Ísafold - 02.05.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.05.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 3 gömlu hlutihala verða að bera það tap sem kann að leiða aí fram- kvæmdum núverandi bankastjórn- ar og hinum erfiðu tiímum. Það, að ríkisstjórnin tekur að sér yfir- ’stjórn bankans um leið og hann er styrktur fjárhagslega, mundi auka traustið innanlands og utan og bæta ástandið í lieild sinni. Auð- vitað verður þingið fyrst að kom- ást að raun um að kringumstæð- ur bankans séu þannig að heilbrigt og leyfilegt sé að hjálpa honum á þennan hátt. Vér verður allir að láta garnlan pólitiskan flokkadrátt víkja og reyna að bæta úr mis- tÖkum' fortíðarinnar, vér verðum að læra af því, sem á undan er gengið og vinna að l>ví að skapa örugjgan grundvöll fyrir góðri samvinnu milli bankanna til heilla fyrir þjóðfélagið. I Hér enda ])á ummæli Kaaber. En áður en vér komuin að viðtal- inu við Tofte viljum vér fára nokkrum orðum, til skýringar, um frumvörpin um seðlaútgáfúrétitinn. Frumvarp það til laga um seðla- útgáfurétt, sem stjórnin lagði fyr- ir Alþingi í byrjun þessa þings og verið hefir til meðferðar hjá samvinnunefnd deildanna í pen- ingamáJum, gerði ráð fyrir því, að ríkissjóður lánaði Landsbank- nnum 3 miljónir króna í eeðlum, en íslandsbanki gæfi út það, sem umfram þyrfti til þess að full- nægja viðskiftaþörfinni. Seðlar ríkisstjómarinnar (Landsbankans) áttiu ekki að vera gulltrygðir, held ur átti að fara um þá eins og þær 750 þús. kr., sem Landsbaukinn hefir nú, og Landsbankinn að greiða ríkissjóði 2% ársgjald af iþeim. íslandsbanki átti að draga inn seðla sína smátt og smátt á tiímabilinu 1923 til 1933 og Lands- bankinn jafnframt að taka við seðlaútgáfunni, eftir því sem hún losnaði. íslandsbanki átti jafn- framt að . salja Landsbankanum ineð nafnverði gull það, sem losn- aði úr tryggingarsjóði hans við j?að að bankinn minkaði seðlaút- gáfuna. Gjaldákvæði íslandsbanka til ríkissjóðs áttu að haldast ó- ibreytt og bankanum átti að leyfast að auka hlutafé sitt um 100%. Peningamálanefndin hefir eigi getað léð þessu frumvarpi fylgi sitt. í stað þese eru komin fram 2 ný frumvörp. Annað í neðri •deild frá Jakob Möller og P. Þórð- arsyni um að veita íslandsbanka leyfi til útgáfu 5 miljön króna í seðlum til 1. maí 1922 og ef þörf krefur 2 miljón kr. að auki, trygð með 50% málmforða og gegu 2% gjaldi til ríkissjóðs. Fyrstu 5 miljónirnar áttu að tryggjast samkvæmt lögum 10. nóv. 1905, 6. gr. Ef þ(irf gerðist til meiri seðla- utgáfu mátti veita bankanum frek- ara útgáfuleyfi, án málmtrygg- ingar, en afgjald af þeim seðlum átti að vera: af næstu 2 milj. fram yfir 7 miljónir jafnt lægstu þjóð- bankavöxtum á Norðurlöndum, af næstu 2 miljónum fram yfir 9 milj. jafnhátt gjald eins og útlánsvextir bankans sjálfs eru og 1% umfram af hærri upphæðum. — Hitt frum- varpið er frá 8 mönnum í efri •deild. Samkvæmt því á hankinn að gefa út alla seðla aðra en % miljón Landsbankans til ársloka 1924 dfe má hann þó eigi hafa meira en 5 miljónir kr. úti í seðl- um 31. des. 1924, nema stjómar- ráðið telji brýna ástæðu til og leyfi það. Á árunum 1925—33 á bankinn að draga inn seðla sína og felJur seðlaútgáfan þá jafn- tframt í hetodur ríkissjóðs. Skal fyrir 1. júuí 1924 ákveðið með lög- um hversu haga skuli seðlaútgáf- unni framvegis. íslaudsbanka skal skylt að selja ríkissjóði það af gullforða sínum með nafnverði er hann þarf eigi á að halda til tryggingar seðlum sínum. Gjald hanknns fyrir seðl»útgáfuna er af fyrstu 6 mil. krónum sama gjald og bankiim greiðir nú, af sjöundu miljóninni 1% aukagjald fyrir 'þann hlutann sem ómálmtrygður er (62,5%) og fullir forvextir hankans af því sem fram yfir er 7 miljðnir og' ómálmtrygt. Bank- inn á að auka. hlutafé