Ísafold - 17.05.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.05.1921, Blaðsíða 1
ISAFOLD S?rw «499 og 500. Ititstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isaf oldarprentsm iðja. XLVHI. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 17. maí 1921. $0 tölublað. Peningamálin. í nýútkomnu aprílblaði Verslun- artíðindanna eru gerð að umtals- efni eftirfarandi ummæli í síðustu grein minni um peningamálin 1 Morgunblaðinu frá 1. þ- m--- „Við- skiftalíifið krefst þess, að gjald- miðill landsins sé yfirfæranlegur, annað kvort með dönsku krónu- gengi eða sérstöku gengi hærra eða lægra en danska krónan". Virðist heiðruðum greinarhöf- undi svo sem í þessum oiðum komi fram talsverður misskilningur. Seg ir hann, að eg gangi „hér út frá því að það sé jafnvel ekki hægt að yfirfæra ísl. gjaldeyrir með lægra gengi en jafngengi við danskar krónur". En þetta sé auðvitað mesti misskilningur. Höf. fellir burtu niðurlagsorð málsgreinarinnar eins og eg orð- aði hana eða orðin „eftir því hvern ig seðlaútgáfuréttinum er beitt eða misbeitt og að öðru leyti er í pott- inn búiö". En þetta má einu gilda í þessu sambandi, því ummæli mín eins og höf. vitnar til þeirra nægja til þess að sýna, að hann hefir misskilið þau gersamlega. Eg tala einmitt um sérstakt gengi hærra eða lægra en danska krónan, ef danskt krónugengi ekki kemur til greina, og geri þannig bemtinis ráð fyrir lægra gengi en jafngengi við danskar krónur. Það er því svo fjarstætt sem nokkuð getur verið, að halda að það verði dregið út úr orðum mín- um, að eg gangi út frá því að ekki sé „hægt að yfirfæra ísl. gjald- eyrir með lægra gengi en jafn- gengi við danskar krónur". Og þetta er því f jarstæðara sem það vill einmitt svo til, að eg hefi frá fyrstu byrjun látið þær einar skoðanir í ljósi um gengismálið, og einnig það atriði, er hér um ræðir, er reynslan eftir á hefir staðfest. Á þinginu í fyrra var látið í Ijósi, að æskilegt væri að komið yrði á sérstöku ísl. gengi, með því að verslunarjöfnuðurinn þá undan farið hefði verið hagstæður En það var litið svo á, að gengið væri bundið við peningasláttuna, og fól því þingið stjórninni að rannsaka og undirbúa löggjöf um sérstaka íslenzka peningasláttu í því skyni að komið yrði á sérstöku íslenzku gengi. Þing og stjórn, sem um málið f jallaði, hafði ekkert við þetta að athuga. Og ritaði eg því um málið í Versiunartíðindin í fyrravetur og sýndi fram é., að það bygðist á al- gerðum misskilningi, með því að gengið væri á óinnleysanlegu seðl- unum og ætti ekkert skylt við málmmyntina eða peningasláttuna. Síðar bar það svo við, að ís- landsbanki auglýsti að seðlum hans yrði ekki skift fyrir danska seðla í Privatbankanum í Khöfn, og seldi þá skömmu síðar Beriéme stórkaupmaður s. st. Landmands- bankanum í Khöfn 200 þús. króna inneign í íslandsbanka fyri 93^'>, en 3''dö|um áður höfðu víst Sam einuðdjpl. verslanirnar (Thor Tuii- nius) selt 350 þús. kr. fyrir 99%. Út af þessu urðu menn æfir hér á landi, og því var meðal annars haldið fram, að það væri algerlega ólögiegt af mönnum í Danmörku að gera þannig gengismun & ís- lenzkri og danskri krónu, þar sem myntin