Ísafold - 06.06.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.06.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD * S sérstaklega gert iít til þess að sjá um, að mér liði vel á ferðinni. Eg hafði fyrir mörgnm árum kent hon- um frumatriði varkárninnar á hans fyrstu sjóferð; hann var þá þrevetur og það var á Vestu sálugu. Hefði eg ekki verið með, þá hefði hann ver- ið dottinn iltbyrðis og druknaður, áður en kom út fyrir Hjalteyri (við fórum frá Akureyri). Jæja, nú var Eggert Briem (því sá var maðurinn) sem sagt sendur mér til liðs og má nærri geta, að honum væri ljúft að 1,'ta eftir mér, enda íók hann sér stöðu í rúminu upp yfir mér, svo að hann gæti sem best séð til min og vék þaðan aldrei, alia leiðiná til Eyjafjarðar; reisti hann sjaldan höf- uðið frá koddanum, nema hvað hann þurfti stundum, þegar Srerling valc nokkuð meira, að teygja það út yfir rúmstokkinn — til þess að gá að mér — nú þurfti eg ekki að gá að honum, hann fór sér ekki að voða! Þegar kom út fytir nesið fór eg upp að sjá, hvernig þar væri um- horfs; þar var slangur af farþegum, en veðrið normalt siðari ára sunn- lenskt júlíveður, o: súld af suðvestri, beint i nefið á Sterling, og hurfu þvi flestir farþegarnir smám saman.— Stfna mín, sem þá var að halda há- tíðlegan 13. afmælisdag sinn, stóð sig eins og hetja vestur á Sviðið, svo fór hún að fölna upp og hvarf bráðlega; konan var komin »til kojs« víð Gróttu. Þegar kom suður fyrir Skagann, út í Atlantshafið opið, var ekki eftir nema einvalalið — fáein- ar hræður, færar i flestan sjó, þar á meðal hinir nýböknðu »kontú- bernalar* mínir. Fórum við að mæla — með ágiskunaraðferðinni — öldu- hæðina og varð útkoman 1,5—2 m Eg þraukaði við uppi þangað til við vorum komnir fyrir Reykjanes — i Grindavíkursjóinn; þá var farið að liða að miðnætti og þá fór eg niður. Það var heldur en ekki krökt af fa'þegum, öll rúm full, rej'kingjasal urinu og borðsalurinn sömuieiðis; hvar sem litið var og eitthvað var til að liggji á, var maður. Þar við bættust margir Vestmanneyingar; þeir voru alstaðar, þar sem ekkert var til að liggja á, nema gólfið; eg man það, að eg var nærri dottinn um eitthvað í göngunum fyrir utan klefa- dyrnar mínar um nóttina, — eg ætl- aði að líta eftir mæðgunum. — Hjelt eg að það væri stór hundur, sem hefði hringað sig þarna saman, en við nánari aðgætslu sá eg að þetta var sofandi maður! Vestm.eyingar teljast annars ekki til farþega og eru heldur ekki skoðaðir sem flutuingur eða vörur, þvi þeim er ekkert pláss ætlað; þeim er stungið hingað og þangað, þar sem þeir eru ekki fyrir neinum, bak við Btiga, nndir bekki, og víðar, en í einu tilliti er þeim gert jafnt nndir höfði og öðrum mönnum, og það mönnum af skárra tæginu: þeir fá að borga fargjald eins og farþegar á fyrsta plássi. Svona er það á öllum stærri far- þegaskipum, sem annars bafa getað fengið það af sér, að koma við i Eyjnm. En það hefir nú viljað bresta á það siðari árin. Nóttin leið með töluverðum hlið- arsjó og veltu og mikilli sjósótt og vissi eg Htið hvað leið, þangað til Sterling blés undir Ytstakletti kl. og skömmu síðar féli akkerið á Vík- inni fyrir utan Vestmanneyjahöfn, og var þá komið besta veður, og varla er nokkursstaðar hér við land einkennilegri og i sumu tilliti feg- urri skipalega en þessi: til hægir handar dökkbrúnn og dökkgrænn Ytstiklettur með klettahellinn gap- andi á móti