Ísafold - 17.05.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.05.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD II. Þess vildi eg bið]a þingmeun, að þeir láti sér ekki til hugar koma að hætta að styðja listamenn. Þar er sá kostnaður, sem ekki verður nið- ur sleppt, án ósóma fyrir íslenzka tnenningu. pað er enn fremur ókæfa, að lækka styrkinn til Guð- mundar Bárðarsonar. Miklu frem- ur ætti að hækka hann, og legg eg til að honum séu veittar 3000 kr. Það er lítilræði, þegar þeas er gætt, hversu mikið gagn vísinda- menn gera þjóðfélagi. Þó að ekki væri annað, þá er sú aukning greindai'innar sem af starfi þeirra leiðir. En á því er oss hin mesta þörf, að greindin eflist. Ekkert miðar til að efla þjóð- arheill eins og almenn aukning greindarinnar. Að vísu getur það orðið og hefir oft orðið einstakl- ingnum til hinnar mestu bölvunar, að verja til þess lífi sínu mest að reyna til að efla greind sína. Að vísu getur svo farið, og hefir oft svo farið, að það starf sé verst launað, sem mestrar er þakkar fyr- ir vert. Að vísu er það starf í þjóð- félagi, sem ekki verður án verið, nema ver eigi að fara, starf vitkar- ans, verst þegið og síst þakkað. En þetta má þó engan villa. Þetta kemur einmitt af því að aukning greindarinnar hefir verið of lítil, af því að nautska er þar til móts, sem greind skyldi. Eg ætla að benda á lítið dæmi þess, hve mikið gott gæti leitt af almennri aukning greindarinnar. Hugsum oss að greind væri komin á það stig, að öllum væri það kappsmál, að matreiða ekki öðru- vísi en með hreinum höndum, mat- ast ekki öðruvísi en með hreinum höndum, eða að minsta kosti fing- urgómum, svo að nefnt sé það sem auðveldara er að veita sér. Öll sú illa tegund af rotnun, sem kölluð er taugaveiki, væri þá úr sögunni, og með henni mikið af þraut og þjáning og manndauða. Og mætti um slíkt mikið rita og til mikils ur auðvelt að launa vel þann mikla greiða, sem þeim væri gerð- ur með því að leysa tungumáls- vandræði þeirra. Og því meir sem þar auðnaðist að taka upp vináttu með frændsemi, því betra væri. IV. Hér er nú gott lið málfræðinga til líkra ferða sem fara þarf tilNóregs En þó ætla eg einungis einn að nefna, magister Jakob Jóhannes- son Smára, eftirtektarverðan gáfu- mann. Og ekki er mér á því nein launung, hvers vegna eg nefni hann einan, þó að fleiri góðra manna væri að geta. Mér virðist það bera vott um svo farsælar gáf- ur, að hafa eins og Smári, orðið fyrstur til að reyna vekja eftir- tekt á hinni fyrstu tilraun til ís- lenzkrar heimspeki, sem gerð hefir verið. Og norrænnar. pví að nor- ræn heimspeki var áður ekki til. Gyðingdómi hafa menn hlítt, og öðru þvi sem ófulluægjandi var, og ekki vitað, að vér á Norður- löndum verðum að hafa andlega forustu fyrir mannkyni jarðar vorrar. Eg finn Smára það ekki til for- áttu, að hann hefir ekki í ritgerð sinni um Nýal tekið það fram, sem náttúrufræðing hefði fremur þurft til að minnast á. En það vil eg, að þeir sem vit hafa og dreng- skap til aið styðja minn málstað sjái, að eg tek eftir því, og fái að finna hvort það er einskisvert, að þeirra sé til góðs getið í mín- um greinum. pess manns lof er best, sem af mannþekkingu ritar og sanngimi, og þann vilja hefir, að sigra þannig, að hann haldi ekki öðru fram en því sem rétt er. Ef einhver sýnir fram á það sem rangt kynni að vera í máli mínu, þá er sá með mér. En á móti mér er sá, og