eða peningasláttan væri sameiginleg. Mótmæli gegn þessum skilningi á peningamálunum komu engin fram, og ritaði eg því smágrein í Vísi, þar sem eg vakti enn athygli á því, að gengið væri á óinnleysan- legu seðlunum og ætti ekkert skylt við peningasláttuna. Jafnframt minti eg á, að ísl. seðlarnir væru aðeins lögeyrir hér á landi, og væri því Dönum jafnfrjálst sem öðrum þjóðum að neita að taka á móti ísl. seð'ura tú greiðslu uema þá að svo miklu leyti og við því verði, er þeim gott þætti. Það er því mjög illa til fundið, að saka mig um þá heimsku, að ekki sé unt að yfirfæra ísl. gjald- eyrir við lægra verði en jafngengi í dönskum krónum, þar sem eg hefi einmitt fyrstur orðið til þess að benda á það, að ekkert sé því til fyrirstöðu. örein mína í Vísi ritaði eg ann- ars eingöngu fyrir þær sakir, að mér þótti það minkun fyrir Is- liand, ef benda mætti á það eftir á, að það, sem um málið var ritað hér á landi, bæri alt vott um al- gert skilningsleysi á málefninu. Reynslan hefir nú sýnt, að eg hefi skilið þetta mál rétt. Engum skynbærum manni dylst nú leng- ur, að peningasláttan á ekkert skylt við gengið, og að það að málmmyntin er sameiginlegt mál stoðar ekkert í því efni, að hafa áhrif á gengið eða halda uppi jafngengi á íslenzkri og danskri pappírskrónu. Út af framangreindum ummæl- um mínum um kröfu viðskiftalífs- ins gerir höf. áminstrar greinar í Verslunartíðindunum enn fremur eftirfarandi athugasemd í fram- haldi af þeirri skökku ályktun sinni, að eg gangi út frá að ekki sé unt að yfirfæra ísl. gjaldeyrir með lægra gengi en jafngengi við danskar: „pað er og hefir ávalt verið hægt að yfirfæra með lægra gengi. Gengisskorturinn kemur einmitt fram í því, að menn sætta sig ekki við annað en jafngengi við dansk- ar krónur. Það er að sjálfsögðu ávalt hægt að yfirfæra, ef menn sætta sig við afföllin. Sem betur fer er enn ekki komið svo, að ísl. gjaldeyrir sé með öllu óseljanleg- ur —"það er fjarri því. Bankarnir geta auðvitað yfirfært peninga, ef nógu hátt verð er greitt fyrir erl. gjaldeyri. Aftur á móti er ómögu- legt að krefjast þess af neinum banka, að hann taki á sig ótak- marfcaða yfirfærslu með tilteknu gengi (t. d. jafngengi við dansk- ar krónur)". Ef í síðustu málsgreiuinni á að felast athugasemd við ummæli mín þá er það mál sem ekki kemur við mig, því að eg bind yfirfærsluna ekki við neitt tiltekið gengi. Þvert á móti felst það einmitt beint í orðum mínum, að þegar að því rekur að fulmægja verður kröfum viðskiftalifsins um yfirfærslur, velti gengið á því, hvernig seðla- útgáfunni sé beitt, eða, eins og eg hefi áður reynt að skýra fyrir mönnum, hvað mikið er gefið út af seðlum. Sama er og um það, að það er mál er ekki kemur við mig,ter heiðraður greinarhöf. klifar á því, að það hafi ávalt verið hægt að yfirfæra með lægra gengi en jafn- gengi við danskar krónur, og að ávalt sé hægt að yfirfæra, ef menn sætti sig við afföllin o. s. frv. Eg vík sem sé ekki einu orði í þessa átt. í En hins vegar held eg því fram, að viðskiftalífið krefjist þess, að peningarnir séu yfirfæranlegir með gengi, þ. e. almennu gangverði, er allir geti gengið að. Því fer þann- ig