Ísafold - 13.06.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.06.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Grjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. ISAFOLD Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn Gíalaaon. Afgreiðsla og inn- heimta í ¦ Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjarík, mánudaginn 13. júní 1921. 24 tölublað. Auglýsingar þær, sem sendar eru Lögréttu eða ísafold, birtast í báðum blöðunum og ná þannig mestu útbreiðslu um landið, sem fáanleg er. — Verðið þó hið sama og áður var í öðru blaðinu. Eftir þingið. Smápistlar eftir Jón Þorláksson. II. Bankamái. Stjórnin hafði á síðastliðnu hausti nndirbúið bankamálið með samning- um við stjórnir beggja bankanna, og lagði fram lagafrv. þar að Idtandi. Höfuðákvæði þess frv. voru tvö: i. íslandsbanki skyldi Idta aý hendi seðlaútgáfurétt sinn, 21/* milj. kr. þegar i stað og hitt með jöfn- um upphæðum árlega til lokaleyfis- tímans (1933). Seðlaútgáfan skyldi hverfa til Landsbankans, og þær 21/* milj., sem hann ítti að taka við straks áttu að vera ógulltrygðar eins og sú »/4 milj. sem áður hefir verið gefin út fyrir hann. 2. íslandsbanka var leyjt að auka hlutafé sitt tir 4»/, milj. kr. upp í 9 miljónir. Hér var farið fram á það fram- búðarskipulag á bankam'álum lands- ins, að landsbankinn yrði eini seðla- bankinn, en íslandsbanki stæði sem öflugur einkabanki með ríflegu hluta- fé að leyfistímanum loknum. óef- að er þetta besta tilhögunin, sem stungið hefir verið upp á, betri til frambúðar en sii, sem að lokum varð ofan á í þinginu. Ea til þess að stjórnarfrv. bætti úr yfirstand- andi vandkvæðum, þurfti íslands- banki að vera þess megnugur að auka hlutafé sitt með erlendum hlut- um; á þann hátt varð honum að bætast veltufé til losunar úr krepp- nnni. Aðstandendur bankans töldu að hann mundi geta þetta á þeim tima, sem stjórnarfrv. var samið, og Landsbankinn treysti sér þá til að taka við seðlaútgáfunni. Varhuga- verðasta atriði stj.frv. var óefað það að auka svo mjðg veltu ógulltrygðra seðla í landinu, sem þar var farið fram á. Þegar fram á þing var komið, hafði fjárkrappan harðnað svo mjög, að æði tvisynt þótti um að íslands- banki gæti dregið til sfn erlent hluta- fé, þó honum væri leyft það. Þá var og Landsbankastjórnin orðin ó- fús til að taka við aukinni seðlaut- gáfu, og má Hka skilja að hörðnun fjárkreppunnar hafi valdið þvi. Nefndii höfða verið skipaðar i bankamálin í biðum deildum þings- ins, og gengu þær siðan til sara- vinnu. Svo leið tíminn, að ekkert kom frá nefndinni, hvorki álit nm stjórnarfrv., sem hafði verið vísað til N. d. nefndarinnar né neinar nyjar tillögur I málinu. Formaður N. d. nefadar var Eirikur Einarsson, 1. þm. Arnesinga. Þegir langt var iliðið á þingtfmann var það orðið hljóðbært meðal þingmanna, að nefndarmennirnir mundu ekki geta komið sér saman um neinar tillög- ar i málinu. Um formanninn var fullyrf, að hann vildi engar ákveðn- ar tillögur gera i málinu, enda lýsti hann því yfir í nefndaráfitinu, sem loksins kom frá meiri hluta nefnd- arinnar, að hann teldi allar tillðgur og uppástungur, sem orðaðar höfðu verið i málinu, ótimabærar. Þegar sjáanlegt þótti að nefndin mundi ekki orka að skila frá sér tillögum, tóku nokkrir þingmenn efri deildar sig samán og sömdu frv. um málið, sem lagt var fram í þeirri deild. Að þvi stóðu tveir menn úr peningamálanefnd þeirrar deildar (Bj. Kr. og Sig. H. Kvarao), en af utannefndarmönnum gekst Siguijón Friðjónsson aðallega fyiir því að koma skriði á málið, og var það þarft verk. Voru flutningsmenn átta, eða meiri hluti deildarinnar og frv. þar með trygt fylgi i þeirri deildinni. Þetta frv. varð svo að lögum, með nokkrum smávægilegum breytingum. Aðalefni þess er það tvent, að íslandsbanki lætur af hendi seðlaútgáfurétt sinn til rikissjóðs smám saman það sem eftir er af sérleyfistímauum, og að ríkissjóður leggur f bankann nýtt hlutafé, jafn- mikið og það sem fyrir er, 4*/a milj. kr. Seðlaútgáfuréttinum á svo að ráð- stafa með lögum á næsta þingi. Með sérstökum lögum er stjórninni heim- ilað að taka lán til hlutabréfakaup- anna, og er gert ráð fyrir að lánið verði tekið erlendis og bætist bank- anum þannig fé tii þess að losa sig úr kreppunni. Flestir munu sammála um, að úr þvi sem komið var hafi þetta venð heppilegasta úrlansn málsins. Ekki vantaði þó tilraunir til að spilla þvi að hún -næði fram að ganga, bæði frá þingmönnum sjálfum og utanað komandi. Tvö önnur frv. nm málið voru borin fram í n. d. Annað frá Jak. Möller og Pj. Þ. um að fram- lengja seðlaútgáfurétt ísiandsbanka eitt ár, og var það engin íirlausn á málinu. Hitt frá Sv. Ó!., M. J. Kr. og J. A. J. um að íslandsbanki skyldi láta af hendi seðlaútgáfuréttinn til Landsbankans, eins og stj.frv. hafði farið fram á, rikissjóður veita hon- um bráðabirgðalán, alt að 5 milj. kr., en um hlutafjáraukningu var alt ó- ákveðið, og aðaltilgangur frv. tal- inn sá, að koma i veg fyrir alla hlutafjáraukningu bankans. Mælt var að stjórn Landsbankans stæði að þessu frv. Yfir höfuð varð það vitanlegt i meðferð þessa máls, að samkomulag og samvinna milli bankastjórna Landsbankans og íslandsbanka er miklu stirðari en vera má á svona erfiðum timum. Hafi það verið rétt að Landsbankastj. stæði að þessu frv., þá hefir hún verið búin að sjá sig nm hönd aftur að þvi er snertir getu Landsbankans til að taka við seðla- útgáfu þegar i stað. Eins og mörgum mun kunnugt, hefir blaðið »Timinn« nndanfarið haldið þvi 'ast fram, að landið ætti að eignast svo mikið af hlutafé ís- landsbanka, að yfirráð bankans yrðu f höndum landsstjórnarinnar. Þessu er fullnægt með frv. þvi, sem nú er orðið að lögunr Eitt af þvf einkenni- legasta i málinu þótti það, að all- sterkur andróður gegn þessari dr- lausn málsins kom frá blaðamanni þeim (J. J.), sem fastast hafði haldið málinu fram f »Tímanum«, en óheil- indin voru of auðsæ til þess að sl andróður gæti nokkrn orkað um af- stöðu þingmanna. in. Fjárhagur landssjóðs. Ef þingsins 1921 verður minst i framtiðinni fyrir nokkuð af gerðum þess, þá verður það Hklega helst fyrir skattamálin. Stjórnin lagði fyrir þingið I4lagafrumvörp, sem eingöngu eða aðallega voru ætluð landssjóði til tekjuanka, og þá náttúrlega lands- mönnum til samsvarandi útgjalda- auka. Þingið afgreiddi þau öll (eitt þeirra að forminu sem nýtt frum- varp með breyttri fyrirsögn) og bætti þar við einu eftir tilmælum fjár- málaráðherra, þegar sýnt þótti að þau 14 nægðu ekki. Það verða áreiðanlega engin bless- unarorð, sem landsmenn lesa ýfir þessa þingi þegar þeir eiga að fara að borga öll þaú nýju eða auknu gjöld, sem á þá eru lögð með þess- um 15 lögum. En ósanngjarnt væri það gagnvart þinginu að rekja rauna- roilu nýrra álagna samkvæmt þess- um lögum án þess að gera fyrst grein fyrir hver nauður rak stjórn og þing til