að vísu mjög alvarlega, sem segir að það sé rangt sem er rétt. Meira. Helgi Pjeturss. gagns, ef vel væri þegið. En svo eg víki aftur að Guð- mundi Bárðarsyni, þá er íslenzkri bændastétt svo mikill sómi að slík- um manni, að það er ólíklegt að nokkur sé sá greindur maður í þeirri stétt, sem ekki vilji veita honurn fylgi að svo réttu máli, sem hér er upp borið. pá vil eg enn biðja þess, að menn veiti vini mínum Páli Er- lingssyni ekki minna fé en það sem hann fer fram á. Eg hefi rökstutt iþá tillögu áður, og skal að eins bæta því við, að það mundi bera vott um óheillavænlegan skort á þjóðrækni, að vilja ekki veita þeim manni maklega viðurkenningu í ellinni, sem eins vel er ættaður og bróðir Þorsteins Erlingssonar. III. ---0-- Landsverzlunin i. Frá viðskiftanefnd er nú loks komið álit um landsverslunina og tillögur um framtíð hennar. Eins og við mátti búast hefir nefndin klofnað, og eru nefndarálitin tvö. Annað frá meiri hlutanum (Jóni Þorlákssyni, Pétri Ottesen og Ól. Proppé) en hitt er undirritað af Magnúsi J. Kristjánssyni einum. Meiri hlutinn flytur svo hljóð- andi tillögu til þingsályktunar um landsverslunina: „Neðri deild Al- þingis ályktar, að fela stjórninni Eitt er það mál, sem ihin mesta nauðsyn er á að minnast, þó að i lítið hafi orðið umtal um. Það þarf j að senda menn til Noregs, til þess að rannsaka hvað enn lifir af nor- rænu máli þar í landi. Þetta er íslenzk þjóðarskylda. Tungumáls- vandræði Norðmanna eru svo al- varleg, að til stórhnekkis er þess- ari merkilegu þjóð, sem oss erj skyldust allra. Og þau vandræði! eru altaf að aukast. Og án íslenskr- ar hjálpar, verða þar ekki fundin þau ráð sem duga. En Norðmenn eru svo vel kunnandi til vegagerð- ar, og annara mannvirkja sem hér er hin mesta þörf á, að þeim verð- að láta starfsemi landsverslunar- innar til næsta Alþingis beinast aðallega að því, að selja fyrir- liggjandi byrgðir og innheimta úti- standandi skuldir, svo að næsta Alþingi geti tekið ákvörðun um lok fyrirtækisins, ef þá þykir ekki nauðsynlegt að halda því lengur áfram“. — Nánar er tilganginum lýst í greinargerðinni; er þar ætl- ast til, að landsverslunin kaupi ekki neinar vörur framvegis aðrar en þær, sem hún hefir þegar fest kaup á, nema dálítið af kolum til þess að blanda saman við kolin sem hún á nú, til þess að gera þau útgengilegri og að stjómin „hafi vakandi auga á steinolíuverslun- inni og grípi þar inn í með ríkis- rekstri, ef nauðsyn krefur“. Gerir meiri hlutinn ráð fyrir, að sölu vörubirgða og innheimtu skulda verði lokið fyrir næstu áramót, svo að lokareikningur fyrirtækis- ins geti legið fyrir næsta þingi, og að ekkert verði þá til fyrir- stöðu að leggja verslunina niður. Minni hlutinn, M. J. Kristjáns- son, bar fram þessa þingsálykt- unartillögu: „Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að halda landsversluninni áfram fyrst um sinn, þangað til næsta reglu- legt Alþingi kemur saman. Starf- semin miðist einkum við að selja fyrirliggjandi vörur og innheimta skuldir. Kaupum á nauðsynjavör- um, svo sem steinolíu, kolum og komvörum og sykri, sé hagað þannig, að á hverjum tíma séu ekki fyrirliggjandi meiri vöru- birgðir en nauðsyn krefur“. Frá fimta manninum í nefndinni er eigi komið fram álit, þá er þetta er skrifað, en stefna hans mun vera landsverslun, enn yfirgrips- meiri en nú er. Bæði nefndarálitin flytja skýrslu ágrip yfir verslunarreksturinn