Ísafold


Ísafold - 06.06.1921, Qupperneq 1

Ísafold - 06.06.1921, Qupperneq 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. ISAFOLD Ritatjórar: Vilhjálmur Finaen og Þorateinn Gíalason. Afgreiðsla og inn- Iheimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentamiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, mánudaginn 6. júni 1921. 23 tölublað. H.f. „Völunöur** Timburverslun — Trésmiðja — Tunnugerð Reykjavík. Smiðar flest alt, er aö húsbY29»n9um (aðallega hurðir og glugga) og tunnugerð (aðallega kjöttunnur og sílðartunnur) lýtur. Selur flestar algengar tegunðir af timbri (furu og greni) hús, húsgögn, báta og amboð. Ábyrgist viðskiftavinum sínum nær og fjær þau bestu við- skifti, sem völ er á. Fljót afgreiðsla. Símnefnj: Völunður. Sanngjarnt verð. Isafold. Frá byrjun þesaa mánaðar hef eg tekið að mér, ásamt hr. Vilhj. Finaen, ritstjórn íaafoldar. Reykjavík 6. júní 1921. t»orst. Gfslason. Sv. Jónsson Gt Co. Kirkjustræti 8 B- Reykjavík. hafa venjulega fYrirliggjanð imikl- ar birgðir af fallegu og enðingar- góðu veggfóðri, margs konar pappír op pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco. Ár 1921, þann 30. aprll, var aðal- fnndur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Þjórsártúni. Á fundin- um voru mættir: Formaður Sam- bandsins Guðmundur Þorbjarnarson og annar meðstjórnandi Dagur Brynj- ólfsson. Hinn meðstjórnandi,Magnús Finnbogason, mætti ekki og tilkynti ekki forföll. Á fundinum mættu fulltrúar frá 20 búnaðarfélögum og 2 sýslufulltrúar; fyrir Arnessýslu Eggert Benediktsson og fyrir Rang- árvallasýslu Runólfur Halldórsson. Mættir æfifélagar: Sig. Sigurðsson ráðanautur; lagimundur Jónsson, Hala ; Skúli Thorarensen, Móeiðar- hvoli; Kristinn Ögmuudsson, Hjálm- holti. Aðrir æfifélagar, er mættir voru, voru búnaðarfélagsfulltrúar. Á fundinum voru tekin fyrir þessi mál: 1. Reikningur yfir tekjur og gjöld Sambandsins siðastliðið ár. Reikningurinn athugasemdarlaus frá endurskoðendum, samþyktur i einu hljóði. Einnig las formaður upp efnahagsreikning sambandsins, og teljast skuldlausar eignir samtals kr. 4550,00. Skýrt frá framkvæmdum Sambandsins síðastliðið ár. 2. Tillögur til framkvæmdarstarf- semi Sambandsins þetta ár: a) Plægingarstarfsemin haldist frá byrjun júni til loka september, ann- ars með sömu kjörum sem næst- liðið ár, þannig að verkþegi greiði kr. 120,00—130,00 fyrir almenna dagsláttn, ank þess að fæða og hýsa mennina, og leggja til hjálparmann eftir þörfum. Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. b) Mönn- um gefst kostur á manni, hestum og verkfærum til mýrasléttunar með sömu kjörum og lofað var í fyrra. Tillagan samþykt. c) Sambandið tekur að sér að útvega mann til leiðbeiniagar við þurkun á sandi, komi beiðnir um það frá það mörg- um eða þannig vaxnar, að Sam- bandinu þyki taka því að láta mann- inn koma. Verkþegi greiði mann- inum hálft dagkaup, auk fæðis. Tll- lagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. d) Verðlaun fyrir áburðar- hirðing haldist sama og áður. Skal I erindisbréfi mælingamanna gefa reglur fyrir mati áburðarhirðingar- innar. Tillagan samþykt. e) Með