allrar þeirrar sorglegu lagasetningar. Ástæðurnar cr að finna i fjárhag landssjóðs, og þess vegna geri eg hann að umtalsefni á un^an skattalagarununni. Þv mili horfir þá svo við, að fyrirs ái ílegt virðist að útgjöld lands- sjóðs 1 jni nema um 10 milj. kr. árleg^ yrst um sinn. Af þeirri upphæð fer einungis tiltölulega mjög litið til verklegra framkvæmda, það fer nærri alt til venjulegrar árlegrar starfrækslu þeirra embætta og stofn- ana, sem smám saman hafa verið sett á stofn hér, og svo til greiðslu vaxta og afborgana af skuldum landssjóðs. Aliti minu um það, hvernig komið væri útgjöldum lands- sjóðs samanborið við gjaldþol lands- manna lýsti eg við 3. nmr. fjárlag- anna fyrir 1922 f n. d. Eg bar fram tillögu um að fjármálaráðherra yrði heimilað að fella niður greiðsl- ur á fjárveitingum, sem ekki væru ákveðnar af öðrum lögum en fjár- lögunum, eftir því sem honum þætti nauðsyn til bera og verða mætti án tjóns fyrir landið. Mér til hægri verka bið eg svo blaðið að birta eftirfarandi meginkafla ræðu minnar við það tækifæri: — Það er fyrirsjáanlegt, að með þeim breytingum til hækkunar, sem óhjákvæmilegt mun teljast að sam- þykkja, verða útgjðldin á fjárlögun- um 1922 um 9x/i milj. kr. og með útgjöldum samkvæmt fjáraukalögum og öðrum fðgum má telja efalaust, að tekjurnar þurfi að vera 10 milj. kr. til þess að komist verði hjá tekju halla. Tekjurnar samkvæmt 3.—5. gr. fjirlaganna nema nálega 1 milj. kr., og þurfa þá þær tekjur, sem venja er að teija undir 2. gr., að nema 9 milj. kr., ef nokkur von á að verða um það, að komast hjá tekjuhalla. Þótt gjaldaupphæðin sé svona há, verður ekki með sanni sagr, að mjög mikið sé i frv. af nýjum gjalda- upphæðum, eða af gjaldaupphæðum, sem unt væri að komast hjá eða fresta. Fjárveitingar til verklegra framkvæmda eru svo spart skamt- aðar að alveg nauðsynlegt verður að rifka þær á næstu árum ef fram- farir landsins eiga að verða aftur ámóta hraðfara og þær voru fyrir stríðið. Það er óhjákvæmilegt að sii spurn- ing vakni, hvort þjóðin muni vera fær um að bera slik útgjöld. Þess verður vel að gæta, að hér er ekki um það að ræða, að útgjðldin séu óvanalega há þetta eina ár, heldur verður að búast við þvf, að þetta verði árleg útgjaldabyrði fyrst um sinn, ef ekki eru gerðar alveg sér- stakar og óvenjulegar ráðstafanir til lækkunar. Að visu má búast við því, að dýrtiðaroppbót embættis- manna lækk'i eitthvað, ef dýrtiðinni linnir, en eftir undanfarinni reynslu má búast við því, að árW aukning útgjalda, m. a. til iýtt* embætta, muni fullkomlego jiftast við þá út- gjaldalækkun. Það er erfitt að finna ábyggilegan mælikvarða fyrir gjaldþoli þjóðarinn- ar. Eins og hér stendur á held eg að verðmæti útfluttrar vöru se einna besti mælikvarðinn. Ég hef þvi tek- ið mér fyrir hendur að rannsaka hlutfallið milli skattabyrðanna og verðs afurðanna frá aldamótum. Er fyrst að athuga skattsbyrði þá, sem þjóðin hefir borið, en þar undir tel eg öll útgjöld samkv. 