und anfarin ár, frá þeim tíma að versl- unin var gerð að sjálfstæðri stofn- un, 30. apríl 1917. Áður kvað til- tölulega lítið að versluninni og frá ófriðarbyrjun til 30. apríl 1917 var vörusalan að eins rúmlega 3 milj. kr. En vörusalan frá byrjun til síðustu áramóta hefir numið tæpum 60 miljónum króna alls. Mest varð hún árið 1919, sem sé tæplega 21 miljón og það ár er gróði verslunarinnar talinn mest- ur, þ. e. ca. 861 þús. krónur. Árið 1920 er aftur 347 þúsund króna tap á versluninni. í varasjóði var um síðustu áramót 1.835.406 kr. en þá er ekki dregið frá tapið á kolum og salti, er kemur á árið 1919, sem nam 1.536 þúsund kr. Þessi upphæð á samkvæmt lögum frá síðasta þingi að vinnast upp ,með sérstökum tolli, sem ómögu- lega getur skoðast annað en styrk- ur til landsverslunarinnar. Hallinn á verslunarrekstrinum frá 1920 stafar sömuleiðis af kolunum, sem lækkuð voni um 100 krónur tonnið um síðustu áramót, og hallinn af þeirri lækkun var tekinn á reikn- ing ársins 1920. Nam þessi niður- færsla 818 þús. kr. Síðan hefir kola' verð enn verið fært niður um 60 kr. tonnið og má búast við að rekst urshalli verði á yfirstandandi ári vegna þessarar niðurfærslu. I árslok síðustu átti verslunin vörubirgðir fyrir 2.279 þús. kr. Kíkissjóður átti þá innistandandi í versluninni 2.942 þús. kr. og er- lendir viðskiftamenn 1.950 þús. kr. Af vörubirgðunum voru 1.463 þús. kr. í kolum og kokes. Útistandandi skuldir voru tæpar 2 miljónir kr. Meiri hluti nefndarinnar telur hæfilegt að áætla, að varasjóður veislunarinnar verði full 1 miljón kr. nm næstu áramót. Greinargerð M. J. Kristjánsson- ar er miklu lengri. Eru þar efna- hagsyfirlit fyrir hver áramót frá 1917—1920. Þar er einnig skýrsla um landssjóðsskipin. Ágóði á Ville- moes hefir orðið 959 þús. krónur, á Borg 135 þús. kr., en tap á Sterling 949 þús. kr. Eitt þessara skipa hefir fengið dágóða viðgerð, en ekkert hefir verið skrifað af skipunum, og eru þau nú stórfall- in í verði. — M. J. Kristjánsson vill láta ríkið reka útgerð skip- anna framvegis og láta þau hafa taka undir með prestinum og skora forréttindi til flutninga þeirra, á Alþingi, að sjá svo sóma sinn og sem stjórnin hefir meðgerð með. Framh. jhinnar íslenzku þjóðar, að veita j Dr. Helga Pjeturss svo ríflegan styrk, að hann geti gefið sig ein- göngu við þeim ritstörfum, sem honum eru geðfeldust. Eg veit, að j í öllum stéttum þessa lands er j f jöldi manna, sem tebur undir I þessa áskorun. Dr. RElgi Péturas. Læknir. í Lögréttu 27. apríl þ.á. er grein um Helga Pjeturss, undirrituð: j Prestur í sveit. Grein prestsins ber vott um frjálslyndi og víðsýni, sem ávalt er unun að heyra, en ekki síst frá prestastéttinni. Hafið heiður og þökk fyrir, prestur! Eg get skrif- að undir hvert orð í grein yðar Eg er þeirrar skoðunar, að í Dr. Helga Pjeturss eigum vér meiri og betri mann, en fólk al- ment gerir sér hugmynd um. Dr. Helgi er óvenjulegum gáfum gædd ur, djúpvitur heimspekingur, sem efalaust væri orðinn frægur mað- ur, hefði hann lifað meðal stór- þjóðanna. Hann er þungskilinn á köflum, og til þess að fylgjast með honum, útheimtist mikil hugsun. Það er því ekki að furða, þótt ýmsum, sem ekki eru vanir að hugsa um andlega hluti, þyki hann torskil- inn; en hinum, sem gefa sér tíma til að íhuga ráðgátur tilverunnar, þeim er óblandin ánægja að lesa rit hans. Til eru menn, sem álíta að Dr. Helgi Pjetnrss