manni og svo Heima- dettur eins og tröllatorfkofi, með mó- gulum eða leirljósum sextugum til áttræðum móbergsveggjum og enn þá hærri grænni grasþekjunni uppi yfir. Klettarnir óma af lunda- og fýlsgargi og fuglarnir þjóta fram og aftur uppi yfir manni. Framundan er höfnin og mótorbátaflotinn, 70— 80 bátar og að baki henni Klifið, slétt að ofan, þverhnýpt og alvarlegt en með grænum brekkum neðan undir, svo breiðir bærinn sig fjöl- breyttur en all óskipulegur til vinstri handar upp frá höfninni upp í hraun- ið og upp undir Helgafell, sem tak- markar útsýafð til suðurs. Nú var víkin slétt, en þó ekki laos við und iröldu, og það er hún sjaldan, þvi að hún er úthaf, og rjúki hann upp á austan, er best að hypja sig burtu hið bráðasta. Við lágum fram yfir hádegi við Eyjarnar og sigldum svo i besta veðri með undirðlduna á eftir út á milli hinna hálf niðurrifnu eldeyja, Bjarn- areyjar og Eiliðaeyjar og austur með söndum. Eg hafði hlakkað til að sjá Mýrdalsjökul, hvernig hann mundi líta út eftir Kötlugosið, en þeir háu herrar, hann og Eyjafjallajökull gamli, voru ekki svo kurteisir, að þeir vildu taka oíaa þokuhjúpinn sem huldi þi eins og luntalegur »sixpence« rétt niður að jökulmörknm, aftur á móti sist »Kötlutangi«, sem hlaupið ruddi fram rétt fyrír vestan Hjörleifshöfða og mun nú vera syðsti oddi lands- ins. Úti fyrir Mýrdalssandi og í Með allandssjónum var slangnr af vana- legum fuglum fýl, ritu, kjóa og skúm, en auk þeirra fylgdo skipinu nokkrir mávar mjög líkir svartbak, en mun niinni, með ljósgnla fætur; voru þeir oftast 3—4 saman, en flest 10. Eg hefi aldrei séð þá hér áður lif- andi, gat ekki betur séð en að það væri sildarmávur eða litli svartbakur (Ltrus fuscas). Hefir einn fugl af því tægi verið skotinn hér fyrir nokkr- um árum við Rauðará. Fiétt hefi eg síían að þessi fugl muni verpa eitt- hvað í Meðal andinu. Hann er al- ge*gur við Færeyjar og lengra suður og væri ekkert á móti því að þessi fagri fugl vildi ílendast hér. -------0------ tirgur i „Timanum11. Siðan þingi sleit má he ta að logn sé yfir stjórnmálunum. Nokkrar urg ur eru þó enn í »Tíma«-mönnuro, enda urðu þeir undir í öllum við- skiftum í þinglokin. En nú hafa þeir gott tóm til þess að ihuga að- ferðir sínar síSastliðnu mánuðina í stjórnmálaafskiftunum, og ættu að nota það og láta það verða til þess, að þeir beiti sömu aðferðunum aldrei framar, Nú hafa þeir fengið að reyna, að þær eru ekki eins sigursælar og þeir munu áður hafa hugsað. Af reynlsunni eiga menn að læra, og af ósigrunum eiga menn að verða hygnir. Það stappaði nærri, að þeir hefðu fælt frá sér i þinglokin alla þá þingmenn, sem þeir i byrjun þings- ins gerðu sér vonir um að hafa á sínu bandi. Ekki aðeins með gaura- ganglnum í blaðinu, heldur jafnvel enn meir með áleitninni og undir- róðrinum þar fyrir utan. Þingmenn- irnir'þo,J •'kki áfergjuna og hristu af sér fa justu tilraunina gerði »Tíma«-liðið skömmu fyrir þingslit- in, boðaði alla Framsóknarmenn á fund til sin og ætlaði að leggja þeim lífsreglnrnar. En það fór svo, að aðeins einn þingmaður sinti fnndar- boðinn. Hinir komu ekki. Fréttin seig út, það sást ólundarsvipur á vonbrigðamönnunum og það var brosað — á »Tíæans« kostnað. Hálfgert óráð virtist vera á blað- inu kringum þingslitin. Ein grein- in byrjar á þvi, að stjórnin hafi í bankamálunum orðið að »ganga undir ok þingviljans®. En síðar í sömu