Ísafold - 23.05.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.05.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD S með búskap í sambandi við þennan skóla, og það á þessum tímum, þegax búsafurðir eru stórum að falla, en kaup afarhátt. Annars er vonandi, að allir þeir, sem hér eiga hlut að máli, ráði þv' svo til lykta, að það nái sem best tilgangi sínum, án þess að það þurfi að verða ríkissjóði til byrði eða íramtíð stofnunarinnar á neinn hátt hættulegt. pað sem mælir frekar með því að skólinn verði fremur settur hér á Flat ev en á Staðarfelli, er þð að hingað eru greiðari samgöngur, því tæplega ;r Hvammsf jörður vel settur hvað sam göngur snertir, þar sem siglingaleið- in um hann er orðlögð fyrir harða strauma og flestum stærri skipum illa við að fara þar og oft og tíðum ófáan- leg til þess. Þar að auki er Hvams- fjörður flesta vetur undir ís og tepp- ast þá alveg samgöngur við hann sjó- leiðis. Einnig er á það að líta, að her i Flatey er hægra að ná til læknis, ef á þarf að halda og er það mikils virði. Svo. er það líka, að kensla yrði hér ódýrari, þar sem að öllum líkindum mætti mest megnis komast af með tímakenslu, því hér er bæði læknir, prestur og stöðvarstjóri. Er ekki ólík- legt að þessir menn mundu vera fáan- legir til þess að kenna ýmsar náms- greinar við skólann, svo sem náttúru- sögu, landafræði, reikning, tungumál og fleira. Pyrfti ekki að ætla þeim kennurum húsrúm til dvalar í skól- Ænnm og mætti hann vera að því skapi minni, og yrði þar af leiðandi minni reksturskostnaður. Hér er líka sími, og mundi það ekki draga úr aðsókn að skólanum. Læt eg svo úttalað um þetta mál ■að sinni. Flatey 25. apríl 1921. S. A. J. •0 wmém sffl a Þau stórtíðindi gerðust á Al- pingi fyrir þinglok að 18 þing- menn í neðri deild samþyktu til- lögu Magnúsar Kristjánssonar um að landsversluninni skuli haldið áfram. Tillagan hefir áður verið birt hér í blaðinu og hljóðar á þá leið að landsverslun skuli haldið áfram fyrst um sinn, þangað til næsta reglulegt alþingi kemur sam an og sé kaupum á nauðsynjavör- um hagað þannig að eigi séu á hverjum tíma meiri birgðir fyrir- liggjandi en nauðsyn krefur. Til- lagan er ofur meinleysisleg, en nánari skýringu á vilja flutnings- mannsins er að finna í greinar- gerðinni. Þar kemur greinilega í ljós, að fyrir flutningsmanni vakir ekkert annað en það, að halda landsverslun áfram í sama horfi sem verið hefir undanfarið. Og átján þingmenn hafa nú fall- ist á þessa stefnu. Átján þing- menn vilja gera fyrirtækið, sem enginn neitar að til hafi verið stofnað sem bráðabirgðaráðstöfun ar, að varanlegri stofnun í land- inu. Ríkið 4 að verða kaupmaður framvegis og Magnús Kristjáns- son á að verða faktor meðan hon- um endist líf og heilsa. Þannig var tillaga Magnúsar Kristjánssonar alþingismanns og þannig var at- kvæði hans og 17 annara í neðri deild. Þingmenn sumir, sem greitt hafa atkvæði með lífgjafartillögu lands- verslunarinnar láta í ljósi, að þeir ætlist til að landsverslunin hverfi úr sögunni von bráðar, en vilji láta liana starfa fyrsta kastið, vegna „óvissu tímanna“, sem nú eru. En líklegt er, að hinum sömu þingmönnum þyki tímarnir svo lengi óvissir, að landsverslunin fái að lifa lengi fyrir þeim. Þá hefir samkepni um steinolíuverslun ver- ið talið eitt aðalverkefni lands- verslunarinnar, en ekki þurftu þingmenn að samþykkja tillögu