sé ekki með öllu viti; þetta stafar frá því h v e r n- i g hann ritar. Það er nú svo um ýms andans mikilmenni, sem lifað hafa hér á jörðunni, að þeir hafa alloft mætt slíkum dómum. Dr. Helgi er eins og margir slíkir menn, að hann fer ekki ávalt þjóð- veginn. Hann er frumlegur og ein kennilegur, en hann ritar íslenzka tungu svo vel, að fáir standa hon- um þar framar. Það hefir verið fundið að ýms- um ritum hans, að þræðinum væri ekki nógu vel haldið, og að hann talaði fullmikið um sjálfan sig. — Hvorugt er réttmætt. Því bregður að vísu fyrir í ritum hans, að hann tekur á sig króka. Það staíar af því, að hugsanirnar og hugmynd- irnar streyma svo ört inn í vitund- ina, eins og altítt er um gáfumenn, en lesi maður áfram finnur mað- ur fljótt þráðinn aftur. Hann talar um sjálfan sig og þjáningar sínar. Enginn finnur að því þegar skáld eiga í hlut. Hann 1921. Vökudraumur vegfaranda víkur inn á helga jörð, heim, er sæki eg í anda afreksmenn um Borgarfjörð. Verðandi um Grím í gáska gjallar kringum Digranes — landnámsmann, er lagarbörðum lyfti steini úr fangi Hlés. Hillir þar, við hauginn foma, hersa vora, er báru skjöld — þá sem tiginn landnámsljómi lyftir hátt á Söguspjöld. Sál á verði, Egils ættar, út í fjarska gefur sýn. Sifjataugar, þúsund þættar, þessa stundu ná til mín. Rauðablástur út hjá ögri, ævagamall til mín nær — eins og kveði alda á gjögri — yfir Skalla Grími hlær. Járnið lúðu hagar hendur hreystimanns, að Borg er sat. Sonur Gríms á öðrum afli annan loga tendrað gat. > Egill, vitinn okkar fyrsti — andans viti á Sögu strönd, enn í dag með eldi helgar okkar tungu Bjarmalönd. Marga sér á kyrru kveldi kostatign í landi hríms, þegar bregður aftans eldi, yfir hauginn Skalla Gríms. Snorra sendi eg ástarauga, anda, er nú úr moldu rís. Hann úr lindum eilífs unaðs endurskírði fræðidís. Undirvitund íslands vætta, íbyggin og jafnan dul, andar hlýtt á okkar besta, ódauðlega söguþul. Andardráttur okkar fóstru inn til dala blasir við, þar sem hjarta vöku veáta veitir íslendingi grið. talar enn fremur um sjálfan sig, Hjörtu þeirra helgi-vætta sem þann, er fundið hafi mikil- hlúa Snorra minning dátt, væg sannindi. Hvað er til þess að þar sem hann í laugalandi segjaHann er sannfærður lítur upp úr jörðu hátt. um, að heimsskoðun sín sé rétt, og hann segir hispurslaust frá því, Andi Snorra orki á lýðinn, að hann hafi fundið sannindi, sem Egils máttur komi á fót! — aðrir hafi ekki þekt. Hann hefir Vinni með þeim vorsins hugur, álit á sjálfum sér og dómgreind vaitt er manni sálubót. sinni, og er svo hreinlyndur, að Sumardísir augað eggja, hann lætur þess getið. Þetta sýnir, andann leiða á gróður-svörð, meðal annars, að maðurinn er haf- sól og blær er saman leggja inn yfir fjöldann. sína dýrð um Borgarfjörð. Það er hugboð mitt, að ritverk Dr. Helga Pjeturss verði fyrst skil- Inn í vorsins töfra tjaldi in og rétt metin að honum látn- tiginn hugur rís á legg, um, en eg er ekki í minsta efa um fangið móti fegurð breiðir, það, að um óvenjulegt andans fjallsins nemur bláu egg. stórmenni er að ræða, þar sem Dr. Hefjist þrá til hæstu stöðva! Holgi Pjeturss er. ’ Ilaldi göfgi á ströndu vörð! Vér megum illa við því, íslend- Meðan gyllir glæsi-móða ingar, að kvelja lífið úr okkar fáu goðalönd um Borgarfjörð. andlegu mikilmennum. Eg vil því Guðmundur Friðjónaeon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.