því að hjá ýmsum félögum vill verða dráttur á greiðslu árstillagsins, oft óþægilegur, og stundum full vanskil, "en sambandið kostar hins vegar allar jaTðabótamælingar, þá ber mælÍDgamönnum að byrja starfa sinn innan hvers búnaðarfélags nú og framvegis með því að nitta for- mann félagsins, taka hjá honum skýrslu yfir félagatalið og fá jafn- framt sér greitt tillagið fyrir yfir- standandi ár. Vilji formaður ein- hvers félags færast undan greiðslu á tillaginu, fellur niður mæling og leiðbeining i þvi félagi það ár. Til- lagan samþykt í einu hljóði. Fjár- hapsáætlun fyrir 1921—1922 lesin upp og samþykt i einu hljóði. 3. Formaður vakti máls á þvi að stjórn áhatdasýningarinnar ætlaðist til, að Búnaðarsamböndin beittu sér fyrir þvi að safna til sýningarinnar. í tilefni af þvi kom fram svo hljóð- andi tillaga: »Fundurinn skorar á »fulltrúa Búnaðarfélaganna að hlut- »ast til um, hver innan sins félags, »að menn sendi til væntanlegrar »ihaldasýningar muni þá, er þeir »kynnu að eiga«. Samþ. i einu hlj. 4. Þá las formaður upp bréf frá Búnaðarfélagi íslands, þar sem tekin eru fram skilyrði fyrir styrk úr rikis- sjóði til sandgræðslu. 5. Tekið til umræðu kaupgjald verkafólks. Kom þá fram athuga- semd um, að þetta væri sérstakt mál, sem heyrði til öðrum fulltrú- um heldur en fulltrúum búnaðarfé- laganna. Eftir nokkrar umræður var leitað eftir hvað margir hreppar hefðu sent fulltrúa á kaupgjaldsfund- inn, og samþykta þeir fulltrúar einir með öllum atkvæðum móti tveimur, að atlir viðstaddir bændur á sambandsfundinum skyldu hafa málfrelsi og atkvæðisrétt i kaup- gjaldsmálinu. — Þá var lesin upp fundargjörð frá fundi um það mál o. fl., er haldinn var að Þjórsártúni 22. f. m. og skýrt frá framkvæmd- um nefndar er þar var kosin. Þá hófust umræður. Var Jörundur Bryn- jólfsson málshefjandi og sýndi fram á samtakaleysi bændastéttarinnar, og nauðsynina á meiri samvinnu meðal bænda. Eftir allmiklar umræður komu fram þessar tillögur: 1. hður: Fundurinn velur þrjá menn í nefnd þá er ákveðin var í. fundi 22. f. m. til að starfa með mönnum þeim, er sýslunefndir Ár- ness og Rangárvallasýslna hafa kosið til að ákveða kaupgjald kanpafótks í. yfirstandandi sumri. Tillagan samþ. í einu hljóði. 2. liður: Starfssvið þessarai nefnd- ar er meðal annars: a) Að afla upp- lýsinga úm verðlag á landbúnaðar- afurðum, svo sem smjöri og ull :i yfirstandandi sumri og kjöti, tólg, gærum og innmat á komandi hausti. Samþ. með öilum greiddum atkv. b) Að ákveða kaupgjald kaupafólks, er aðallega miðist við gamalt lag, virt til peningaverðs, eftir meðal verðlagi búfjárafurða. Samþ. með öll. um greiddum atkv. móti 1. c)Nefnd- in skal hafa ákveðið kaupið og til- kynt það hreppsnefndum svo fljótt sem mögulegt er, f síðasta lagi fyrir miðjan september. Samþ. með öll um greiddum atkvæðum. — Við- aukatillaga frá Skúla Thorarensen, >annig: Verði þá eigi nægar upp- ýsingar komnar í ljós i þessu efni, skal kaupið verða sem hér segir: 40—50 kr. vikukaup karlmanna, en 25—30 kr. vikukaup kvenmanna. Feld með öllnm greiddum atkvæð- gegn 2. — Þá var dregið um það, ívor sýslan skyldi hafa tvo menn í nefndinni. Hlaut Rangárvallasýsla að eggja til 2 menn, en Arnessýsla 1. Fyrir Rangárvallasýslu var stungið upp á og kosnir þeir Guðmundur >orbj trnarson bóndi á Stóra-Hofi og Einas Einarsson hreppstjóri í Gerðs- auka, en fyrir Arnessýslu var kosinn Skúli Gunnlaugsson á Kiðjabergi. 