M. Kr. fyrir þá sök, því í áliti meiri hluta viðskiftamálanefndar er bein línis gert ráð fyrir, að stjórnin hafi vakandi auga með steinolíu- versluninni. Að sumu leyti er það náttúrlega ekki nema gott, að landsverslunin starfi áfram. Hún fær þá tækifæri til að sýna það, sem hún hefir ekki sýnt enn, hvort hún getur starfað og þrifist í frjálsri samkepni við kaupmenn og kaupfélög. Hingað til hefir hún starfað undir vemdar væng stjórnarinnar, kaupmönnum og kaupfélögum hefir verið mein- aður innflutningur á vörum, sem landsverslunin hefir haft til sölu, tollar hafa verið lagðir á vöruteg- undir til þess að vinna upp tap og mörg önnur fríðindi hefir þessi stofnun hlotið af gjafmildi og miskunnsemi stjórnarinnar. — Nú gefst stjórn landsverslunarinnar færi á að sýna, hvort hún getur bjargast af án þessara hlunninda. | Landsverslunin er nú orðin at-1 vinnufyrirtæki en ekki dýrtíðar-' ráðstöfun og verður því að hlíta sömu lögum, sem kaupsýslumenn yfirleitt. Hér eftir verður hvorki um uppgjöf útsvara, innflutnings- höft, eða hið margnotaða þarfa- gagn landsverslunarinnar: einokun að ræða. En með leyfi að spvrja. Sat það ekki hálfilla á háttvirtu Al- þingi, sem nú hefir setið og barið lóminn í þrjá mánuði samfelda og kveinað ömurlega um fjárþröng landssjóðs, að láta að lokum frá sér fara þá skilnaðarkveðju, sem bindur miljónir króna af fé eða lánstrausti landsins í tvísýnu versl unarfyrirtæki, sem hingað til hefir þurft að lifa í skjóli einokunar? fyrirkomulag hans og jafnframt spurður álits um fyrirkomulagið. Eg hafði vitanlega ekkert við það að athuga og tilkynti komu mína til Stokkhólms. -— Tilgangur ráðstefnunnar er vitanlega sá, að ræða sameiginleg áhugamál, til fræðslu í vísinda- greininni yfirleitt, og til þess að ræða um hvað gera skuli við hina ýmsu dýrasjúkdóma. — íslandi hefir enn fremur ver- ið sá sómi sýndur, hvað dýralækna fundinn snertir, að ráðstefnunefnd in hefir ákveðið, að láta Magnús Einarson stjórna fundi nokkurn hluta síðasta ráðstefnudagsins. — Hvað ætlið þér að dvelja lengi erlendis? — Auk þess að sitja þennan fund ætla eg að fara um Dan- mörku og víðar, til þess að kynna mér ýmislegt dýralækningum við- víkjandi. En það eru nú liðin rúm 20 ár síðan eg var erlendis. Síð- ast í júlímánuði mun eg koma heim aftur. Lengur get eg því miður ekki verið að heiman. Slíkar ráðstefnur sem þessar eru nú mjög farnar að tíðkast meðal Norðurlandaþjóðanna í ýmsum greinum, enda eru þær áreiðanlega mjög þýðingarmikillþáttur í þeirri viðleitni, sem nú er hafin fyrir al- vöru, til að færa Norðurlandaþjóð- irnar nær hver annari og koma á náinni samvinnu milli þeirra. ísland á áreiðanlega heima með- al þeirra, og það er því nauðsyn legt að íslenzkur fulltrúi sé æfin- lega viðstaddur er slíkir fuiidir fara fram. --------0-------- SflÉii’iiiiði’i í erl, Mm Trauðla mun nokkurt frumvarp, sem fram hefir komið á Alþingi á síðari árum, haft önnur eins áhrif á nágrannalöndin, eins og síldveiði frumvarpið. Norsku blöðin ræða ekki annað mál meira nú, og eru sum allhvöss í umælum sínum um frumv. og fslendinga. Hefir sá úlfaþytur náð til Danmerkur og eru dönsk blöð tekin að ræða um 0 DIÉIlHlir ISIOUIH. Magnús Einarson fulltrúi íslands. Með Botniu síðast fór héðan m. a Magnús Einarson dýralæknir og frú hans áleiðis til Stokkhólms; hann til þess að sitja þar ráðstefnu dýralækna frá Norðurlöndum, er