fjarri, að í orðum mínum felist nokkur efasemd um, að íslenzkir seðlar séu ekki yfirfæranlegir með nógu miklum afföllum, enda er mér ktmnugt um, að ýmsir ís- lendingar hafa neyðst til þess að kaupa erlendan gjaldmiðil með ok- urverði. Fjölyrði eg ekki frekar um þetta en hins vegar þykir mér ástæða til að benda á það, að heiðraður höf. skýrir ekki allskostar rétt frá ástandinu sem er. Farast honum svo orð um það: „Ástandið er nú þannig, að vér höfum sjálfir tekið oss að nokkru leyti gjaldfrest gagnvart útlönd- um. Síðastliðið vor var ekki nema um tvo kosti að velja, að ísl. krón- ur fengju stjálfstætt (lægra) gengi g^agnvart dönskum krónum, eða að ! „skamta" gjaldeyrinn. Síðari kost- , urinn var tekinn, en afleiðingin : varð sú, að hér söfnuðust fyrir erl. innieignir og skuldir stóðu ógreidd ar erlendis". petta ástand, sem höf. lýsir, er nú liðið hjá. 1 Viðskiftanefndin og reglugerðin um peningaviðskiftin við útlönd, er bannaði að senda peninga til . utlanda nema með leyfi viðskifta- nefndar, er nú hvorttveggja upp- hafið. Gjaldeyrisskömtunin er nú úr sögunni og útflutningur íslenzkra seðla gefinn frjáls. . Ástandið sem er og leitt hefir af undanförnu ástandi, er því nú orð- ið þannig: Bankarnir annast tak- jmarkaða yfirfærslu fyrir menn til jKhafnar með jafngengi við dansk- j ar krónur, en til annara landa sumpart eftir föstum reglum og sumpart eftir samkomulagi í það og það skiftið. Jafnframt á sér stað takmörkuð yfirfærsla með póstávísunum. Að öðru leyti verða menn að ráða fram úr því sjálfir, hvort eða hvernig þeim tekst að yfirfæra. Þeir, sem ekki eiga ann- \ ars kost en að senda peninga sína til útlanda til sölu þar, verða að þola mikil afföll, sem almenningi eru ókunn, þar sem hvergi fer fram nein opinber verslun með ís- lenzka seðla, er allir eigi aðgang að. Hins vegar hafa safnast fyrir stórskuldir erlendis, er skuld- heimtumennirnir þar geta krafist greiðslu á tafarlaust, að svo miklu leyti sem gjaldfrestur hefir ekki verið gefinn eða samningar hafa ekki tekist um greiðslurnar á ann- an hátt. pessir erlendu skuldheimtumenn geta því gengið að landsmönnum og krafist sölu á eignum þeirra svo sem innieignum í bönkum til skuldalúkningar, ef ekki er borg- að. En sala innieigna í bönkum er ' sama og sala íslenzkra seðla. Einn- ig geta útlendingar sem eiga hér linnieignir boðið þær upp á kaup- höllum. Eins og nú er 'komið, getur það því að höndum borið áður en var- ir, að opinber uppboð verði haldin á íslenzkum seðlum fyrir erlend- an gjaldmiðiL í Kaupmannahöfn er mér kunnugt að boðnar ihafa verið fram á kauphöllinni þar inn- heimtur hér á landi fyrir 90%, en enginn viljað taka boðinu. Al þessu mega menn marka, að við ; opinber uppboð eða kauphallarsöl- jur á íslenzkum seðlakrónum til hæðstbjóðanda, er ómögulegt að renna grun í það hvað uppboðs- ! verðið yrði. En hins vegar má eiga það nokkurn veginn víst, að S verðið yrði lægra en sanngirni og ástæða væri til, þar sem skuldir hafa hrúgast upp. Nú er það spurningin, hvort við- skiftalífið leyfir það, að samtímis og bankarnir annist yfirfærslur sín |ar við jafngengi í dönskum krón- um, fari fram opinber sala