sitt utn 10Q,%'; og leggur ríkissjóður l’ram þarm hlutafjárauka. Kaupverð þessara hlutabréfa á að vera á- kveðið af nefnd, sem skipuð er: 2 mönnum skipuðum af alþingi, 2 skipuðum af hluthöfum bankans og oddamanna skiþuðum af hæsta- rétti. Meðan ríkissjóður ber á- byrgð á skuldbindingum fvrir bankann á hann að vera háður nákvæmu eftirliti tveggja eudur- skoðenda, sem alþíngi skipar. — Þetta eru hin helstu atriði frnm- varpsins. — Þá hefst hér viðtalið við Tofte og var það aðallega um þessi áð- urnefndu frumvörp og um álit hans á því hvort frv. hann telji vænlegra til þess- að koma fjár- hagsmálunum í viðunanlegt horf aftur. — Eg tel frumvarp hinna 8 í efri deild heppilegra, svarar banka- stjórinn. Frumvarpið í neðri deilu er eingöngu til bráðabyrgða, til eins árs. Nii álít eg það óbjá- kvæmilegt skilyrði, að málum bankans sé þannig skipað, að tjaldað sé til meira en einnar nætur, og að eigi þurfi að byrja á nýjan leik þegar á næsta þingi. Til þess að bankinn geti starfað þarf að komast fast skipulag á seðl aútgáf uréttarmál ið. — Meðan bankinn á að búa við þá óvissu sem verið hefir, má teljast ókleift að fá lán erlendis. Síðastliðin ár hafa útgáfuheimildir bankans verið óvissar frá ári til árs, og Iþað eitt út af fyrir sig hefir gert starfsgrundvöll hans slæman. Var- ■anlegt skipulag á seðlaútgáfunni er ómissandi, og hvað það snertir er frumvarpið til mikilla bóta. — Álátið þjer að rakni úr yfir- standandi kreppu, ef frumvarp þetta verður að lögum? — Já, eg álít, að undir eins og seðlamálinu er ráðið til lykta og hlutafjáraukning sú, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir er komið í kring, þá muni hagur bankans styrkjast svo, íið honum verði kleyft að fá lán þau, er viðskiftin þarfnast. Ríkis- sjóður verður samkvæmt frumvarp- inu eigandi að bankanum að hálfu og það eykur traust hans bæði inn á við og út á við. Bankinn verður þá um leið innlend stofnun, svo síður þarf að óttast ofsóknir þær, sem bankinn nú verður fyrir af hálfu smra, og sprottnar munu að mestu leyti af því, að útlendingar eiga mikið hlutafé í bankanum. — Hinisvegar álít eg að frumvarp þetta hafi ýmsa galla. Þar til nefni eg 4. grein, liðina b. og e. í frv. um auka- gjald af 62.5% af seðlum (ómálm- trygðu seðlunum) og fult forvaxta- gjald af 62.5% af þeim seðlum sem uinfram eru 7 miljón kr. Mér virðist auðsætt að lientugra væri að ákveða, ac gjaldið greiddist að eins af þeim hluta seðlanna sem ómálmtrygðir éru, því það mundi vera bankanum hvatning til þess að liafa málmforð- ann svo mikinn, sem unt væri, meiri ■ cii hin lögákveðnu 37.5%. Ennfrem- ■ ur tel eg ákvæði 5. greinar ekki full- múgjandi. Virðist inér hentugra, að ríkið héfði einnig heimild til að kauþa eldri hluti af þeim sem selja ivildu, við verði því, sem ákveðið ! verður. i — Kaaber Landsbankastjóri segir að íslandsbanki hafi verið rekinn sem útibú frá Privatbauken. Er það rétt? — Nei, gjörsamlega rangt. íslands hanki hefir ætíð verið rekin sem i • , sjálfstæð stofmm, án allrar íhlutun- |ar frá Privafbanken, sem aldrei hef- ir reynt að ráða gjörðum Tslands ibanka á einn eða annan hátt. Þessi | fullyi'ðing er þvt algjörlega gripin lúr lausú íofti. i — Hversu er því háttað, sem hankastjórinn segir iim greiðslur fslamlsbanka til Privathankeu. að h&nn hafi setið fyrir og Islands- hanki liafi greitt honum 9 miljón krónur árið 1920. . — Það er rétt að íslandsbanki liefir greitt bankanum þetta fé. En ástæðan er sú, að fé þetta var feng- ið að láni hjá Privatbanken með því skilyrði, að það skyldi endurgreið- ast með andvirði vöru héðan, jafn- óðum og hún seldist. Og skilyrði til þess að banki haldi trausti sínn er' það að hann haldi gefin loforð. — Kaaber bankastjóri telur ennfremur sjálfsagt, að þingið skipi fasta eftir- litsttefnd með 1 slandsbanka, en við því er það að segja, að þingið hefir haft á undanförnum árum og hefir enh fjóra trúnaðarmenn sína í stjórn bankans, svo þessi yfirnefnd mundi því máske eiga að hafa yfir-; umsjón með þeirn. — Eitt blaðið hér í bænum hefir borið bankanum það á brýn, y að hann eigi sökina á fjárhagsvandræð- um' þeim er verið hafa hér síðastaár. — Jú, íslandsbanki hefir fengið sitt hvað að heyra af því tæinu. Eg skal ekki leitast við að svara jafn rcikilli fásinnu. En eg skal að eins benda á það,a.