halda á þar í borginni dagana 6 —9. júlí, að báðum dögum með- höláum. Vér hittum dýralæknirinn að máli til þess að fræðast um þessa ráðstefnu. — Þetta verður önnur ráðstefn- an í röðinui, sem dýralæknar frá Norðurlöndum halda. Skömmu áð- ur en ófriðurinn mikli skall á áttu þeir fund með sér í Kaupmanna- höfn. En þar var enginn fulltrúi frá íslandi. Nú, þegar ísland er komið í tölu hinna sjálfstæðu ríkja, er ekki nema sjálfsagður hlutur að ísland hafi sérstakan fulltrúa á fundinum. Mér var því, segir dýralæknirinn, send tilkynn- ing um hiim fyrirhugaða fund og skoðanir Norðmanna á frumvarp- inu og ummæli þeirra, en láta sjálft frumvarpið liggja milli hluta að mestu leyti. Hér fara á eftir mo'lar úr sum- um norsku blöðunum um málið og sömuleiðis einu dönsku. ,,Aftenposten“ segir að félag skipstjóra í Alasundi hafi haldið fjölmennan fund og rætt um hverj ar afleiðingar yrðu af þessu fyrir síldveiðar Norðmanna hér við ís- land. Varð það að samþyktum, að kosinn var skipstjóri einn og honum gefin heimild til að fara á fund umsjónarmanns fiskiveiðanna og sömuleiðis til stjórnarráðsins, sem fulltrúi sjómannanna. Átti hann að fá því til vegar komið, að herskip yrðu send til íslands, til þess að gæta réttar Norðmanna í síldveiðimálinu. Sömuleiðis átti þessi fulltrúi að kynna sér fiski- veiðalöggjöf Islendinga og önnur ákvæði, sem snerta síldveiðar Norð manna hér við land. Elías Roald, sem er einn mesti iitgerðarmaðurinn á Siglu|irði, hefir látið þess getið í viðtali við blað í Álasundi, að við þessu hefði mátt búast, því frá því herpinóta- veiði Norðmanna byrjaði við Is- lánd, liafi landsmenn litið mjög óhýru auga á þessa atvinnu er- lendra manna. Og ár frá ári hafi I þeir sett strangari reglur. Þó hafi bændum og verkamönnum jafnan | þótt Noi'ðmenn góðir gestir. En iitgerðarmenn og kaupmenn, með Ásgeir Pétursson í broddi fylking- ar, hafi jafnan haft horn í síðu þeirra. Þeir hafi litið svo á, að at- vinna Norðmanna hér á landi væri til skaða fyrir not landsmanna af náttúruauðæfum landsins sem þeir teldu sig eina hafa rétt til að nota. Roald mælir eindregið með því, að tvö herskip verði send til Is- lands til þess að vemda(!) Norð- menn meðan á síldveiðunum standi því það verði ekki látið sitja við þetta frá íslendinga hálfu. Þeir muni setja enn víðtækari lög og reglur. Þá hefir eitt danska blaðið, „Na- tionaltidende“, rætt inálið, einkum út frá ummælum norska blaðsins „Norges Handels og Sjöfartstíd- ende“, sem getið hefir verið um hér í blaðinu. Sagði það að þetta frumvarp væri sama sem að segja Noregi stríð á hendur. „National- tidende“ fer um það þessum orð- um: „Það virðist svo sem hinn norski „collega“ vor sé kominn óþarflega hátt upp í skýin, einkum þegar þess er gætt, að hann getur ekkert um það vitað, hvort þetta ein- stakra manna frumvarp verður að lögum eða ekki. Tunguhvessa blaðs ins er því ekki nauðsynleg, og er langt frá því að vera líkleg til að ná tilgangi sínum hvorki hér í Danmörku eða á Islandi. 1 sam- bandi við það álítum vér rétt að taka fram, að þegar Danmörk sam- þykti sambandslagafrumvarpið, er breytti sérstöðu íslands og veitti bróðurþjóð vorri margóskað sjálf- stæði, þá felur það ekki að eins það í sér að vér höfum í hyggju að virða það sjálfstæði, heldur líka það, að vér munum vinna að því, að önnur ríki geri það líka. Það er þess vegna rétt hjá norska blaðinu að í þessu máli verður Noregur að taka tillit til Danmerkur. En eins og við höfum áður drepið á, mun semjast um þetta mál á friðsam- legan hátt, og svo, að allar þrjár þjóðirnar megi vel við una.