Ísafold - 02.05.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.05.1921, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Bii-Éóiij liríliu. Vín til sölu í öllum ríkjunum. Kitt merkasta blaðið í Noregi ílutti nýlega langa grein með þess- ari yíirskrift. Var þar lýst sneypu- för þeirri, sem bannið 'befir farið í Ameríku — eins og víðar. Voru þar birtar tölur, sem ekki verða rengdar. En óglæsilegar eru þær fyrir bannvini og bannstefnuna. Sáðasta ihaust kom Rúmeníu- krónprinsinn til New York eftir mánaðarferð um Bandaríkin. í New York var hann spurður um álit hans á banninu og láhrif þess þar sem hann hefði farið um í Ameríku. „Hvenær gengur bannið í gildi? iípurði krónprinsinn. Bannmenn urðu æfareiðir þessu svari ríkiserfingjans. Eftir þeirra s'igusögn höfðu Bandarákin verið þur meira en h'álft annað ár. En allir vissu, að svar krónprinsins var fullkomlega réttmætt: bannið er að eins til á pappírnum. En all- ir ferðamenn viðurkenna, að hægt sé að fá keypt brennivin og önnur vínföng svo að segja alstaðar — e£ menn að eins vilja borga nógu mikið. 1920 var flutt inn í Canada 6 tnilj. lítra af Visky og genever, eða 3% sinnum meira en 1919. En fyrir utan þennan straum, serrn fluttur er inn, eru seldir mil jónir lífra, sem búnar eru til í sjálfum rík'unum. E;tt allra atærsta blaðið i Amer- íki' sem var vinveitt banninu, ,'er.á. nýlega einn af mönnum blaðs ins í 37 ríkin, í því augnamiði að hann fengi persónulega reynslu og þekkingu á banninu. Hann ánti ekki að fcoma fram með aðfinsl- ur eða dæma um hversu ríkt væri gengið eftir að lögin væru haldin. Hann fór á þremur mánuðum um sjö áttundu hluta af þessum ríkj- um, og segir í skýrslu sinni, að þessi áttundi hluti muni vera svip- aður hinum. Umsögn hans er í stuttu máli þessi: Það er hægt án nokkurra örð- ugleika að fá keypt Visky og önn- ur vínföng S sérhverjum bæ,, ef maður getur sannað það að maður sé ekki eftirlitsmaður bannlag- anna og vill borga það sem upp er sett. Á mörgum stöðum segir Ihann, að Visky og brennivín sé aelt fullum fetum á gistihúsum. Vínauðugasti hluti ríkjanna seg- ir þessi sendimaður bannblaðsins, að sé Atlantshafsströndin, einkum ríkin New York og New Jersey. Segir hann að þar séu birgðirnar ótæmandi. Á flestum gistihúsum segir hann að séu milliliðir milli vínsölustað- anna og gestanna, og útvegi þeir það, sem gestimir óski eftir. Sömu- leiðis hafi bifreiðastjórarnir venju- lega Visky til sölu handa þeim, sem þeir keyra. Árangurinn af banninu S Amer- íku er því ekfci glæsilegur. Það hefir ekki minkað drykkjuskap- ínn. En það hefir aukið lagayfir- troðslumar. Dr. Sitnons. Arás á sigursúluna í Berlin. Eigi hefir verið meira um annan Þjóðverja talað síðustu mánuðina, en hinn dugandi utanríkisráðherra þeirra, dr. Simons. Heimurinn fór fyrst að veita honum athygli eftir ráðstefnuna í Spa í 'fyrra. Þar þótti honum svo vel takast að tala máli þjóðar sinnar, að Spa-fuud- ( urinn varð fyrsti fundurinn eftir! ófriðinn, þar sem málstað Þjóð- j verja var haldið fram að nokkru' rnarki gegn handamönnum. Aftur varð nafn dr. Simons á allra vörum í sambandi við Lund- únaráðstefnuna. Þar stóð hann fast fyrir og lauk svo þinginu, að ekk- ert samkomulag náðist um skaða-j bótagreiðslur Þjóðverja, en banda-1 menn settu hervörð í borgirnar fyrir austan Rín. Þýzka stjómin aðhyltist eftir á framkomu Simons í öllnm aðalatriðpm og þingið sömuleiðis. í fyrra mánuði var gerð