6. Þá kom fram svo hljóðandi tillaga: »Fundurinn samþykkir að cjósa 5 manna nefnd til þess að taka til athugunar samvinnumái bænda á * Suðurlands-nndlrlendinu. Skal nefndin hafa lokið stöifum sínum fyrir næstu áramót, og leggja at- huganir sínar og tillögur fram á fundi, er Búnaðarsambandið boðar til á sambandssvæðinu*. Jafnframt stakk fundarstjóri upp á að í þeasa nefnd yrðu kosnir: fyrir Arnessýslu sira Þorsteinn Briem prestur á Mos- felli, Jörundur Brynjólfsson bóndi á Múla og Arni Jónsson bóndi i Al- viðru. Og fyrir Rangárvallasýslu Ingimundur Jónsson bóndi i Hala og Guðjón Jónsson bóndi í Asi. Tillaga þessi, ásamt nefndum mönn- um, var samþykt i einu hljóði. 7. Ólafur læknir Isleifsson flutti fyrirlestur um bjartsýni og bölsýni. 8. Iugimundur fónsson bóndi, Hala, skýrði frá reynslu þeirri, er hann hafði fengið við fóðurtilraunir á ám með kraftfóðri á siðastliðnum vetri. í sambandi við það kom fram svo hljóðandi tillaga: »Fund- urinn óskar eftir að þessum tilraun- um verði haldið áfram næsta vetur, og þeim hagað sem næst þvl, er bændur alment mundu notfæra sér; það er kraftfóðurgjöf með beit, jafn- hiiða sem tilraunir eru gjörðar með innistöðu*. Tillagan samþykt i einu hijóði. 9. Signrður Sigurðsson ráðunaut- ur flutti erindi um fóðurbyrgða- og forðagæzlumál. Rakti hann sundur grundvallarhugmyndina fyrir frum- varpi því til laga um eftirlits- og fóðurbirgðafélög, sem Búnaðarfélag íslands hefir samið og sent út um land i vetur. í sambandi við það kom fram tillaga svohljóðandi: »Fundurinn vill alvarlega brýna fyrir mönnum að taka nú föstum tökum á fóðurtryggingarráðstöfunum, annað- hvort eftir frumvarpi Búnaðarfélags íslands, eða i likingu við það«. Til- lagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Þar næst las formaður upp kafla úr bréfi frá Búnaðarfélagi íslands viðvikjandi kraftfóðurskaupum svo hljóðandi: »í sambandi við þetta viljum vér vekja eftirtekt yðar á þvl, að innlend kjarnfóðurefni, síld og lýsi, er nú í lágu vetði — sildar- tunnan á 12—15 kr., en lýsisfatið (200 pottar) á 68—92 kr. Þetta er miðað við verðlag hér i Reykjavík. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga myndi geta annust kaup á þessum fóðurefnum, ef óskað yrði. 10. Kristinn Ögmundsson í Hjálm- holti sagði ferðasögu frá norðurför þeirra félaga i fyrravor. ir. Þá var gengið til stjórnar- kosningar fyrir Sambandið, og var stjórnin endurkosin i einu hljóði. Sömuleiðis varastjórn og endurskoð- endur. Fundargjörðin lesin upp og samþykt. — Fundi slitið. Guðm. Þorbjarnarson. Daqur Brynjólfsson. Arsreikningur fyrir 1920. Eimskip.iélagið heíir uýlega gefið út reikning sinn fyrir siðastliðið ár. Hefir hreinn arður á árinu orðið 533.806 kr. 65 aur. en reiknings- veltan er nærri ein miljón krónur. Frá fyrra ári hafði verið yfirfært 115.241 kr. 43 aur. svo alls eru til