin af þeim sem ráðandi eru, komi þjóð- félagsheildinni að fullum notum. Þótt íslenska ríkið sé fámennasta og afskektasta konungsríkið, þá verð- ur þó þjóðfélagsskipunin að lúta líkum lögum sem annarstaðar. pjóðin verð- ur að skifta með sér verkum eftix landsháttum og atvinnugreinum og hún þarf eigi síður en aðrar þjóðir að eiga öfluga og ötula verslunar- stétt, er vinni í nánu sambandi við framieiðsluna í landinu, iðnað og sigl- ingar, annist sölu afurðanna og að- drætti þeirra útlendu vara er þjóðin þarfnast. Efnalegt sjálfstæði þjóðar- innar og álit út á við er mikið undir því komið hvernig þessi stétt vinnur hlutverk sitt. Allar þjóðir keppast við að stySjj þessa stétt. pær verja ógrynni til mentunar, samgangna, ferðalaga, leiðbeininga, sýninga, tilrauna o. s. frv og fórna lífi og limum vegna versl- unarinnar, ef því er að skifta. Aðstaða vor íslendinga í verslun er að ýmsu leyti sérstök. Hún er erfið vegna þess hve landið er af- skekt, málið einstakt og framleiðslu- vörurnar ófullkomnar í ýmsum grein- um og óhagstæð vegna fátæktar, fólksfæðar strjálbygðar og ógreiðra samgangna. En úr þessum erfiðleikum má mikið draga eða jafnvel yfirstíga þá að mestu, ef þjóðin sér sjálf hvað það gildir að styðja verslunarstéttina í viðleitni hennar. Fyrst og fremst verður þjóðin að sjá hvaða þýðingu það hefir að við- skiftin við aðrar þjóðir séu henni sem hagkvæmust. Yér megum ekki við því að kaupa vörur sem fluttar hafa verið land úr landi, og gengið hafa í gegn um margar hendur, heldur verður að keppa að því að kaupa frá fram- leiðslulöndunum. Eins verður að selja afurðirnar til þeirra landa sem nota þær og greiða hæst verð fyrir þær, jafnframt sem kept er að þvi að gera þær þannig úr garði að þær nái áliti og sem hæstu verði. Lítið hundraðs- gjald sem þjóðinni vinst með hag- kvæmari erlendum viðskiftum munar hana miklu, vegna þess hve útlendu viðskiftin eru mikil eftir fólksfjölda. pví bctur sem verslunarstéttinni tekst í þessu efni, því ódýrara verður að lifa £ landinu og meiri velmegun meðal þjóðarinnar. Um þetta verða eigi skiftar skoð- anir heldur frekar um það hvernig tilganginum verði best náð. Til skams tíma átti íslenska þjóðin enga verslunarstétt. Danskir kaup- menn önnnðust verslunina. Þeir fluttu útlendu vörurnar til landsins og keyptu fyrir þær íslensku afurðirnar. peir réðu verðlagi á báða bóga og liöfðu þá auðvitað allan veg og vanda af versluninni. Nú er sjálfstæðistilfinningin orðin svo rík hjá þjóðinni og hugsunar- hátturinn breyttur að enginn óskar þess fyrirkomulags lengur, enda er nú smásöluverslunin í landinu öll að kalla komin í hendur innlendra kaupmanna og kaupfélaga, dálítill vísir myndaður til heildsölu og ráð á nokkrum skipum til vöruflutninga. En þetta er aðeins spor í áttina. Menn mega ekki ætla að verslunin sé þar með orðin aiinn- lend, að landið eða landsmenn njóti alls þess hagnaðar er verslunin geti veitt og að verslunarstéttin hafi náð þeim þroska sem þjóðfélaginu er nauð- synlegur. Því fer f jarri. Verslunin. er ennþá að mestu leyti í gamla farvegin- um. Erlendir umboðsmenn og heild- salar, sérstaklega danskir, lifa ennþá á því að lána íslenskum kaupmönnum og kaupfélögum útlendar vörur og taka íslensku