ð á árinu l.júlí 1.918til jafnlengdar 1919 var góðæri í ís- lenzkum atvinnuvegum og innflutt-1 íu vörur voru minni en útfluttar að j verði. En næsta ár var útflutta var-: an að eins þriðjungur móti inn-1 fluttri. Hýgg eg flest.ir geti skilið j af þessu, að rætur kreppunnar séu | ekki hjá banka.num heldur stafi ann- * arstaðnr frá. Mont Everest. Ensk rannsóknarför upp á topp hæsta fjalls í heimi. !eg. Suiman við fjallið er Nepal, en norðan við er Tibet, og bæði þessi lönd haf'a alt til þessa verið lokuð EvrópumÖnnum.- Nú hefir lánast að ná samþykki einvaldsherra Tibets, Dalai Lama, til þess að rannsaka megi fjall- ið, þótt alt til þessa hafi það verið trú þjóðariuuar, að það stygði guði hennar, sem, byggjú á fjallinu. Frægur f jallgöngumaður enskur, mi-ð limnr parlamentsins, sir Martin Con- way, hefir fyrir skömmu gert grein fyrir tilgangi þessarar rannsóknarfar- ar. Segist honum svo frá, að alt til þessa hafi enginn hvítur maður kom- ist að rótum fjallsins. Lögun þess sé ókunn, engin kort séu til yfir það, vitneskjan um það sé í raun og vern engin. Hann segir, að ekki verði með vissu sagt um hvort hægt sé að komast gangandi npp á hresta tindinn. En þó hafi mönnum sýnst í sjónauka, að efstu 5000—6000 fet fjallsins muni vera geng. En margir fjallhryggirnir sé luktir af standklettum, sem éf til iqll verði ekki kornist yfir. En þrátt fyrir það sé það hin mesta þörf að gera tilraun til þess að fá nánari ▼itneskju um þetta jötunfjall, ef mögu legt væri. Pó eru ekki mestu erfiðleikarnir að ná tindinum í því fólgnir, að hann sc ókleifur, heldur í því að menn þoli þessa hæð, 8840 metra. Þá er loftið orðið svo létt og vantar súrefni. Er því ekki til hugsandi fyrir aðra að reyna þessa för, en þá, sem árum saman hafa vanist fjallalofti. Komið hefir til mála að nota flug - ▼élar í þessa rannsóknarför. Væri það ▼itanlega léttast að fljúga frá fjalls- rótunum og ná tindinum eftir svo «em eina klukkustund. En þó þykir loftleiðin ekki sigurvænleg. Fyrst og fremst er vafasamt, að lendingarstað- ur sé uppi, og þó takast kynni að ienda, þá efast menn um, að mögu- legt sé að taka sig upp þaðan. Pykir þetta of djarft siglt til þess að hætt- andi sé á það.( En það er annað, sem flugvélarnar eiga að gera. Þær eiga að fljúga á undan og rannsaka, taka myndir og búa til uppdrætti, leita að sæmilegum uppgöngustöðum, og kasta niður mat- arforða og ýmsum áhöldum, svo að göngumennirnir þurfi ekki að bera nema sem minst. Mánuði áður en hin eiginlega fjall- ganga byrjar, eiga flugvélarnar að rannsaka fjallið og safna öllum gögn- um um fararleiðir upp á tindinn. pó nú sé lagt mikið kapp á að flýta öllum undirbúningi, svo að vænt- anlega leggur þessi rannsókna.rleiðang. ur frá Englandi innan skamms, þá er ekki búist við að fjallgangan hefj- ist fvr en sumarið 1922. Landfræðingar og landkönnuðir hafa hina mestu trú á þessari för. Síðan Noröur- og Suöur-póllinn fanst hefir áhugi landkönnuðanna beinst aö hiu mikla markraiöi að kornast upp á hæsta tind hæsta fjalls á jörðunni: Mont Everest. Nú hefir hið konunglega landfræðis- I Það hefir nú um nokkurt ske verið fremur hljótt í þinginu u félag í Lundúnum ásamt „The stjórnarskifti. Minsta kosti