greiniuni er talað um »skip- anir stjórnarinnar* i sama málinu og látið heita svo sem þingið hafi orð- ið að hlýðu þeim nauðugt, stjórnin hafi »beitt oíbeldi við þingið*. Mega allir sjá, að eitthvað muni óheilbrigt i slíkri frásögn, enda er sannjeikur- inn sá, að þing og stjórn komu sér að lokum vel samaa nm þetta mál og að hvorugt getur skorast undaD, að bera sinn hluta af ábyrgðinni af framkvæmd þess. Stýrimannaskólinn. Þeir nýsveinar, sem ætla að sækja um inntöku í stýrimanna- skólann í haust, eiga að senda forstöðumanni skólans beiðni um það fyrir 1. september, stílaða til stjórnarráðsins, og láta fylgja þessi vottorð: 1. Skírnarvottorð. 2. Sjóferðavottorð fyrir minst 6 mánuði. 3. Sjónarvottorð frá augnlækninum í Reykjavtk. 4. Siðferðisvottorð. 5. Heilsuvottorð. Innsækjandi á að vera vel læs, sæmilega skrifandi, kunna 4 j höfuðgreinar i heilum tölum brotum og rita íslenzku stórlýtalaust. Inntökupróf verður haldið. Reykjavík 3. júní 1921. Halldörsson. Eftin þingið. Smápistlar eftir Jón Þorldksson. Mér varð sú skissa á, að lofa rit- stjóranum nokkrum smápistlura um þingið nýafstaðna og gerðir þess. En satt að segja er svo komið fyrir mér, eftir meira en þriggja mán- aða setu á þeirri göfugn samkomu, að eg vildi helst ekki þurfa að hugsa nokkurn skapaðan hlut um þingmál, og því siður skrifa neitt um þau, heldur taka mér algerða hvild frá öllu sliku. Nú gengur ritstjórinn eftir loforðinn, og verð eg þá að efna það að nafninu til, en bið les- endnrna íyrirfram afsökunar á því, að efndirnar verða lftilfjörlegar. I. Fjámáiakpeppan. Af þessu þingi var iyrst og fremst til þess ætlast, að það réði fram úr Tjárkreppunni, sem hófst hér fyiir ! rúmu ári og farið hefir sífelt versn- andi síðan. Ollnm gætnnm og skyn- sömum mönnum var^ þó fyrirfram ljóst, að það var ekki á valdi þings og stjórnar að bæta úr fjárkreppunni nema að litlu leyti. Hún ei sem sé i rauninni ekkert annað en fátækt, sem gerir vart við sig á þann hátt, að landsmenn hafa ekki efni á að borga þær vörur, sem þeir hafa feng- ið frá útlöndum og þurfa að fá það- an. Til þessarar fátæktar liggja auð- vitað margar orsakir, eins og til allra viðbarða sem gerast, en mes a or- sökin, eða sú sem greinilegast varð komið auga á, var sii, að landsmenn höfðu keypt trlendis miklu meira af dýrum vörum og dýrum munum (þar á meðal skipum), en þ*ir voru borguuarmenn fyrir þegar afurðir landsins jafnframt hriðféllu i verði, sumar jafnvel svo, að þær seldust ekki fyrir flutningskostnaðinum til út- landa einnm saman. Ekkert löggjafar- vald hefir nokkurntima getað afnumið fátækt heils lands beinlinis með laga- setningn. Þess var því ekki að vænta, að þingið gæti ráðið fram úr fjár- kreppunni á þann hátt, að afnema hana, eða gera ráðstafanir til þess að hún hyrfi alt i einu. Gegn fátækt- inni er ekki til og hefir aldrei verið til nema eitt ráð, að eyða minna en aflað er. En þetta ráð er seinvirkt, og verkefni þingsins i málinu var það, að útvega greiðslufrest á að- kallandi skuldum, tií þess að atvinnu- rekendur landsins gætu fengið svig- rúm til að halda atvinnnrekstrinum áfram, í von um að fjárkreppan, eða öðru nafni fátæktin, sje nú búin að gefa landsmönnum nægilega áminn- T v i s t a u ensk, fjölbreytt og smekkleg munstur. Fyrirliggjanöi í heilösölu hjá O. Friðgeirsson & Skúlason Hafnarstræti 15 Sími 465. Fyrirliggjanöi í heilösölu: Kaffi, kaffibœtir (kvörnin), sveskjar, cacaópulver, smiðajárn, eldspitur sænskar, ullarkambar bestu tegunð, munntóbak, nýjar kjSttunnur i stðfum, vindlar stórir og smáir. O. Friðgeirsson & Skúlason Hafnarstræti 15 Sími 465. ingu til þess að þeir haldi ekki áfram að eyða meirn en aflast, heldur noti nú næstn árin til þess að losa sig úr kreppunni með dugnaði og spar- semi. Jafnframt útvegun greiðslu- frestsins þurfti svo að gera alt það sem i valdi löggjafans stóð til þess að bæta aðstöðu atvinnuvega lands- ins svo að framleiðslan og fjáröfl- unin geti orðið sem örust. Til fyrirgreiðslu atvinnuveganna var fyrst ,létt af öllum verslunar- höftum á nauðsynjavörum. Um það náðist fljótt allgott samkomulag, og hefir það atriði verið svo ýtarlega rætt f blöðum, að ekki mun þörf frekari útlistunar. Því miður var ekki hægt að greiða fyrir framleiðsl- unni með þvf að létta skatta og opinber gjöld, heldur þótti óhji- kvæmilegt að leggja nýjar byrðar á landsmenn, og verður að því vikið síðar. Útvegnn greiðslufrests á aðkall- andi skuldum var og er bankamál Bankarnir eiga að vera aðal-milliliðir fyrir greiðslur frá landinn og til landsins. Þegar meirá er keypt en nnt er að borga, þá lendir mistnun- urinn fyrst á bönkunum. Þeir geta 1 haldið ölin i horfinu um stund með ; þvi að taka af inneignum sínum er- ! lendis, ef nokkur eru, og því næst > með því að nota lánstraust sitt er ílendis. En haldi landsmenn áfram j að eyða meiru en þeir afla, eða kaupa meira en landsafurðirnar hrökk- jva fyrir, þá ganga fyrst inneignir ' bankanna til þurðar og síðan láns- traust þeirra. Nú var svo komið að lánstraust Islandsbanka var uppnotað, og hann hafði tekið að sér greiðslu erlendis á allmiklum upphæðum fyr- ir skiftavini sfna, sem hann gat ekki inl af hendi, en þetta vorn sknldir fallnar i gjalddaga og hefði þvi þurft skjótra úrræða þegar í þingbyrjun. En samkomulagið inn- an^ þingsins var fjarri þvi að vera svo gott, að þetta mál gæti fengið skjóta úrlausn; það dróst fram f þinglok, en áður haiði þó Lands- bankanum verið veitt aðstoð til lán- töku (ábyrgð rikissjóðs). Fyrir úr- lausn málsins að því er íslands- banka snerti tafði m. a. það, að um leið þurfti að gera skipun á seðla- útgafuiétti hans það sem eftir er af leyfistíma hans. Ut um heim. Þýskaland. Slðan það fréttist að Þjóðverj- ar hefðu á síðustu stundu látið undan Bandamönnum og tekið kröfum þeirra til skaðabóta hefir verið hljótt um málið. önnur tíð- indi, uppreisnin í Efri-Schlesiu og misklíð Frakka og Breta hefir dregið að sér athygli manna og skaðabótamálið, sem þó er að ýmsu leyti merkasta málið, sem nú er á döfinni, hefir horfið í skuggann. Símons utanríkisráðherra Þjóð- verja hafði barist fyrir þýzka málstaðnum með hnúum og hnef- um, svo sem vera bar, og munu Þjóðverjar lengi vel ekki hafa verið vonlausir um, að barátta bans mundi bera einhvern ávöxt. Að minsta kosti benda undirtektir þýzka þingsins undir framkomu Simons á Lundúnaráðstefnunni í þá átt, því honum voru vottaðar þakkirfyrir framkomuna,ogþingið lýsti trausti á stjórninni. Simons ætlaði að láta tímann vinna fyrir sig og reyncli að draga alt á lang- inn og fá hvern frestinn eftir annan til málsslita,. Leið svo og beið. En bandamenn mintu Þjóð- verja rækilega á, að innan fyrsta mai yrðu þeir að hafa sagt já eða nei við skilmálum þeirra og^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.