afurðina til umboðssölu. Á þennan hátt fara íslendingar á mis við þann ágóða sem fæst við það að kaupa vörur í stórum stíl frá fram- leiðendum og flytja þær til lancsins á hagkvæmastan hátt. Sömuleiði3 b:xa þeir tjón við það að afurðirnar hrekj- ast oft með miklum kostnaði land úr landi og verða fyrir rýrnun og skemd- um áður en þær komast í hendnr not- endanna. pær hafa eigi (máske að fiski undanskildum) unnið það álit, og eru að ýmsu leyti eigi svo tilreidd- ar, að þær sé mjög eftirsóttar og var- anlegur markaður sé fyrir þær í land- inu. Meðan svo er eigi þurfa íslend- ingar sjálfir að leita út um lönd að heppilegum kaupendum, fylgja vörun- um eftir og gefa framleiðendunum leiðbeiningar um endurbætur. Það ætti að vera hlutverk fyrir áhuga- sama íslenska verslunarmenn að setj- ast að í helstu verslunarborgum ná- grannalandanna til þess að greiða fyr- ir íslenskri verslun, sérstaklega að því er snertir sölu afurðanna. Verslunarstéttinni verður þó eigi með róttu ámælt fyrir það að hún hafi legið á liði sínu eða sýnt áhuga- leysi í því að beina viðskiftunum inn á nýjar og betri brautir, hana hefir frekar vantað kraft eða fjármagn og samúð samvinnuþjóðarinnar til þess að ná betri árangri. Hún byrjaði með „tvær hendur tómar“, en hefir þó, eins og áður er á vikið, náð góðum tökum á smáversluninni og komið á fót heildverslunum. Hún hefir ráð á húsum, fólki og öllum verslunartækj- um til þess að annast alla verslun landsins. Hún hefir ennfremur með fjárframlögum og vinnu einstakra manna stutt veislunaxskólann í Reykja vík og algerlega kostað skrifstofu Verslunarráðsins. Fái því verslunar- stéttin að njóta sín í frjálsri sam- keppni án þess að löggjafarvaldið bregði fótum fyrir hana er ástæða til þess að ætla að hún muni ínnan fárra ára verða svo efnalega sjálfstfflð, að hún geti unnið þjóðfélaginu ti'l- ætlað gagn. En nú er sem þjóðin standi á krosa- götum og efist um hvaða stefnu skuli taka í verslunarmálunum. Um fjórar aðalstefnur er talað. Frjáls verslun verslunarstéttarinnar. Sameignarverslun kaupfélaga. Landsverslun hliðstæð kaupfélögum og kaupmönnum. Einkasala rikisins. prjár leiðirnar hafa aliar verið reyndar undanfarin ár og nú mun einkasöluhugmyndin vera efst á baugL Eg vil ekki saka ráðandi menn þjóð- arinnar um stefnuleysi í þessu efni, en mér dylst ekki að það er þjóðar- ógæfa að menn eiga eigi samleið í verslunarmálum, eins og háttum er hagað á íslandi, sérstaklega á þessum erfiðu yfirstandandi tímum. Eins og kunnugt er hefir á seinni árum verið unnið með áhuga að því að ófrægja versluna,rstéttina í augum bændastéttarinnar í þeim tilgangi að greiða kaupfélögum veg. Úr annari átt hefir kveðið við sama tón í eym verkalýðsins í lítið göfugri tilgangp, en með meiri ofsjónum yfir velgengi stéttarinnar. Eg vil þó ekki tileinka þjóðinni þær einstöku raddir, sem í sérstöku augnamiði niðra verslunar- stéttinni, og vilja hana feiga, en heimta kaupfélög og landsverslun. — Hins vegar er að sjá að ýmsir ráð- andi menn hafi orðið fyrir áhrifum úr þessum áttum, svo lítillar samúðar eða mikils misskilnings gætir þegar ræða er nm verslun landsins. Það virðist næstum að ýmsir álíti

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.