níðingsleg árás á hina frægu sigursúlu í Berlín. Stendur hún gegnt ríkisþingshúsinu með hinni gullnu sigurgyðju á topp- inum. Á fótstallinum eru ýmsar upp- hleyptar myndir er sýna ýmsa við- burði úr fyrri styrjöldum Þjóðverja, m. a. frá 1864. Einn daginn voru nokkrir ferða- menn að skoða súluna, og sáu þá sér i til mikillar skelfingar við innganginn ! inn í súluna langan logandi þráð, er endaði í stórri pappaöskju innar í súlunni. peir kölluðu strax á lögregl- una og kom hún að eins nógu snemma j til að skera sundifr þráðinn, áður en eldurinn náði öskjunni. Þegar farið var að rannsaka hana voru í henni 6 kg. af sprengiefni. Ef sprengingin hefði farið fram, mundi öll sigursúlan hafa sprnngið í loft upp og fjöldi manna mist lífið. Yörður súlunnar vissi ekki hið minsta, hvernig þetta sprengiefni gat verið komið þárna. En þóttist þó full- viss um, að það væri af völdum 3 manna og 2 kvenna, er nýskeð höfða j farið úr súlunni. -------0------- Erl. simfregnir frá fréttaritara Isafoldar. Khöfn 22. apríl. þjó6rerjar og skaðabæturaav. Þjóðrerjai- hafa beðið Haa'ðútg Bandaríkjaforseta að skera úr 4caJ5» hótadeilunni millí sín og Bandamaiuú. ----0---— H. lfalentier. Kveöast f>eir reiðubúnir að gpr<á#« |m fjárhasð, sem Harding ákveði, «or Juot. bafi kjrnt sér málavöxtu rækilegft. Harding hefir neitað að ver©* vil (þessari áskorun. Khöfn 24. apr. Þjóðverjar láta undan? Þýzka stjómin hefir tilkynt brezka utanríkisráðuneytinu, að hún sé fús til að hjálpa til að end- urreisa Frakkland og Beilgín og yfirvega kröfur bandamaima. Frá Berlín er símað, að svar Bariidaríkjaf'orseta við tlimælum þýzku stjórnarinnar um að sfcera úr skaðabótadeilmmi hafi vakið óhug mifcinn í Þýzkalandi. Nýlega er látinn í Danmörku einn af forgöngumönnum Dana í 1 and'búnáðanmálum, H. Valentier, 87 ára að aldri. Hann var um langt skeið í stjórn Landbúnaðar- félagsins danska og formaður bún- aðarsambands Sjálands. Kböfn 25. apríl Scimningar pjó&verja og Frakka. Briand vill ekki hefja samninga við Þjóðverja nema þeir setji full- nægjandi tryggingar. Frakkar halda áfram að búa sig undir hegningar- aðför að Þjóðverjum. Lloyd George hefir samþykt upp- ástungu Frakka og leggur sérstaka áherzlu á að taka Ruhrfylkið. Wilson-verðlaun. 25000 dollarar árlega. Nýlega hefir verið sent út. ávarp til íbúa Bandaríkjanna þess efnis, að leggja fram fjárupphæð til sjóðsstofn- unar til virðingar Wilson forseta. Er ætlast til að sjóðurinn verði hálf milj. dollara. Vextir sjóðsins sknln á hverju ári falla þeim í skant, sem það ár hefir gert mannkyninu mesta blessun. — Verðnr þetta í líkingu við Nobels- vorðlannin og talið að þessi verðlaun verði um 25000 dollarar á ári. Pjóðaratkvœði í Týról. Frá Vín er símað, að 99% þjóðar- atkvæða í Týról séu með því að sameinast Þýzkalandi. Konungsh&imsóknin. Eftir 4 daga dvöl í Færeyjum mun konungur sigla frá Klakks rík til íslands 23. júní. Khöfn 26. apríl. Stríðsskaðabœturnar. Frá Washington er símað, að Þjóðverjar bjóði að greiða banda- mönnum 200 miljarða gullmarka. Álitið er að samningar muni geta tekist á grundvelli þessa tilboðs. ♦ V élamannaverkfáll. * Frá New York er símað, að 100 » ,iIXION“ Cabin Biscnits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundnm sérstaklega heDtugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“brauð aðalfæðan um borð i fiski- skipum. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. þús. vélamenn í verzlunarflotanum muni gera verkfall 1. maí. Kröfur Frakka. Frá París er símað, að Frakkar heimti að Þjóðverjar leggi. fyrir sem tryggingu 1 miljarð gullmarka fyrir maíbyrjun, þar eð þeir hafi neitað að láta af hendi gullforða ríkisbankans. Kiböfn 28. apríl Samningar Þjóðverja. í ánnari tilkynningu sinni til stjórnarinnar í Washington bjóð- (ast Þjóðverjar til að greiða 200 fmiljarða marka og taka til þess lán hjá ýmsum þjóðum er greitt verði með jöfnum árlegum afborg- unum. Þeir kveðast strax ‘vilja 'leggja fyrir 1 miljarð í París og ef til vill taka á sig skuldir banda- manna við Ameríku. En aftur á móti heimta Þjóðverjar að hætt verði öllum þvingunarráðstöfun- um, að Efri-Sehlesia verði óskift og að þeir fái að njóta frjálsra viðskifta á heimsmarkaðinum. Frá París er símað að Frakkar og Belgar hafi algerlega neitað þesum skilmálum, en Bretar séu reiðubúnir að semja. Stjórnin í Washington sér eftir þetta ekki fært að halda fram til- boði Þjóðverja. Kolaverkfallið. 28. f. m. barst Eimskipafélagi ís- lands símskeyti frá Leith þess efn- is að samningatilraunir um verk- fallið hefðu enn farið út um þúfur. Reykajvikur annáll. Þorsk og síldveiði. Prá Akureyri var símað fyrir stuttu að óvenju- lega mikill fiak- og síldarafli væri á Akureyrarpolli. Er langt síðan að það hefir komið fyrir á þessum tíma árs. Sama blíðviðrið er altaf norður þar. Er snjór horfinn að mestu á láglendi. RafmagnsstöCin. Samkvæmt samn- ingi rafveitunnar við Verkstaden í Kristinehavn á hún að tilnefna óhlut- drægan sérfra>ðing til þess að hafa. eftirlit með prófun á tiirbínunum. Hefir verið bent á Th. Krabbe verk- fræðiug sem mjög hæfan mann til starfsins. Og hefir rafmagnsnefndin fallist á það. Eftirlaun Veganefnd hefir lagt til að Páli Erlingssyni sundkennara verði veitt 840 kr. eftirlaun á ári með dýr- tíðaruppbót. Islands Falk er nú kominn hingað, Á skipið að halda uppi strandvörnum hér ásamt Fylla. Og mun í ráði að það hafi svæðið frá Austfjörðum til Vestmannaeyja, en Fylla þaðan og til Vesturlandsins, minsta kosti fyrst um sinn. Má því vænta að landhelgis- gæslan verði vel viðunandi. Höfuðs- maður á Islands-Falk er nú Broberg sem fyrrum var skipstjóri á Ceres og mörgum er að góðu kunnur- Farþegi með skipinu var Einar Viðar kaupm. Kemur hann úr ferðalagi frá Spáni og Ítalíu. Inngangsfræði N ýj atestamentisins heitir ný bók eftir Magnús Jónsson dóeent, sem nýlokið er við að prenta. Er hún gefin út með styrk af há- skólanmn og kemur út á forlagi Ár- sæls Árnasonar. fslensk setningafræCi heitir önnur bók sem er í prentun og væntanlega kemur út bráðlega. Er höf. Jak. J. Smári. Hún er gefin út með styrk úr SáttmálasjóCnum. Indriði Einarsson 70 ára. Síðasllið- inn laugardag, 30. f. m. varð Indriði Einarsson rithöfundur sjötíu ára. f tiléfiii af því kom út eftir hami nýj- asta leikrit hans, er heitir „Dansinn í Hruna“. Nokkrir vinir hans færðu honum peningagjöf á afmælisdaginn. Verðlagsnefndin sáluð. Lögbirtinga- blaðið síðaata tilkynnir, að reglugérð sept. 1920 sé úr gildi feld, og er ▼e»Clagsn*fndin samtímis lögð niCur. fiesta er von hingað til bæjarina í júnílok næstkomandi. Kemur þá hingað eimskipið „Empress of India“ frá Englandi með um fimm hundruð farþega, og dvelur hér í nokkra daga. Vexður margt merkra manna með skipinu. — Ensk ferðamannaskip haf« eigi komið hingað síðan 1914. --------0---------

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.