hefir lít Alpine Club“ ákvarðað að leysa þetta hlutverk af hendi. Stórkostlegur und- irbúningur er hafinn og þrem miljón- um króua er safnað til fararinnar, og meðlimir rannsóknarfararinnar eru flestir fastráðnir.. Orsökin til þess að ekki hefir verið fyr reynt að klifa Mont Everest, er ekki örðugleikar þeir sem á veginum eru. Ástæðan hefir verið stjórnmála- bergmálað út fyrir þingsalinn ha þar eitthvað veríð unnið að slíku breytmgum. Þó þykjast menn vi ^ með vissu, að sú hugsjón! sé ek dauð með öllu, og að enn lifi sum í þeirri von að sjá hana verða i Teruleika. Andstöðublöð stjórnarinnar ha: ekki látið sitt eftir liggja til að kon þessari hugsjón í framkvæmd. Timii hefir nú hvað eftir annað flutt svæsn- ustu árásargrei nar á stjórnina. Og sjálfur atvinnumálaráðherran er þar ekki tekinn undan. Tíminn vill niðnr- skuið gersamlegan á öllum jafnt. Ekki getur blaðið haldið þessu fram í samræmi við flokk sinn, þvá hann er allra flokka margskiftastur í afstöðu sinni til stjórnarinnar. Þar eru eldrauðir stjórnarandstæðingar, svo sem Gunnar frá Selalæk, Eiríkur Einarsson og sennilega Þorsteinn Metusalem. Þessir menn, eða minsta kosti hinir tveir fyrstu, mundu glaðir verða með stjórnarskiftum, hvað sem í boði væri. Enn eru aðrir innan flokksins, sem eru jafn gallharðir fylgismenn stjórnarinnar, þeir Stefán Stefánsson, Jón á Reynistað og M. Kristjánsson. Hinir flokksmennirnir bera kápuna á báðum öxlum, hvorki með né móti. Og það er hinn eigin- legi bændaflokknr. Af þessu er aug- ljóst að Tíminn hefir ekki flokks- fylgi s'itt að bakhjarli í árásum srfn- rnn á stjórnina. Alt öðru máli er að gegna með „Tisir'L Hann hefir á hak við sig éekift fylgi til stjórnarandstöðu allra þeirra sem fylgja ritstj. Hann sýnir •ð því leyti „hreinan lit“. Menn vita aA það hefir verið markmið blaðsins «§ velta stjórninni úr sessi, og það er það að sjálfsögðu enn og verður að líkindum hvernig sem öllum málum Aipast og hvað sem í boði er og ÍlT*ð som við tekur. Blöðin hafa talið þá ástæðu ríkasta fci! stjórnarskifta, að núverandi stjórn liefði ekki fylgi meiri hluta þingsins. Þes>si ástæða er grýla. pegar núver- andi stjórn va.r mynduð þá vissi þing- ið það að hún var í minni hluta. Hún vaa' samt mynduð, því annars var ekki úrkosta. Og þingið lét sér það lynda. Nú er afstaðan nákvæmlega sú sama. Stjórnin er enn í minnihluta. En hafi verið rétt að, mynda hana og rótt a£ andstöðuflokkunum að lofa að eira henni, þá er það jafn sjálfsagt nú, þegar sömu vandræðin eru á stjórnar- Bivndun og þá voru. Afstaða þings- ins er _sú sama nú til stjómarinnar og þegar þingið samþykti hana í byrjun. Að hún er í minni hluta í þinginu eins og þá getur því e> gj. rerið úrslitaorsök til þess að hún segi af sér. Hún getur því róleg setið þess vegna — ef engar aðrar sakir væru á liendur henni. Þeir sem því vilja nú að stjórnin fari frá völdum, verða að koma því í kring á löglegan og þinglegan hátt: í opinni og augljósri atkvæðagreiðslu um traust eða vantraust. Annað er ekki marg-yfirlýstum stjórnarandstæð- ingum sæmandi Og takist þeim að velta stjóminni, þá hafa þeir um leið tekist það á hendur að mynda nýja stjórn. Og þá um leið þá stjóra, sem er betri. Ekki þeim sjálfum, heldur landi og lýð. Það er ekkert álitamál að núverandi stjórn á margar aðfinslur skilið. En höfuðorsökin til þess er það, að hún er ósamstæð, — allra flokka stjóra, brædd saman í vandræðum og úrræða- leysi. En á sömu leið mundi fara um nýja stjórnarmyndun nú. Hún yrði jafn ósamstæð, jafn fráleit til að marka hreina stefnu í landsmálum. Og meðan svo er háttað taka þeir á aig mikla ábyrgð, sem nú vilja fýsa til stjórnarskifta, þó ekki sé sú alfnll- komin sem mi er við völd.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.