á ísl. ¦ seðlum fyrir miklu lægra verð ? Eg held ekki. j Jafnskjótt sem það skipulag 'kemst á, að almenningur komist að kaupum á ísl. seðlum fyrir mun lægra verð en jafngildi í dönskum seðlum, mun það óhjákvæmilega ' leiða til þess, að framleiðendur eða útflytjendur no*i þann erlendan gjaldeyrir, er þeir fá fyrir seldar afurðir erlendis til kaupa á ódýr- : ustu íslenzku seðlunum, en láti • ekki bankana yfirfæra hann hing- i að í íslenskar krónur með jafn- I gengi við danskar krónur, eins og 1 nú á sér stað. I Banfcarni ryrðu því þá eitt af j tvennu, að yfirfæra erlenda pen- ' inga hingað til lands með sama t verði á ísl. seðlum og annarstaðar ! væri fáanlegt, eða verða af þeim viðskiftum að öðrum kosti. En þá væri það lika útilokað, |hvorn k;stinn sem þeir tækju, að j bankarnir gætu yfirfært ísl. seðla !til útlanda með hærra verði. Þeir yrðu því eitt af tvennu að versla með peningana við almennu mark- aðs- eða gangverði á hverjum táma eða stöðva þá starfsemi sína. Þetta er eðJiJSSgur ganður við- skiftalifsins á þessu sviði. pó að hér sé að vísu alt smátt og viðskiftalífið ófullkomið að ýmsu leyti í samanburði við út- lönd, þá getur það að eins valdið drætti a því að það komist í eðli- legan farveg. Og þori eg því hiklaust að full- yrða að reynslan muni áSur en varir leiða það í ljós, að eg hafi rétt fyrir mér í þvi, að viðskiftalíf- ið krefjist þess að yfirfærslur eigi sér stað, nær sem þess er óskað eða 'þörf krefur og að yfirfærslur verði þá einnig að eiga sér stað með gengi er veltur á því, hvernig seðlaútgáfuréttinum er beitt og að öðru leyti er í pottinn búiö um peningamálin af íslands hálfu. Sama er og um það annað, sem segir í greinum mínum um seðla- útgáfuna, að tíminn mun einnig leiða það í ljós, að það er ait rétt, og að ef seðlaf jöldinn er ekki takmarkaður í samræmi við það, sem þar er tekið fram um það at- riði, þá leiðir af því verðfall á seðlunum og áframhaldandi dyr- tíð í landinu. Eggert Briem. frá Viðey. íslandsntál. Hvað vel sem ritað er, þá kemur ekki að uottun, ef nautskn einni er að mæta. En ef lesendur éru greindir, þá má meS góðri hugsun og vel völdum orðum, miklu til leiðar koma. Vér þurfum að endurreisa al- þing. Alþing sem þjóðhátíð, al- þing sem háð sé í heyremda Mjóði, alþing þar sem rétt til að tala hafa allir þeir, sem þá íþrótt kunna til nokkurrar hlítar, og hug hafa á að segja eitthvað sem orðið gæti til gagns. Stofnun sú sem vér nú höfum, er rétt nefnd lðg- þing, og er því síst að neita, að þar er mikið starf unnið og nauð- synlegt. En þar skortir IjómanB og þá fjörgun og efling þjóðlífs- ins sem verða mundi af þingi, þar • sém komið gæti fram alt það sem fremst er með þjóðinni, í þekking, list og íþrótt. Og fegurð. Því að ekki ma gleyma kvenfólkinu, sem meira jafnvel en í frásögur er fært, mun hafa komið við sögu hins forna alþingis. Sumt af því sem hér fer á eft- ir, gæti verið efni í ræðu sem flytja mætti á þjóðhátíS, sem al- þing héti, og inngangur væri a§ störfum lögþingsins. Valda þvi erfiðleikar illir nokkuð viðureign- ar. að mál þetta hefir ekki fyr fram komið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.