“ norski, og er því ekki sambærileg- ur við hann. Annars hafa íslend- ingar haft fastan og mikinn mark- að á Spáni um langt skeið. — En Það lítur út fyrir að ís- lendingar geti fengið góðan mark- að fyrir fisk sinn bæði í Grikk- landi, en þangað hafa þeir þegar selt mikið af fiski, og eins í Italíu, en þar er einokun á fiski feld úr gildi 15. apríl. Þetta í sambandí við að gengi lírunnar er að hækka gefur ástæðu til að vænta góðs markaðs þar, og eru því markaðs- horfur ís'lenska saltfisksins heldur góðar. Erl. simfregnir frá fréttaritara Isafoldar. Saltfiskurinn. Khöfn 18. maí. Misklíð Frakka og Breta. Kurrinn milli Breta'og Frakka magnast. Og sér í lagi eru þaS ensku blöðin, sem eru óspör á stór- yrðin. Bandaríkjablöðin verja að- gerðir Briands. Þjóðverjar eru ánægðir með j ræðu Lloyd George. Hafa þeir sent Briand nýja orðsendingu út úr ástandinu i Efri-Schlesiu. Sjómannaverkfallið norska. Frá Kristjaníu er símað, at Þjóðhjálpin hafi útvegað fólk tfl þess að halda uppi helstu sigl- ingaleiðum. Landsfélag verka- rnanna hefir sent út opið bréf þesa efnis, að meðan stórverkfall þetta standi yfir, muni verkfallsmena ekki fá neinn styrk úr sjóðum sambandsins. / Dr. Karl Mantzius leikari, fyrrum forstöðumaður kon- unglega leikhússins í Kaupmanna- höfn, er látinn. Khöfn 14. maí Skaðábsiturnar. Frá Berlín er símað: Mönnum hefir alment létt við að afstaða er nú loks tekin til úi'slitakosta banda- manna um hemaðarskaðabæturnar. Blöð þýska þjóðernisflokksins leggja áherslu á, að frá þeirra sjónarmiði séu skuldbindingarnar efeki annað en „pappírssnepill.“ Parísarblöðin fagna úrslitunum lítið og draga í efa, að Þjóðverjar hafi góðan vilja á að uppfylla loforð sín. Konow stórþingsmaður í Noregi íhefir getið þess í viðræðu til blaða- menn, að vegna hækkunar tollsins á norskum saltfiski geti Islend- ingar og New Fonndland, sem eigi miklar birgðir af gömlum fiski, kept við norska fiskinn hvar sem er og útrýmt honum. ..Berlingske Tidende“ hafa fyrir mánuði liðnum átt tal við Aage Berléme stórkaupmann út af þess- um ummælum, og spurt um álit hans á því, hvort tollmáladeila Norðmanna og Spánverja muni geta haft nokkur varanleg áhrif á sölu íslenska saltfisksins. Far- ast honum þannig orð um málið: — Auðvitað er það ekki ómögu- legt að það hafi einhver áhrif á fiskverðið að land eins og Noreg- ur er lamað af tollhækkun, en um eiginlega samkepni getur ekki ver- ið að ræða, vegna þess að íslenski fiskurinn er miklu betri en sá Alanaseyjar. Frá Stokkhólmi er símað, að í skýrslu Álandseyja-nefndarinnar, sem nú hefir verið birt, sé mælt með því, að eyjarnar lúti framvegis yfir- ráðum Finna. Verslun Breta og kolaverkfallið. Frá London er símað að utan- ríkisverslun Breta, innfluttar vörur og útflutar hafi minkað um 46% í aprílmánuði, vegna kolaverkfalls- ins. Kvikmyndir af konungsheimsókninni. Kvikmyndafélagið „Fotorama1 * í Kaupmannahöfn hefir ráðist í að taka lifandi myndir af för konungs- ins til íslands í sumar. (Félagið hefir samið við Bjarna Jónsson forstjóra „Nýja Bíó“ um að hann láti taka myndir af leið- angri konungs og kaupir af honum myndirnar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.