ráðstöfunar 649.048 kr. 08 aur. Gjaldaliðirnir eru: skattar og opin- ber gjöld 151.668 kr. og skrifstofu- kostnaður í Reykjavik og Kaup- manmhöfn 174.857 kr. 04 aur. En aðaltekjuliðirnir eru: Tekjur af rekstri Gullfoss 556.615 kr. 24 aur., af rekstri Lagarfoss 102.096 kr. 43 aur., hagnaður af gengismun 12.620 kr. 95 aur., afgreiðslulaun á vörum 46.366 kr. 14 aur. hér og í Kaup- mannahöfn 29.970 kr. 93 aur., þóknun fyrir útgerðarstjórn lands- sjóðskipanna 50.400 kr. og »Suður- lands* 10.800 kr. og mismunur á vaxtareikningi 47.897 kr. 20 aur. Jafnaðarupphæð efnahagsreiknings félagsins er 4.188.098 kr. 10 aur. I árslok 1920 var bókfært verð Gullfoss 400 þús. kr., Lagarfoss 767.637 kr. og fyrir nýja skipið hafði þá verið greitt 1.272.568 kr. 88 aurar. Vörugeymsluhúsið við Tryggvagötu var bókfært fyrir 66.W41 kr. 58 aur. og fyrir nýja húsið hafði verið greitt 626.970 kr. 04 aur. Kol og ýmsar aðrar vörur átti félagið fyrir ca. xoo þús. kr. og fyrirframgreiddar vátryggingar voru 42.689 kr. 29 aur. lnnieignir hjá ýmsum skuldunautum voru 132 þús. kr., hjá afgreiðslumönnum 29 þús. kr. og i bönkunnm 740.620 krónur. Skuldamegin á efnahagsreikningn- um er fyrst að telja hlutaféð, sem 1 árslok var 1680 þúsund krónur. Ogreiddur arður frá fyrri árum er ca. 95 þúsund krónur. Af bolleaska skipaláninu stóðu eftir um áramót 350 þús. kr., Flydedokken átti 133 þús. kr. hjá félaginu, og landssjóðs- skipin 207 þús. kr. í varasjóði átti félagið 1.057.054 kr. 26 aur. Eftir- launasjóður félagsins var 188.889 kr. 06 aur. Stjórnin leggur til, að arðinum, 649.048 kr. 08 aur., verði varið þannig: Dregið frá bókfærðu eignar- verði Gullfoss ^oþús.kr., Lagarfoss 75 þús. kr., vörugeymsluhúsanna 15 þús. og skrifstofugagna 3 þús kr., sam- tals 123 þús. kr. í endurnýjun- ar- og varasjóð leggist 275 þús. kr., ómakslaun til stjórnar og endurskoð- enda 7500 kr., hluthöfum greiðist 10 °/0, útgerðarstjóra r6 þús. kr. ágóðaþóknun, i eftirlaunasjóð greið- ist 20 þús. kr. og til næsta árs yfir- færist 39.473 kr. 08 aur. í samanburði við árið 1919 hefir siðasta ár veiið slæmt. Þó er það gott, þegar tekið er tillit til aftur- kipps þess sem kom á siglingarnar á siðasta ári og er undravert, að Gullfoss skuli hafa gefið eins mik- inn arð á síðasta ári eins og árið áður. En á Lagarfoss er munurinn mikill. Tekjurnar af honum voru 640 þús. kr. árið 1919 eða yfir hálfa miljón króna meiri en siðasta ár. Stafar þessi mikli mismunur nokkuð af hinni löngu töf, sem skipið hafði af viðgerðinni i Kaup- mannaböfn í fyrra. 4» 1 t í Nd, kom fram, frá samgöngu- málanefndinni þar, og var samþ. í deildinni frv. um sýsluvegasjóði. Aðalefnið er þetta; í sýsluvegasjóð skal árlegu greiða vegaskatt af öllum fasteignum innan hverrar sýslu. Skattur þessi greiðist á manntals- þingi af ábúanda hverrar jarðar, en af eiganda hverrar lóðar eða húseign- ar i kauptúnum. Sýslunefnd ákveð- ur jafnan fyrir eitt ár i senn, hve- hár skatturinn skuli vera það ár, en hann skal vera minst 2 kr. af hverjn þúsundi af virðingarverði skattskyldra fasteigna, samkvæmt fasteignamati,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.