2. gr. fjirlag- anna, af því þau eru öll þess eðlis, að þau hvila beint á framleiðslu hndsmanna, eins þau — svo sem tekjur af bönkum, símum, póstferð- um — þar sem ifkið beinlinis lætur eitthvað i té fyrir gjöldin, eins og þeir skattar og tollar sem ganga til almennra þarfa rikisins án þess að gjaldandinn fái neitt sérstakt i aðra hönd. Um þetta hef eg gert eftir- farandi yfirlit: ; Útfl. vörur Skattar og 0; Ar 1 þús. kr. tollar kr. '• 1901 9136 732768 8,0 1902 10147 909087 8,9 1903 10207 867046 8,5 1904 9877 882234 8,9 1905 12752 1056670 8,3 1906 13499 1171821 8,7 1907 15426 1460603 9,5 1908 12075 1417164 11,7 1909 13129 1334510 10,1 1910 14406 1484084 10,3 1911 15691 1646406 10,5 1912 16558 1956603 11,8 1913 19128 2036570 10,6 1914 20830 2086173 10,0 1915 39633 2553413 6,4 1916 40107 2993722 7,4 1917 29715 2751033 9,2 1918 36920 2901490 7,9 1919 c: 68000 7970818 11,7 1920 c: 9390000 Yfirl t þetta sýnir fyrst að skatta- byrði landsmanna fer hægt og hægt hækkandi úrh. u. b. 8/4 milj. um alda- mótin upp í tæpar 3 milj. kr., þrjd síð- ustu stríðsárin. En árið 1919 hækkar gjaldabyrðin snögglega upp í tæpar 8 milj. kr., hún hækkar um 5 milj. kr. á þvi eina ári. Sjálfsagt er þetta ein af orsökunum til fjárkreppu þeirrar, sem skall yfir snemma á árinu 1920. Sé nú gjaldabyrðin borin saman við gjaldþolið, verð útfluttu vörunnar, þá kemur i ljós að sjð fyrstu ár ald- arinnar nema skattarnir frá 8°/0 til 9.5%) eða að meðaltali 8.7°/0 af verði útfluttu vörunnar. Næstu sjö sjö árin, 1908 til 1914, er skatta- byrðin dálitið þyngri, io°/°til 11.8%, eða að meðaltali 10.7% af verði út- fluttrar vöru. Þessi hækkun er eðli- leg, af þvi að á þessu timabili er sfminn kominn, og tekjur af honum taldar með í gjaldabyrðinni. Svo koma strlðsárin 4. Á þeim nemur skatta- byrðin ekki nema 7.70/0 af verði útfluttrar vöru að meðaltali, þ. e. gjaldþol landsmanna er ekki notað til fulls þessi árin. Loks sýnir yfir- litið hvernig á þvi stendur, að Iands- menn gátu borgað 5 milj. kr. meira i rikissjóð árið 1919 en nokkrusinni áður; það var mögulegt, vegna þess að verð útfluttrar vöru fór þá upp í 58 milj. kr., en hafði verið hæst um 40 milj. kr. á striðsárunum. Skattabyrðin nemur þetta ár 11.7°/» af verði útfl. vöru, en það er há- mark gjaldþolsins eftir undanfarinni reynslu. Það er erfitt að segja nú, hve miklu muni nema verð útfluttra af- afurða 1922. Þó má varla, ef dæmt er eftir likunum i ár, búast við að það nemi mun meiru, en helming þeirrar upphæðar er útflutningur afurða okkar nam árið 1919, miðað við að framleiðslumagnið haldist ó- breytt, því útlit er fyrir að verðið muni upp og ofan verða helmingi lægra en 1919. Það yrðu þá 34 miljónir — og geri menn sér von um einhverja litilsháttar framleiðslu- aukning, gæti sú upphæð hækkað dálítið. Þó finst mér að eg geti ekki verið bjartsýnni en svo, að gera ráð fyrir að þetta geti hækkað, i mesta lagi, upp undir 40 milj. kr. En þá horfir málið svo við að skattlagningin þarf að vera helmingi hærri en áður, svo jöfnuður náist á tekjum og gjöldum fjárlaganna, eða m. ö. 0. það þarf að taka 23% af andvirði fyrir útfluttar vörnr lands- manua, til þess að borga i rikissjóð. Eg býst ekki við að atvinnuvegir landsins þoli slikar álögur, að minsta kosti ekki nema 1—2 ár — ogbyst eg heldur ekki við, að með þeim skattalögum, sem nú eru eða sam- þykt verða, muni þettafást i ríkissjóð, svo i minum augum er þá ekki ann að framundan 1922, en fjírmálaöng- þveiti og stórkostlegur tekiuhalli. Og yrði gripið til þess að jafna halla þennan með nýjum sköttntn, hlýtur að reka það þvi að atvinnnveguncm verður um megn að risa undir þeim. Það er að visu tilgangslitið að rekja orsakir þær, sem valda þvi að svo er komið. Aðal undirrótin mun vera sú breyting á hugsunarhætti manna, sem komið hefir af truflun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.